Dagur - 26.09.2000, Page 6
6 -ÞKIÐJUDAGVR 26. SEPTEMBER 2000
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjórí: eyjólfur sveinsson
RitStjÓri: ELl'flS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir gudmundsson
Framkvæmdastjórí: marteinn jónasson
Skrífstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 bioo og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði
Lausasöluverd: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
CREYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir
Sfmbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrí) 551 6270 creykjavík)
Til hamingju, Vala!
í fyrsta lagi
Allir Islendingar samfagna með Völu Flosadóttur og óska henni
innilega til hamingju með þann glæsilega árangur sem hún náði í
gær á ólympíuleikjunum í Sydney í Astralíu. Það var mikið afrek
hjá Völu Flosadóttur að ná þriðja sætinu í stangarstökkskeppninni
í Sydney og hljóta þar með bronsverðlaunin, enda setti hún um
Ieið glæsilegt Norðurlandamet í greininni. Dagur tekur heilshug-
ar undir einróma ámaðaróskir allra landsmanna til afrekskonunn-
ar í Sydney: Til hamingju, Vala!
í öðru lagi
Vilhjálmur Einarsson. Bjarni Friðriksson. Vala Flosadóttir. Þessi
þijú nöfn eru nú samtengd í íþróttasögu Islendinga. Þau ein hafa
náð þeim stórkostlega árangri að hljóta verðlaunapening á ólymp-
íuleikjum, Vilhjálmur silfur en Bjami og Vala brons. Að baki slík-
um affeksverkum Iiggja margra ára þrotlausar æfingar íþrótta-
manna sem hafa einbeittan og óbugandi vilja til að komast í frem-
stu röð. Það þarf mikinn styrk, bæði líkamlega og andlega, til að
ná því Iangþráða og eftirsótta takmarki allra þeirra einstaklinga,
sem takast á við þá bestu í íþróttum, að stíga á verðlaunapall á
ólympíuleikjum.
í þriðja lagi
Árangur íslensku keppendanna hefur verið betri á þessum ólymp-
íuleikjum en nokkru sinni fyrr. Fyrir utan afrek Völu Flosadóttur
ber þar sérstaklega að nefna sundafrek Orns Arnarsonar, en hann
varð í fjórða sæti í úrslitakeppni í tvö hundruð metra baksundi og
setti Norðurlandamet, og Guðrúnu Amardóttur sem er komin í
úrslit í fjögur hundruð metra grindahlaupi. Þessi glæsilegi árang-
ur gefur til kynna að um þessar mundir sé veruleg uppsveifla með-
al íslenskra íþróttamanna. Arangur þeirra þessa dagana mun vafa-
laust hafa veruleg áhrif á þá kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi.
Þannig má telja víst að afrek Islendinganna í Sydney verði mörgu
ungu fólki hvatning til að feta í fótspor Völu, Arnar og Guðrúnar,
enda eru þau öll svo sannarlega glæsilegar fyrirmyndir yfir íslenskt
æskufólk. Elt'as Snæland Jónsson.
Villutrú Markúsar
Það hefur vakið óskipta athygli
Garra að Morgunblaðið hund-
skammar Markús Orn Antons-
son útvarpsstjóra í leiðara sínum
um helgina. Það cru ummæli
Markúsar um að Ríkisútvarpið
ætti erindi í afþreyingariðnaðinn
sem valda þessum geðhvörfum
Morgunblaðsdeildar Sjálfstæðis-
flokksins, en þó sýnist Garra
Markúsi vera nokkur vorkunn,
því ef hann heldur ekki uppi
vörnum fyrir þátttöku RÚV í af-
þreyingu þá er hann í raun að
höggva ansi nærri sínum
eigin valdagrundvelli.
RÚV er nefnilega að
.verða fremst meðal jafn-
inga í því að halda uppi
auglýsinga og afþreying-
armenningu á Islandi,
bæði í gegnum Rás 2 eins
og venjulega en eins í
gegnum Sjónvarpið þar
sem auglýsingar og kostunar-
kynningar eru farnar að verða
nánast jafnplássfrekar og hin eig-
inlega dagskrá.
Óvenju beinskeitt
En skammir Mogga að þessu
sinni eru raunar óvenju skorin-
ortar og beinskeyttar. Blaðið vitn-
ar í Markús þar sem hann segir
að „ríkisrekin afþreying í sjón-
varpi allra Iandsmanna standi
fyrir sínu.“ Þetta er greinilega
meira en Morgunblaðsdeild
flokksins er tilbúin til að með-
taka og því er niðurstaða leiðar-
ans eftirfarandi: „Það getur ekki
verið að útvarpsstjóra, með þann
pólitíska feril að baki, sem hann
á, sé alvara með þessum orðum.“
Hér fer ekkert á milli mála.
Markúsi eru send skýr skilaboð,
og raunar er langt siðan sést hafa
jafn ódulbúin pólitísk fyrirmæli
til flokksmanns í flokksblaðinu
eins og i þessu tilfelli. En það er
ekki bara þessi hvassi tónn gagn-
V
vart Markúsi sem vekur athygli.
heldur er það Iíka tímasetningin
því afar sjaldgæft er að Morgun-
blaðsdcildin fari út í svona æling-
ar nema verið sé að plægja jarð-
veginn fyrir eitthvað annað sem
er í fan'atninu. Galdurinn er þá
bara að finna út hvað þetta „eitt-
hvað annað er“.
Samhengi hlutanna
Og auðvitað vefst það ekki íyrir
Garra frekar enn annað að finna
samhengi hlutanna. Nokkuð
augljóst er að Mogginn
skrifar ekki svona leiðara
fyrir Kolkrabliaóvin nr. 1,
Jón Olafsson aðaleiganda
Stöðvar 2 og Norðurljósa,
þó svo að hann sé aðal-
samkeppnisaðilinn við
RÚV í afþreyingunni.
Hins vegar vill svo heppi-
lega til að Skjár Einn,
litla Kolkrabbastöðin þar sem
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
er að verða aðaldagskrárefnið,
hefur einmitt óskað eftir [iví að fá
til afnota ónotuðu rásina sem
RÚV er með. Það er jafnframt
síðasta almenna sjónvarpsrás
sinnar tegundar sem ekki er í
notkun. Ríkissjónvarp sem varla
á rétt á sér og útvarpsstjóri sem
hlýtur að vera grínisti - ef marka
má leiðara Morgunblaðsdeildar
flokksins - hafa víst Iítið við slíka
rás að gera. Og ef útvarpsstjórinn
ætlar malda í móinn, þá Iiggur
fyrir með óyggjandi hætti að þar
er á ferð pólitískur villutrúar-
maður - og hvorki hann sjálfur
né aðrir þurfa að búast við að
hlustað verði á hann. Það kæmi
því Garra mjög á óvart ef litla
Kolkrabbastöðin fengi ekki Iljót-
lega þær góðu fréttir að oröið
verði við umsókn hennar um að
fá þessa síðustu sjónvarpsrás.
- GARRI
Markús Úrn
Antonsson.
S JÓHANNES
T ss & SIGURJÓNS
SON
SKRIFAR
Glæstur árangur íslensku kepp-
endanna á olympíuleikunum í
Sydney hefur yljað mörgum
landanum um hjartarætur síð-
ustu daga. Aðdáunarverð
frammistaða Arnar Arnarsonar í
sundinu, fráhær frammistaða
Guðrúnar Arnardóttur í 400
metra grindahlaupi og síðast en
ekki síst bronsverðlaun Völu
Flosadóttur í stangarstökki. Vala
var stolt þegar hún stóð brosandi
og með tárin í augunum á verð-
launapallinum og hún hefði get-
að speglað sig í gleðitárum ís-
lensku þjóðarinnar ef tæknin
hefði leyft beint augnsamband
yfir höf og lönd
Það gleymist sjálfsagt fáum
sem sáu þegar Vala gerði hverja
atrennuna af annari að Islands-
metum og Norðurlandametum
og sveif yfir rána eins og fuglinn
fljúgandi, hærra og hærra og alla
leið upp á verðlaunapall, þar sem
aðeins tveir Islcndingar hafa
staðið til þessa á olympíuleikum.
Islensldr olympíu-emir
Völuspá
Það sem er ekki
síst athyglisvert við
þennan árangur
Völu, er að vænt-
ingar þjóðarinnar
voru í lágmarki fyr-
ir þessa leika. Vala
var neðar á
heimsafrekalistan-
um í stangarstökki
nú en nokkru sinni
fyrr og líkur á verð-
launasæti því mun
minni en oftast
áður á stórmótum.
Fyrirfram ríkti því ekki mikil
bjartsýni í „Völuspánni" og flest-
ir (nema kannski Vala sjálf) töldu
það ásættanlegan árangur að
komast í úrslit. Og hið sama má
auðvitað segja um Órn Arnarson
og Guðrúnu, þeirra árangur fór
fram úr björtustu vonum bjart-
sýnustu manna.
Og kannski er þetta ein leiðin
til að hjálpa íslenskum íþrótta-
mönnum til að ná
árangri á stórmót-
um. Að stilla kröf-
um til þeirra í hóf
og hafa væntingar í
lágmarki. Það hef-
ur nefnilega gjarn-
an verið svo að
þegar jjjóðin heftur
búist við mestu al
knattspyrnumönn-
um, fótboltamönn-
um, frjálsíþrótta-
mönnum, sund-
mönnum og öðru
afreksfólki, þá hef-
ur árangurinn oftar en ekki vald-
ið vonbrigðum. En jiegar ekki
hefur verið búist við miklu, jiá
hefur sigurgleðin stundum orðið
hvað mest. Og það gefur kanns-
ki auknar vonir um að Jón Arnar
Magnússon verði nú loksins
heppinn á stórmóti og komist
klakklaust í gegnum tugþrautina,
þvf kröfur til hans eru nú orðnar
mun raunhæfari en ( ft áður.
Uppskeruhátíð
„Örninn flýgur fugla hæst“, sagði
skáldið og íslensku keppendurn-
ir hafa fJogið hátt á olympíuleik-
unum. Og gaman í því samhengi
að velta fyrir sér nöfnun jreirra
sem Iengst hafa náð. Guðrún er
Arnardóttir. Sjálfur Örn er Arn-
arson. Og Jón er líka Arnar og
Magnússon. Og það er ekki lang-
ur vegur frá Völu nafninu yfir í
Valinn.
Sérkennileg tilviljun? Eða
ættu tilvonandi foreldrar sem
hafa áhuga á því að börn þeirra
verði afreksmenn í íþróttum að
f’ara að velja þeim nöfn sem
tengjast fuglum himinsins?
En auðvitað skila nöfn og
stimplar engu í í'þróttum. Þar er
byggt á líkamlegu og andlegu at-
gervi og þrotlausri vinnu til mar-
gra ára. Vala, Örn og Guðrún eru
að uppskera eins og þau hafa sáð
til. Og vonandi gerir Jón Arnar
það einnig.
Á aðfitinafélagslegum
tbúðum á landsbyggðinni
nýtthlutverk?
(.Hugmyndirum aó leigja
þessaríbúóirtU dæmis
listamönnum vom kynntará
Fjórðutigsþingi Vesífitðitiga um
hdgina.)
HaukurMár Sigutðsson,
foniuuhirljdrdungssaiiihamh Vestjió-
inga.
,Að sjá er þetta
mjög skemmtileg
hugmynd og
vænleg.
Framundan er
áætlanagerð og
forkönnun á
þessu verkefni,
en ef þetta mun ná fram að ganga
tel ég að þetta gæti haft veruleg
áhrif á framgang mála varðandi hið
félagslega íbúðakerfí á landsbyggð-
inni. Auðar íbúðir - minnismerki
um fólksflótta - hafa slæm félags-
leg áhrif í byggðunum, en með |wí
að fínna íbúðunum nýtt hlutverk
væru menn að horfa fram á við og
hefja nýja sókn.“
Sigbjöm Gunnarssoti,
sveitarstjóri i Mývatnssveit.
„Ef hægt er að
finna einhverja
skynsamlega
lausn á því að
nota jjessar íbúð-
ir er það af hinu
góða. Hins vegar
má velta upp
þeirri spurningu hvers eigi að gjal-
da jiau sveitarfélög sem héldu að
sér höndum og önuðu ekki í að
byggja félagslegar íbúðir. Spurning-
in hlýtur í öllu falli að snúast um
eitthvert jafnræði og hver eigi að
borga reikninginn á endanum. Ein-
hvern tíma verða menn að taka
ábyrgð gjörða sinna.“
Reynir Traustason,
hlaða tnaðurfrá Flateyri.
„Þetta er ein
besta hugmynd í
lengri tíma sem
hefur komið að
vestan, en þá
verða Vestfirðing-
ar líka að hafa
manndóm í sér til
þess að klúðra þessu ekki eins og
t.d. Islenskri miðlun eða helstu
sjávarútvegsfýrirtækjum á svæðinu.
Sjálfur á ég mér dvalarstað vestur á
íjörðum, Ömmuhús á Flateyri, |)ar
sem ég sit gjarnan á sumrin við að
skrifa. Hvergi er betra að vera við
slíkt en einmitt þar, enda truflar
mann ekkert nema kannski kvakið
í fuglunum."
ÞrösturLeó Gunttarsson,
leihari á Bíldudal.
„Þetta væri frá-
bært. Hér er nóg
af húsnæði sem
stendur autt og
liggur undir
skemmdum og
hér er frábært að
vera í faðmi fjall-
anna, bæði vetur, sumar vor og
haust. Það væri gott að fá nýtt blóð
inn í mannlífíð hér mcð því að fá
hingað fólk sem fæst við skapandi
störf, og ef til vill myndi þetta fólk
svo ílendast hér. I haust helúr
fækkað um 20 manns hér á Bíldu-
dal, og |ietta hefur slæm áhrif - þó
ég trúi (iví að brátt lari hagur þessa
byggðarlags að vænkast að nýju.'