Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 21

Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGVR 10. OKTÓBE R 2000 - 21 Thypir. WOJI^fÍB^ÐIÐ Vopnaleitiii bar ekki árangur Áhugameim fóru í leit að í onmiii vopuum í Grísatuugufjöllum, en leitin bar ekki ár- angur. Þann 24. október 1965 var Dav- íð Gunnarsson í rjúpum í Grfsa- tungufjöllum um 12-13 km frá Húsavík og fann merkar forn- minjar í djúpu gili. Reyndust þetta vera þrír atgcirar og höfðu þessu mildu vopn varðveist óvenju vel, m.a. voru trésköftin heilleg. Vopn- in fundust framundan fönn sem er stöðugt í gilinu en hafði hopað óvenju mikið í hlýindum sumars- ins 1965. Allt frá þessum fundi hafa menn bundið vonir viö að fleira kynni að vera falið undir hjarninu í gilinu sem hugsanlega kæmi í ljós í leysingum. Haustið 1976 fór hópur Rotary-félaga á þessar slóð- ir til frekari leitar í gilinu en þá fór saman snjóléttur vetur og einmuna sumarblíða. I stórgrýttu gilinu fundu þeir nokkrar klæðis- pjötlur sem hugsanlega voru leif- ar af fatnaði en annað kom ekki í leitirnar þá. En menn hafa ekki gefist upp við vopnaleitina, ekki frekar en leitina að gullskipinu á sínum tíma. A dögunum fóru fimm áhugamenn á staðinn, bræðurnir Guðmúndur og Jóhannes Héð- inssynir, Rúnar sonur Jóhannes- ar, Hlynur Bragason og Sigurjón Jóhannesson. Þeir höfðu farið á þessar slóðir árið 1996 enn ekki fundið rétta staðinn. En nú höfðu þeir meðferðis ljósmyndir úr ferð Rotarymanna 1976 og tókst að staðsetja fundarstað vopnanna nákvæmlega. En þrátt fyrir ftarlega leit fundu fimmmenningarnir ekkert í þetta skipti enda hafði fönnin hopað minna en þeir höfðu von- ast til og hugsanlega hafa skriðu- föll fært eitthvað bitastætt í kaf. En leitinni er örugglega ekki lok- ið og enn munu menn í góðæri ganga til vopnaleitar á Grísa- tungufjöllum. JS Sumarhús við heitar Framhaldsskólakennarar á Norðurlandi fjölmenntu á þingið á Húsavík. Segja skólastarfi vera stefnt í voða tjamir Siguijón Benediktsson hefur lagt fram tillögur í framkvæmdanefnd Húsavíkur sem miða að því að uppfylla þörf fyrir lóðir undir sumarhús eða gistihýsi í landi Húsavíkur. Þessi mál hafa verið til umræðu lengi en aldrei náðst í þeim viðunandi Iending. Sigurjón leggur til að svæðið á Kaldbaksleiti kringum affallstjörn Orkuveitunnar ofan vegar og neðan vegar í kringum fyrirhug- aða tjörn þar verði skipulagt fyrir sumarhúsabyggð og lítil leigu- hýsi. Á svæðinu austan þjóðvegar leggur hann til að skipulagðar verði lóðir fyrir smáhýsi sem öll eru eins og leyfa fulla vetrardvöl. Ennfremur að hverfíð verði í eigu eða leigu eins rekstraraðila. A svæðinu vestan þjóðvegar leggur Siguijón til að skipulagðar verði lóðir undir sumarbús með möguleikum til trjáræktunar og skuli lóðunum vera dreift um- hverfís fyrirhugaða tjöm þar og gert ráð fyrir notkun báta á tjöm- inni. I greinargerð með tillögunni segir Siguijón m.a: „Þróun í gisti- möguleikum hefur ekki haldist í hendur við Ijölgun ferðamanna til Húsavíkur og hefur leitt til þess að ferðamenn hafa ekki gist á Húsavík. Svæðið sunnan Veitu- húss við heita affalsstjörnina er kjörið til þessara nota“. Engin afstaða var tekin til þess- arar hugmyndar á fundi fram- kvæmdanefhdar. jS Þing framhaldsskólakennara á Norðurlandi, var haldið á Húsa- vík, 6. október2000. Þessi þing eru haldin á hverju hausti og eru fyrst og fremst fagleg, að sögn Gunnars Baldurssonar, aðstoðar- skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík. Framhaldsskólakennarar gáfu sér þó tíma til að samþykkja eftir- farandi ályktun um kjaramál: „Niðurstöður Kjararannsóknar- nefndar sýna að framhaldsskóla- kennarar hafa dregist stórlega aft- ur úr öðrum hópum háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna í dag- vinnulaunum. Þennan launamun er hvorki hægt að skýra í Ijósi menntunar né bvrgðar í starfi. A sama tíma hafa kröfur um aukna og breytta vinnu verið gerðar til kennara en þess sér ekki stað í launum og vinnuumhverfi þeirra. I heilt ár hefur forysta kennara reynt að fá ríkisvaldið til við- ræðna um launaleiðréttingu og til að hefja undirbúning nýs kjarasamnings. Enginn árangur hefur orðið af þessari viðleitni vegna stefnu- og áhugaleysis rík- isins. Samningar framhaldsskólans renna út 31. október næstkom- andi. Þing framhaldsskólakenn- ara á Norðurlandi skorar því á ráðherra mennta- og ljármála að hefja strax raunverulegar samn- ingaviðræður við fulltrúa kenn- ara til lausnar deilunni, að öðr- um kosti er skólastarfi í fram- haldsskólum stefnt í voða innan skamms.“ Ekkert krókódílaeldi? I blaðinu í dag segir frá hugmyndum Sigurjóns Benediktssonar um bygg- ingu sumarhúsahverfis við heitar affallsstjarnir Orku- veitu Húsavíkur sunnan við bæinn. Aður höfðu komið fram hugmyndir um að nýta stærri tjörnina, neðan veg- ar, fyrir skrautfiska - og jafnvel krókódílaeldi. Og velta menn því nú fyrir sér hvort krókódílaeldi sé heppilegt inni í miðju sum- arbústaðahverfi og sjá fram á hugsanlegar deilur eins og nú eru í gangi á Dalvík um nálægðarvanda kjúklinga- bús og heilsuhótels. Menn óttast sem sé að krókódílarnir komi hugsan- lega til með að éta sumar- húsaeigendur, eða jafnvcl að engir vilji eignast sumar- húsin af ótta við að vera étnir af krókódílum. Rökin gegn þessu eru þau m.a. að kannski verður hægl að selja veiðileyfi á krókódíl- ana. Og einnig að krókódíl- arnir verða svo stríðaldir á úrgangi af sláturhúsinu og fiskverkunum bæjarins, að þeir hafi ekki Iyst á til- fallandi sumarhúsafólki. En þá vilja sumir halda því fram að sumarhúsafólk sé miklu gómsætara en slóg og vambir sláturdýra, þannig að krókódílarnir muni að- eins velja það besta sem kostur er á hverju sinni. Þarna er náttúrlega kom- ið upp fínasta mál til að ríf- ast um á Húsavík í skamm- deginu. Verða krókódílarnir að víkja? Eða sumarhúsa- eigendur? Er hugsanlegt að ímynda sér friðsamlega sambúð þessara tegunda á Kaldbaksleitinu, til dæmis með því að hafa þarna að- eins tannlausa krókódíla? Og í framhaldinu þarf þá að liggja fyrir hver sé lág- markstaxti tannlækna við deyfingu og tanndrátt úr krókódílum. Við vísum málinu til sveitarstjórnar götunnar. Fyrirsætu- klúbbur? Stuðmenn voru tilbúnir að gera hvað sem er nema koma naktir fram. En það stendur ekki í félögum í ný- stofnuðum myndlistar- klúbbi á Húsavík, sem að vísu ætla ekki beinlínis að koma naktir fram, en a.m.k. að sitja þannig fyrir, ef marka má 2. grein laga klúbbsins, en þar segir m.a.: „ Klúbbfélagar sitja fyrir á auglýstum námskeið- um sé fjöldi þátttakenda takmarkaður".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.