Dagur - 26.09.2000, Síða 13

Dagur - 26.09.2000, Síða 13
ÞRIÐJVDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 - 13 FRÉTTIR siimúm Svona myndi það líta út. lOJjúsund imdirskriftir Lomborg færðist of miMð í 1 Lmg Tryggvi telur hins vegar mildlvægt að átta sig á því að það liggi fyrir ákaflega góðar og miklar úttektir af alþjóðastofnunum um ástand umhverfismála. „Þessar skýrslur draga upp allt aðra mynd af ástan- di umhverfismála heldur en Björn Lomborg dregur upp í sinni bók. Og það verður að segjast eins og er að Björn hefur á tiltölulega stutt- um tíma við tiltölulegar einfaldar aðstæður reynt að draga upp ein- hverja heildarmynd af ástandi um- 3 segja fólki sannleikann og trúa því að iess að takast á við það.“ hverfismála í heiminum. Og ég hcld einfaldlega að það sé ekki á færi eins eða neins að gera það,“ segir Tryggvi. Sjálfur segist Lomborg nota ná- kvæmlega sömu rannsóknir og reiknilíkön og umhverfisverndar- menn eru með í málflutningi sín- um. Tryggvi heldur því hins vegar fram að Lomborg velji sér efni úr heimildum sínum þannig að það henti þeirri mynd sem hann er að draga upp. „Hann tekur það úr heimildunum sem hentar hans viðhorfum eða hans hugmyndum um það hvaða niðurstöður hann vill fá fram. Þegar menn fara að rýna í ýmsar heimildir hans, þá er sagt ýmislegt fleira í þessum heim- ildum líka. Og það stafar náttúr- lega að hluta af því að umhverfis- mál eru svo flókin að það er eigin- lega ekki hægt gefa einhverja eina einkunn um þessi mál.“ Tryggvi nefnir sem dæmi að þegar Lomborg fjallar um líffræði- lega fjölbreytni þá vfsar hann m.a. í höfund sem skrifaði einhverja skýrslu fyrir þrjátíu árum. Síðan þá hefur þessi sami höfundur komið með nýja skýrslu þar sem hann endurskoðar sína afstöðu. „Lomborg gerir mjög lítið úr því, og almennt gerir hann lítið úr þeirri óvissu sem ríkir í þessum málum. Það er svona í umhverfis- málum, að við erum alltaf að end- urskoða afstöðu okkar og læra meira. Þess vegna hlýtur það að vera hæpið að nota eitthvað sem sett var fram fyrir svo og svo mörg- um árum. Það er ekki hægt að setja það fram sem einhvern sann- leika. Við verðum að sjá hvað er það nýjasta sem hefur komið fram. „Við þjáumst ekkert af neinu unihverfisþunglyndi“ „En útrýming tegundanna er mjög aðkallandi viðfangsefni fyrir okkur og engin ástæða til þess að gera lítið úr því,“ segir Tryggvi. „Jafnvel þótt tegundafækkunin sé minni en einhverjar háværar raddir nefn- du einhvern tímann í hita leiksins. Þetta er eins og þegar útgerðar- menn segja: Við förum á hausinn ef settur verður á auðlindaskattur. Auðvitað segja þeir það, og þá til þess að koma ákveðnum skilaboð- um á framfæri." - En hefur ekki stundum verið gert o/ mikið úr svörtu hliðunum? „Það má vera að í ýmsum tilvik- um hafi það verið gert, og þá ekki síst hafa blaðamenn í sumurn til- vikum dregið fram sterkustu atrið- in, en svo þegar menn fara að rýna í textann þá sjá þeir að það er ekki allt að fara til fjandans," segir Tryggvi. Tryggvi segir mikilvægt að fólk fari ekki að eltast við svona hluti. „Það seni máli skiptir er kjarninn, innihaldið í þessu. Er þetta raun- verulegt viðfangsefni eða er þetta bara loftbóla. Björn hefur ekki sýnt fram á að þetta sé Ioftbóla. Hann hcfur bara sýnt fram á að ýmsir hafa tekið of stórt upp í sig á einhverjum tíma,“ segir Tryggvi Felixson. Tryggvi segir ennfremur að það sé athyglisvert að Björn Lomborg segist hafa haft miklar áhyggjur af umhverfismálum. „Hann var kannski í einhvers konar umhverf- isþunglyndi. En svo fór hann að reikna og reikna og komst að þeir- ri niðurstöðu að það væri kannski ekki ástæða til þess að hafa þetta umhverfisþunglyndi. Þetta var kannski eitthvert sálubótaratriði fyrir hann sjálfan að skrifa þessa bók. En ég held að það sé ekki þannig með flesta þá sem fást við einhver umhverfismál. Við þjá- umst ekki af neinu umhverfis- þunglyndi. Við erum fyrst og fremst að velta fyrir okkur mikil- vægum atriðum og það er svo margt sem kemur fram sem bend- ir til að þetta verði mál málanna áfram og við þurfum að vinna að þessu með mjög markvissum hætti. Mesta hættan er á því að svona bók verði notuð sem afsök- un fyrir að gera ekki neitt, og þá væri illa farið,“ segir Tryggvi. „En ég tek hana bara sem líflegt inn- legg í umræðuna og vona að hún stoppi ekki umræðu eða markviss- ar umræður sem við verðum að grípa til.“ Gegn áíormum Kópa- vogsbæjar á Vatns- enda. Stefnt að af- hendingu í dag. Há- hýsi og vinnubrögð Andstæðingar gegn byggingaá- formum bæjarstjórnar Kópavogs á Vatnsendasvæðinu ætla að reyna að afhenda forystumönn- um hæjarins undirskriftalista með um 10 þúsund nöfnum á bæjarstjórnarfundi klukkan 17 í dag. Hins vegar er óvíst hvort það gengur eftir því erfiðlega hefur gengið fyrir forsvarsmenn áhugahópsins sem nefnir sig „Sveit í borg“ að ná tali af þeim sem afhenda á undirskriftarnar og m.a. Ármanni Kr. Olafssyni formanni skipulagsnefndar Kópavogsbæjar. I gær var látið að því liggja að ástæðan fyrir því væri m.a. sú að þeir væru á flót- Listahátíð í Reykjavík kemur nú öðru sinni út með nokkurn hagn- að, a.m.k. 1 milljón króna, sam- kvæmt skýrslu Sveins Einarson- ar um nýafstaðna Listahátíð í Reykjavík á fulltrúaráðsfundi. Aðsókn sagði hann mjög góða, enn meiri en 1998. Á sautjánda þúsund gestir sóttu tónleika og Ieiksýningar hátíðarinnar og um fjórtán þúsund komu á myndlist- arsýningar og aðrar uppákomur. Svo samanlagður gestafjöldi var yfir 30 þúsund (9. hver Islend- ingur) á yfir 30 atriði sem nú ta undan almenningsálitinu þessu máli. Fjölskrúðugur hópur Um 250 - 300 manns mættu í kynnisferð um áformað bygg- ingasvæði Kópavogs á Vatnsenda sem andstæðingar þess efndu til um sl. helgi. Þótt innan þeirra raða sé rúm fyrir ýmsar ólíkar skoðanir í umhverfismálum Vatnsenda, eða allt frá því að vera á móti öllum byggingum þar og til þess að leyfa þar lágreista einbýlishúsbyggð, eiga þeir þó sameiginlegt að vera á móti há- hýsabyggð á svæðinu og þeim vinnubrögðum sem Kópavogs- bær ætlar að viðhafa í því. Þar vegur einna þyngst að sú stefna að láta ekki fara fram umhverfis- mat vegna þeirrar 5 þúsund manna byggðar sem þar á að rísa. Útsýni og útivist Guðmundur Kr. Unnsteinsson voru á hátíðinni. Listahátíð velti um 90 milljónum króna (tæplega 3 þúsund krónum á hvern gest). Aðgangseyrir nam um 25 rnillj- ónum, opinbert fé rúmur þriðj- ungur og þriðjungs var aflað með styrkjum og kostun. Á þriðja hundrað innlendir listamenn komu fram á hátíðinni að þessu sinni, auk margra útlendinga. Borgarstjóri skiptir við Bjöm Borgarstjóri tók við formennsku í fulltrúaráði Listahátíðar af í úr hópnum Sveit í borg segist vera einna mest á móti þeim áformum að reisa á svæðinu allt að þrjú 6 hæða háhýsi og nokkur þriggja hæða fjölbýlishús auk þess sem hann telur áformaða hyggð á Vatnsenda vera of þétta. Fyrir vikið hverfur allt útsýni að hans mati sem yrði mikið um- hverfisslys. Nær sé að hafa þarna 2-3 þúsund manna einbýlishúsa- byggð með tilliti til útivistar á svæðinu. Þá telur hann að fbúar á svæðinu séu tilbúnir að vera án ýmissa þjónustustofnana á svæð- inu því þaðan verður stutt að fara í Salahverfið í Kópavogi með til- komu tengibrautar niður Rjúpnadal. Hann staðhæfir ein- nig að það sé ekki fyrir alla að búa á Vatnsendasvæðinu. Þar sé t.d. meiri snjór en víðast hvar annars staðar á höfuðborgar- svæðinu og einnig meiri kuldi. - GRH menntamálaráðherra til næstu 2ja ára. Nýr stjórnarformaður er Halldór Guðmundsson bókaút- gefandi og aðrir í stjórn Sveinn Einarsson og Karólína Eiríks- dóttir. Þórunn Sigurðardóttir hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi, í fullu starfi frá ára- mótum. En framkvændastjóra- stöðuna á að auglýsa innan skamms. - HEl MiHjón í afgang á Listahátíd

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.