Dagur - 03.10.2000, Síða 20

Dagur - 03.10.2000, Síða 20
20 - ÞRIDJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 i-Norðurland Jóti er ekki hér“ „Tóti er ekki hér!“ Sagði imgur maður sem þóttist eiga far- síma jafnaldra síns. Dæmdur í 45 daga faugelsi fyrir brotið. 21 árs gamall karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðs- bundið fangelsi eftir að hafa haldið ranglega fram að hann ætti Nokia-síma. Maðurinn hef- ur margoft komið áður við sögu lögreglu. Málavextir eru þeir að mánu- daginn 15'. maí s.l. kom við- skiptavinur í verslunina Strax við Byggðaveg með GSM síma, sem hann hafði fundið fyrir utan verslunina og spurðist fyrir um hvort einhver væri eigandi hans. A vettvangi gaf sig fram karlkyns viðskiptavinur er lýsti sig eiganda símtækisins. Nokkrum dögum síðar hafði jafnaldri ákærða símasamband við starfsmenn verslunarinnar og spurðist fyrir um GSM síma af gerðinni Nokia 5110, sem hann kvaðst hafa glatað þar fyrir utan. Vegna þessa var lögreglu gert viðvart og þ.á.m. um að starfs- menn verslunarinnar hefðu þekkt ákærða fyrir þann aðila sem tekið hefði við símtækinu þann 15. maí s.I. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu fóru lög- reglumenn á heimili ákærða, 21. maí s.l., en hann kannaðist þá ekki við aðild sína að málinu. Við skýrslutöku á lögreglustöð þann 24. maí sl. vísaði ákærði til þess að hann hefði verið ölv- aður þann 15. maí s.l. og gæti af þeim sökurn ekki tjáð sig um gjörðir sínar vegna minnisleysis. Þcss má geta að síminn hring- di skömmu eftir að dæmdi hafði lagt á hann ólögmætt eignar- hald. Samkvæmt afgreiðslu- stúlku í Strax svaraði dæmdi: „Tóti er ekki hér, Tóti er í fríi.“ I staðfestri yfirheyrsluskýrslu skýrði ákærði nánar svo frá: „Kærði segist ekki muna eftir því að hafa sagst eiga farsíma sem fannst í versluninni Strax þann 15.05. 2000. Hann segist ekki muna eftir því að hafa tek- ið við símanum né hvort eða hvernig hann ráðstafaði honum ef hann hefur tekið við honum. Hann segist hafa leitað símans í vistarverum sínum en ekki fundið hann. Hann segist hafa sett sig í samband við starfsfólk verslunarinnar Strax og fengið símanúmer hjá þeim sem til- kynnti hvarf símans. Hann seg- ist hafa sett sig í samband við þann mann og samið um að greiða honum andvirði símans." Símanum var síðar skilað. Olafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn. BÞ Tekist á viö flóðið á sínum tíma. 2 milljóiiir í flóðaDætur Hákon Stefánsson, bæjarlög- maður á Akureyri, segir að bær- inn hafi ákveðið að bæta íbúum á Oddeyrinni tjón sem varð í miklu votviðri í sumar. Mannleg mistök eru hugsanlega talin hafa átt þátt í að vatn og skólp flæddi um götur og kjallara með ömurlegum afleiðingum. Hákon segir að þótt ákveðinn vafi leiki á bótaskyldu hafi bærinn ákveð- ið að verjast ekki í málinu. „Bærinn telur að staðan í mál- inu sé frekar erfið þótt í reynd hafi ekki verið tekið á því hvort sökin sé okkar. Við höfum þar af leiðandi ákveðið að koma á móts við fólk og bæta því tjónið," seg- ir bæjarlögmaður. Skaði bæjar- ins er 2 milljónir króna vegna málsins. Bærinn tryggir hjá Sjó- vá-Almennum. BI> Sametnaðar veitur verða Norðurorka Samkvæmt frumdrögum að Ijár- hagsáætlun fyrir sameinað veitu- fyrirtæki á Akureyri er gert ráð fyr- ir rétt rúmlega 6 milljón króna hagnaði af þessu nýja fyrirtæki á næsta ári, árinti 2001. Heildar- velta fv'rirta'kisins er áætluð rúm- lega 1,1 milljarður króna en að rekstrargjöldin verðí rétt rúmur milljarður. Þegar hefur verið ákveðiö nafn á nýja lyrirtækið en það var valið úr potti með um 50 tillögum sem borist höfðu. Niður- staðan var nafnið „Norðurorka11 og er höfundur nafnsins Hlynur Kristjánsson, og mun veitustjórn veita honum sérstaka viðurkenn- ingu íyrir nafnið. SKODANIR BRYNJÓLFS Verður vmdurinn verðlagður? Þessi spurning vaknar þegar heyrðist frá Auðlindanefnd. Ekki var hann tilgreindur sér- staklega en ýmsir aðrir þættir í andrúmsloftinu eru þarna til- greindir. Ef vindmyllur yrðu settar upp til þess að framleiða rafmagn er mjög Ifklegt að gjalds yrði krafist fyrir þær til að jafnræðis yrði gætt. Þá gæti líka þurft að taka auðlindagjald af seglskútum til að gæta sama jafnræðis. Ekki er gott að segja hvar þessi jafnræðisvitleysa endar! Einari Ben þættu þetta athyglisverðir viðskiptahættir ef hann væri á meðal okkar. Nýr starfsdagur á kikskólimuni Skólanefnd Akureyrar hefur samþykkt að bætt verði við ein- um starfsdegi á leikskólum bæj- arins skólaárið 2000-2001. Þennan starfsdag á að nýta til námskeiðahalds fyrir alla starfs- menn leikskólanna og er búið að fastsetja starfsdaginn á dag- inn fyrir skírdag. I samþykkt skólanefndar kemur fram að á þessum degi sé yfirleitt mikið um fjarvistir barna á leikskólum og frí sé í öðrum skólum. Rask fyrir foreldra vegna starfsdags- ins ætti því að vera í minna lagi. Niðurstaða þessi byggist á reynslunni af tilraun sem gerð var í leikskólum þann 19. apríl síðast liðinn en þá var haldinn sérstakur námskeiðadagur. Eftir að hafa skoðað greinargerðir um hvernig þessi dagur hafi nýst leikskólunum í starfi og að Náttúrugripasafn í rannsóknarhús HA Námskeiðadagur, er nýr starfsdagur á leikskólum sem verður daginn fyrir skirdag í ár, en þá fellur hefðbundið leikskólastarf niður á meðan starfs- fólkið menntar sig. fenginni ósk leikskólastjóra um viðburði samþykkti skólanefnd- að svona dagur yrði að árlegum in að verða við því erindi. Náttúrugripasafnið á Akureyri stendur almenningi ekki til boða að skoða um þessar mundir þar sem það er niðurpakkað í köss- um og bíður þess að því finnist framtíðarstaður í ásættanlegum sýningarsal. Kristinn Albertsson, forstöðu- maður Akureyrarseturs Náttúru- fræðistofnunar Islands, sem hef- ur umsjón með Náttúrugripa- safninu, segir að vonir standi til þess að Náttúrufræðistofnun Is- lands verði f framtíðinni í nýju rannsóknarhúsi Háskólans á Ák- ureyri og þar verði það nemend- um Háskólans sem og almenn- ingi til sýnis í aðgengilegum sýn- ingarsal. „Umhverfisráðuneytið hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvort Náttúrufræðistofnun verði staðsett í rannsóknarhúsinu. Það er talað um að húsið rísi nokkuð hratt því um alútboð á smíði þess verði og að inn í það verði flutt eigi síðar en 1. maí 2002,“ segir Kristinn Albertsson. Þórður Olafsson í umhverfis- ráðuneytinu, segir málið á al- gjöru frumstigi en vonandi verði verkið boðið út eftir áramót, þ.e. bæði bygging og eignarhald. Það komi ekki í ljós íýrr en eftir opn- un tilboða hvaða stofnanir fari inn í húsið, og um mun fleiri stofnanir sé að ræða en bara Náttúrufræðistofnun Islands, t.d. séu rannsóknarstofnanir staðsettir víða um Akureyrarbæ sem eðlilegt væri að sameina undir einu þald. Því komi mun fleiri ráðuneyti að þessu en að- eins umhverfisráðuneytið. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.