Dagur - 26.09.2000, Síða 4

Dagur - 26.09.2000, Síða 4
4 - ÞRIfíJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 FRÉTTIR Hátækni og hardfisk- ur á sýningu vestra Vel tókst til og skilaboðin komust á framfærí. Aðalsteinn Óskarsson, stjórnaði sýning- unni Sól nýrra daga sem haldin var á ísafirði um helgina. Sýningarsvæðið í baksýn. Góð þátttaka, mikil að- sókn og jákvæð skilaboð. Atvinnuvegasýning á ísa- firði um helgina. Fjöl- breytni állsráðaudi. Um 4.500 manns sóttu atvinnuvega- sýningu Vestfjarða, Sól nýrra daga, sem haldin var á Isafirði um helgina. Aðstandendur eru ánægðir með hvern- ig til tókst, bæði hvað varðar aðsókn cn einnig hve glæsileg sýningin var. Þykir þeim að hafi komist á framfæri þau skilaboð sem gefin voru með sýning- unni; að blása til nýrrar sóknar í at- vinnumálum fjórðungsins með sýn til sólu að leiðarljósi. „Þetta tókst vel, bæði voru þeir sem sóttu sýninguna ánægðir og fannst margt áhugavert í boði, en síðan er einnig rétt að nefna þátt fyrirtækjanna sem voru með eink- ar glæsilega bása,“ sagði Aðalsteinn Oskarsson, framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Vestljarða - en það stóð að sýningunni. Fjölbreytni einkeimandi Fjölbreytni einkenndi sýningarhaldið. Þar má m.a. nefna þátttöku stórra fyr- irtækja sem starfa á landsvísu, s.s. á sviði flutninga, iðnaðar, vátryggginga og fjölmiðlunar. En einnig gátu gestir á Sól nýrra daga kynnt sér hvað fyrirtæki á hátæknisviðinu sem eiga sinn heima- völl vestra eru að gera - en þau eru nokkur og fer fjölgandi. „Þá voru ein- nig meðal þátttakenda Heilbrigðis- stofnun ísafjarðarbæjar og verkefnið Heilsubærinn Bolungarvík, þannig að fólk gat kynnt sér hvernig huga beri að líkama og sál,“ sagði Aðalsteinn. Það vakti hins vegar athygli hve dræm þátttaka fyrirtækja á sviði sjávar- útvegs var, en úr þeim geira voru það einkum harðfiskverkanir sem kynntu gestum og gangandi framleiðslu sína á Sól nýrra daga. Aðspurður um þetta segir Aðalsteinn að bæði hefðu sum sjávarútvegsfyrirtæki ekki treyst sér til að taka þátt í henni, en hitt væri svo FRÉTTAVIÐTALIÐ ekkert launungarmál að miklar breyt- ingar hefðu orðið í sjávarútvegi vestra á undanförnum árum og stór fyrirtæki á þessu sviði hefðu hætt starfsemi sinna. Þar má nefna Básafell, sem var Bíldudals - Fjalli. Þau Haukur Már Sig- urðsson og Guðrún Helga Sigurðardóttir kynntu starfsemi fyrírtækis síns, en þau mala kaffibaunir og framleiða te úr ís- lenskum fjallagrösum. myndir: -sbs. með stóran bás á síðustu sýningu sem var í hitteðfyrra. Má því í raun segja að það hve lítið fór fyrir sjávarútveginum nú endurspegli með vissum hætti minna vægi hans í atvinnumálum á Vestfjörðum. Malaðar hannir og fjallagrös Eitt af því sem verðaskuldaða athygli vakti á Sól nýrra daga var tillegg fyrir- tækisins Bíldudals - Fjalla. Það reka hjónin Haukur Már Kristinsson og Guðrún Helga Sigurðardóttir á Bíldu- dal og fást þau við þriðja mann við að mala kaffibaunir af hinum ýmsu gerð- um víðsvegar frá úr heiminum. Kaffið er selt í verslanir víða um Iand, eða allt frá Suðurnesjum og vestur á Súðavík. „Við erum að vinna þetta 800 til 1.000 kg. á ári, en áætlanir okkar gera ráð fyrir að vinna um 12 tonn á ári,“ sagði Haukur Már, sem einnig er að vinna heilsute úr fslenskum fjallagrösum, svo sem vallhumli, blágresi, blóðbergi, hvönn og silfurmuru Haukur og Guðrún Helga hafa ný- lega keypt gamla kaupfélagshúsið á Bíldudal og þar hyggjast þau koma upp tólf herbergja gistiheimili sem opna á næsta vor. Það verður á efri hæðinni, en kaffihús verður á hinni neðri og þar verður að sjálfsögðu í boði ilmandi kaffi, malað í heimarannil. - SBS. .l^KT Pétur Gunn- arsson. Pottverjum þykir ástæða tii að gleðjast yfir dugn- aði ríMsins á bókmennta- sviðinu, en hann birtist í nýrri samantekt á Bóka vefnum. Þar segir Hrafn jökulsson að „fimmtán íslenskir ritliöfundar hafi verið á starfslaunum úr rílds sjóði allan ársins hring síðustu fhnm ár, og sex úr þessum hópi hafa fengið laun samfleytt síð;m 1992.“ Að sögn Hrafns eru þessir sex Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Pétur Gunnarsson, Steinuim Sigurðardóttir, Vig- dís Grímsdóttir og Þórariim Eldjám. Hami vitn- ar til þeirra orða Hallgríms Helgasonar að „launasjóður rithöfunda virðist taka mið af kvótakerfinu í sjávarútvegi" og telur ýmislegt rökstyðja þá fullyrðingu. í grein Hrafns segir að til viðhótar við lýrmefnda sexmenninga, sem em þá væntanlega eins konar „kvótakóngar" kerfisins, hafi þau Böðvar Guðmundsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðjón Friðriks- son, Guðrún Helgadóttir, Ingibjörg Sigurður Pálsson. Haraldsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Ólafur Hauk- ur Símonarson, Sigurður Pálsson og Þorsteinn frá Hamri fengið laun allan ársins hring síðustu fimm árin. Hrafn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé „vafasamur bisness að gerast rithöiúndur hjá bókaþjóðinni - nema menn hljóti náð fyxir augum útlilutunarriefndar. “ Pottverjum þótti engin sérstðk tilviljun að ferða- málaráðherra, Sturla Böðvarsson, skyldi ákveða að fýrsta stjömugjöf hótela hérlendis yrði á ísa- firði. Þar var haldimi blaöamaimafundur og mik- ið húllumhæ og þótti sumum staðsetningin sMýtin. Pottverjar áttuðu sig hins vegar snemma á þvi að þama væri um kjördæmi ráðherrans að ræða og þvl eðlilegt að hann vildi gera vel við sitt fólk. Sumum kann þó að virðast sem samgöngu- ráðherra hafi borið í bakkafullan lækinn þegar kemur að staðarvali á ferðamálaráðstefnu Ferða- málaráðs íslands þetta árið. Aftur skal skundað til ísafjarðar um næstu helgi... V. Jóhannes Gunnarsson endurkjörinnformaður Neytendasamtakanna FormaóurNeytendasamtek- anna var endurkjörinn á aðal- fundi samtakanna um helg- ina engjaldkeri þeirra, SverrirAmgrímsson, bauð sig framgegn honum. Samtök sem njóta tíltrúar - Varstu alltaf viss utn að hljóta endur- kosningu? „I hreinskilni sagt voru þessi úrslit f sam- ræmi við það sem ég gerði ráð íýrir en ég gerði mér vonir um 80% atkvæðanna, en það varð 77%. Ég er einnig ánægður með niðurstöður þingsins en málefnalega séð er mjög rík eindrægni í samtökunum. Sú ein- drægni sem ríkti um stefnumál mun skila sér inn í nýja stjórn Neytendasamtakanna. Staða Neytendasamtakanna er sterk, við höfum komið okkur úr neikvæðri í jákvæða stöðu og við höfum fengið marga nýja fé- lagsmenn, eða um 3.500 í söfnunarátaki, sem að vísu kostaði dálítið að fá, en félaga- talan er nú um 17.000 manns. Nú er því Iag að efla starfsemina enn frekar. Tekjur sam- takanna á síðasta ári námu 41.464.776 krónum og þar af voru félagsgjöld 30.300.840 krónur, eða um 73% teknanna.” - Neikvæð umræða vegna innbyrðis deil- na í Neytendasamtöhunum hefur veikt þau utidanfarin ár. Er það að snúast? „Já, og við erum nú fjölmennustu neyt- endasamtök í heimi miðað við höfðatölu. Vandamálið er hvað það eru fáir neytendur. Eg er ítrekað spurður erlendis hvernig við förum að því að vera með svo marga félags- menn. Neyendasamtökin hér eiga enn ríkari hljómgrunn meðal neytenda hér en samtök- in í nágrannalöndum okkar meðal neytenda þar. Það voru átök meðal forystumanna samtakanna fyrir nokkrum árum, en við eig- um mjög mikinn byr nú og niðurstaða mín er sú að við séum með öflug samtök sem njóta tiltrúar almennings á lslandi í dag.“ - Jón Magnússon, sem lengi hefur eldað grátt silfur saman með þér, gafekki kost á sér til endurkjörs sem varafortnaður. Hver var kosinn í hans stað? „Markús Möller var kosinn varaformaður, en stjórn á að öðru Ieyti eftir að sMpta með sér verkum. Síðan koma þrír til viðbótar í framkvæmdastjórn." - Verða breyttar áherslur i stjóm Neyt- endasamtakanna tneð nýrri stjóm? „Það er mikil endurnýjun í stjórn en með nýju fólki koma alltaf ný sjónarmið en við munum vinna eftir nýsamþykktum stefnu- málum og eins starfsáætlun þó ég sitji áfrr n sem þessi þaulsætni formaður." - Er einhver samþykkt þingsins þér hugstæðari en aðrar? „Ég vil sérstaMega benda á nýtt svið sem varðar Qármálaþjónustu. í mörgum tilfell- um í dag er seljandi vöru einnig að gefa ráð en við viljum tryggja hlutlausa miðlun upp- lýsinga til neytenda og að viðsMptaráðu- neytið hafi skyldum að gegna á því sviði. Þetta viljum við kalla hlutlæga fjármálaráð- gjöf og er fjallað um það sérstaMega í stefnumótun í neytendamálum. Neytenda- samtökin og viðskiptaráðherra hafa undir- ritað þjónustusamning þar sem stjórnvöld viðurkenna ábyrgð sína varðandi leiðbein- inga- og kvörtunarþjónustu fýrir neytendur. Eðlilegt er því að stjórnvöld greiði allan kostnað vegna þessarar þjónustu en ekM þriðjung eins og nú er þar sem um samfé- Iagsþjónustu að ræða.“ - Verða breytingar á erlendu samstarfi? „Þing Neytendasamtakanna telur rétt að áfram verði lögð mest áhersla á norræna neytendasamstarfið enda ljóst að við eigum mesta samleið með frændum okkar. Auk þess er þetta samstarf mjög ódýrt fyrir Neyt- endasamtöMn en Norræna ráðherranefndin telur það miMlvægt að NeytendasamtöMn taM þátt í þessu samstarfi að hún styrMr okkur sérstaMega til þess. Einnig er miMI- vægt að Neytendasamtökin geti íylgst mjög vel með þróun neytendamála í Evrópu með samstarfi í Evrópusamtökum neytenda - BEUC,“ segir Jóhannes Gunnarsson. - GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.