Dagur


Dagur - 26.09.2000, Qupperneq 12

Dagur - 26.09.2000, Qupperneq 12
12- ÞRIÐJUDAGU R 26. SEPTEMBER 2000 FRÉTTASKÝRING Bjartsýni umhwrfls Bjöm Lomborg er höfimdur bókariimar „Hið saima ástand heimsins“. Haim hef- ur verið gagnrýndur fyrir ótæpHega hjart- sýni sína. „Hið sanna ástand heimsins" er nafn á bók sem verið hefur nokk- uð tif umræðu hór á landi frá því Fiskifélag íslands gaf hana út fyr- ir nokkrum vikum. Sitt sýnist hverjum og hefur höfundur bók- arinnar, Björn Lomborg, verið sakaður um að draga upp allt of rósrauða mynd af ástandi heims- ins. I gær var efnt til umræöufund- ar þar sem þeir Lomborg og Tryggvi Felixson hjá Landvcrnd voru með framsöguerindi. Dagur ræddi við þá báða í gær skömmu fyrir fundinn. Leitum uppi vandamálin „Þegar við tölum um ástand heimsins," segir Björn Lomborg, „þá er nánast allt sem bendir til þess að ástandið sé stöðugt að batna.“ En um leið segir hann mikilvægt að taka fram, að þótt hann segi að ástandiö sé að batna, þá sé það alls ekki það sama og að segja að allt sé í besta lagi. „Þar er mikill munur á.“ Lomborg dregur óneitanlega upp gjörólíka og bjartari mynd af ástandi heimsins cn við höfum átt að venjast undanfarin ár og áratugi. Hann segir þrjár megin- ástæður vera fyrir því að sú mynd, sem gjaldgeng hefur þótt á opinberum vettvangi, sé jafn dökk og raun ber vitni. 1 fyrsta lagi vegna þess að vís- indamenn hafi tilhneigingu til þess að kanna þau atriði þar sem vandamála sé hugsanlega að leita. „Og það er frábært,“ segir Lomborg. „Við viljum að þeir leiti uppi vandamál. En það þýðir að í hvert sinn sem eitthvað fréttist, þá er það frétt af hugsanlegu vandamáli." 1 öðru lagi segir hann að al- mennt leggi menn meiri trú á umhverfisverndarsinna heldur en talsmenn iðnaðarins. En það stafar ekki síst af því að við vitum að iðnfyrirtæki eiga hagsmuna að gæta. „En það merkilega er, að þegar Greenpeace bendir á ein- hver vandamál, þá eiga þeir Iíka hagsmuna að gæta,“ segir Lomborg. „Og vegna þess að við áttum okkur. ekki alltaf á þvf að að það eru hagsmunir á báða bóga, þá höfum við tilhneigingu til þess að trúa frekar vondu fréttunum." I þriðja lagi segir hann að fjöl- miðlarnir hafi gaman af að segja slæmar fréttir. „Og það er ekki vegna þess að fjölmiðlarnir séu í einhverju samsæri, heldur vegna þess að við höfum öll gaman af að heyra slæmar fréttir." Trúin á lýðræðið Einnig segir Lomborg að gagn- rýni á bókina komi sér ekki á óvart. „En það merkilega er, að megnið af því sem sagt hefur ver- ið gegn bókinni gengur út það að segja hvað ég sé vitlaus. Þeir eru tiltölulega fáir sem hafa hætt sér út í að gagnrýna bókina á mál- efnalegum grundvelli." Lomberg er spurðnr hvort það sé ekki hætta á því að sú hjarta mynd sem hann dregur upp í bók sinni hafi þau áhrif að fólk geri lítið úr þeim vandamálum, sem i raun eru til staðar? „Auðvitað er sú hætta til stað- ar,“ segir Lomborg. „En við verð- um að átta okkur á því hvað þetta þýðir fyrir lýðræðið. Þá mætti ekki segja sannleikann, því fólk færi þá að hegða sér af ábyrgðar- leysi. Eg hef nægilega mikla trú á lýðræðinu til þess að vera þeirrar skoðunar að við eigurn að segja sannleikann. Síðan ber okkur að vona að fólk sé nógu þroskað til þess að geti tekið því. Eg held ekki að staðan sé sú, að fólk fari að segja: Til fjandans með um- hverfið. Hins vegar held ég að við verðum að fá raunsærri mynd af því hvar vandi er til staðar og hvar ekki. Vissulega er hætta á því að fólk slald á taumunum. En sú hætta er fyrir hendi á öllum sviðum. Eini valkosturinn væri að hrópa alltaf: Ulfur! Horfurnar eru skelfilegar! En það kostaði h'ka sitt. Að öllum líkindum væri þá engin leið að forgangsraða neinu. Og að öllum líkindum hefði það þau áhrif að fólki liði hræðilega. Eg tel að við eigum að segja fólki sannleikann og trúa því að það sé nógu þroskað til þess að takast á við það. 1 lýðræði verða menn að vita hverjir val- kostirnir eru." - Þú segir að ástandið sé að batna á flestum sviðum. Eru ein- hverjar undantekningar á því? „Það eru mjög fáar undantekn- ingar frá því,“ segir Lomborg, en nefnir þó tvær. Leyfimi þeim að hósta „Onnur er loftmengun, sem er óneitanlega alvarlegt vandamál. I þróuðum löndum er reyndar að draga úr loftmengun, en hún er að versna í þróunarlöndunum. En hins vegar er góð ástæða fyrir því. Að öllum Iíkindum eru þeir að gera það sama og við gerðum fyrir tvö hundruð árum. Þá sögð- um við sem svo: ‘Nú skulum við auðgast." Og svo hóstuðum við. Það var ekki fyrr en við höfðum auðgast nægilega mikið sem við fórum að hugsa sem svo: ‘Það væri nú betra að hósta ekki alveg svona mikið.’ Flest bendir til þess að þetta verði einnig raunin hjá þróunarlöndunum. Við verðum að upplýsa þróunarlöndin, benda þeim á hætturnar, en um leið verðum við að leyfa þeim að fara sömu leið og við fórum.“ Hins vegar tekur hann fram að svona sé reyndar einungis hægt að bregðast við staðbundnum vandamálum. „Sama er ekki hægt að segja um hnattræn vandamál á borð við hlýnun jarð- ar. Þar þurfum við að hafa áhyggjur af því að t.d. Kínverjar losi meira af gróðurhúsaloftteg- undum,“ segir Lomborg. „Hlýnun jarðar er hins vegar annað dæmi um undantekningu frá því að ástandið sé almennt að batna,“ segir Lomborg. „Við erum í raun og veru að losa sífellt meira af gróðurhúsalofttegund- um. Það á að öllum líkindum eft- ir að valda því að jörðin hlýni. Hve mikið er ekki enn vitað og um það eru rniklar umræður." Björn Lomborg segir enga ástæðu til þess að gera lítið úr mikilvægi þessa. Kyoto-fénu illa varið Hann segir hins vegar að í þeim líkönum, sem dregin hafa verið upp af þróuninni næstu öldina, sé byggt á þeirri forsendu að v'ið munum nota æ meira af jarð- efnaeldsneyti. „En hvernig sem á það er litið virðist mjög ólíklegt að við munum balda áfram að byggja á jarðefnaeldsneyti á 22. öldinni," segir Lomborg. Aðrir orkugjafar muni að öllum líkind- um verða ódýrari valkostur þegar fram í sækir og það eitt nægi til þess að verulega muni draga úr notkun jarðefnaeldsneyta. „Auk þess segja umhv'erfis- verndarmenn að það verði okkur gífurlega dýrkeypt ef við gerum ekki neitt varðandi gróðurhúsaá- hrifin. Og það er alveg rétt hjá þeim. En olíuiðnaðurinn segir að það verði gífurlega dýrkeypt að gera eitthvað í málinu. Og það er líka alveg rétt hjá þeim,“ segi Lomborg. „Það sem ég vil koma á framfæri er að það sé ekki nóg að benda á að eitt eða annað verði dýrt. Það sem máli skiptir er að benda á hvort verði dýrara.“ Lomborg segir að býsna margir hafi nú þegar reynt að reikna kostnaðinn af framkvæmd Kyoto-samningsins og bera hann saman við kostnaðinn af því að fara ekki eftir honum. Gerð hafi verið á milli 14 og 21 reiknilíkön, sem standast vísindalegar kröfur. Og alls staðar sé útkoman sú sama. „I grundvallaratriðum er peningunum sem fara í fram- kvæmd Kyoto-samningsins illa varið. Og sama gildir um aðrar aðferðir við að setja strangar hömlur á útbreiðslu gróðurhúsa- Iofttegunda. Við myndum verja meira fé til þess að reyna að hafa stjórn á þessu en í allt annað sem við gætum gert. Þess vegna þurf- um við að spyrja okkur hvort þetta sé rétta leiðin til að takast á við gróðurhúsavandann." „Þetta er frískleg íesnijag“ Tryggvi Felixson hjá Landvernd var ásamt Blomberg frummæl- andi á fundinum í gær. 1 samtali við Dag bendir hann á að hug- myndir Lomborgs séu ekki upp- haflega frá honum komnar. „Þessar hugmyndir komu upp í Bandaríkjunum í upphafi níunda áratugarins, og hann yfirfærir þetta yfir á Danmörku og tekur upp ýmis góð atriði," segir Tryggvi. „En þetta er frískleg lesning og ekkert nema gott um það að segja.“ Hins vegar segir Tryggvi jafn- framt að það skipti nokkru máli að hann komi frá Danmörku, þar sem umhverfismál þar hafi allt aðra stöðu heldur en á Islandi. Allir pólitískir ílokkar þar hafi tekið umhverfismál upp á arma sína, og staða umhverfisverndar- samtaka er mjög traust. „Það má segja að umhverfismál séu orðin hluti af kerfinu í Danmörku," segir Tryggvi. Sama sé vart hægt að segja um Island enn sem kom- ið er. „Þannig að það má líta á þetta svolítið sem uppreisnar- rödd þegar allt kerfið er orðið gegnumsýrt af umhverfisröddum og umhverfisverndarhugmynd- um heldur en við eigum að venj- ast hér á íslandi.1’ Tryggvi segir líka að Lomborg leggi býsna mikla áherslu á hag- fræðilega nálgun og mannhverfa nálgun. „Hann leggur lítið sem ekkert upp úr því sem við höfum kallað visthverfa nálgun að þessu viðfangsefni, þ.e. að maðurinn sé ekki bara herra jarðarinnar, eins og sumir vilja halda fram, heldur hirðir og við þurfum að bera ákveðna umhyggju fyrir öðrum lífverum á jörðinni. Og það gegn- umsýrir alla hans nálgun á mál- inu.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.