Dagur - 24.08.2000, Page 5

Dagur - 24.08.2000, Page 5
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 - S jy^ur. Guðni reynir á taugar kuabænda Kúabændur töldu víst að landbúnaðarráð- herra myiitli svara af eða á um norsku kýrn ar á aðalfundi þeirra en mega enn bíða afstöðu hans til haustdaga. Fulltrúar á aðalfundi Landssam- bands kúabænda urðu greinilega ýmsir fyrir vonbrigðum með ráð- herrann sinn. Almennt töldu menn víst að Guðni Agústsson notaði tækifærið til að taka loksins af skarið um innflutning fósturvísa úr norskum kúm. En Guðni lofaði aðeins að hin erfíða og vandasama ákvörðun liggi fyrir á haustdögum. Að sumu leyti sagðist hann taka undir þá gagnrýni að ekki hafi ver- ið hugað nóg að möguleikum ís- lensku kúnna í kynbótastarfí síð- ustu ára. Staðreyndin væri að bestu mjólkurframleiðendurnir hér á landi væru að ná árangri sem nál- gist það sem norsku kýmar gefa. Spurður álits á enn frekari drætti svaraði Þórólfur Sveinsson form. LK: „Það segir einhvers staðar að ekki muni mikið um einn kepp í slát- urtíðinni. Þessi umsókn er orð- in 29 mánaða gömul. Og land- búnaðarráð- herra lýsti yfir að hann ætlaði að taka ákvörð- un á haustdög- um, sem er meiri árangur en náðst hefur áður á ferlinum. Þannig að ég held að við verðum að líta á björtu hliðarn- ar“. Kvótinn allt of dýr Guðni sagi það einkum tvennt sem hann hefði áhyggjur af. Það fyrra væri hvað framleiðsluheimildirnar eru hátt verðlagðar, „að mínu mati alit of hátt og vandséð hvernig rekstur búanna getur staðið undir slíkum Ijárfestingum. Hafa þarf í huga að þarna er að hluta til verið að versla með stuðning samfélags- ins við mjólkurframleiðsluna og ég óttast að þetta háa verð kunni að leiða til þess að í næstu samningum muni ýmsir telja að greiðslugeta mjólkurfram- leiðslunnar sé slík, að svigrúm sé til þess að lækka þann stuðning. Enn fremur að yngri kynslóðir bænda verði um of skuldsettar og búi þess vegna við lakari afkomu". Landbúnaður ekki bara hús og tæki... Sú fækkun búa sem við blasir er hitt áhyggjuefnið. Þótt einhver samþjöppun væri æskileg séu tak- mörk fyrir því hvað skynsamlegt sé og réttlætanlegt að ganga langt í þeim efnum. Hafa verði í huga að á bak við hverja einingu í landbún- aði standa ekki bara byggingar, dráttarvélar og önnur tæki, heldur líka fólk, undirstaða mannslegs lífs í hverju sveitarfélagi. Einblíni menn svo á hagfræðihliðina að allt annað gleymist þá verði stærðin stjórnandinn og bóndinn þrællinn. „Við skulum ekki láta það gerast að eftir standi fáir einmana stórbænd- ur. Um leið og ég dái athafnaþrek og dugnað þeirra bænda sem byggt hafa upp stóru alifugla- og svína- búin, þá er það ekki sú mynd sem ég sé fyrir mér í framtíð íslensks landbúnaðar". Ömurleg lesning Guðni vék að skýrslu utanríkisráð- herra um hugsanlega aðild Islands að ESB, m.a. um áhrif á landbún- aðinn. „Sá kafli er að mínum dómi ömurleg lesning frá sjónarhóli okk- ar, sem viljum veg landbúnaðarins hér sem mestan“. Tekjur mjólkur- framleiðenda mundu t.d. lækka um rúmlega helming og mikil óvis- sa mundi ríkja um framhald opin- bers stuðnings við mjólkurfram- leiðsluna. Erlenda stóriðjan í Mið- Evrópu myndi að stórum hluta yf- irtaka matvælagerð íyrir Islend- inga. „Eg get ekld að því gert að mér finnst íslenskir bændur furðu- lega andvaralausir í þessu máli“, sagði Guðni. — HEI Meðallaun reykvískra kennara tæp 180.000. Kennarar mert 179 þúsund Dagvinnulaun kennara hjá Reykjavíkurborg voru kringum 128 þúsund krónur á mánuði að meðaltali árið 1999. Að viðbættri 50-60 þúsund króna yfírvinnu á mánuði, meðan skólinn starfar, og 11-22 þús.kr. öðrum launum á mánuði síðustu fimm mánuði árs- ins urðu heildarlaunin um 179.100 krónur að meðaltali á mánuði. Heildartekjur á árinu öllu voru að meðaltali 2.150 þús.kr. á stöðugildi, sem alls voru um 1.350 talsins á síðasta ári, samkvæmt fréttabréfi KOS (Kjara- rannsóknarnefndar opinberra starfsmanna). Karlarnir, sem eru aðeins um fimmtungur kennarastéttarinnar, voru með um 9 þús.kr. hærri dag- vinnulaun á mánuði (um 135 þús- und kr.) en konurnar (um 126 þúsund). — HEI íslendingar þjóruðu sem aldrei fyrr árið 1999 og var freyðivín, rauðvín og romm einkum í tísku. Langmest er þó drukkið af bjór og er mjög markviss aukning í neysiu öls. Meira dnikkiö en nokkni sinni Áfengissala 1999 var ineiri en áður liefur mælst, rmnir 5,9 alkó- hóllítrar á íbúa eldri en 14 ára, eins inikiö eða meira en í Noregi og Svíþjóð. Áfengissala hér á landi jókst í fyrra um 11% í Iítrum talið í 15,4 millj- ónir lítra, eða tæpa 73 lítra á hvern Islending 15 ára og eldri, sam- kvæmt skýrslum Hagstofunnar. Umreiknað til hreins alkóhóls jókst salan um tæp 8% milli ára í um 1.260 þúsund lítra á síðasta ári, eða rúmlega 5,9 lítra á hvern landsmann 15 ára og eldri. Hér er ekki meðtalið það áfengi sem áhafnir skipa og flugvéla og stöðugt stækkandi hópur utanfara taka mcð sér inn í lancfið við heim- komuna. Þriðjiuigs aukning eftir bjór Sala á mann var rösfdega 6% meiri en árið áður og var nær þriðjungi meiri í fyrra heldur en bæði árið 1993 og (síðasta árið fyrir bjór) 1988 þegar salan samsvaraði rúm- um 4,5 lítrum hreins alkóhóls á mann 15 ára og eldri. Sala sterkra drykkja á mann hefur minnkað um helming á mann síðan bjórinn kom. Sala léttra vína minnkaði til að byija með en hefur aftur aukist verulega, eða yfir 50% síðustu 4 árin. Og bjórsalan hefur tvöfald- ast frá 1992, upp í 57,5 lítra á mann 1 5 ára og eldri í fyrra. Franiúr Norðmnnnnm og Svíum Norrænar tölur fyrir síðasta ár eru enn ekld tiltækar hjá Hagstofunni, en árið 1998 var sala hreins alkó- hóls á íbúa 15 ára og eldri um 5,4 lítrar í Noregi og 5,6 í Svíþjóð svo líkast til höfum við farið frarri úr þessum frændþjóðum í fyrra. Sama hlutfall var 8,7 lítrar í Finn- landi, 11,6 lítrar í Danmökru og 13,3 lítrar í Grænlandi, þar sem skammturinn hefur þó minnkað úr 21-22 lítrum snemma á 9. ára- tugnum. A Norðurlöndunum hef- ur sala á mann breyst mjög Iítið síðustu áratugi. íslendingar einir hafa verið að stórauka áfengis- drykkju að undanförnu. Tvöfijldiut á freyðivíiii Líklega hafa margir skálað lyrir góðærinu í fyrra, því sala á freyði- víni jókst um 38% frá árinu áður og hefur næstum tvöfaldast á fimm árum. Rauðvínssala jókst um 17% í fyrra (og fór í fyrsta skip- ti yfir milljón lítrar á einu ári) og hvítvínssala um 14%. Sala á rommi tók líka 21% kipp og bjór- sala jókst um 11% milli ára. A hinn bóginn keyptu landsmenn 5- 6% minna af brénnivíni og vodka f fyrra en árið áður. — HEI Jarðneskar leifar til byggða Tekist hefur að flytja til byggða jarðneskar leifar þeirra fjögurra manna sem voru í flugvél breska flughersins sem fórst á hálendi Tröllaskaga suður af Bakkaseli í maí 1941. Leiðangur björgunarsveit- armanna frá Akureyri og liðsmenn úr breska hernum hafa síðustu daga unnið að því að bjarga hinum jarðnesku leifum mannanna sem fórust með vélinni sem og ýmsum Iausamunum sem í henni voru. Leiðangur þessi hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og í gær komu til Akureyrar á annan tug þarlendra blaðamanna sem munu segja frá þessum leiðangri í fjölmiðlum sínum. Jarðneskar leifar mannanna sem fórust fyrir bráðum sextíu árum verða um hclgina jarðsettar í Fossvogskirkjugarði. Leikskólakennarar tekjulægri Hjá Reykjavíkurborg voru leikskólakennarar í 406 stöðugiidum í fyrra og eru dagvinulaun þess hóps í kringum 114 þús.kr. á mánuði að meðaltali. Að viðbættri yfirvinnu og öðrum launum voru heildar- tekjurnar 1.703 þús.kr. á stöðugildi yfir árið, eða um 142.000 kr. að meðaltali á mánuði. Þetta eru töluvert lægri meðallaun en hjá grunn- skólakennurum eins og sjá má hér á öðrum stað á blaðsíðunni. — HEI Háskólinn með hugbúnaðarráðstefnu Háskóli Islands mun á fimmtudag og föstudag í næstu viku halda al- þjóðlega ráðstefnu um gæði hugbúnaðar og hugbúnaðarþróun. Alls munu um tuttugu er- lendir og innlendir sér- fræðingar jafnt úr hug- búnaðariðnaði og rannsóknageiranum flytja erindi á ráðstefn- unni um hvernig megi endurbæta hugbúnaðarferli og gæði vöru. Vefsíða ráðstefnunnar er: http://vvvvw.espice.hi.is/rvk en þar má finna upplýsingar um hvar er hægt að skrá sig á ráðstefnuna, dagskrá ráðstefnunnar ásamt útdrátt- um fyrirlestra. Fékk 300 kg steypukliimp ofau á sig Maður á þrítugsaldri tékk 300 kg þungan steypuklump ofan á bakið á sér í vinnuslysi við Mávahlíð í Reykjavík í gær. Maðurinn hafði ver- ið að störfum ofan í skurði. Þá losnaði steypuklumpur undan tröpp- um og lenti ofan á manninum. Meiðsli hans voru ekki að fullu kunn f gærkvöld. Háskóli íslands.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.