Dagur - 26.09.2000, Qupperneq 1
Framsókn iiafii-
arsoluáRÚV
Ágreiningiir milli
stjómarflokkanna um
sölu RÚV. Vilji sjálf-
stæðismauna til að
einkavæða RÚV liggur
fyrir, segir Kristjáu
Pálsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksius.
Vegna þess að ríkissjónvarpið Hef-
ur farið út í það sama og aðrar
sjónvarpsstöðvar hér á landi, að fá
sér það sem kallað er kostun
ákveðinna þátta, hefur enn á ný
vaknað umræðan um hvort selja
eigi Ríkisútvarpið allt eða hluta
þess. Sjálfstæðismenn hafa hvað
eftir annað lagt til að Rás 2 verði
seld og jafnvel sjónvarpið líka en
að ríkið eigi Rás 1 áfram. Mennta-
málaráðherra, Björn Bjarnason
hefur verið í hópi þeirra sem vilja
einkavæða RÚV.
Það kom mjög vel
fram þegar hann
svaraði fyrir.spi.irn
frá Kristjáni Páls-
syni þar um á al-
þingi síðastliðinn
vetur.
„Þetta er ofur
einfalt. Fram-
sóknarflokkurinn
hefur ályktað um
málið og á þann
veg að Ríkisút-
varpið sé eign
allra landsmanna
og verði ekki selt.
Einhveijar raddir hafa þó komið
upp innan llokksins um hvort Rás
2, sem afþreyingarstöð, gegni því
menningarhlutverki sem RÚV ber
að gera. Sumir segja dægurmenn-
ingu hluta af menningunni en aðr-
ir ekki. En um hitt sem ég nefndi
hefur flokkurinn ítrekað ályktað
um,“ sagði Hjálmar Arnason al-
þingismaður.
Hann segir að
þessi kostun sem
menn eru að tala
um leiði hugann
almennt að fjár-
mögnun RÚV.
„Ég hef áður
lýst þeirri skoðun
minni að ég tel
að innheimtu-
kerfið sé óheppi-
legt. Það er bæði
mjög dýrt og
skapar að auki
neikvæða ímynd
fyrir þessa mildl-
vægu stofnun þegar fólk er að fá
mánaðarlega rukkun. Eg tel að við
eigum í það minnsta að skoða það
hvort ekki væri skynsamlegt að
taka upp nefskatt og tryggja þar
með fjárhagslegan rekstur og sjálf-
stæði RÚV. Þá verða líka fjármun-
irnir að renna óskiptir til RÚV en
ekki inn í hítina. Eftir það geta
menn þá tekið þetta auglýsinga-
kapphlaup til endurskoðunar,“
segir Hjálmar Árnason
Skýr afstaða
„Það hefur fyrir löngu legið fyrir að
lang flestir sjálfstæðismenn vilja
einkavæða Ríkisútvarpið þannig
að það verði ekki þetta niðurnjörv-
aða ríkisbákn sem það hefur verið
alla tíð. Það hefur ekki staðið á
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins
hvað þetta varðar heldur á sam-
starfsflokkum hans í ríkisstjórn,“
sagði Kristján Pálsson alþingis-
maður í samtali við Dag.
Hann benti á að í fvrra vetur
þegar hann lagði fram fyrirspurn á
alþingi um hvort ekki ætti að brey-
ta RÚV í hlutafélag hefði mennta-
málaráðherra tekið þeirri skoðun
ákaflega vel en síðan sagðist hann
ekki vita til að neitt nýtt hefði gerst
í þessu máli hjá Sjálfstæðisflokkn-
um. Afstaða flokksins væri alveg
skýr í þessu máli. — S.DÓIí
Hjálmar Árnason alþingismaður:
Verður ekki selt.
Stálí stál
Starfsmenn
Byggðastofn-
unar funduðu
í gær með
Kristni H.
Gunnarssyni,
stjórnarfor-
manni
Byggðastofn-
unar, og for-
manni Sam-
bands ís-
lenskra
bankamanna vegna deilunnar
sem komin er upp varðandi
starfslok. Fram hefur komið að
Kristinn telur að þeir sem eldd
flytjast með stofnuninni norður
til Sauðárkróks, eigi engan rétt á
biðlaunum en starfsmenn vísa í
álit lögmanna sinna um hið
gagnstæða. Engin niðurstaða
fékkst á fundinum í gær.
„Þeirra álit liggur fyrir og okk-
ar álit liggur einnig fyrir. Viðræð-
ur munu halda áfram. Þeim er
ekki lokið,“ sagði Kristinn að af-
loknum fundinum í gærkvöld.
Engin ákvörðun hefur hins vegar
tekin um hvenær aðilar hittast
næst. — BÞ
Kristinn H.
Gunnarsson.
Vala Flosadóttir sló I gegn þegar hún náði bronsinu í stangarstökki á ólympíuleikunum í Sydney. Vala sagðist stolt
afþví að vera íslendingur og víst er að íslendingar eru stoltir af þessari íþróttastjörnu. Vésteinn Hafsteinsson
fararstjóri ólympíufaranna, brosti einnig breitt í gær eftir að peningurinn góði var I höfn. Sjá leiðarasíðu, íþróttir
og lífið í landinu í Degi I dag. - mynd: pjetur
Fyrir 54 árum kom upp hugmynd
að dýpka Mývatn.
Vildu dýpka
Mývatn
Rykfallin gögn sýna að hluti mý-
vetnskra bænda vildi láta kanna
það (yrir 54 árum hvort ekki væri
hægt að dýpka vatnið með ein-
hverjum leiðum. I gögnum aðal-
fundar Silungaræktarfélags Mý-
vatns í Þinghúsinu á Skútustöð-
um árið 1946, kemur þetta fram
en skiptar skoðanir virðast hafa
verið um málið.
Tillagan var borin upp af Gísla
Péturssyni og segir í fundargerð:
„Fundurinn beinir því til stjórnar-
innar, að hún leiti álits sérfræð-
inga í því að auka uppeldismögu-
leika og Iífsskilyrði bleikju í Mý-
vatni með því að dýpka Ytri-Flóa“.
Þessi tillaga var borin upp en svo
virðist sem hún hafi verið felld.
Fylgjendur Kísiliðjunnar við
Mývatn hafa sumir hverjir beitt
fyrir sig þeirri röksemd að dæling-
in úr vatninu væri nauðsynleg ef
vatnið ætti ekki að þorna upp inn-
an tíðar. Setlög hlaðast upp auk
þess sem landris varð á áttunda
áratugnum.
Sóttí
sjukrasjóð
Allt að 40% auking hefur orðið á
beiðnum um aðstoð úr sjúkrasjóði
Eflingar - stéttarfélags miðað sama
tíma í fyrra. Talið er að þetta sé af-
leiðing af því mikla róti sem er á
vinnumarkaðnum um þessar
mundir þar sem fólk staldrar stutt
við á hverjum stað í þenslunni.
Fyrir vikið ávinnur fólk sér lítil sem
engin réttindi þegar veikindi eða
aðrir erfiðleikar steðja að og leitar
því aðstoðar hjá sínu stéttarfélagi.
Guðrún Oladóttir hjá Eflingu -
stéttarfélagi segir að þar á bæ séu
menn dálítið slegnir yfir þessari
miklu aukningu hjá sjóðnum í
þessu árferði. Þar hafa menn enga
skýringu á þessari þróun nema þá
að þetta sé afleiðing af því hversu
fólk stoppar stutt við á hvetjum
vinnustað. I því sambandi bendir
hún á að dæmi séu um að fólk
skipti allt að því sex sinnum um
vinnustað á ári. — GRH
K U
Mikið úrval af leikjum á verði frá 3.900 kr.
NINTENDO
B R Æ Ð U R N I Rl
#
Láamúla 8 • Sími 530 2800
64
___rfö___
®
__________________ RdDIONftöST
Lágmúla 8 • Sirni 530 2800 Qelslagötu 14 • Slml 462 1300
www.ormsson.is
Komdu við hjá okkur og prófaðu á staðnum