Dagur - 22.08.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 22.08.2000, Blaðsíða 5
ÞRIBJVDAGVR 22. ÁGÚST 2000 - S FRÉTTIR Bætumar duga ddd fyrir fokheldu íbúar á Suðurlandi eru ekki ánægðir með bætur eftir Suðurlandsskjálftana. Þeir sem misstu hús sín í Suðurlands- skjálftauum verða margir að bæta mörg- um milljómiiii við tryggiugabætumar til að eignast aftur þak yfir höfuðið. „Nei, það held ég að sé af og frá“, svaraði fyrrum húseigandi á Hellu, spurður hvort fólk væri almennt sæmilega ánægt með bætur Við- lagatryggingar. Fólk átti heima í sínum húsum, sumum gömlum að vísu, en ágætlega uppgerðum þannig séð. Það hafi ekki að ætlast til að fá neinar hallir í staðinn. En að fá kannski 4 til 5 milljónir segi voða lítið - dugi vart fyrir meiru en sumarbústað. Ljóst er að margir sem misstu húsin sín í jarðskjálftunum á Hellu munu sitja uppi með margra millj- óna viðbótarskuldir áður en þeir eignast aftur þak yfir höfuðið, verða jafnvel að bæta 4-5 milljón- um við trygg- ingabætumar. Allir verða að hvggja, því eng- in hús eru til sölu á Hellu, þar sem 9 hús eyðilögðust al- veg. Og nú verða allir að grafa niður á fast, sem getur verið ansi djúpt sums staðar. „Eg þurfti að fara um 4 metra niður“, segir Sveinbjörn Jónsson, sem varð fyrstur til að Ijarlægja skjálftarústir og heQast handa við byggingu ein- ingahúss á sama stað. „Eg sé íyrir mér að það muni kosta um 13 milljónir að koma nánast jafn stóru húsi í sömu stöðu og það sem fyrir var.“ Það kemur því til með að vanta a.m.k. 3 milljónir upp á að bæturnar nægi. Og sá munur hverfur ofan í jörðina. Um ein milljón fór í niðurrif, uppgröft og uppfyllingu áður en byijað var að steypa nokkurn hlut og síðan fari um tvær milljónir í sökkul og plötu. „Flytja inn? Það fer eftir því hvað maður ætlar sér að hafa hús- ið langt komið þegar maður flytur. En SG sem ég kaupi húsið af ætla að byija að reisa það um miðjan september", sagði Sveinbjörn. Bætumar 4,6 miUjónir Hjá granna hans Sigurði Ragnari Jónssyni, sem bjó í gömlu húsi er mismunurinn ennþá meiri. „Við- lagatrygging mat tjónið á 11 millj- ónir - sem sagt ef það ætti að byggja upp samsvarandi nýtt hús. Síðan er afskrifað eftir aldri og ástandi og þá fengu þeir út um 8 milljónir. En matið var lágt svo við fáum aðeins um 4,6 milljónir fyrir húsið og alls 5,2 milljónir með bíl- skúrnum". Sigurður Ragnar ætlar einnig að byggja einingahús frá SG og vonar að komast inn fyrir um 9 milljónir. Listaverð á álíka stóru húsi, 93 m2 á einni hæð ásamt bíl- skúr sé um 5,6 milljónir. Þá vanti grunninn (kannski um 2 milljónir) og síðan allar lagnir, innréttingar, gólfefni og fleira. ...duga ekki fyrir fokheldu... „Manni hefði ekki þótt óeðlilegt að þurfa að bæta einhveiju við. Auð- vitað var þetta gamalt og maður ætlaðist ekki til að gera fengið nýtt hús í staðinn. En það ber mjög mikið í milli, þegar bætumar duga ekki einu sinni fýrir fokheldu", sagði Sigurður Ragnar. Brunabóta- matið sagði hann að virtist tilvilj- unum háð. A húsum sem menn hafi fengið endumetin í kjölfar skjálftans séu dæmi um allt að helmings hækkun. - HEl Heldur í stjömumar „Fréttir þess efn- is að Leikfélag Islands sé að stela 'bestu leik- urum okkar eru uppspuni og mér finnast þessi fjölmiðla- mál öll líkjast einna helst stor- mi í vatnsglasi," segir Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri þeg- ar Dagur leitaði til hans um við- brögð við fréttum um að Þjóðleik- húsið væri að missa alla sína bestu leikara. I fréttum í gær var greint frá því að Hilmir Snær væru á förum frá Þjóðleikhúsinu en Stefán segir að það sé aldeilis ekkert fararsnið á Hilmi Snæ. Sigurður Siguijóns- son er að fara í leyfi frá Þjóðleik- húsinu og mun hann taka þátt í starfi Leikfélags íslands. „Sögusagnir um að Ingvar Sig- urðsson og Orn Arnason séu farn- ir ffá Þjóðleikhúsinu eru hins veg- ar ekki réttar en þeir munu báðir taka þátt í uppfærslu á Kirsuberja- garðinum sem ffumsýndur verður í október auk þess sem Ingvar er í burðarhlutverki sýningarinnar Sjálfstætt fólk sem aftur verður tekið til sýninga í haust,“ segir Stefán og áréttar að það sé ekkert stríð á milli leikhúsana.“ - GJ Stefán Baldursson. var „svakaleg66 Borgin „Borgin leit út eins og það hefðu verið 50 þúsund manns í bænum. Hún var svakaleg - en mér fannst það ekkert óeðlilegt," svaraði Guðni Hannesson sem hefur um- sjón með gatnahreinsun hjá Reykjavíkurborg, spurður um út- litið á sunnudagsmorguninn eftir Menningarnótt í Reykjavík. Hann sagði rosalega mikið af brotnu gleri á götunum og draslið al- mennt meira og dreifðara heldur en t.d. eftir 17. júní og miklu meira en eftir fyrri menningarnæt- ur. „Við byrjuðum klukkan 6 að morgni og vorum fram yfir hádegi og vorum samt með tvö stór auka- tæki; auka sóp og auka vatnsbíl, „ sagði Guðni. Eftir venjulega helgi sé hreinsun yfirleitt lokið fyrir ldukkan 10, þannig að þetta hafi tekið nær tvöfalt lengri tíma, þrátt fyrir tvö aukatæki. En finnst Guðna það eðlilegt að menningarborg verði svakaleg þótt borgarbúar geri sér glaðan dag? „Ég var svo hrifinn af kvöldinu og fannst þetta takast svo vel og ekk- ert óeðlilegt þótt það sé mikið drasl eftir 50 þúsund manns. En helgarnar eru alltaf slæmar. Við erum að hreinsa eftir hveija ein- ustu helgi, eftir kannski um 10 þúsund manns, og hún er svakaleg eftir þann hóp“. — HEl Aldamótaveisla við Amarhól Útgjöld vegna almennrar stjórnar ríkisins fyrstu sjö mánuði ársins voru 21 % hærri í ár en á sam tíma í fyrra, eða 6,6 milljarðar í stað 5,4 milljarða á sama tíma i fyrra. Dóm- gæsla og löggæsla hafa einnig hækl<að drjúgum, eða 12,5% milli ára, eða um hálfam milljarð í 4,4 milljarða. I skýringum fjármálaráðuneytis- ins á þessum miklu hækkunum segir ósköp pent: „Gætir þar með- al annars áhrifa sérstaks úrskurðar um launahækkun lögreglumanna - auk tímabundins kostnaðar vegna sérstækra verkefna forsætisráðu- neytis", sem skýrir þá væntanlega bróðurpartinn af ríflega 1 milljarðs hækkun til almennrar stjórnunar. Athygli vekur að heilbrigðisút- gjöldin hafa hækkað hlutfallslega helmingi minna en almenni stjórn- unarkostnaðurinn, eða „aðeins" 11% milli ára og námu 21,4 millj- örðum fyrstu sjö mánuðina. Árin 1998 og 1999 stóðst akkúrat á endum, tekjuskattar einstaklinga fyrstu sjö mánaðanna dugðu ná- kvæmlega fyrir heilbrigðisútgjöld- unum á sama tíma. í ár hafa tekju- skattarnir hins vegar hækkað ríf- Iega tvöfalt (2,4 milljörðum) meira en heilbrigðisútgjöldin. Mennta og menningarmálin hafa kostað ríkis- sjóð 13,4 milljarða í ár, sem er ríf- lega 8% hækkun frá fyrra ári. - HEI msm Afhenda lágmynd af Páli Börn Páls Einarssonar, fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur, og konu hans Sig- ríðar Siemsen, afhentu borgarstjóranum í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, nýverið lágmynd af föður sínum að gjöf. Myndin er gerð af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara, líldega á árabilinu 1925-30. Páll Ein- arsson var borgarstjóri í Reykjavík á árunum 1908-1914. Lágmyndinni verður komið fyrir í Höfða, móttökuhúsi Reykjavíkurborgar, þar sem Páll bjó með barnmargri Ijölskyldu sinni, snemma á þriðja áratug aldarinnar. Sæplast í góðum málum Hagnaður Sæplasts hf., móðurfélags og dótturfélaga, var rúmar 23 millj- ónir króna eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins samkvæmt milliuppgjöri. Hagnaðurinn jókst um 2 milljónir króna miðað við sama tíma í fyrra. Fyr- ir afskriítir og fjármagnsliði var rekstrarhagnaður rúmar 146 milljónir króna en var 67 milljónir eftir sex mánuði í fyrra. Tekur Sæplast og dótt- urfélaga í Kanada, Noregi og Indlandi voru 1.071 milljón króna fyrstu sex mánuði ársins miðað við 354 milljónir króna eftir sex mánuði 1999 og 964 miljónir króna allt árið 1999. Veltuaukning á milli ára er því 202%. Hjá Sæplasti starfa nú 235 manns og þar af tæplega 200 erlendis. Umferðaröryggisfulltrúarnir á fundi sínum sl. föstudag. Umferðarfulltniar hittast Fyrir helgina komu saman til fundar þeir umferðaröryggisfulltrúar sem í sumar hafa starfað á vegum Slysavamafélagsins Landsbjargar og Umferð- arráðs. Þeir eru sex talsins, fóru um landið á bílum sem Ingvar Helgason lagði til og Olís gaf bensín á - en hlutverk fulltrúanna var að vera tengilið- ur við yfirvöld á sviði umferðarmála. Margt bar á góma á fundi þessum, en helstu áherslumál sem farið var yfir voru meðal annars að hjálmanotk- un reiðahjólamanna yrði skylda sem og bílbeltanotkun, og að réttindi þess sem er með bráðabirgðaökuleyfi verði takmarkað við ákveðið hlutfall þyngar og afl bifreiðar. - SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.