Dagur - 26.09.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 26.09.2000, Blaðsíða 16
16- ÞRIDJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 LANWM Öll þjóðin erstoltaf Völu Flosadóttur sem náði verðlaunasæti á ólympíuleikunum í Sydney ígænnorgun er hún stökk á stönginni yfir 4.50 m með bros á vör. Mesturerað sjálf sögðufógnuðurinn hjá foreldrum og öðrum vinum. Dagurhafði samband viðfóður hennarog nokkra vini frá æskuárunum á Bíldudal, strax eftirað úrslit lágufyrir. „Mér er rótt núna en meðan á keppninni stóð held ég hjartað hefði ekki þolað mikið meira álag,“ sagði faðir hennar, sr. Flosi Magnússon. Hann kvaðst hafa fagnað með sjálfum sér og guði yfir frammistöðu hennar á mótinu. Aðspurður neitaði hann þó að hafa beðið guð um gott gengi henni til handa. „Ég bið ekki slíkra bæna, hún verð- ur sjálf að leita til guðs um styrk og er fullfær um það,“sagði hann og kvaðst ánægður með að dóttirin virðist í góðu andlegu jafnvægi og vel á sig komin í alla staði. „Hún næði heldur ekki svona árangri, án þess.“ Sjálfur segist Flosi hafa sofið h'tið nóttina fyrir keppnina en náð að blunda. Hann er þó ekk- ert yfir sig hissa á árangri stelpunnar. „Ég gat alveg átt von á því að hún hreppti verðlauna- sæti, það kom mér ekkert á óvart. Fetta er vissulega hennar besta stökk til þessa, hún hefur ekki farið yfir 4.50 áður. En óg hef trú á að hún eigi enn eftir að bæta sig. Hún á meira eftir." Flosi kveðst síðast hafa fengið Völu í heimsókn um verslunar- mannahelgina. „Pá skaust hún hingað milli móta og gisti eina nótt. Svo á ég von á henni í byrj- un október, þá verður hún eitt- hvað lengur. Vonandi sem lengst. Fn hún verður að sinna stangar- stökkinu vel til að ná þeim ár- angri sem hún skilar. Hún er að gera þetta bæði fyrir sjálfa sig og okkur öll, blessuð stúlkan mín. Hún er góður fulltrúi fyrir sína þjóð.“ Metnaðarfull og yfirveguð í skóla Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skóla- stjóri Grunnskóla Bfldudals var umsjónarkennari Völu á sínum tíma. „Vala stóð sig vel í námi og var strax mjög metnaðarfull en róleg og yfirveguð eins og í dag. Hún var snemma hávaxin inu heima og keyrði svo í vinn- una milli stökka. Ég var nú búinn að segja fólkinu hér á skrifstofunni að hún ætti eftir að koma á óvart." - Kom hún þér á óvart? „Bæði og. Innst inni var ég nokkuð viss um að þetta mundi ganga upp hjá henni.“ Valdemar segir Völu hafa byrj- að að æfa frjálsar íþróttir strax 6-7 ára gömul en skyldi hann hafa séð þetta afrek fyrir þá? „Viljinn var strax óvenju- legur af svo ungum krakka og hann drífur menn langt. Vala var strax með rosalega íþróttadellu og góð bæði í frjálsu íþróttunum og bolta- greinunum. Þegar hún flutti út til Sviþjóðar 14 ára gömul sagði ég foreldrum hennar að það skipti engu máli í hvaða grein hún færi, hún gæti náð langt í hverju sem væri.“ - Eyddi hún miklum tíma í œfingar þegar hún var fyrir vestan? „Hún hélt eiginlega til á vellinum. Á litlum stöðum eins og Bfldudal eru vellirnir opnir og hún gat æft sig eins og hún vildi. Ef hún komst ekki ein- hverja hæð sem hún var að glíma við í hástökkinu þá var hún bara lengur." Táraðist í sófanum „Ég hreinlega táraðist í sófanum í morgun,“ sagði Iða Marsibil Jónsdóttir, fyrrverandi bekkjar- og keppisfélagi frá Bfldudal. „Vala er þannig að þegar hún tekur sér eitthvað fyrir hendur þá gerir hún það hundrað og tíu prósent. Annars væri hún ekki komin svona langt. Þetta hefur fylgt henni frá unga aldri því metnaðurinn var strax hennar persónueinkenni. Hún var al- hliða keppandi í íþróttum en ég aðallega í hástökki. Við eigum sameiginlegt héraðsmet í há- stökki hjá héraðssambandinu Hrafnaflóka, stukkum 1.52. Þá var hún þrettán ára og ég ijórt- án.“ - Heldurðu sambandi við hana ennþá? „Það var mjög gaman að hitta hana í sumar á landsmótinu á Bfldudal. Ég hafði ekki séð hana í nokkur ár nema í sjónvarpinu. Hún er alltaf jafn indæl.“ GUN. í Sydney. Hér eru þær Þórey Edda Elísdóttir og Vala Flosadóttir með Sergei Bubka, einn fremsta stangarstökkvara allra tíma, á milli sín og kraftmikil og stóð sig vel í íþróttunum, sérstaklega há- stökkinu en var ekki byrjuð að æfa stangarstökk hér. Á þessum tíma var mikil drift í íþrótta- málunum hér og Bflddælingar stóðu sig vel á mótum. Ég veit þó ekki til að neinn hafi haldið áfram í íþróttunum nema Vala. Að minnsta kosti er ljóst að enginn fer á verðlaunapall á ólympíuleikum nema hún.“ Flaggað á hverri stöng „Það er hátíðastemmning á Bfldudal og búið að flagga á hverri einustu stöng,“ sagði Gísli Ágústsson, formaður íþróttafélagsins á Bfldudal. Hann er á aldur við Völu og keppti á sömu mótum og hún á unglingsárunum. Ég er rosa- lega stoltur. Það eru karlarnir á bryggjunni líka og allir hér í plássinu, alveg sama hvert farið er, á bryggjuna eða í búðina, allir tala um Völu og geta ekki vatni haldið fyrir hrifningu." - Áttuð þið von á því þegar hún var að keppa við ykkur að hún œtti eftir að komast svona langt? „Nei, ég held okkur hafi nú ekki dreymt um það. En hún kom hingað til okkar á ung- lingalandsmótið sl. sumar og var fagnað eins og þjóðhetju. Hún stoppaði reyndar alltof stutt en við gamlir félagar náð- um að halda henni grillveislu áður en hún fór.“ Öskraði alveg rosalega „Ég öskraði alvega rosalega í hvert skipti sem hún flaug yfir slána í morgun,“ segir Valde- mar Gunnarsson, íþróttakenn- ari og starfsmaður hjá UMFÍ en hann var íþróttakennari Völu vestur á Bfldudal. „Ég horfði fyrst á hana í sjónvarp- Vala keppti á unqlinqalandsmóti UMFÍsl. sumar, á æskuslóðunum í Bíldudal. Feðginin Vala og Flosi árið 1996.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.