Dagur - 11.10.2000, Page 4

Dagur - 11.10.2000, Page 4
4- MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 FRÉTTIR Husavíluirhöíii fær hæsta framlagið Til sjóvama er áætlað að verja 73,8 miUjóniun króna samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu, mest til ísa- fjarðar, eða 23 milljónum króna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 2001 er gert ráð fyrir að fjárveiting til hafn- armannvirkja hækki um 744,8 milljón- ir króna milli ára. Samkvæmt þingsá- lyktun um hafnaáætlun fyrir árin 1999 til 2002 er gert ráð fyrir að að fjárveit- ingar til nýframkvæmda verði 783,3 milljónir króna á næsta ári og hækki um 370,9 milljónir króna milli ára. Einnig kemur 297 milljón króna frest- un framkvæmda frá yfirstandandi ári inn á nýjan leik. Aðrar breytingar má rekja til launa og verðlags, samtals 76,9 milljónir króna. Af 1.351,5 millj- ón króna útgjöldum ríkissjóðs vegna hafnamannvirkja á næsta ári eru 192,3 milljónir króna fjármagnaðar með sér- stöku vörugjaldi samkvæmt hafnalög- um. Húsvfkingar fá stærstan hluta kökunnar, eða 216,3 milljónir króna, FRÉTTA VIÐTALIÐ eða liðlega 27% alls fjármagns til ný- framkvæmda. Framlög til einstaka hafna eru eftirfarandi: (tölur í milijónum) Snæfellsbær 35,1 Grundarfjörður 79,3 Stykkishólmur 8,7 Vesturbyggð 1,4 Tálknafjörður 1,3 Bolungarvík 14,0 ísafjarðarbær 17,1 Súðavík 3,0 Drangsnes 4,3 Skagaströnd 1,4 Skagafjörður 37,1 Siglufjörður 47,5 Hafnasamlag Eyjafjarðar 18,3 Hafnasamlag Norðurlands 61,2 Húsavík 216,3 Kópasker 2,3 Raufarhöfn 3,1 Þórshöfn 52,8 Vopnafjörður 12,3 Borgarfjörður eystri 5,3 Seyðisljörður 36,1 Fjarðabyggð 86,2 Fáskrúðsfjörður 19,1 Djúpivogur 43,1 Hornafjörður 34,9 Vestmannaeyjabær 11 3,0 horlákshöfn 18,7 Grindavík 138,5 Sandgerði 87,1 Hafnasamlag Suðurnesja 9,4 Hafnarfjörður 9,0 Óskipt 60,6 Til sjóvarna er áætlað að verja 73,8 milljónum króna, mest til Isafjarðar, eða 23 milljónum króna, 10,2 milljón- um króna til Ölfuss, 8,8 milljónum króna til Blönduóss og 6 milljónum króna til Vesturbyggðar. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík segist ánægður með framlag- ið, en hins vegar hafi verið sótt um 356 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að vinna verkið á næsta ári og fram á árið 2002, en byggja á ný ytri mannvirki, svokallaðan Bökugarð sem er brim- varnargarður sem eykur kyrrð í höfn- inni og notagildi núverandi hafnar- mannvirkja en opnar um leið mögu- leikum á því að koma niður 12 metra viðlegukanti innan á Bökugarð fyrir stærri skip en til þessa hafa getað at- hafnað sig í Húsavíkurhöfn. Grjótnám- ið vegna garðsins er skylt að setja í mat í umhverfisáhrifum. - GG Það hefur vakið óskipta athygli í heita pottinum að Bjöm Bjamason hefur nú ráðið mann í stjóm- unarstöðu hjá Ríkisútvarp- inu sem ekki er flokksbundinn sjálfstæðismað- ur með margra ára starf fyrir flokkinn að haki. Tilkynnt hefur verið um ráðningu Guðmundar Gylfa Guðmundssonar hagfræðings sem fram- kvæmdastjóra fjármáladeildar Ríkisútvarpsins. Guðmundur hefur aldrei verið bendlaður við Sjálfstæðisflokkinn en hefur m.a. starfað hjá ASÍ og verið talinn hallur undir framsókn. Út- varpsmennimir í pottinum tala um timamót í ráðningarmálum stofnunarinnar. Nú sé búið að víkka hringinn í ráðningamálum vemlega og túlka sumir þetta sem svo að verið sé aö bjóða samstarfsflokknum í ríkisstjóm upp á sættir um útvarpið á meðan aðrir segja að engirm umsækj- enda hafi uppfyllt kröfuna um að vera góður „flokksmaður" og því hafi Guðmundur Gylfi verið næstbesti kosturinn... Ámi Matlúesen sjávarútvegsráð- herra lagði sem kunnugt er fram tillögur gegn brottkasti á afla í vikumii og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra. Sægarpamir í potthi- um heyra á útgeróar- og skip- stjómarmönnum að þeir liafa ekki mikla trú á því að þessar reglur muni halda, en hins vegar vilja þeir ekki tala um það upphátt. „Tilraun stráksins er alveg ágæt þó hún sé auð- vitað gjörsamlega gagnslaus,“ vora orð gamal- reynds skipstjóra sem pottverjum þótti nokkuð dæmigerð fyrir móralinn... Árni Mathiesen. í pottinum höfðu menn það til marks um ólíkar áherslur ráð- herranna í ríkisstjóminni að Bjöm Bjamason fór til Sydney á ólympíuleikana og hélt þar veisl- ur fyrir landa á svæðmu. Annar ráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir er Ingibjörg Pálmadótir. lúns vegar á leiðinni núna til Sydney á ólymlp- íuleika fatlaðra þar sem hún mun vera með ís- lensku keppendunum og væntanlega slá upp veislu fyrir þá líka... Jörmundur Ingi allsherjargoðL 114 nýirfélagarhafa stoáð sig í Ásatrúarfélagið á árinu sem er athyglisvert á 1000 ára afmæli kristnitöku í land- inu. Allsherjargoðiásatrúar- manna segirfjölguninaað hluta tilklúðri kirkjunnarað þakka. „Klúðri kirkiuimar að þakka“ - Það hefur dregið til tiðinda hjú ykkur ásatrúarmönnum á árinu? „Heldur betur. Það gengu 125 manns í fé- lagið fyrstu níu mánuði ársins og þar af sögðu 95 manns sig úr þjóðkirkjunni og gengu til liðs við okkur. Nettófjölgun er 114 og það er sögulegt, eða 30-40% aukning. Samkvæmt þessu er heildarfjöldi félaga um 500 því það eru alltaf um 10% félaga búsett- ir í útlöndum og koma því ekki fram í tölum Hagstofunnar, enda greiða þeir ekki sóknar- gjöld." - Hvaða skýringar eru á þessari þróun á þvt ári sem landsmenn munu e.t.v. eittk- um minnast fyrir 1000 ára afmæli kristnitökunnar? „Skýringarnar eru einkum tvær, held ég. Tvisvar sinnum áður hefur orðið mikil fjölg- un. 1 fyrra skiptið þegar Sveinbjörn Bein- teinsson, fyrrum allsherjargoði dó. Þá fjölg- aði mjög í féiaginu og það var einfaldlega vegna þess að þá var fólk minnt á félagið og lét gamlan draum rætast. I hitt skiptið varð mikið fjölgun út af öllum látunum í kring- um Ólaf Skúlason biskup en í ár kemur tvennt til. Annars vegar gerist það þegar kristni er búin að vera við Iýði í 1000 ár að menn vakna til meðvitundar og hafa sam- band við okkur gagngert vegna tímamót- anna. Að hinu leytinu verður þetta Iíka vegna óánægju fólks með framkvæmd hátíð- arhaldanna á Þingvöllum. Þarna fara sem sagt saman tfmamót, þar sem menn taka ákvarðanir og hins vegar þetta klúður kirkj- unnar varðandi kristnihátíðina." - Hvemig fer ásatrúin saman við lifssttl 21. aldarinnar? „Mjög vel. Eins og öll heíðin trúarbrögð er ásatrúin opin trúarbrögð sem einfaldlega aðlaga sig að fjöldanum eins og hann er á hverjum tíma. Við höldum oft að 21. öldin sé e.tthvað öðruvísi en aðrar aldir en mað- urinn er alltaf eins og trúarbrögðin snúast um manninn en ekki tækni. Þó að við séum pínulítið hallir undir fortíðina af ýmsum ástæðum er það ekki útgangspunkturinn í ásatrúnni. Tæknistigið skiptir ásatrúna ekki máli. Það er enginn mælikvarði á trúar- brögð þótt menn séu með farsíma.“ - Hvemig lýsirðu hjörðinni? Eru þetta ekki aðllega sérvitringar sent vilja vekja á sér athygli? „Ég gæti vel trúað að það hefði mátt segja það á einum tíma, t.d. þegar félagið var nýtt. I dag er staðan hins vegar þannig að það er engin leið að sjá einn hóp umfram annan í félaginu. Þetta er þverskurður af samfélag- inu og á það sérstaklega við hópinn sem gengur í félagið í ár. Ef þú hefði spurt mig í fyrra hefði ég sagt að helst væri þetta ungt fólk eða á aldrinum 16-25 ára sem væri að koma inn en í ár er það hins vegar á öllum aldri. Annað er eftirtektarvert. Aður voru það einkum einstaklingar sem gengu í félag- ið en núna eru það heilu fjölskyldurnar." Hvað með kynjaskiptingu? Eru ekki karlar t miklum meirihluta? „Jú, ennþá. Konur sækja þó meir inn en áður og eru að hækka hlutfallið. Sem stend- ur gæti ég trúað án ábyrgðar að konur væru um 15% en það hlutfall fer hækkandi sem fyrr segir. - BÞ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.