Dagur - 03.10.2000, Síða 21

Dagur - 03.10.2000, Síða 21
X^wr ÞRIDJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 - 21 Akureyri-Norðurland EinstaMlngsframtaMó íUðiKAvannHK Það hafa sennilega flestir sem lögðu leið sína í KA-heimilið sl. föstudagskvöld komið til að horfa á KA innbyrða fremur auðveldan sigur gegn HK í Nissan-deild karla í ljósi frammistöðu liðanna i æfingarmótum í haust. En því fór fjarri. HK náði fljótlega for- ystu í Ieiknum og leiddi með eins marks mun í hálfleik, 1 1-10, ekki síst vegna góðrar frammistöðu Sverris Björnssonar, fyrrum KA- manns, og Jaliesky Garcia, Kúbu- manns sem er kominn til HK. Það hafa þá sennilega margir minnst orða þjálfara KA, Atla Hilmarsson- ar, fyrir mótið þegar hann sagði að sá árangur teldi alls ekki neitt þeg- ar í sjálft Jslandsmótið væri komiö. KA-Iiðið tók kipp í byrjun seinni hálfleiks, Jónatan Magnússon kom KA í 12-11, en HK missti KA-liðið ekkert frá sér, ekki síst vegna þess að markmenn HK voru að verja rnjög vel, cn markverðir KA, þeir Flóki Ólafsson og Hans Heimisson, nánast ekkert. Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni ef markvarslan ætlar að vera mjög misjöfn, rétt eins og jó-jó frá leik til leiks. HK komst í 16-14 en Heimir Örn, bestur Ieikmanna KA, jafn- aði 17-17 og Halldór Sigfússon átti tækifæri að koma KA yfir í vítakasti en Arnar Freyr í marki HK varði vítiö og einnig skot af línunni frá Halldóri eftir að hann náði frákastinu. Guðjón Valur kom KA yfir 18-17 með víti en HKjafnaði strax. Þegar 9 mínút- ur voru eftir hafði KA náð for- ystu, 22-19 og sigurinn virtist f höfn, en sofandaháttur í vörninni hafði næstum því klúðrað því. Jafnt var 23-23, en línumaðurinn Andreas Stelmokas skoraði sigur- markið á síðustu mínútu leiksins og undir lokin var boltinn dæmd- ur af HK, mjög sérkennilcgur dómur þeirra Ingvars Guðjóns- sonar og Jónasar Elíassonar, scm voru nánast utangátta allan leik- inn án þess þó að það bitnaði fremur á öðru liðinu. Sigur KA í afspyrnulélegum leik er ekki hægt að telja sanngjarnan, en hefði ekki komið til einstaklings- framtak þeirra Heimis Arnarson- ar og Guðjóns Vals Sigurðssonar, sem báðir gerðu 7 mörk, væri KA liðið án stiga. Með KA lék nýr leikmaður í hægra horninu, Litháinn Giedri- us Gserniavskas, en lítið kom út úr hans lcik, hvort sem því er að kenna að hann eigi eftir að kynnst öðrum leikmönnum KA og Ieikkerfum, eða einhver ferða- þreyta hafi setið í honum, skal ósagt látiö, Kannski er hann ein- faldlega ekki betri. Erfitt er að dæma um það eftir einn leik, og ósanngjarnt. Hann fær tækifæri í kvöld til að sanna sig gegn fyrr- um félögum í ÍBV, er KA leikur frestaðan Ieik í Vestmannaeyjum. Síðan leikur KA gegn Breiðabliki í Smáranum 7.október og heima- leik gegn Fram 13. október. GG Sigurbjörg Hjart- ardóttir best í liði KA/Þórs Björgvin Björgvinsson, ÍFR, keppti i rennuflokki á íslandsmótinu i Boccia og vard í 2. sæti. mynd: gg SauðkræMngar með tvo íslandsmeistara í Boccia Islandsmótið í Boccia fyrir árið 2000 var haldið í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Um ein- staklingskeppni var að ræða og voru keppendur um 200 talsins frá 13 félögum vfðs vegar af landinu. Mótið var í umsjón Iþróttafélagsins Akurs og Lions- klúhhsins Hængs á Akureyri í samvinnu við Iþróttasamband fatjaða. I 1. deild sigraði Aðalsteinn Friðjónsson, Akri á Akureyri; í 2. deild Helga Marín Kristjáns- dóttir, Nesi á Suðurnesjum; í 3. deild Iris Eva Gunnarsdóttir, Snerpu á Siglufirði; í 4. deild Ragnhildur Ólafsdóttir, ÍFR í Reykjavík; í 5. deild Ragnar Olafsson, Nesi; í 6. deild Rökkvi Sigurlaugsson, Grósku á Sauðárkróki, í rennuflokki Að- alheiður Bára Steinsdóttir, Grósku og f opnum flokki Þor- gerður M. Kristjánsdóttir, Akri. GG Lið KA/Þórs í úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna tapaði fyrir Fram í KA-heimilinu sl. laugardag 25-17 og var mikið batamerki á leik liðsins frá leiknum við Hauka í 1. umferð. Sigurbjörg Hjartardóttir mark- vörður var best leikmanna KA/Þórs, varði 16 skot, þó svo Hugrún Þorsteinsdóttir í marM Fram stæði sig betur með 21 skot varið. Sigurbjörg kemur til liðs við KA/Þór frá Húsavík, en hún er ein fjögurra nýrra leik- manna liðsins sem kemur frá Húsavík. Það var fyrst og fremst reynsla Framara sem skóp sigur þeirra en meðalaldur þess liðs er Asdís Sigurðardóttir var stærstan hluta leiksins klippt út þar sem hún spilaði í horninu og fékk því ekki boltann. Hún var þó markahæst leikmanna KA/Þórs nteð 7 mörk, þar af 2 úr vítum en Marina Zoueva var markahæst Framara með 9 mörk. Asdís Sigurðardóttir er langskeinuhættasta vopn KA/Þórs í dag en liðið á von á liðsstyrk frá rússneska liðinu Lada Taliatti, sem var í 4. sæti í deildarkeppninni þar í landi á síðustu leiktíð. Von er á tveim- ur leikmönnum þaðan, örv- hentri og rétthentri skyttu sem eru 1,85 og 1,86 metrar að hæð, en pappírar vegna at- vinnuleyfis eru að koma en síð- an þarf verkalýðsfélagið að skri- fa undir þá. Þá fyrst er hægt að senda út flugmiðana. Vonir standa til að þær rússnesku verði með gegn íslandsmeistur- um IBV á Akureyri 14. október, en næsti Ieikur KA/Þórs“ér gegn Víkingi í Reykjavík næsta Iaug- ardag, 7. október. Með rúss- nesku stúlkunum kemur maður með alla pappíra, og eru þær hér til reynslu í vikutíma, áður en endanleg ákvörðun um ráðn- ingu þeirra er tekin. Þannig ætti að vera hægt að komast hjá því að kaupa köttinn f sekkn- um. GG Þórsarar byija körfubolta- vertíðina af kraftí Tindastóll mætti ofjörlum sí mi in í Grindavik Byrjun úrvalsdeildarliðs Þórs á Akureyri á körfuboltavertíðinni lofar góðu, liðið hefur unnið tvo fyrstu leiMna, fyrst Skallgrím frá Borgarnesi stórt í Iþróttahöllinni á Akureyri og síðan Isfirðinga á heimavelli þeirra á Isafirði um helgina. Sigurganga Þórsara heldur því áfram, en þeir luku deildarkeppninni á síðasta vori ineð fimm sigrum í röð. Staðan í hálfleik var 35-33 fyr- ir Isfirðinga en varnarleikurinn var í fyrirrúmi í fyrri hálfleik og þá sýndu Isfirðingar klærnar jafnframt því sem skotnýting Þórsara var léleg. Leikur heima- manna riðlaðist f síðari hálfleik, sérstaklega varnarleikurinn, Þórsarar gengu á Iagið, komust í 47-63 og 68-76 en Iokatölur urðu 80-73, sanngjarn sigur. Clifton Bush var stigahæstur Þórsara með I 7 stig, en bestir f liði Þórs voru Oðinn Asgeirsson, sem skoraði 16 stig, Hermann Hermannsson sem einnig gerði 16 stig og Magnús 1 lelgason sem skoraði 12 stig. Sveinn Blöndal var bestur heimamanna en stiga- hæstur var Dwayne Fontana mcð 25 stig. Agúst Guðmundsson, þjálfari Þórs, scgir að byrjun seinni hálfleiks l'-tfi gert útsíagið, þá skoruðu Þórsarar 17-3 á 5 mínútna leikkaíla og gerðu út um leiMnn þó svo einbeitingar- leysi undir lok leiksins hleypti Is- firðingum í 6 stiga mun. „Þetta hefur aldrei verið svona gott í byrjun móts, við erum á toppnum, með jafnmörg stig og Grindvíkingar en hagstæðari stigamun. Við leikum aftur við ísfirðinga í Eggjarbikarnum en þá leikum við á Isafirði á föstu- dag og á Akureyri á sunnudag. Næsti deildarleikur er gegn Haukum á Akureyri en þeir eru með mun sterkara lið en fyrstu andstæðingar okkar. Þá fyrst fer að reyna á okkur,“ segir Agúst Guðmundsson. Tmdastóll lá fyrir Grmdavik Tindastóll tapaði fyrir Grindavík suður með sjó 94-81 og komu þeir fullir sjálfstrausts til leiks eftir að hafa unnið Njarðvíkinga í fyrsta leik mótsins á SauðárkróM. Tindastóll komst í 33-20 en þá sMpti Grindavíkurliðið um ham, skoraði grimmt og fyrr en varði var staðan orðin 44-33 fyrir þá, og þeirri forystu slepptu þeir ekM. Grunnurinn að sigri þeirra var miMll hraði sem Tindastóll einfaldlega réði ekki við og gerði þau reginmistök að reyna að leika á sama tempói. Bestur í liði Stólanna var Shawn Myers og hann var einnig stigahæstur þeir- ra með 20 stig. Stigahæstur Grindvíkinga var Páll Vilbergs- son með 23 stig. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.