Dagur - 03.10.2000, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBF.R 2000 - 9
Úr leik Stjörnunnar og ÍBV um helgina.
Jafnt á toppnum
Eftir leiki aimarrar
umferðar árvalsdeildar
kveirna í haudknatt-
leik, sem fram fóru um
helgina, eru Haukar,
Stjaman og Fram jöfn í
toppsætum deildariun-
ar með fullt hús stiga.
Svo er að sjá, eftir fyrstu leiki úr-
valsdeildar kvenna í handknattleik
að baráttan á toppnum gæti orðið
nokkuð hörð og spennandi í vetur.
Haukarnir eru þó sterkastir á
pappírunum og líklegt að Víkingur,
Stjarnan og Grótta/KR muni helst
velgja þeim undir uggum, auk þess
sem FH, Fram og IBV gætu eitt-
hvað blandað sér í baráttuna.
Onnur lið virðast ekki hafa styrk á
við áðurnefnd lið og má búast við
að erfiður vetur bíði ungra og efni-
legra liða Vals, KA/Þórs og IR.
Valsarar hafa orðið fyrir mikilli
blóðtöku og misst svo að segja all-
an kjarna liðsins frá því í vor, eins
og reyndar FH-ingar og íslands-
meistarar IBV, sem hafa misst sjö
leikmenn úr meistaraliðinu. I stað-
inn hefur Eyjaliðið fengið til sín
þær Ingibjörgu Yr Jóhannsdóttur
úr 1R, írisi Sigurðardóttur og Eddu
Garðarsdóttur úr Aftureldingu og
Asrúnu Osk Guðgeirsdóttur mark-
mann frá Selfossi, auk Marinu Ba-
kulinu frá Ukraínu, sem á að baki
60 landsleiki. Eyjaliðið sýndi það
gegn Stjörnunni að það er til alls
líklegt, en eflaust mun taka tíma
að slípa liðið saman.
FH-ingar hafa einnig misst stór-
an hóp og má þar nefna landsliðs-
konurnar Þórdísi Brynjólfsdóttur
og Drífu Skúladóttur, sem héldu
til Noregs og Hrafnhildi Skúla-
dóttur sem er ófrísk. Einnig er
Guðrún Hólmþórsdóttir farin til
Víkings, þannig að liðið hefur
misst mikið. Það virðist þó að ein-
hverju leyti hafa tekist að fylla í
skörðin miðað við fyrstu leikina og
að sjá að þær sem hafa tekið við
geti staðið sig í deildinni. Judit
Esztergal er liðinu mikill styrkur
og virðist engu hafa gleymt eftir
nokkurt hlé vegna meiðsla.
Framliðið með Marinu Zouevu í
broddi fylkingar stillir upp svipuðu
liði og í fyrra og gæti komist nokk-
uð Iangt á seiglunni með þær Hug-
rúnu, Marínu, Díönu og Katrínu
sem helstu burðarása. Það virðist
þó há liðinu hve breiddin er lítil og
þá sérstaklega í sóknarleiknum,
þar sem Zoueva er allt í öllu. Góð
innkoma Signýjar í síðasta leik gef-
ur þó góð fyrirheit og víst að liðið á
eftir að reyta inn nokkur stigin í
Safamýrinni.
Urslit úr leik IBV og IR sem
fram fór í Eyjum í gærkvöldi höfðu
ekki borist þegar blaðið fór í prent-
un og skipta engu um stöðuna á
toppnum, þar sem bæði Iiðin voru
án stiga fyrir Ieikinn. Næsta um-
ferð hefst annað kvöld og eftir
hana ættu línur að skýrast enn
frekar um stöðuna.
Næstu leikir:
Miðvikud. 4. okt.
KI. 20.30 Fram - Haukar
KJ. 20.00 ÍBV - FH
Laugcird. 7. okt.
KI. 16.30 Grótta/KR - ÍR
Kl. 14.00 Valur - Stjarnan
Kl. 16.30 Víkingur - KA
Stelpumar tryggðu sætið í A-hópnuui
íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í efsta styrkleika-
hópi UEFA, þegar það vann 8-0 stórsigur á því rúmenska í seinni leik
þjóðanna á Laugardalsvelli á laugardaginn. Fyrri leikurinn sem fram fór
í Rúmeníu, endaði með 2-2 jafntefli, þannig að íslenka liðið vann sam-
tals 10-2 og heldur þar með sæti sínu á A-hópi.
Islenska liðið byijaði Ieikinn af miklum krafti, en fann þó ekki leiðina
í markið fyrr en á 23. mínútu, þegar Asthildur Helgadóttir skoraði eftir
hornspyrnu Margrétar Olafsdóttur. Sjö mínútum síðar skoraði Rakel Ög-
mundsdóttir annað mark íslenka liðsins, eftir góðan undirhúning Olgu
Færseth, en Rakel átti heldur betur eftir að koma við sögu í leiknum og
voru mörkin hcnnar orðin fjögur þegar flautað var til leiksloka.
Fleiru urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, en eftir að Katrín Jónsdóttir
hafði brotið ísinn, þegar 12 mínútur voru Iiðnar af seinni hálfleik, fylgdu
þrjú í kjölfarið á sex mínútna kafla. Það fyrsta gerði Rakel Ögmundsdótt-
ir á 64. rnínútu, eftir sendingu frá Margréti og síðan Guðlaug Jónsdóttir
það næsta með þrumuskoti eftir sendingu frá Rakel. Tveimur mínútum
síðar fylgdi svo þriðja mark Rakelar og staðan orðin 6-0. Þar með var allt
púður úr rúmenska liðinu og aðeins spurning hve sigurinn yrði stór.
Rakel bætti síðan við sínu Ijórða marki á 79. mínútu eftir sendingu frá
Guðlaugu og þremur mínútum fyrir leikslok kom það áttunda, sem Erla
Hendriksdóttir gerði eftir sendingu frá Asgerði lngibergsdóttur.
Tvöfaldur sigur Baudaríkjamauna
Eins og flestir bjuggust við, unnu Bandaríkjamenn tvöfaldan sigur í
körfuknattleikskeppni ólympíuleikanna í Sydney. Karlaliðið, sem nú
vann sitt tólfta ólympíugull, þurfti að hafa þó nokkuð fyrir sigrinum að
þessu sinni og var alls ekki það yfirburðalið sem það til dæmis var á síð-
ustu tveimur Ieikum. Það vann aðeins tveggja stiga sigur gegn Litháum,
85-83, í undanúrslitum og síðan tíu stiga sigur gegn Fröklvum, sem er sá
minnsti, sem liðið hefur unnið í úrslitaleik. Þar að auki vann liðið þijá
aðra leiki á leiðinni í úrslitin, með minna en fimmtán stiga mun, sem er
mun lakara en til dæmis á síðustu tveimur leikum, þegar liðin vann alla
sína Ieiki með meira en 22ja stiga mun og mest með fjörtíu stiga mun.
I úrslitaleiknum gegn Frökkum missti liðið dampinn í seinni hálfleik,
gegn firnasterkri vörn Frakkanna og þegar um Ijórar mínútur voru til
leiksloka tókst Frakkanum Stephane Risacher að minnka muninn í Ijög-
ur stig, 76-72, með tveimur þriggja stiga körfum í röð. Það er þó ekki
hægt að segja að sigurinn hafi verið í hættu, því Bandraríkjamennimir
hreinlega skiptu í fluggír og skoruðu níu af tólf síðustu stigum leiksins.
Frakkar unnu Ástrali 76-52 í undanúrslitum og komust þar með alla
leið í úrslitaleikinn í fyrsta skipti síðan 1948, en þá máttu þeir þola tólf
stiga tap, 106-94, gegn Bandaríkjamönnum.
Fjórða ólympíugulL Edwards
1 úrslitum kvenna unnu bandarfsku stúlkurnar 22ja stiga sigur, 76-54, á
þeim áströlsku eftir að hafa náð þrettán stiga forskoti í hálfleik, 43-30.
Áströlsku stúlkunum, sem unnu bronsið í Atlanta fyrir fjórum árum,
tókst að minnka muninn í sjö stig snemma í seinni hálfleik, en þá tók
bandaríska liðið öll völd á vellinum og valtaði yfir það ástralska. Hinn 36
ára gamla Teresa Edwards, fyrirliði bandaríska liðsins, vann þarna sitt
fjórða ólympíugull á ferlinum, en hún var nú á sínum fimmtu leikum -
vann gull í Los Angeles, Seoul og Atlanta og brons í Barcelona. Hin
nítján ára gamla Lauren Jackson var langbest í átralska Iiðinu, skoraði
alls 20 stig, tók 13 fráköst og varði 3 skot.
Ástralska liðið komst í úrslitaleikinn eftir tólf stiga sigur, 64-52, á því
brasilfska, þar sem þær Lauren Jackson og Sandy Brondello skoruðu
sextán stig hvor lyrir Ástrali, en brasilíska liðið vann silfrið í Atlanta árið
1996. I hinum undanúrslitaleiknum vann bandaríska liðið þrettán stiga
sigur á Asíumeisturum Suður-Kóreu eftir að hafa leitt með aðeins tveim-
ur stigum í hálfleiki, 42-40.
Rakel og Hlymir leikmemi ársins
Knattspymumeim
héldu um helgiua áx-
legt lokahóf sitt, þar
sem valdir voru hestu
og efnilegustu leik-
menn nýliðins leik-
tímahils.
Þau Rakel Ögmundsdóttir,
Breiðabliki og Hlynur Stefánsson,
IBV, voru valin bestu leikmenn
úrvalsdeilda karla og kvenna á ár-
legu lokahófi knattspyrnumanna
sem haldið var á Broadway á laug-
ardagskvöldið. Það voru leikmenn
og þjálfarar liðanna í cfstu deild-
um sem þátt tóku í valinu og voru
einnig valdir efnilegustu leik-
mennirnir, sem að þessu sinni
voru þau María B. Ágústdóttir,
markvörður Stjörnunnar og Helgi
V. Daníelsson, leikmaður Fylkis.
Rakel Ogmundsdóttir.
Besti dómarinn var valinn KR-
ingurinn Kristinn Jakobsson og
prúðustu leikmennirnir þau
Bjarni Þorsteinsson og Guðrún
Gunnarsdóttir, bæði úr KR.
Háttsemisverðlaun KSl fyrir
prúðastan leik liða voru einnig af-
Hlynur Stefánsson.
hent á lokahófinu og hlutu
kvennalið Breiðbliks og karlalið
Fylkis verðlaunin.
Gullskórinn var að venju veittur
og hlaut hann Andri Sigþórsson
úr KR, sem varð markahæstur í
Landssímadeildinni ásamt Guð-
mundi Steinarssyni úr Keflavík,
en þar sem Andri lék færri leiki,
hlaut hann gullskóinn en Guð-
mundur silfurskóinn. Þriðji
markahæsti leikmaður deildar-
innar varð Fylkismaðurinn Gylfi
Einarsson.
Að lokum var tilkynnt um val
íþróttafréttamanna á liðum ársins
í karla- og kvennaflokki, þar sem
Ijórir leikmenn frá Islandsmeist-
urum KR voru valdir í karlaliðið
og jafnmargir frá silfurliði Fylkis.
í úrvalsliði kvenna eiga KR-ingar
einnig fjóra leikmenn og lslands-
meistarar Breiðabliks jafnmarga,
en Stjarnan tvo og IBV einn.
Crvarlslið karla:
Markvörður: Kritján Finnboga-
son (KR)
Varnarmenn: Sigurður Örn
Jónsson (KR), Þórhallur Dan Jó-
hannsson (Fylki), Hlynur Stef-
ánsson (IBV) og Bjarni Þorsteins-
son (KR).
Miðvallarleikmenn: Sverrir
Sverrisson (Fylki), Gylfi Einars-
son (Fylki), Ólafur Örn Bjarnason
(Grindavík) og Helgi Valur Daní-
elsson (Fylki).
Framherjar: Veigar Páll Gunn-
arsson (Stjörnunni) og Andri Sig-
þórsson (KR).
Úrvalslið kvenna:
Markvöróur: María B. Ágústs-
dóttir, Stjörnunni.
Vamarmenn: Guðrún Gunnars-
dóttir (KR), Iris Sæmundsdóttir
(ÍBV), Helga Ósk Hannesdóttir
(Breiðabliki) og Auður Skúladótt-
ir, (Stjörnunni).
Miðvallarleikmenn: Guðlaug
Jónsdóttir (KR), Margrét Ólafs-
dóttir (Breiðabliki), Ásthildur
Helgadóttir (KR) og Ema B. Sig-
urðardóttir (Breiðabliki).
Framherjar: Rakel Ögmunds-
dóttir (Breiðabliki) og Olga Fær-
seth (KR).