Dagur - 22.08.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 22.08.2000, Blaðsíða 4
4 - ÞRIÐJVDAGVR 22. ÁGÚST 2000 FRÉTTIR Mikil leit var gerö að konu með Alzheimersjúkdóm um helgina. Konan fannst eftir þriggja sólahringa leit en ætla má að um 80 fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu búi við sama óöryggi og fjölskylda konunnar. Úrræði skortír fyrir Alzheimersjúkliiiga Milli 30-40 Alzheimer sjúklingar bíða nú eftír þjónustuúræðum. Þama er um að ræða fólk sem þarf á sólarhrmgswnönmm að halda en er upp á ættíngj- ana komið. Konan sem villtíst um helgina er því langt frá því að vera ein í þessari aðstöðu og ljóst að þörf er á úrræðum. Mikil leit var gerð um helgina af Alzheimersjúklingi sem viltist frá heimili sínu. Konan sem er um áttrætt hvarf frá heimili sínu á fimmtudagskvöld og fannst ekki fyrr en á sunnudag þá köld og þrekuð. Skortur er á úrræðum fyrir þá sem þjást af Alzheimer og bíða nú á milli 30 og 40 manns eftir plássi á dagþjón- ustu fyrir Alzheimersjúklinga. Fleiri bíða eftir sólarhringsþjónustu. I dag eru tvær dagþjónustur starfandi á höfuðborgar- svæðinu og eru 38 manns með pláss þar. Eina leiðin til að þar losni pláss er að fleiri fái pláss í sólarhringsþjónustu en piássum þar fjölgar hægt. „Þörfin er brýn og við reynum að taka inn þá sem hvað mest þurfa á aðstoð okkar að haida. Því miður er að finna á biðlistum okkar nöfn sem hafa beðið í tvö ár eftir plássi,“ segir Sigrún Óskarsdóttir, forstöðukona dag- þjónustunar Hlíðarbæjar. Gamla konan sem villtist um helgina er ekki ein í sinni stöðu því mjög algengt er að fólk sem þjáist af Alzheimer villist að heiman. „Fólk leggur af stað með ákveðin stað í huga en gleymir síðan hvert það er að fara og ráfar þá eitthvað út í loftið. Þetta gerist oft og iðulega en yfirleitt finnst fólk áður en kalla þarf út leitarflokk." Ekki þarf mikið til að manneskja með Alzheimers villist af Ieið. „Við skulum taka dæmi. Hópur frá okkur er að koma úr göngutúr. Ein konan þarf á salemi og fer þangað áður en hún fer úr útifötun- um. Þegar hún kemur af salerninu man hún ekki eftir því að göngutúrnum er lokið en hún man eftir göngutúmum. Hún leggur því aftur af stað og flýtir sér til að ná hinum. Hjá okkur kemst hún ekki langt því við emm með læstar hurð- ir en sé hún á venjulegu heimili gæti hún ráfað eitthvað út í loftið." Slæmt ástand Alzheimer fer misjafnlega með fólk og mikilvægt er að reyna eins lengi og hægt er að halda lífinu í eðlilegum skorðum. „Auðvitað er best fyrir þetta fólk að geta verið heima og komið í dagþjónustu á daginn. Við leggjum áherslu á að halda í sérkenni einstaklingsins og hjálpa við- komandi að halda áfram að lifa Iífinu. Þeir sem eru heima allan daginn missa kjark og frumkvæði og lenda því fyrr í al- varlegum veikindum. Eg ráðlegg fólki að sækja tímanlega um sólarhringsvistun því oft vill það verða þannig að það er búið að blóðmjólka aðstandendur áður en úrræði fæst. Þegar ástandið er orðið það slæmt að viðkomandi þekkir ekki sína nánustu og talar um að fara heim þó svo að hann sé heima þá ræður ekkert heimili við ástandið. Það er á þessum stöðum sem ástandið er hvað verst og við því verður að bregðast." - GJ í hcita pottinum ræða menn nú um stjómarsam- starfið og þann núning sem þar virðist kominn upp. Fullyrt er í pottinum að stjómarþingmenn skiptist nokk- uð í tvær fylkingar um það hvort ágrciningurinii sé alvarlegur eða ekki og ræðst mat manna á stöð- uimi nokkuð af því hvaöa afstöðu þeh höfðu fyrirffam til stjórnar- samstarfsins. Þannig em þeh sem era orðnh þreytth á samstarfinu ákveðinr í að um alvarlegan ágrehhng sé að ræða meðan hhih, sem una sér vel í samstarfhiu, segja þetta storm i vatnsglasi. En þótt báðar fylkhigar séu kröftugar í háðum stjómarflokkum, þá era aliir sanunála um að það sem máli skipti sé það í hvora fylkinguna formennimh tveh þeir Davíð og Halldór skipi sér, en um það era memi enn ekki vissh... Davíð Oddsson. En það þarf cnghm að velkjast í vafa um í hvora fylkinguna Alfreð Þorstemsson skipar sér, enda hef- ur hann verið að slást við íhaldið í Reykjavík af miklum krafti síð- ustu vikur. Alfreð lýsti því yfh í DV fyrh helgi að liami teldi vhi- stri stjóm í spilunum þegar næst verður stokkað upp í landsmálun- um. Innkoma Alfreðs í landsmálin með þessum hætti hefur vakiö verðskuldaða atliygli og era fram- sóknarmenn í Reykjavík nú sannfærðh um að Al- freð ætli sér á þing - og láta hremmingamar úr próf- kjörinu fyrir síðustu þingkosningar ekki hindra sig... Karl Bjömsson bæjarstjóri í Ár boig hefur að undanfömu verið sterklega orðaður við umsókn um bæjarstjórastólinn í Garðabæ, sem losnaði þegar Ingimundur Sigurpálsson fór í Eimskip. í pott- inum heyrist það nú að Karl Bjömsson hafi gefið það út í þröngum hópi náinna samstarfsmanna sinna að hann sé ekki að hugsa til Garðabæjar. Þvert á móti ætli hami að vera áfram á Selfossi út þetta kjörtíma- bil og jafnvel það næsta, en síðan ekki söguna meh... FRÉTTAVIÐTALID Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögreglujónn Vangavelturuppi um hvort banna skulijafhmikinn mannfjölda ogvatðímiðborg Reykjavíkur á Menning- amótt. Umfeiðaröngþveiti. ís- lendingarhafna strætó. Brýnt að dreifa fjöldaniun - Hver margir lögreglumenn voru að störfum ú Menningamótt Reykjavfkur? „Þeir voru um 60.“ - Og eru vanalega hve margir? „Helmingi færri eða 30.“ - Voru gerðar ráðstafanir til aðfjölga á vakl- inni þegar sýnt var hve margir lögðu leið sína í miðhæinn? „Já, við fjölguðum í liðinu þegar lfða tók á nóttina og um morguninn. Aætlun okkar byggðist á því að svipaður fjöldi yrði á menn- ingarnótt og var í fyrra. Þá voru 25.000 manns.“ - Kom mannjjöldinn ykkur þá í opna skjöldu? „Það segir sig sjálft að þetta er miklu meiri mannfjöldi en gert var ráð fyrir. Hugsanlega tvöfalt meiri en aðsókn á kristnihátíð." - Var hægt aðjjölga í lögregluliðinufyrr en gert var? „Nei, ég get ekki séð það. Það verður líka að benda á að það komu engin alvarleg tilvik upp á menningamóttinni, ekki fyrr en undir morg- un. Það skiptir máli.“ - 60 manns í lögregluliði á sama tíma og 50.000 manns safnast saman á einum stað í borginni. Það gengur ekki. „Nei, enda hefðum við ekki verið með 60 manns ef okkur hefði órað fyrir því að mann- fjöldinn yrði svona.“ - Hvað getiði kallað marga út? „Það eru um 290 stöðugildi innan embættis- ins en þar erum við að tala um vaktavinnu- menn sem eiga sín frí.“ - Hver urðu helstu áhrif og óþægindi af mannfjöldanum þessa nótt? „Olvun var talsverð og mikið að gera hjá þessum lögreglumönnum. Þó var ekki meira að gera en margar aðrar helgar, við erum t.d. ekki með fleiri útköll en oft áður. Tafir urðu veru- legar í umferðinni en allar okkar lokanir í bæn- um voru í samræmi við það sem gert er 17. júní og á menningamótt í íyrra. Við bættum reynd- ar við Iokunum, t.d. á Sæbrautinni og vorum því með meiri varúðarráðstafanir en áður. Hitt er ekkert Iaunungarmál að hér urðu miklar tafir í umferðinni og við munum auðvit- að staldra við og skoða hvort við munum heim- ila s\ ma mikinn mannsöfnuð aftur. Það má deila um hvort þetta er æskilegt. Eg hef þegar rætt við framkvæmdastjóra menningamætur um hvort það sé ekki óæskilegt að stefha öllum á sama stað vegna eins Iokaatriðis. Eg gerði það strax á sunnudagsmorgun.“ - Er ekki erfitt að koma sltku í fram- kvæmd. Ekki er hægt að sjáfyrir aðsókn þeg- ar viðburðir eru skipulagðir? „Það er einfaldlega hægt að útfæra |)etta þannig að lokahnykkurinn verði á tveimur eða þremur stöðum. Víð ætlum að skoða það.“ - Er eitthvað fleira sem þið sjáið að hægt sé að breyta og bætafyrir næsta stórviðburð? „Fyrst og fremst er það umferðarþátturinn. Fólk var að upplifa þarna tafir í umferðinni sem em sambærilegar við það sem gengur og gerist í stórborgum erlendis.“ - Hafið þiðfengið mikil viðbrögðfrá óánægð- um ökumönnum eftir þesa nótt? „Ekki mikil, en það hafa komið ábendingar. Mjög algengt er að fólk hafi verið einn og háll- an til tvo tíma að komast heim til sín og allt upp í þijá klukkutíma." - Verður mikið unnið til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur? „Já, já og eitt af því sem við emm að skoða er af hveiju Islendingar vilja helst ekki nota al- menningssamgöngur. Þeir vilja fara á bílnum, helst keyra upp á Arnarhólinn, stíga út þar, horfa á skemmtiatriðin, fara aftur upp í bílinn og keyra svo burt. Það bara gengur ekki.“ - Nú var einmitt hamrað á því í útvarpinu að menn tækju strætó. „Já, en það virðist ekki hafa skilað árangri." - BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.