Dagur - 24.08.2000, Síða 2
2 - FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000
FRÉTTIR
Kostnaður stóreykst
vegna hælisleitenda
ísland æ vmsælli viö
komustaður hjá hælis-
leitendum. íbuar frá
Balkanskaga ráðandi.
Svörtu sauðimir
skemma fyrir þeim
sem raunverulega eiga
í vanda.
„Það sem er í umræðunni alls
staðar í kringum hælisleitendur
er það sem kallast á ensku „asyl-
um abuse“. Þ.e.a.s. misnotkun
hælisréttar. Þetta eiga allir í
bransanum við að etja sem
stendur og versti fylgifiskurinn er
að þeir einstaklingar sem eru að
misnota hælisréttinn og þá að-
stoð sem hælisleitendum stendur
til boða, eru að skemma stórlega
fyrir því fólki sem þarf á vernd og
aðstoð að halda,“ segir Jóhann
Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Utlendingaeftirlitsins.
Mál Rúmenans sem fékk hús-
næði hjá Rauða krossinum og
misnotaði vernd íslenskra stjórn-
valda með stórfelldum skart-
griparánum hefur vakið mikla at-
hygli. Þessi maður er dæmi um
Æ fleiri farþegar lenda á Keflavikurflugvelli og óska eftir hæli.
„svarta sauði“, sem eins og fram-
kvæmdastjóri Utlendingaeftirlits-
ins bendir á, skemma mjög fyrir
nauðstöddum. Sumir koma skil-
ríkjalausir inn í Iandið og Ijúga til
um nafn. Tímafrekt getur verið
að rannsaka feril fólksins.
Fjölgar mjög
Jóhann segir að síðustu misseri
hafi æ fleiri leitað til Islands um
hæli. „Þá bíður okkar þessi erfiða
vinna, að flokka hvaða fólk það
er sem verulega þarf á aðstoð og
vernd að halda og hverjir eru að
misnota þessi dýrmætu réttindi.
Það er erfið vinna, reyndar það
erfiðasta í þessum bransa," segir
Jóhann.
Þessi aukna sókn til Iandsins
kemur jafnframt við pyngjuna.
„Kostnaður hefur aukist umtals-
vert. Rauði krossinn hefur tekið
á sig umtalsvert meiri kostnað og
við líka. Þetta er feiknastórt við-
fangefni alls staðar í kringum
okkur og það hlaut að koma að
því að þróunin bærist til íslands,"
segir Jóhann.
Balkaiiskaginn áberandi
Margir hælisleitendur hafa kom-
ið frá Balkanskaga og fyrrum
Sovétríkjum, að sögn Jóhanns.
Gangur afgreiðslu er ólíkur eftir
aðstæðum. I fyrsta lagi er mögu-
leiki á að veita þeim formlegt
hæli. I öðru lagi tímabundið skjól
meðan ástand breytist í heima-
landi. Einnig er möguleiki að
senda viðkomandi til annars rfkis
sem ber viðtökuskyldu á honum
og í Ijórða lagi kemur til greina
að senda viðkomandi til síns
heimalands. Það er þó sjaldnast
gert að sögn Jóhanns.
Breytist viö Schengen
Island notast við svipaðar reglur
og Norðurlöndin í þessum efnum
en næsta ár er svo stefnt að sam-
ræmingu við Schengen svæðið,
þ.e.a.s. samevrópskar reglur. Jó-
hann segir að engin greining liggi
fyrir um það hlutfallslega hve
margir hafi óhreint mjög í poka-
horninu en hann segist skipta
fólkinu huglægt upp í þrennt.
Fólk sem þarfnast verndar og
hefur fullgildar ástæður til. Fólk
sem leitar betri efnahagslcgri af-
komu og sá hópur sé langstærst-
ur. Síðan slæðist alltaf með hóp-
ur sem sé að flýja eitthvað mis-
jafnt og hafi jafnvel afbrot á sam-
viskunni. — BÞ
Forsetinn
að Hnjóti
Söfnin á Hnjóti í
Orlygshöfn við
Patreksíjörð
verða formlega
opnuð á sér-
stakri hátíð á
laugardag. For-
seti Islands
Ólafur Ragnar
Grímsson mun
víga Flugminja-
safn Egils Ólafs-
sonar og opna
nýja sýningar-
álmu í Minjasafninu. Til samans
mynda minjasafnið og flugminja-
safnið eina safnaheild. Söfnin eru
afrakstur ævistarfs Egils Ólafsson-
ar sem lést 25. október síðast liðið
haust 75 ára að aldri. Söfnin eru
einstæð heimild um þróun ís-
lensks samfélags eins og hún birt-
ist í þeim hlutum sem þjóðin hef-
ur notað í sinni daglegu lífsbar-
áttu frá upphafi Iandnáms fram til
nútímans. Þótt söfnin beinist fyrst
og fremst að sögu og menningu
sunnanverðra Vestfjarða er
skírskotun þeirra mun víðtækari.
Með ótrúlegri ástríðu og innsæi
hefur Agli tekist að safna saman á
einn stað einstæðri heildarmynd
af verklegri menningu íslendinga.
Minjasafnið teygir sig aftur að
upphafi íslandsbyggðar og inn í
upplýsinga- og samskiptasamfélag
nútímans. Til viðbótar býr safnið
yfir mikilli breidd og með tengsl
við Flugminjasafn spanna söfnin
til samans flesta þætti þjóðlífsins,
frá landnámi til okkar daga.
Ólafur Ragnar
Grímsson mun
víaia söfnin að
Hjóti.
Fartölvumálin eru
ennþá óafgreidd
Sigurður Sigur-
sveinsson, skóla-
meistari Fjölbrauta-
skóla Suðurlands,
segir að skólinn eigi
nú í viðræðum við
menntamálaráðu-
neytið vegna far-
tölvueignar kenn-
ara. Fyrir liggur að
nemendur og for-
ráðamenn þeirra
bera kostnaðinn af
leigu fartölva en
stuðningur ríkisins
felst í því að útvega
gott verð og að-
stöðu. Kennaraþátt-
urinn er enn sem
komið er óafgreidd-
Svo má auðvitað spyrja sig hvort það sé nauðsynlegt að kennarar séu með fartölvur þótt
nemendur noti þær, “ segir skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Myndin er af Fjöl-
brautaskóla Suðurlands.
ur.
„Við erum þannig
sett hér að 14 kenn-
arar sinna ákveðnu
sporgönguhlutverki
innanhúss. Þeir munu fá þessar
tölvur til afnota en það á eftir að
leysa eignarhaldsmálin og ann-
aðj“ segir Sigurður.
I Menntaskólanum á Akureyri
hefur náðst sátt um að kennarar
Ieggi fram 60.000 króna fjárhæð
í hveija fartölvu en ríkið greiði
það sem upp á vantar. Sigurður
segir það ekki sambærilegt
dæmi. „Þar höfðu kennarar
frumkvæði að þessu og náðu svo
samkomulagi við skólann um að
hann borgaði helming á móti.
Síðar kom þessi hugmynd um
allsherjar fartölvuvæðingu fram-
haldsskólanna og þá lítur málið
öðruvísi út. Svo má auðvitað
spyrja sig hvort það sé nauðsyn-
legt að kennarar séu með fartölv-
ur þótt nemendur noti þær,“ seg-
ir skólameistari.
Fartölvur kosta 100.000 kr. -
250.000 kr. — BÞ
Nýr prestur á Möðruvölluin
Séra Solveig Lára Guðmunds-
dóttir mun verða sett inn í emb-
ætti sóknarprest í Möðru-
vallaklausturskirkjuprestakalli
næstkomandi sunnudag. Pró-
fastur Eyjaíjarðarprófastdæmis,
séra Hannes Örn Blandon, vígir
hana til embættis. Athöfriin mun
fara fram f Möðruvallaklausturs-
kirkju og hefst hún klukkan
20:30. Að lokinni athöfn mun
sóknamefnd prestakallsins bjóða
upp á veitingar og þá verður séra
Gylfi Jónsson, maki séra Solveig-
ar Láru, boðinn velkominn í
embætti fræðslufulltrúa Eyja-
fjarðar og Þingeyjarprófast-
dæma. — GJ
Alþjóðlegr ráðstefaa um náttáruham-
farir
Viðbúnaður sveitarfélaga við hamförum er meginefni alþjóðlegrar ráð-
stefnu sem haldin verður í Háskólabíói frá mánudegi til miðvikudags í
næstu viku. Um Ijörtíu fyrirlesarar, þar af helmingur erlendir, miðla af
sérþekkingu sinni og reynslu af hvers kyns hamförum allt frá náttúru-
hamförum á borð við snjóflóð og jarðskjálfta til hamfara af mannavöldum
eins og umhverfísslysa og hryðjuverka. Tekið er á helstu málaílokkum er
varða viðbúnað sveitarfélaga svo sem hættumati, áhættustjórnun og
tryggingarmálum og fyrirlesarar styðja mál sitt margir hverjir með tilvísun
til stóratburða síðustu ára. Undirbúningur ráðstefnunnar hefur nú stað-
ið í eitt og hálft ár, en hún er skipulögð af umhverfísráðuneytinu, Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga og Slysavamarfélaginu Landsbjörgu.
Röskun á starfsemi Ljósmyndasafns
Reyldavíkur
Vegna ótyrirsjáanlegra tafa á fram-
kvæmdum við húsakynni Ljós-
myndasafns Reykjavíkur, í hinu nýja
Grófarhúsi við Tryggvagötu mun af-
greiðsla og myndasala safnsins liggja
niðri fram til loka september. Sem
kunnugt er var hið nýja Grófarhús
formlega afhent við hátíðlega athöfti
sl. föstudag. í tilkynningu frá starfs-
fólki er beðist velvirðingar á þeirri
röskun sem þetta veldur á þjónustu
stofnunarinnar. Eftir sem áður mun
auglýst sýningadagskrá safnsins vera
óbreytt.
Landsbréf og Iifeyrissjóður
Akraneskaupstaðar ísamstarf
Fyrr á þessu ári leitaði Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar til helstu banka
og verðbréfalyrirtækja um samstarf við rekstur sjóðsins. I framhaldi af því
hefur stjóm sjóðsins ákveðið að hefja samstarf við Landsbréf hf. Samn-
ingur milli þessara aðila var síðan undirritaður í gær. Landsbréf munu
þar með annast stýringu eignasafris sjóðsins sem er að fjárhæð rúmlega
700 milljónir króna.
Með samningi þessum vonast Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar eftir
því að aukin fjölbreytni fáist í eignasafn sjóðsins og ávöxtun aukist. Jafn-
framt er rekstrarkostnaði sjóðsins haldið í lágmarki.
Hið nýja Grófarhús við Tryggva-
götu.