Dagur


Dagur - 03.10.2000, Qupperneq 19

Dagur - 03.10.2000, Qupperneq 19
Akureyri-Norðurland : ;■ ■: ", ■ ".■'■■;. ■ .■ ;. ■ ■■ ■ ■ " . . ■..■■ ■■■""".,.■,■;■.■ .' ■..;, , .. •■■ .■.. .-. ..■■;.■.;; ;;; :' ''..■. ;-■,■■■ ';■. : ;. . , ;■■ ÞRIDJVDAGUR 3. OKTÓBER 2000 - 19 Visthótel flýr kjiikl ingaeldi á D amk „Þetta snýst um ímynd Dalvikur. Það er ekki hægt að setja sláturhús niður við hliðina á verslunarmiðstöð, bakaríi og veitingastað og í nágrenni við brottfarar- stað hvalaskoðunar þar sem fjöldi útlendinga kemur, “ segir Sigurbjörg Árna- dóttir sem er að leita að nýjum stað fyrir visthótel. Myndin er frá Dalvík. Ingileif Ástvaldsdóttir, forseti bæjarstjómar Dalvíkurbyggðar, segir að ákvörðun Sigur- bjargar Ámadóttur hafi komið sér vem- lega á óvart og húu hafi ekki verið með nein skilyrði um það hvaða starfsemi mætti vera og hvað ekki þeg- ar Dalvíkurbyggð sam- þykkti að gerast hlut- hafi í fyrirtækiuu. Hlutafélagið Bjálkinn. sem hugð- ist byggja vistvænt hótel í Dalvík- urbvggð sem bera átti heitið Pól- stjarnan, hefur Iagt þau áform á hiliuna. Sigurbjörg Arnadóttir segir ástæðuna þá að veitt hafi verið leyfi íyrir rekstri kjúklinga- bús skammt frá Ióðinni þar sem stóð til að reisa hótelið. Kjúklinga- búið verður að hluta til að Ytra- Holti, en kjúklingasláturhús á halnarsvæðinu þar sem um tíma var rekin rækjuverksmiðja. Hótel- ið átti hins vegar að rísa sunnan og ofan Böggvisbrautar, efst í bænum. Kuni verulega á óvart Ingileif Astvaldsdóttir, forseti bæj- arstjórnar Dalvíkurbyggðar, segir að ákvörðun Sigurbjargar Arna- dóttur hafi komið sér verulega á óvart og hún hafi ekki verið með nein skilyrði um það hvaða starf- semi mætti vera og hvað ekki þeg- ar Dalvíkurbyggð samþykkti að gerast hluthafi í fvrirtækinu. Kjúklingabúið sé matvælaiðnaður á sama hátt og fiskvinnslufyrir- tækin sem starfi í byggðarlaginu. „Kjúklingabúið er sett upp ná- kvæmlega samkvæmt þeim hcil- brigðisstöðlum sent eru í dag. Við bæjarfulltrúar, eins og aðrir bæj- arbúar, erum að hcyra af hennar áformum í útvarpi og blöðum, en en okkur hefur enn ekki borist er- indi um að hún ætli að endur- skoða áform sín. Þegar þannl. ágúst sl. lá sú ákvörðun fyrir að kjúklingahúið verði staðsett í Dal- víkurbyggð og því kemur mér á óvart að sú gagnrýni sem rfs upp nú sé að koma fram tveimur mán- uðum seinna,“ segir Ingileif. Komið aftan að liæjaryfírvöldiun Sá meirihluti bæjarstjórnar Dal- víkurbyggðar sent Sigurbjörg Arnadóttir gagnrvnir mest segir Ingileif jafnframt vera þann meiri- hluta sem hefur stutt hana í þessu verkefni sem nú sé sagt í hættu. „Við höfum gert þetta í góðri trú, en ekki séð yfirlýsta stefnu, held- ur aðeins orðið „umhverfisvæn- asta“. Með þessum yfirlýsingum nú tel ég komið aftan að okkur og það er ekkert í Staðardagskrá-21 sem segir það að hér megi ekki vera matvælaiðnaður samkvæmt ítrustu heilbrigðisstöðlum. Fyrir mér er þetta upphlaup stormur í vatnsglasi, því sá hópur sem nú rís upp er sami hópur og segir að fólki hafi ekki verið gefnar neinar upplýsingar. Sama tólk er samt með yfirlýsingar um hversu hættulegt þetta sé," segir Ingileif Astvaldsdóttir. Piikur? Sigurbjörg Árnadóttir segir það rangt að bún hafi vitað um ákvörðun bæjaryfirvalda í tvo mánuði, bún hafi engar tilkynn- ingar fengið þar að lútandi og það hafi aldrei hvarlað að henni að þessum vinnubrögðum yrði beitt. „Ef bæjarfélagið er að taka þátt í Staðardagskrá-21 af heilum hug og taka þátt í uppbyggingu um- hverfisvænstu ferðamiðstöðvar í Evrópu þá á ekki samtímis að vera að pukrast með mál, eins og stað- setning kjúklingabúsins er. Það er ekki framleiðslan sem ég er að agnúast út í heldur staðsetningin. Með því að staðsetja búið á þrem- ur stöðum sleppa þeir við lög- formlegt umhverfismat og ég hélt að þau vinnubrögð að bæjarhúar fengju ekki að tjá sig heyrðu til grárrar forneskju.“ Hóteli fimdinn aiiiiar staður? - En var bj'gging hótelsins ekki bara orðid vonlaust dæmi og þii að leita lítgöngu sem lwm þama u-pp í hendumar á þér? „Þetta er alls enginn útganga í málinu, og raunar ekki svaravert. Þetta snýst um ímynd Dalvíkur. Það er ekki hægt að setja slátur- hús niður við hliðina á verslunar- miðstöð, bakaríi og veitingastað og í nágrenni við brottfararstað hvalaskoðunar þar sem Ijöldi út- lendinga kcmur. Eg er hins vegar alls ekki að hætta við byggingu hótelsins, en staðsetning á Dalvík kemur ekki til greina ef áform bæjarstjórnar stendur óhögguð. Ég er að skoða ýmsa staði, einnig erlendis, en þó ekki í Finnlandi, enda þori ég ekki að orða þessa hugdettu Dalvíkinga við þá Finna sem taka þátt í verkefninu," segir Sigurbjörg Arnadóttir. GG •■ -- ■................-■- ’r.T...', „v ** i>. ...•—-jsps'V:,;.' ; 1 m £ & t & já& I 1 itl] Stefnt er að því að Ijúka við allt tréverk neðan Sigurhæða á Akureyri i haust, en um 2. áfanga verksins er að ræða. Næsta sumar verður svo lokið við að ganga frá köntum og lýsingu. Kostnaðaráætlun nam um 15 milljónum króna og að sögn Tryggva Marínóssonar hjá umhverfisdeild Akureyrar, eru allar líkur á að sú heildaráætlun standist. mynd brink Kristján Þór Júliusson bæjarstjóri og Jón Ellert Lárusson, fram- kvæmdastjóri Nett, takast i hendur að lokinni undirskrift samnings Nett og Akureyrarbæjar. Scmur við Nett Akureyrarbær hefur samið við Nett ehf. um rekstur netkerfis bæjarins, fjarskiptatenginga stofnanna bæjarins, internets- þjónustu og um notendaþjón- ustu við starfsmenn bæjarins. Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs á vegum Ríkiskaupa og tilboð bárust frá öllum stærstu tölvufyrirtækjum á Akureyri auk lslandssíma hf. og Alits hf. í Reykjavik. Samningurinn, sem er sá stærsti sem Nett hefur gert til þessa, felur í sér að Nett mun annast margvíslega þjónustu við starfsmenn og stofnanir bæjar- ins. Sem dæmi má nefna rekst- ur og hýsingu á netþjónum, tengingu á öllum grunnskólum við internetið hjá Nett með 2 mb. gagnalínum og tengingu á öllum leikskólum og ýmsum stofnunum sem hingað til hafa ekki verið með fastlinutengingu, alls 23 að tölu. Þessu til viðbót- ar hefur Akureyrarbær falið Nett að annast notendaþjónustu við starfsmenn bæjarins, sem var ekki innan útboðsins. Skilorö fyrir líkamsárás 21 árs gömul kona hefur hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd í 4ra mánaða fang- elsi skilorðsbundið eftir Iíkams- árás. Hún kastaði glasi í andlit annarrar konu á skemmtistaðn- uni Club 13 aðfararnótt 7. apríl sl. með þeirn afleiðingum að fórnarlambið hlaut skurð á vin- stri vanga. Ekki var farið fram á skaðabætur. Við meðferð málsins fyrir dómi viðurkenndi ákærða ský- laust sakargiftir í ákæruskjali og er játning hennar í samræmi við rannsóknargögn lögreglu. Ligg- ur þannig fyrir í málinu að ákærða átti í orðahnippingum við árásarþolann á nefndum skemmtistað og að tilefni þeirra hnippinga hafi verið stimpingar er félagar þeirra höfðu átt í skömmu áður. Lauk nefndum orðahnippingum stúlknanna með þvi að ákærða kastaði glasi í andlit árásarþolans. Sam- kvæml frumskýrslu lögreglu voru nefndir aðilar allir töluvert ölvaðir og var ákærða handtekin og færð á lögreglustöð en árás- arþoli á slysadeild FSA til að- hlynningar. Samkvæmt áverka- vottorði var stúlkan með skurð á vinstri vanga um 1,5 cm á lengd og var gert að sárum hennar en hún síðan útskrifuð. BÞ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.