Dagur - 26.09.2000, Blaðsíða 8
8- l’KIDJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDOR
SIGURDÓRSSON
sigurdor@ff.is
„Við sögðum þó í
gríni að við fyrir-
gæfum okkur allar
syndir fyrir að
vinna þennan bik-
Kári Steinn Reynis-
son Skagamaður um
gcngi ÍA-Iiðsins að
loknum bikarsigri.
Til útskýringar
Bréf til tryggingarstofnu nar
Eg skrifa hér til að útskýra eft-
irfarandi: I reit #3 á slysaskýrsl-
unni setti ég „Reyndi að fram-
kvæma verkið einn“ sem ástæðu
slyss. I bréfi ykkar báðuð þið um
nánari skýringar á þessu og vona
ég að eftirfarandi bréf veiti nánari
upplýsingar. Ég er múrari að at-
vinnu. Daginn sem slysið varð var
ég að vinna á þaki 3 hæða ný-
byggingar. Eftir að hafa lokið
verkinu sá ég að um 1 50 kíló af
múrsteinum gengu af. Frekar en
að bera múrsteinana niður ákvað
ég að láta þá síga niður í hjólbör-
um nota til þess talíu sem fest
var utan á húsið. Ég gekk niður og festi reipið sem tengt var í talíuna tryggi-
lcga við jörðina, þarnæst fór ég upp á þak, batt reipið í bjólbörurnar og ýtti
þeim fram af brúninni. Síðan fyllti ég hjólbörurnar af múrsteinunum. Síðan
fór ég aftur niður, greip í reipið og losaði það. Eins og sjá má í reit #2 á slysa-
skýrslu er ég 85 kíló að þyngd. Vegna undrunar á mjög snöggu flugtaki láðist
mér að sleppa reipinu. Ekki þarf að taka fram að hraði uppfcrðar minnar var
mikill. Um miðja 2. hæð mætti ég hjólbörunum sem voru á niðurleið. Þau
kynni útskýra brákaða höfuðkúpuog brotið viðbein. Areksturinn hægði að-
eins á ferð minni upp á 3. bæð, sem stöðvaðist þegar hægri hönd mín rakst
á kaf inn í talíuna. Ég hélt meðvitund og takinu á reipinu þrátt fyrir meiðsl
og gríðarlegan sársauka. A sama tfma féllu hjólbörurnar á jörðina, qg ultu
sem olli því að múrsteinarnir féllu úr hjólbörunum. Þyngd þeirra er 20 kíló.
Ég vísa aftur til reitar #2. Eðli málsins samkvæmt hóf ég hraða niðurleið
mína um leið og þetta hafði gerst. Um miðja 2 hæð rakst ég aftur á hjólbör-
urnar sem voru á uppleið. Sá árekstur skýrir brákaða ökkla og skrámur og
skurði á neðri hluta líkamans. Við þetta hægði á niðurleið minni og verður
það að teljast til happs að áverkar við fallið á múrsteinahrúguna urðu ekki al-
varlegri en hrotinn sköflungur og 2 fingur. IVlér þykir leitt að tilkynna að þar
scm ég lá á múrsteinshrúgunni, ófær um að hreyfa mig vegna áverka og sárs-
auka að ég missti meðvitund og sleppti reipinu. Tómar hjólbörurnar, sem eru
þyngri en reipið, komu aftur niður og lentu á mér liggjandi og brutu þar báða
Iærleggi. Ég vona að þetta útskýri betur hvað gerðist, og skráning mfn í slysa-
skýrslu „Reyndi að framkvæma verkið einn“ varpi Ijósí á málið.
FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ
Glaðlyitdur
prms
Harry Bretaprins varð 16 ára á dögunum. Hann
er á góðri leið með að verða kvennagull enda
þykir hann einstaklega glaðlegur ungur piltur
með mikla persónutöfra og er fullkomlega laus
við yfirlæti. Hann er við nám við Eton háskóla
og þykir reyndar ekki mikill námsmaður en er
mjög vinsæll meðal samnemenda sinna. Bróðir
hans Vilhjálmur stundar einnig nám í Eton en
þeir bræður eru mjög samrýndir. Aðaláhugamál
Harry eru íþróttir og útivera enda vill hann sí-
fellt vera á hreyfingu.
ÍÞRÓTTIR
Fyrsta gullið í
höfnhiá Jones
Gærdagurinn var eum
mest speimandi keppn-
isdagurinn í frjálsí-
þróttakeppni ólympíu-
leikanna í Sydney til
þessa, en þá fóru fram
úrslit í 100 og 400 m
hlaupum karla og
kvenna, þar sem marg-
ir litríkustu keppend-
ur leikanna voru meðal
keppenda.
Gærdagsins var beðið með mikilli
spennu í Sydney, en þá fóru fram
úrslit í 100 og 400 m hlaupum
karla og kvenna og urðu úrslitin
nokkuð eftir bókinni. Bandaríska
hlaupadrottnngin, Marion Jones,
sem sett hefur stefnuna á fimm
gullverðlaun á ólympíuleikunum í
Sydney, vann þá sitt fyrsta gull á
leikunum þegar hún varð langfyrst
í 100 m hlaupi á 10.75 sek.
Marion, sem er tvöfaldur heims-
meistari í grcininni, sýndi mikla
yfirhurði í hlaupinu og kom í mark
0,37 sekúndum á undan næsta
keppanda, sem var gríska stúlkan
Ekaterini Thanou, sem hljóp á
11,12 sek. og er það annar mesti
munur í sögu leikanna.
Stuttu eftir úrslitahlaupið í
kvennaflokki, kom svo Banda-
rískjamaðurin Maurice Greene
fyrstur í mark í úrslitum 100 m
hlaups karla á tímanum 9,87 sek.
og sigraði þar æfingafélaga sinn,
Ato Boldon, frá Trinidad, með
0,12 sek. mun.
I 400 m hlaupi kvenna vann hin
27 ára gamla Cathy Freeman, frá
Astralíu, öruggan sigur á 49.11
sek. sem er 0,47 sek. betri tími en
silfurverðlaunahafinn, Lorraine
Graham frá Jamaíka, náði. Free-
man sem er tvöfaldur heimsmeist-
ari í greininni vann þarna sinn
fyrsta ólympíusigur, en á síðustu
Ieikum varð hún í öðru sæti á eft-
ir Marie-Jose Perec frá Frakklandi.
Michael Johnson, frá Bandaríkj-
unum, gerði eins og hann hafði
lofað, að verða fyrstur til að sigra
tvo Ieika í röð í 400 m hlaupi, þeg-
ar hann hljóp á 43.84 sek. Honum
mistókst þó að sprengja 43 sek-
úndan múrinn, eins og hann hafði
ætlað sér, enda veðurfarið í gær
ekki til þess fallið.
Úrslit í einstökuin greiniun
20 km ganga ltarla
1. R. Korzeniowski, Póll. 1,18:59 klst.
2. N. Hernande/., Mexíkó 1,19:03 klst.
3. _V. Andreyev, Rússlandi 1,19:27 Idst.
(Arangur Kor/.eniovvski cr nýtt OL-
met og árangur Hernandez hans
besti á ferlinum.)
Kúlnvarp karla
1. Arsi Harju, Finnlandi 21.29 m
2. Adam Nelson, Bandar. 21.21 m
3. John Godina, Bandar. 21.20 m
100 m hlaup kvenna
1. Marion Jones, Bandar. 10.75
2. Ekaterini Thanou, Grikkl. 11.12
3. Tanya Lawrence, Jamaica 11.18
100 m hlaup karla
1. Maurice Greene, Bandar. 9.87
2. Ato Boldon,Trinidad 9.99
3. O. Thompson, Barbados 10.04
Spjólkast karla
1. Jan Zelezny, Tékklandi 90.17
2. Steve Backley, Bretlandi 89.85
Marion Jones.
3. Sergey Makarov, Rússlandi 88.67'
(Árangur Zelezny er nýtt OL-met)
Maraþon kvenna
1. Naoko Takahashi, Japan 2,23:14
2. Lidia Simon, Rúmeníu 2,23:22
3. J. Chepchumba, Kenía - SB 2,24:45
(Árangur Takahashi er nýtt Ol-met
og árangur )
Hástökk karla
1. Sergey Kliugin, Rússlandi 2.35
2. Javier Sotomayor, Kúbu 2.32
3. Abderrahmane Hammad, Alsír 2.32
Þrístökk kvenna
1. Tereza Marinova, Búlgaríu 15.20
2. Tatv'ana Lebedeva, Rússlandi 15.00
3. Olena Hovorova, Úkraínu 14.96
Sleggjukast karla
1. Szymon Ziolkowski, Póllandi 80.02
2. Nicola Vizzoni, Ítalíu 79.64
3. Igor Astapkovich, Hv.-Rússl. 79.17
Stangarstökk kvenna
1. Stacy Dragila, Bandar. 4.60
2. Tatiana Grigorieva, Ástraslíu 4.55
3. Vala Flosadottir, íslandi 4.50
(Árangur Dragila er ÓL-mct, enda
í fyrsta skipti sem keppt er í stang-
arstökki kvenna á ÓL. Grigorieva
var að ná sínum besta árangri og
einnig Vala sem setti nýtt Islands-
og Norðurlandamet.)
Kringlukast karla
1. Virgilijus Alekna, Litháen 69.30
2. Lars Riedel, Þýskalandi 68.50
3. Frantz Kruger, S-Afríku 68.19
Þrístökk liarla
1. Jonathan Edward, Bretlandi 17.71
2. Yoel Garcia, Kúbu - SB 17.47
3. Denis Kapustin, Rússlandi 17.46
400 m hlaup kvenna
1. Cathy Freeman, Ástralíu 49.11
2. Lorraine Graham, Jamaica 49.58
3. Katharine Merry, Bretlandi 49.72
400 tn hlaup karla
1. Michael Johnson, Bandar. 43.84
2. Alvin Harrison, Bandar. 44.40
3. Gregory Haughton, Jamaica 44.70
5000 m hlaup kvenna
1. Gabriela Szabo, Rúmeníu 14:40.79
2. Sonia O’Sullivan, írlandi 14:41.02
3. Gete Wami, Eþíópíu 14:42.23
800 m hlaup kvenna
1. Maria Mutola, Mozambique 1:56.15
2. Stephanie Graf, Austurríki 1:56.64
3. Kelly Holmes, Bretlandi 1:56.80
Sjöþraut kvenna
(110 ni grínd-hástökk-luíluvarp-
200 m hlaup-langstökk-spjótkast-
800 m hlaup)
1. Denise Lewis, Bretlandi 6584
(13.23-1.75-15.55-24.34-
6.48-50.19-2:16.83)
2. Yelena Prokhorova, Rússlandi 6531
(13.63-1.81-13.21-23.72-
6.59-45.05-02:10.32)
3. N. Sazanovich, Hv.-Rússlandi 6527
(13.45-1.84-14.79-24.12-
6.50-43.97-2:16.41)