Dagur - 26.09.2000, Side 2

Dagur - 26.09.2000, Side 2
2 —ÞRIDJUDAGUR 26. SEPTEMBF.R 2000 FRÉTTIR Höimun nýbygg ingar gagnrýnd StofnkostnaðiLr ærinn vegna Sdiengen-sam- starfsins. Ýmsu sagt ábótavant í nýbygg- ingu Leifsstöðvar. Nýbyggingin við Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli liggur undir ámæli aðila í ferðaþjónustu. I samtölum við Dag hafa fagaðilar sem þekkja til flugstöðvarmála lýst yfir vanþóknun sinni á hönn- un og skipulagi byggingarinnar. Þessir sömu aðilar gagnrýna hinn mikla stofnkostnað Islend- inga vegna Schengen-samstarfs- ins en drjúgur hluti þess kostn- aðar fellur til vegna framkvæmd- anna við Leifsstöð. Nýbyggingin í Keflavík átti að kosta 3,6 milljarða króna sam- kvæmt áætlun en forstjóri Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar segir þá upphæð varlega áætiaða og væntanlega verði endanlegur kostnaður á fimmta milljarð milljóna. Meðal atriða sem gagn- rýnd hafa verið má nefna að ráð- ist er í bygging- una áður en rani flugstöðvarbygg- ingarinnar verð- ur breikkaður. Þar með er byrj- að á öfugum enda að mati gagnrýnenda og gólfpláss er ein- nig sagt furðu lítið miðað við stærð bygging- arinnar. Kannast við alls konar gagnrýni Omar Kristjáns- son, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar staðfestir að margir hafi orðið til að gagnrýna smíðina. „Eg kannast við alls konar gagnrýni á þessa byggingu. Ég hef fengið að heyra margt í þeim efnum, bæði hvað varðar hönnun og ekki síð- ur þennan mikla kostnað sem hlýst af þessu Schengen sam- starfi,“ segir Ómar. Sjálfur bend- ir hann á að hann hafi ekki komið sjálfur að ákvörðun um bygginguna heldur hafi aðr- ir orðið til þess. „Ég sit hins vegar í bygging- arnefnd sem ætlað er að Ijal- la um þættina á Ieiðinni en ég hef ekki raðað saman þessari byggingu þótt ég hafi starfað þama sem for- stjóri." Ekki er hægt að segja að byggingin sé aðeins tilkomin vegna Schengen-samstarfsins en Ómar segir þó: „Það má segja að með tilliti til hagsýni hefðu menn val- ið aðrar Ieiðir hefði þetta Schengen ekki komið til.“ Gríðarleg plássvandræði Stefán Skjaldarson, formaður Úmar Krist/ánsson: Ég kannast við aiis konar gagnrýni á þessa byggingu. byggingarnefndar, kannast ekki við plássvandamál enda sé bygg- ingin gríðarlega stór. „Þessi bygging er næstum jafn stór að flatarmáli og öll gamla flugstöð- in. Það var fyrst og fremst litið til þess að stækkunin yrði með tilliti til Schengen en farþegafjöldi flugstöðvarinnar er þegar orðinn tvöfaldur miðað við það sem upphaflegt mannvirki var hann- að fyrir þannig að plássvandræð- in eru gríðarleg." Hvað kostnaðinn varðar segir Stefán að framkæmdir vegna stækkaðrar innritunaraðstöðu verði væntanlega dýrari en upp- haflega var lagt upp með en suð- urbyggingin svokallaða sé enn innan kostnaðarmarka. Suður- byggingin verður tekin í notkun 25. mars næsta ár þegar Schengen-samstarfið hefst en ekki er talið að hún verði fullbú- in fyrr en ári síðar. Danskt fyrirtæki hannaði ný- bygginguna að undangengnu út- boði. - Bl> Vonbrigði Elín Líndal, formaður Jafnréttisráðs, vill ekki ganga jafn langt og formaður Kvenréttinda- félagsins að segja að Sól- veig Péturs- dóttir dóms- málaráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hún skipaði karlmann í stöðu hæstaréttardómara nýver- ið. Þrjár konur sóttu með karlin- um en engin fékk. Elín segir hins vegar að seinagangur ríkis- stjórnarinnar til að bæta jafn- rétti valdi vonbrigðum. „Eg ætla ekki að fullyrða að svo komnu máli að Sólveig hafi brotið jafnréttislög. Það er hins vegar augljóst að það er gengið gegn bæði framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttis- málum og þeirri almennu stefnu að bæta stöðu þess kyns sem er með lægra hlutfall. Elín segir að Jafnréttisráð hafi bundið vonir við aukið jafnrétti samfara fleiri stjórnunarstöðum hjá konum. Spurð hvort það séu þá sérstök vonbrigði að kvenráð- herra taki karl fram yfir konur eins og dómsmálaráðherra hefur verið sökuð um segir Elín: „Vissulega eru það vonbrigði að sjá hve hægt gengur." - BÞ Elín Líndai, for- maður Jafnréttis- ráðs. „Tortraggileg vinnuDrögd“ Tekist er á um hvort flugmáiastjóra beri að afhenda lögreglu gögn vegna flug- slyssins hörmulega í Skerjafirði. Hugsanleg mistök við flugumferðarstj dm segir aðstandandi fómarlambs í flug- slysinu í Skerjafirði. Flugmálastjóri visar ásökunum á bug. „Það hefur legið lengi fyrir að Iögreglan myndi vilja fá þessi gögn. Flugmálastjóri átti í raun að vera búinn að afgreiða þetta í upphafi rannsóknarinnar í stað þess að tetja framgang hennar neð þessum hætti. Neítun flug- málastjóra er á sinn hátt tor- tryggileg í Ijósi þess að sjálf stofnunin sem hann stýrir er undir rannsókn og sem slík í stöðu grunaðs. Þar á ég við hugs- anleg mistök við flugumferðar- stjórn," segir Friðrik Þór Guð- mundsson, maðurinn sem krafð- ist opinberrar lögreglurannsókn- ar vegna flugslyssins í Skerja- firði. Sonur Friðriks liggur enn á gjörgæsludeild eftir slysið, annar tveggja sem lifðu slysið af en fjór- ir létust. Tvær rannsóknir hafa staðið yfir undanfarið. Annars vegar hefðbundin vinna Rann- sóknarnefndar flugslysa en hins vegar sérstök athugun lögregl- unnar að kröfu Friðriks. Ekki alls íyrir löngu hafnaði Þorgeir Páls- son flugmálastjóri að veita lög- reglunni ákveðin gögn og hefur því máli verið skotið til dómara. Friðrik segir: „Neitun flugmála- stjóra er líka einkennileg í ljósi þess að meðal annars er um að ræða samtöl á útvarpsbylgjum sem allir geta hustað á. Það eru fagleg samtöl en ekki persónu- leg-“ Réttarstaða tryggð Þorgeir Pálsson flugmálastjóri vísar því hins vegar á bug að nokkuð sé athugavert við það að hann hafi ekki skilað lögreglunni upplýsingunum. Málinu sé skot- ið til dómstóla til að tryggja rétt- arstöðu allra aðila. Að öðru leyti hafi embættið ekkert á móti því að afhenda upplýsingarnar. Þorgeir tclur að lög um per- sónuvernd kunni að vera brotin með því að afhenda íyrrgreindar upplýsingar. „Það eru flókin Iög sem gilda um persónuvernd, tölvuupplýsingar og aðrar skráð- ar upplýsingar þannig að við vilj- um bara hafa það ljóst að ákvörð- un um afhendingu sé skýlaus og báðum þess vegna um úrskurð dómara til að taka af allan vafa,“ segir Þorgeir. Flugmálastjóri tel- ur að þess sé skammt að bíða að úrskurðað verði í málinu og sá dráttur sem hugsanlega verði á rannsókninni meðan beðið er, geti varla skipt sköpum. - BÞ INNLENT Starfsmenn Símans í fjósinu að Holtseli í gær. Síminn í fjósimi Síminn jók þjónustu við viðskiptavini sína um Iand allt með „Þínum síðum", nýjum og endurbættum þjónustuvef á siminn.is sem opnað- ur var í dag. Viðskiptavinir geta nú afgreitt sig sjálfir með ýmsa fjar- skiptaþjónustu, borgað reikninga, samið um greiðslufrest og fengið margs konar upplýsingar um símnotkun sfna, án þess að þurfa að mæta í þjónustumiðstöð eða hringja í þjónustuver. Með Þínum síð- um má segja að þjónustufulltrúinn sé kominn heim í stofu og við- skiptavinurinn hafi aðgang að honum hvenær sem er í gegnum Inter- netið. Þessar nýjungar voru kynntar fréttamönnum í gær í fjósinu að Holtseli í Eyjafjarðarsveit, sem er einn af mörgum nettengdum stöð- um, þar sem nú er hægt að nálgast þjónustu Símans. Jarðskjálítar í Mýrdalsjökli Talsverð skjálftavirkni hefur verið í vestanverðum Mýrdalsjökli und- anfarnar vikur. Stærsti skjálftinn varð ldukltan 6 að morgni sunnu- dags, en sá skjálfti mældist 3,1 stig á Richter. Samkvæmt upplýsing- um frá Veðurstofunni er þarna um að ræða árstíðabundna skjálfta- virkni, sem yfirleitt er frá júlí og fram að áramótum og tengist hún því að það léttir á jöklinum vegna bráðnunar sem verður á sumrin. - GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.