Dagur - 03.10.2000, Side 2
2 - ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000
rD^tr
FRÉTTIR
L A
Öryrkj ar og aldraðir
blása til sóknar
Alveg síðan við voram
hár síðast á tröppum
alþingis 1997 hafa
kjör okkar verið að
drabbast niður sagði
Benedikt Davíðsson
formaður LEB. Engiun
mannlegur máttur fær
stöðvað okkur ef við
stöndum saman, sagði
Garðar Sverrisson, for-
maður Öryrkjahanda-
lagsins.
Samtök aldraðra og öryrkja voru
með mótmælastöðu, til að mót-
mda bágum kjörum sínum og því
að þeir hafa ekki fengið sinn hluta
af góðærinu eins og aðrir Iands-
menn, fyrir framan Alþingishúsið
við setningu alþingis í gær. Bene-
dikt Davíðsson er formaður Lands-
sambands eldri borgara. Hann var
á Austurvelli í gær og var spurður
hvort mótmælastaðan væri tilkom-
in vegna þess að aldraðir og öryrkj-
ar væru skildir eftir hvað kjör varð-
ar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
sem lagt var fram í gær?
„Við höfum ekki fengið að sjá
tjárlagafrumvarpið og engar tölur
séð þrátt fyrir það að við höfum
formlega séð samráðsnefrid með
ríkisstjórninni sem á að fjalla urn
alla tillögugerð er varðar kjör og
aðbúnað aldraðra. Við erum hér
íyrst og fremst til að mótmæla
þeirra þróun sem orðið hefur und-
anförnum misserum og árum. Al-
veg síðan við vorum hér síðast á
tröppum alþingis 1997 hafa kjör
okkar verið að drabbast niður,
bæði hin efnahagslegu kjör og
einnig hafa biðlistarnir á hjúkrun-
arheimilunum verið að lcngjast.
Hvorugt það er ásættanlegt í þjóð-
félagsástandi eins og við búum við
nú, þegar fjármálaráðherrann
kemur fram og gumar af 23 þús-
und milljóna króna tckjuafgangi
ríkisins," sagði Benedikt.
Aðskilnaðarstefna stjómvalda
Á Hótel Borg héldu öryrkjar fjöl-
mennan baráttufund. Þar hélt
Garðar Sverrisson milda baráttu-
ræðu. Hann hvatti öryrkja til að
hefja þegar í stað baráttu fyrir
bættum kjöijum. Hann sagði ör-
yrkja geta verið það afl sem enginn
fær stöðvað ef fólk bara stendur
saman.
„Ef við berum gæfu til að standa
þétt saman þá mun enginn, ekki
nokkur mannlegur máttur geta
komið í veg fyrir sigur okkar í bar-
áttunni gegn aðskilnaðarstefnu ís-
lenskra stjórnvalda.“ Þannig end-
aði Garðar Sverrisson ræðu sína
við gífurlegan fögnuð fundargesta.
- S.DÓR
Leiðir nor-
rænt sam-
starf
Jónína Bjartmarz, formaður lands-
samtakanna Heimili og skóli, hef-
ur teldð við sem formaður nor-
rænnar samstarfsnefndar lands-
samtaka foreldra skólabarna, til
næstu þriggja ára. Sameiginlegt
þing samtakanna var haldið í Osló
dagana 22.-24. september síðast-
liðinn, undir yfirskriftinni „For-
eldrar sem auðlegð skólastarfs".
Þar voru sarnan komnir fulltrúar
Danmerkur, Finnlands, ísfands,
Noregs og Svíþjóðar, en auk full-
trúa frá landssamtökum sat þingið
Ijöldi foreldra og fulltrúar skóla-
stofnana.
I ályktun þingsins í Osló kemur
ffarn að samtökin kreljast þess að
í kennaranámi verði hætt að
hunsa kennslu og þjálfun í for-
eldrasamstarfi. „Kennaramenntun
á Norðurlöndum tryggir ekki
kennaranemum nægilega hæfni
til samskipta við foreldra um nám
og uppeldi nemenda. Foreldrar
eru bakhjarlar barna og skóla,“
segir í ályktun. — BÞ
Ekki við Evrópu-
umræðu að sakast
Flokksformeun hafna
því að áhugi þeirra á
Evrópusamhandinu sé
orsök minnkandi fylg
is flokkanna í skoð-
anakönnunum.
Það vakti athygli í skoðanakönn-
un DV um fylgi flokkanna, sem
birt var í gær, að þeir flokkar sem
hafa verið hlyntastir því að skoða
hugsanlega aðild Islands að Evr-
ópusambandinu, Framsóknar-
flokkurinn og Samfylkingin, töp-
uðu fýlgi. Hinir Uokkarnir sem
hafna inngöngu Islands í ES eða
segja hana ekki á dagskrá vinna á.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins og Össur
Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingarinnar voru spurðir hvort
þeir teldu umræðuna um Evr-
ópusambandið orsök fylgistaps
flokkanna í skoðanakönnuninni?
Ekki Evrópuumræðan
„Nei, ég held að þessi niðurstaða
Halldór Ás- Össur Skarp-
grímsson. hédinsson.
sé engin vísbending um það. Eg
held að þessi könnun sé ekki
nægilega marktæk vegna þess að
nær helmingur aðspurðra svar-
aði ekki. Við höfum reynslu að
því að það fólk sem svarar ekki í
þessum skoðanakönnunum DV
sé fólk sem styður okkur í kosn-
ingum. Við tökum mun meira
mark á skoðanakönnunum
Gallups. Þess vegna held ég að
þetta sé engin vísbending um af-
stöðuna til Evrópusambands-
ins,“ sagði Halldór Ásgrfmsson.
Hann sagði ummæli sín þess
efnis að hann teldi eðlilegt að út-
lendingar fái að fjárfesta í ís-
lenskum sjávarútvegi heldur ekki
ástæðu niðurstöðunnar í skoð-
anakönnuninni. Hann benti á að
Islendingar væru farnir að fjár-
festa erlendis í stórurn stíl og
leggja þar í sparnað um 180
milljarða og það kæmi ekki nægi-
Iega mikið af erlendu fjármagni
inn í landið á móti því.
„Við erum komin á opinn fjár-
málamarkað hvort sem okkur
líkar betur eða verr,“ sagði Hall-
dór.
Lítil uniræða
Össur Skarphéðinsson, formað-
ur Samfylkingarinnar tók undir
með Halldóri að því leyti að það
væri ekki Evrópuumræðan sem
hér ætti hlut að máli.
„Hún er enda komin svo stutt
á veg og er svo óþroskuð hjá
stjórnmnálaflokkunum að það er
nær óhugsandi að hún geti átl
hér hlut að máli. Það væri þá
heldur sú staðreynd að tæp 50%
aðspurðra kusu að svara ekki
sem gæti ef til vill skýrt útkom-
una,“ sagði Össur Skarphéðins-
son. - S.DÓR
Uppsagnir hjá SÍF
Nokkrum hópi starfsmanna SÍF
hefur verið sagt upp í kjölfar
skipulagsbreytinga innan fyrir-
tækisins. Friðrík Pálsson, stjórn-
arformaður SÍF, segir að ekki sé
uin margra einstakiinga að ræða.
Það sé t.d. verulega orðum auldð
að verið sé að segja upp fimm
framkvæmdastjórum, enda væri
þá enginn stjórnandi eftír.
Töluverður tilfærslur eiga sér
stað nú að starfsfólki í hagræð-
ingarskyni og í kjölfar þess var
íjórum eða fimm starfsmönnum
sagt upp. Ekki náðíst í Róbert
Agnarsson, framkvæmdastjóra
SIF-lsland, vegna þessa máls.
- GG
lalldor svaraði gagnrýni
’yrsta verk alþingis eftir að pað hefur |^ggj
erið sett er að kjósa sér forseta. Hall-
ór Blöndal var í gær endurkjörinn for-
eti alþingis. Hann hlaut 52 atkvæði, 6
usu ekki og fjórir voru fjarverandi. Þá
ar Guðmundur Árni Stefánsson, Guð-
án Guðmundsson, Isólfur Gylfi
’álmason og Árni Steinar Jóhannsson
osnir varaforsetar eins og í fyrra.
Halldór Blöndal hélt ræðu eftir að
lann var kjörinn forseti. Hún fjallaði
ingöngu um alþingi fyrr og nú og
töðu þess í samfélagi samtímans.
lann svaraði þeirri gagnrýni sem fram
oma á alþingi og störf þess hjá forseta
slands Ólafi Ragnari Grímssyni í inn-
etningarræðu hans I. júlí í surnar.
/-/o//WAr D/rinr/o/
Oftrá á hálcarlalýsid?
Sú útbreidda trú meðal margra þjóða að hákarlar geti ekki fengið
krabbamein hefur verið notuð til að auglýsa hákarlalýsi sem vörn gegn
krabbameini. En rannsóknir amerísks vísindamanns við Georgs
Wasington University hafa nú Ieitt í ljós að brjóskfiskar, þar á meðal há-
karlar og skötur, geta fengið minnst 40 tegundir krabbameina. Enda
trúir vísindamaðurinn, J.C. Harshbarger, því ckki að neysla hákarls og
skötu minnki líkur á því að menn fái krabbamein og „segir að það sé
álílta gáfulegt og að borða kanínukjöt til að geta hlaupið". Sem vænta
mátti hafa niðurstöður rannsókna Harshbargers kallað á hörð viðbrögð
þeirra sem trúa því að hákarlsneysla rninnki líkur á krabbameini í
mönnum, scgir í Ægi, tímariti um sjávarútveg. — mi i
Eggiit kærð hjá Bónus
12 egg eru orðin kæruefni til Samkeppnisstofnunar. Heildsölubakaríið
hefur kært Bónus fyrir meint brot á samkeppnislögum með því að selja
12 egg á 129 krónur og halda því frarn í auglýsingum að allar vörur
Bónuss séu á lægsta verði. Heildsölubakaríið selur 12 egg á kr. 79 en
framkvæmdastjóri Bónuss segir verslunina miða verðlagningu sína við
aðrar matvöruverslanir en eldd bakarí, söluturna eða byggingavöruvcrsl-
anir sem hafi matvæli á hoðstólum.