Dagur


Dagur - 03.10.2000, Qupperneq 4

Dagur - 03.10.2000, Qupperneq 4
4- ÞRIÐJUDAGU R 3. OKTÓBER 2000 FRÉTTIR Lögregla barin og Imidrud í starfi Talsverdur vidbúnaður var hjá lögreglu vegna heimsóknarinnar. Lögreglu var tilkynnt um mótmælastöðu við Austurvöll sem fór friðsamlega fram. Annasöm helgi að haki í Reykjavík. Banaslys, of- heldi og eldsvoðar. Helgin var annasöm hjá iögreglunni í Reykjavík. I dagbók kemur f’ram að alls sinnti lögreglan 470 verkefnum. Banaslys varð í Ártúnsbrekku þegar ekið var á gangandi vegfaranda og alls voru 54 árekstrar tilkynntir til lögreglu. Höfð voru afskipti af 37 ökumönnum vegna hraðaksturs og 7 kærðir vegna gruns um ölvun við akstur. Ráðist var að lögreglumönnum er þeir komu til að sinna heimilisofbeldis- máli í Árbænum á föstudagskvöldið. Karlmaður sló lögreglumann í höfuðið með vínflösku svo sauma varð nokkur spor. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þrír karlmenn voru handtcknir er þeir hindruðu störf lögreglu í Breið- holti skömmu eftir miðnætti á sunnu- dag. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna karlmanns sem þar hafði gengið berserksgang. Kona var flutt á slysa- deild vegna áverka sem hún hlaut vegna átaka við mann í Hafnarstræti aðfaranótt sunnudags. Eldur á veitingastað Eldur kom upp á veitingastað í Mos- fellsbæ síðdegis á föstudag. Talsverðar skemmdir urðu á staðnum og einnig í nærliggjandi verslun. Tilkynnt var um eid í íhúð við Miklubraut á föstudags- kvöldið. Húsráðandi hafði brugðið sér af bæ meðan lærið var í ofninum og pottur á eldavélinni. Talsverður reykur var í íbúðinni sem slökkviliðið reykræsti.EIdur kom upp í Vættarborg- um aðfaranótt sunnudags. Fjölmennt lið slökkviliðs og lögreglu var sent á staðinn. Stúlka var flutt á slysadeild vegna reykeitrunar og einnig ná- grannafjölskylda. ÚtivistaiTeglur hrotnar Lögreglan kannaði útivistarmálefni ungmenna þessa helgi og voru gerðar athugasemdir í nokkrum tilvikum. Að FRÉTTAVIÐTALID þessu sinni var ástandið sérstaklega skoðað á Seltjarnarnesi og í Vestur- bænum. Þá fór lögreglan ásamt starfs- mönnum barnaverndaryfirvalda á nokkra veitingastaði til að kanna með aldur gesta. Fjórum gestum undir aldri var vísar af stöðunum þetta kvöld en eigendum veitingastaða ber að tryggja að ekki séu brotin ákvæði áfengislaga um aldursheimild gesta. Þá voru höfð afskipti af tveimur ölv- uðum ungmennum 13 og 14 ára sem voru í miðbænum um kl 02 aðfaranótt sunnudags. Ekki þarf að taka fram að þar hafa uppalendur ekki fylgt laga- reglum né hefðbundnum gildum um uppeldi barna. Sófasett á túni Nokkrir dagdrykkjumenn virðast hafa verið orðnir þreyttir á hörðum bekkj- um við Austurvöll. Þeir tóku sig til og voru komnir með sófasett þar á túnið um helgina og nutu drykkja sinna. Ekki sátu þeir þó lengi í mjúkum sóf- anum því hann var fjarlægður af lög- reglu og mönnunum vísað frá og gerð grein fyrir að hörðu bekkirnir yrðu að nægja þeim við þessa iðu þeirra. Karlmaður kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu að morgni laugardags vegna leitar sinnar af unnustu sinni sem lögreglan hafði haft afskipti af. Hann brást illa við þegar uppgötvaðist að stúlkan var á hrott. Til átaka kom milli hans og lögreglu og reyndist nauðsynlegt fyrir Iögreglu að handtaka manninn. Ætluð fíkniefni fundust við leit á manninum sem kannski skýrir hegðun hans að hluta til skv. dagbók lögreglu. Friðsæl mótmæli Um helgina stóð yfir opinber heim- sókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Talsverður viðbúnaður var hjá Iögreglu vegna heimsóknarinnar. Lögreglu var tilkynnt um mótmælastöðu við Austur- völl sem fór friðsamlega fram. - BÞ Greinilegt er að niöur- stöður úr DV könniniim á fylgi stjómmálaflokk- aima hefur komið fram- sóknarmönnum nokkuð á óvart. í pottinum var í gær verið að ræða um viðbrögð Evrópuandstæðinganna í flokknum, en þeir hafa heldur betur látið í sér lieyra og segja íylgislrrmúð bemtengt Evrópuútspilinu hjá flokknum. En aðrir í flokknum hafa bragðist við af vantrú á niðurstöðu köimunariimar. Á Maddömunm, vefsíðu ungra framsóknarmanna segja menn einfaldlega aö ekkert sé að marka könnunina því um helmingur spurðra hafi verið óákveðinn. Segja SUFarar að í HÍ sé keimt að svona htil svörun sé ígildi þess að könnunin sé ómarktæk - og í pottinum segja menn að þetta séu hin dæmigerðu viðbrögð í flokknum... Ríkisútvarpiö er stöðugt á dagskrá heita pottsins og þá ekki síst fræg- ur leiðari Moggans á sunnudag fyrir rúmri viku þar sem Markús Öm var skammaður fyrir að vilja ríkisrekna afjireyingu. Ýmsir hafa orðið til að skrifa um leiðarami, m.a. Jón Ásgeir Sigurðsson dagskrárgerðarmað- ur og starfsmannafélagsmaður á RÚV sem er al- veg hissa á illsku blaðsins út í RÚV. í pottinuin er nú altalað að hugmyndin að umræddum leið- arastubb liafl ekki fæðst á ritstjómarskrifstofu Morgunblaðsins heldur uppi í menntamálaráðu- neyti hjá Bimi Bjamasyni sjálfum!! Og emi um ríkisútvarpið. Þaðan hefur nú verið að fara vant fjöl miðlafólk og meðal þeirra sem horfnir em frá stofnuninni era menn eins ogÆvar Öm Jósepsson, sem lengi var á Rás 2. Ævar mun nú hættur a útvarpinu og komhm tii Vísis.is þar sem liann er í fréttaliarkinu... V Ævar Örn Jósepsson. Markús Örn Antonsson. Bílstjórar hóta aðgerðum Unnur Sverrisdóttir jfamkvæmdastjóri Landssambands vörubijteiðastjóra Mælirínn fullur. 13% hækk- un á díselolíu. Safna liði og móta kröfur. Langlundargé landans rannsóknarefni. - Hvernig koma þessar eldsneytishækk- anir við félagsmenn? „Þetta er bara skelfilegt og það Ioga allar símalínur hingað á skrifstofuna. Það er eins og þessi síðasta hækkun hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Þetta er húið að vera hægt og stígandi með stöðugum hækkun- um. Við höfum hins vegar setið dálítið á bremsunni gagnvart okkar mönnum. Það er m.a. vegna þess að þungaskatturinn er inn- heimtur sér hér á Iandi. Þannig að ég hef verið að benda mönnum á að þetta horfi dá- lítið öðruvísi við hér en í nágrannalöndum okkar þar sem hægt er að krefjast lækkunar á sköttum. Eg verð þó að játa það að þegar ég heyrði um þessa síðustu hækkun þá skip- ti ég hreinlega um skoðun. Eg held að það verði að fara að skoða þessi vinnubrögð hjá olíufélögunum í verðlagningunni þvf þetta er ekki eðlilegt. Ef t.d. eitt olíufélög mundi taka sig til og hækkaði verðið ekki nema 2-3 krónum minna en hin þá mundi það fá alveg rífandi viðskipti út á það. Það er hins vegar eins og þau þori það ekki. Það er eins og það sé eitthvert heiðursmannasamkomulag þeir- ra í milli sem engum dettur í hug að brjóta.“ - Eru nienn famir að íhuga einhverjar aðgerðir? „Já. Við ætlum að reyna að fá sem flesta með í þær. Þá þarf einnig að vera eitthvað vit í kröfunum. Það |~>ýöir ekkert að gera eins og menn gerðu í fyrra þegar nokkrir tóku sig saman og lokuðu Keflavíkurvegin- um.“ - Til hvaða aðgerða geta menn gripið? „Því erum að velta fyrir okkur. Það er t.d. spurning hvort við eigum að gera sömu kröfur og nágrannaþjóðir okkar hafa gert. Það er að það verði gripið tímabundið innf verðlagningu með lækkun skatta á meðan þessi ósköp eru að ganga yfir. Við áttum okkur hins vegar alveg á því að við stjórnum ekki samtökum olíuframleiðsluríkja. Það verður hins vegar að vera eitthvað kjöt á beinunum ef menn ætla að fara fram með einhverjar kröl’ur." - Hvað er þetta mikil hækkun og hvern- ig koma þær við rekstur hílanna? „Þetta er 13% hækkun á díselolíu. Þá ætl- um við að taka saman hvað þessar hækkan- ir eru miklar frá áramótum, enda erum við að vinna á fullu í þessu. Það sem mér finnst einna alvarlegast í þessu er að félagsmenn eru margir að vinna verk samkvæmt útboð- um. Þar erum við að tala um verksamninga til eins og tveggja ára. Svo eru menn allt í einu l’arnir að horga alveg stórkostlega með þér í þessum verkum." - Hefurðu einliverja skýringu d því af- hverju landinn hefur sýnt svona mikið langlundargeð gagnvart þessum eldsneyt- ishækkunum miðað við margar nágranna- þjóðir i' Evrópu? „Ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að þetta er aðskilið eins og t.d. það að verð á díelsolíunni snýr að atvinnubílstjór- um. Þá virðist FIB vera f þcirri stöðu sem ég held að sé dálítið einkennandi fyrir þjóðina að ntenn fá ekki hinn almcnna borgara í einhver læti. Það er þá kannski helst núna eftir þessar síðustu hækkanir.“ - Hefurðu einhverja skýringu á þessu háttalagi landans? „Nei. Þetta er eitthvað rannsóknarefni fyrir Kára Stcfánsson. Eg vil t.d. líkja þessu saman við Jrað að fólki þykir alveg sjálfsagt að horga fimm sinnum meira íyrir íslenska tómata þegar þeir koma fyrst á markaðinn. Eða þá að horga jafnmikið fyrir græna papriku og fyrir nautasteik. Þetta er sama ruglið. Það mundi hins vegar enginn gera í nágrannalöndunum." - GRH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.