Dagur - 22.08.2000, Blaðsíða 20

Dagur - 22.08.2000, Blaðsíða 20
20- ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 AKUREYRI NORÐURLAND Tindastóll vann Þrótt sannfærandi Tindastóll vann Þrótt sannfærandi í 1. deildinni sl. laugar- dag á Sauðár- króksvelli 2-0. Tindastóll er í 9. sæti deildarinn- ar og berst fyrir lífi sínu í deild- inni og tókst ekki að þokast upp um sæti eftir þessa umferð því Sindri, sem var í 8. sæti, vann einnig sigur í umferðinni, vann lið Dalvíkinga 1-0, sannfærandi sigur í hrútleiðinlegum leik þar sem Dalvikingar voru algjörlega á hælunum. Tindastóll virtist ekki líklegur í upphafi leiks til að vinna sigur í Ieiknum, þeir léku aftarlega, voru fremur seinir fram og dekkun í vörninni var ekki sem skildi. Fyrra markið kom því fremur óvænt er Mark C. Franck náði til boltans á 11. mínútu eftir horn- spyrnu, og hamraði hann í netið. Það var eins og Sauðkrækingar vöknuðu við markið til metvit- undar um að þeir gætu unnið leikinn, miðjan varð mun virkari og samspil varð mun virkara. I seinni hálfleik byrjuðu þeir af miklum krafti og strax á annari mínútu seinni hálfleiks barst boltinn fyrir og Olafur ívar Jóns- son skallaði hann í netið, óverj- andi fyrir Axel Gomez í marki Þróttar sem annars átti góðan leik. Gunnar Ólafsson átti oft góða spretti frammi, en datt þess á milli niður og rétt eins og hann nennti þessu ekki. Besti leikmað- ur Tindastóls var Gísli Sveinsson markvörður sem varði oft stór- kostlega og hélt Tindastólsliðinu á floti um tfma í síðari hálfleik þegar Þróttarar gerðust ágengari og virtust líklegir til að jafna leik- inn. Vignir Sveinsson var einnig mjög baráttuglaður. Það vekur hins vegar athygli að lengst af Ieiks var leikmönnum Tindastóls fyrirmunað að skila boltanum í fyrstu snertingu. Það kann ekki góðri Iukku að stýra. Hjá vörn Þróttar lék Kristján Jónsson, sá gamli varnarjaxl, af yfirvegum og gerði varla mistök en frammi átti Björgólfur Takefusa góðan leik, er mjög leikinn með boltann. DalviMngar á hælimiun Dalvfkingar voru á hælunum í leiknum gegn Sindra á Dalvíkur- velli. Þetta er annar tapleikur þeirra í röð, í síðust umferð töp- uðu þeir fyrir Þrótti, og virðast í einhverri niðursveiflu. Þeir þurfa greinilega að taka sig saman í andlitinu. - GG X^MT SigLörð- ingar eygja von Siglfirðingar eygja von um sæti í 1. deildinni í knattspyrnu eftir sigur á HK um helgina, 2-1. Siglfirðingar eru með 24 stig eftir 14 umferðir af 18, tveimur stigum meira en Afturelding sem kemur í 3. sæti. Þórsarar eru sem fyrr f efsta sætinu, eru með fullt hús stiga eftir 14 um- ferðir, 42 stig. - GG Verkefnalið sett i fót- boltahúsið Hreyfing er nú komin á málefni yfirbyggðs knattspyrnuvallar á Akureyri og hefur fram- kvæmdaráð nú ákveðið hvaða aðilar skuli skipa sérstakan sex manna verkefnahóp eða „verk- efnislið" eins og það er kallað, sem halda á utan um málið. A síðasta fundi framkvæmdaráðs var samþykkit að verkefnislið vegna byggingar hússins verði skipað einum fulltrúa frá eftir- farandi aðilum: Framkvæmda- ráði, íþrótta- og tómstundaráði; einn fulltrúi verði tilnefndur af bæjarráði; einn tilnefndur af Þór og annar af KA , og loks einn frá UMFA. Akveðið var á fundinum að fulltrúi fram- kvæmdaráðs í þessu liði yrði Asgeir Magnússon. Leiftursmeim heillmn horfnir Staða Leiftursmanna er orðin erfið og þeir standa nú frammi fyrir faiibaráttu. Heiöar Ingi, markaðsdeild íslandsbanka [t.h.J afhendir Gunnari Bragasyni, forseta GSI, [t.vj fyrsta Golfkortið á Landsmótinu ígolfi á Akureyri nýver- ið. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ stendur fyrir miðju. MYND.'BRINK. Íslandsbanlá-FBA með sérkort fyrir kylftnga HeiHadísirnar virðast ekki ætla að snúast á sveif með Leifturs- inöimuiii ogeftirenn einn ósigurinn í Land- símadeildinni um helgina er staða fé- lagsins orðin erfið og faU hlasir við. Heilladísirnar virðast ekki ætla að snúast á sveif með Leifturs- mönnum og eftir enn einn ósig- urinn í Landsimadeildinni um helgina er staða félagsins orðin erfið og fall blasir við. Ólafsfirð- ingar léku við Vestmannaeyinga í blíðskaparveðri i Ólafsfirði og þrátt fyrir að Ólafsfirðingar væru áberandi sprækari, sérstaklega framan af tókst þeim ekki að skora. Það var Santos sem var einna atkvæðamestur Leifturs- manna og í íyrri hálfleik átti hann nokkur ágæt skot, þar á meðal eitt hörkugott eftir send- ingu frá John Petersen, en Birkir Kristinsson náði að verja í horn. Birkir var svo sannarlega betri en enginn í marki Eyjamanna. Það kom hins vegar x hlut Eyja- manna að opna markareikning- inn og það gerði Goran Aleksic á 38. mínútu. Goran fylgdi þar fast á eftir skoti frá Steingrími Jóhannessyni. Það að lenda undir virðist hafa slökkt nokkuð baráttueldinn í Ólafsfirðingum sem voru það sem eftir lifði fyrri hálfleiks að ná sér eftir áfallið. I seinni hálfleik voru menn þó komnir í ham og sóttu Leifturs- menn talsvert en án árangurs. Þetta virtist fara í skapið á þeim sem og dómgæslan hjá Garðari Arnari Hinrikssyni. Undir Iok leiksins fékk síðan Steinn Viðar Gunnarsson rautt spjald fyrir brot á Jóhanni Möller. Lokatöl- ur leiksins urður því 0-1 og gátu Eyjamenn hrósað happi yfir að fara suður með öll stigin. Eftir leikinn voru flestir sammála um að niðurstaðan hafi ekki verið í samræmi við gang leiksins, en svona er boltinn. Utlitið er því orðið nokkuð svart íyrir Leiftur sem nú vermir botnsætið í deildinni með 9 stig í 14 leikjum. Leiftursmenn eiga einn leik til góða á næstu Iið sem eru Stjarnan sem er með 13 stig og Fram sem er með 16 stig. Sá leikur er gegn KR. Íslandsbanki-FBA hefur í sam- vinnu við Golfsamband Islands og Samvinnuferðir-Landsýn gef- ið út greiðslukort sem er sérstak- lega sniðið að þörfum kylfinga. Golfkortið er fullgilt kreditkort en er auk þess aðildarkort að golfklúbbum innan Golfsam- bandsins. Goifkortinu lylgja ým- iss fríðindi, s.s. afsláttur af vall- argjöldum hjá golfklúbbum inn- an GSI og í helstu golfverslun- um landsins. Auk þess fá kort- hafar sértilboð á vörum og þjón- ustu sem tengjast golfíþróttinni. Fyrstu tilboðin eru m.a. golfferð- ir til Spánar og Englands og af- sláttarverð af golfkylfum, boltum og kerrum. Jafnframt er golfkort- ið tengt frípunktakerfi Fríkorts- ins og fá notendur kortsins þvf frfpunkta í hvert sinn sem þeir nota það við kaup á vörum og þjónustu. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.