Dagur - 26.09.2000, Side 20

Dagur - 26.09.2000, Side 20
20- ÞRIDJUDAGVR 26. SF.PTEMBER 2000 Akureyrí-Norðurland Markaðssetja Akureyri í Evrópu Flugfélag íslands, í samstarfi við Hótel KEA, Sérleyfisbíla Akur- eyrar og aðra ferðaþjónustuað- ila, hafa sett saman pakkaferð til Akureyrar á komandi vetri sem samanstendur af flugi frá Reykjavfk til Akureyrar, móttöku á flugvellinum á Akureyri og gistingu á Hótel KEA. Flugleiðir koma inn í þetta samstarf og hefur félagið tekið ákveðið að auglýsa þessar ferðir í vetrarbæklingum á erlendum mörkuðum og eru nú þegar komin út hátt í 400 þúsund ein- tök, flest í Þýskalandi eða um fjórðungur upplagsins. Bæk- lingnum er dreift í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Austurríki, Sviss, Italíu, Bret- landi, Bandaríkjunum og Kanada. Ferðin er kynnt á heil- sfðu í bæklingunum og fyrir utan áðurnefnda grunnþjónustu sem innifalin er í pakkanum verður einnig boðið upp á af- þreyingaferðir, s.s. gönguferðir um Akureyri og dagferð í Mý- vatnssveit. Markaðssetning Ak- ureyrar verður sett til jafns við ferðir til Reykjavíkur og er hér því um nýja nálgun á markaðs- setningu ferða til Akureyrar utan háannatímans, og hefur ekki verið gerð áður í þessu formi. Jón Karl Olafsson, forstjóri Flugfélags Islands, segir að erfitt sé að lengja ferðamannatímann, en þetta sé ein leið, og í umræð- unni hafi verið svæðið allt fra Skagafirði austur á Melrakka- sléttu. Pakkinn sem boðinn sé þurfi að vera að einfölduðustu gerð með einni gistinótt þó auð- vitað standi fleiri gistinætur til boða. Þessir samstarfsaðilar eru sammála um að skíðaferðir til Akureyrar séu ekki seljanlegur varningur erlendis, þær þoli alls ekki samkeppnina við skfða- paradísir t.d. í Austurríki og Sviss. Um er að ræða pakka sem tekur a.m.k. þrjú ár að auglýsa upp enda staðreynd að þegar 18 ára Þjóðverji heyrir Island nefnd dettur honum fyrst í hug Reykja- vík og Björk. Mikil markaðssetn- ing sé framundan. — GC SKOÐANIR BRYNJÓLFS Saga af fátækt Deilt hefir verið um það hvort raunveruleg fátækt sé til í land- inu eður ei. Góður nágranni minn sem er einhleypur gerði samning um íbúðarkaup fyrir mörgum árum. Hann var þá í starfi. Síðan kemur það uppá að heilsan bregst honum og hann verður öryrki. Hann fer á bætur og heldur áfram að greiða af íbúðinni. Bankinn hans sér um að útdeila þeim greiðslum af hótafé hans um hver mánaðar- mót sem hann þarf að inna af hendi til að geta búið í íbúð- inni. Hann bar sig uppvið mig einn daginn að hann skildi ekki í þessari fátækt sinni. Eg bauðst til að skoða fjárhag hans. Og við þá skoðun kom í Ijós að þeg- ar hann er búinn að inna af hendi greiðslur í sínar skuld- bindingar þá á hann til ráðstöf- unar sex hundruð þrjátíu og eina krónu á dag. Þessi upphæð dugar ekki fyrir mat hvað þá mat og tóbaki. Þessi maður veldur ekki þenslu í þjóðfélag- inu. Ef hann missti vaxtabóta- greiðslur eins og seðlabanka- stjóranir gerðu tillögu um þá kæmist hann í greiðsluþrot. Ef þetta er ekki fátækt þá veit ég ekki hver hún er. Metkomupp- skera í EyjaTiröi Uppskeran er um 5 tonn á hektara að jafnaði í Eyjafjarðar- sveit, en í tilraun- areitunum fást um 7 tonn á hektara sem er samhærilegt við upp- skeru þvskra hænda. AHt útlit er fý'rir metuppskeru á korni í Eyjafirði að sögn Óskars Kristjánssonar, bónda í Grænu- hlíð í EyjaQarðarsveit. „Þar sem eitthvað er á því á annað borð er uppskeran mjög góð og þetta er metuppskera. Við erum að upp- skera um 5 tonn á hektara, en í tilraunareitunum fáum váð um 7 tonn á hektara. I tilraunareitun- um cr betur til vandað, en þrátt fyrir það sýna þeir að það er hægt við bestu aðstæður að fá það mikia uppskeru," segir Ósk- ar Kristjánsson, sem á mikla akra í Miðgerði sem Iniið er að skera að mestu sem og annars staðar í Eyjafirði. Óskar segir að 7 tonn á hekt- ara sé sambærilegt við það sem bændur í Þýskalandi og Suður- Danmörku bera úr býtum. En fimm tonn séu auðvitað mjög góð uppskera og fyllilega ásætt- anleg t.d. miðað við það að víða í Bandaríkjunum sé verið að fá 3,3 tonn á hektara. „Þessi upp- skera er mjög svípuð um allt Norðurland en á Suðurlandi er þetta eitthvað lakara en þeir eru með annað afbrigði en við erum mest með sexraðabygg, en þeir á Suðurlandi með tveggjaraða- bygg. Bændur eru í dag að fram- leiða 10 til 12% af skepnufóður- þörfinni og þeim hefur hcldur fjölgað í Eyjafirði sem eru í korn- ræktinni og eru nú um 12 tals- ins. Þetta sparar innflutning á korni og auk þess er íslenska kornið betra hráefni og það er ekki úðað eitri eins og erlendis þar sem ekið er um akrana þris- var til sjö sinnum á hverju sumri og úða yfir þá einhverju citur- efni. Hér eitrun við alls ekki neitt. Það versta er kannski það magn hormóna sem þeir úða yfir kornakrana og helda þeir áfram upp alla fæðurkeðjuna og enda á diski ncytandans," segir Oskar Kristjánsson, kornbóndi. — GG Skjár F.inn á Akureyri Skjár Einn hefur nú hafið út- sendingar á Akureyri og Norður- landi í gegnum útsendingarkerfi SkjáVarps. Allir þeir sem náð hafa SkjáVarpinu geta því séð út- sendingar Skjás Eins. Hins vegar íylgir sá galli gjöf Njarðar að SkjáVarpiö og Skjár Einn skipta með sér útsendingartímanum þannig að Skjár einn kemur ekki inn á drcifikerfið fyrr en eftir kl 19:00 á kvöldin. Til að ná send- ingum þessum þarf örbylgjuloft- net svipað því og sett var upp þegar Akureyringar fengu Sýn. Glæsitök á flautu og píanó Miðvikudaginn 20. septcmber var efnt til tónleika í Safnaðar- heinrili Akureyrarkirkju. Fram komu þverflautuleikarinn Mar- grét Stefánsdóttir og pínóleikar- inn Dewitt Tipton. Margrét Stefánsdóttir er Akur- eyringur. Hún hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskólann á Akur- eyri og Iauk þaðan 8. stigi í flau- tuleik. Árið 1991 hélt Margrét til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Þar hefur hún lokið bachelor- gráðu og mastersgráðu og loks árið 1999 doktorsgráðu í flau- tuleik og tónlistarsögu. Af því, sem hér hefur verið fram talið, þó ágripskennt sé, má sjá, að þar sem Margrét er, er enginn viðvaningur eða meðal- maöur í list hennar á ferð. Þetta leyndi scr ekki í leik hennar á tónleikunum í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Hún hafði á efnisskrá sinni verulega vídd verka fyrir llautu og píanó: Æskuverk Wolfgangs Amadeusar Mozarts, „Sónötu í C-dúr“ k. 14, sem hún lék af frábærri lipurö, „Duo“ eftir Aaron Copland, mjög fallegt verk í þremur köflum, sem hver hefur sinn blæ, en Margrét gerði mjög vel í því, að draga fram sérkenni hvers hluta í fagurlegu samspili við undir- leikara sinn, „Suite de Trois Moceaux“ op. 116 eftir Benja- min Godard, létt verk og leik- andi í „saIon-tónlistar“ stíl með nokkru ívafi „prógram-tónlistar“, sem Margrét lék af mildu öryggi, og loks hið mikla tveggja kafla verk „Sónötu op 23“ eftir Lowell Liebermann, sem sannarlega gerir yfirburðakröfur til flautuleikarans og í raun ekki síður undirleikarans, en sem Margrét flutti frábærlega og með leiftrandi glæsibrag jafnt í túlk- un sem tækni. Auk þessa var á efnisskránni einleiksverkið „Kokopeli" op 43 eftir Katherine Floover; verk í anda tónlistar frumbyggja Ameríku, magnað að gerð og innilega túlkað í flutn- ingi Margrétar. Píanóleikarinn, Dewitt Tipton, er greinilega mikill listamaður á sínu sviði. Undirleikur hans með Margréti Stefánsdóttur var sér- lega náinn og samspil þeirra svo nákvæmt og vel aðlagað, að tæp- Icg bar skugga á og f raun ekki nerna í sónötu Mo/.arts, þar sem fyrir kom, að píanóið væri litlu einu of þróttmikið fyrir tóna flautunnar á lágu sviði og sem næst kaffærði þá. Sérlega skemmtilegt var að fý'lgjast mcð samleik Ilautu og píanós í sónö- tu Lowéljs Liebermanns, þar sem blutverk píanósins er á margan veg ékki síður tæknilega og túlkunarlega torvelt en Ilaut- unnar. I þessu glæsilega verki birtu listamennirnir tveir greini- lega hvað í þeim býr. Þeir, sem á heyrðu þurftu ekki að velkjast í vafa um það, að það er sannar- lega mikið. Margrét gat þess í oröum sín- um til tónleikagesta, að hún hefði Iengi haft hug á þvf að' halda tónleika , á Akureyri, hcimabæ sínum. Það er nú orð- ið. Við, sem nutum listar hennar og undirleikara hennar, Dewitts 'Fiptons, færum þeim þakkir og vonum, að þau komi sem fyrst aftur til þess að gleðja eyru okk- ar og anda með leik sínum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.