Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 17
Xfc^wt- MIDVIKUDAGUR 11. O K T Ó B F. R 2000 - 17 LAMDlWM RannsóknarstofQun á tunglinu Á öldinni sem er að Ijúka og á fyrri öldum má finna endalaus ummæli lærðra úrtölumanna. Eigi að síður á maðurinn eftir að fara til tunglsins og setja þar upp rannsóknarstofnun til þess að kanna heiminn betur. ■bækur Skáldin í Grafarvogi Brúin út í Við- ey - Skáldin í Grafarvogi er heiti á nýút- kominni bók sem í eru smásögur og ljóð eftir skáld sem eiga það sameiginlegt að búa í því hverfi Reykjavíkur sem kennt er við Grafarvog. Pau sem lögðu bókinni til efni eru Aðalsteinn Ingólfs- son, Ari Trausti Guðmunds- son, Einar Már Guðmunds- son, Gyrðir Elíasson, Hjört- ur Marteinsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Ragnar Ingi Aðalseinsson og Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Listakonur myndskreyttu. Stripaðar uppskriftir Ungkokkur- inn Jamie Oliver sem- ur rétti af innlifun og hefur skrif- að bók um það hugð- arefni sitt. Hann kallar hana Kokkur án klæða og hún er komin út hjá PP Forlagi. Heiti bókarinnar byggist á lögmáli sem Oliver heldur í heiðri: „Berstrípið upp- skriftina og fáið hana svo til að ganga upp“. Með þetta strípilögmál að leiðarljósi semur hann matreiðslubók með einföldum uppskriftum. Hann forðast lítt skiljanlegt tungutak lærðra matreiðslu- manna og flóknar matar- uppskriftir, en leitast við að ná sama árangri með ein- faldri eldamennsku. Upp- skriftum stráksins er ætlað að ná til þeirra sem halda að þeir geti ekki matreitt og ekki síður til hinna sem halda að góð eldamennska sé að hafa réttina flókna og erflða að allri gerð. Flestar kyn- slóðir fortíðar- innar voru haldnar þeirri ranghugmynd að þær hefðu náð eða væru á næsta leyti við að ná enda- marki fram- þróunarinnar, yrði ekki lengra haldið. A öldinni, sem nú er senn lokið, tuttugustu öfdinni, heyrðist þetta viðhorf næstum daglega að það endurspeglað- ist í orði eins og þróunarríki. Sú kynslóð sem fann upp þetta orð og notaði það á hverjum degi leit svo á að hennar þjóð og þær sem henni væru skyfdastar væru fullþróaðar og hefðu ekkert fleira að læra eða afreka. Hins vegar væru til margar þjóðir fjarlægar, ekki síst í Afríku, Asíu og Suð- ur-Ameríku, sem allar áttu langt í land með að standa þeim jafnfætis og voru þess vegna kallaðar þróunarríki einu nafni. Við getum verið viss um að synir okkar og dæt- ur verða ekki gömul þegar þau byrja að afsanna þessa kenningu hvað okkur snertir. En eftir langa ævi og mikil ný afrek gæti þessi sama kynslóð, sem þá er orðin gömul, farið að hailast að því að hún væri komin á tindinn og lengra yrði ekki haldið. Á hinn bóginn getur svo farið að hún verði vitrari en við og skilji að þró- un mannsins er raunar engin takmörk sett. Þetta yrðu mikl- ar framfarir. í fortíðinni kom aldrei fram nein tækninýjung sem lærðustu menn og sér- fræðingar lögðust ekki gegn og sögðu að væri óhugsandi. 7 Hinir lærðu menn og sérfræð- ingar sáu ævinlega öll vand- kvæði sem varð að yfirstíga en bjartsýnum mönnum með betra ímyndunarafl opnuðust ævinlega nýjar og óvæntar leiðir. Napóleon Bónaparte til dæmis sagði við Robert Fulton, þegar sá síðarnefndi reyndi að útskýra það að hann gæti tekið England með því að smíða vélknúin skip: ILættu að eyða tíma mínum með þessu rugli. Ætlast þú til að ég trúi þvx' að það sé hægt að sigla skipum gegn straumum og vindum með því einu að kveikja eld neðan þilja? Einn frægasti prófessor síns tíma, Díonysius Larder, hafði þetta að segja um gufuskip: Þið get- ið alveg eins fengið mig til að trúa því að maðurinn geti ein- hvern tímann spígsporað um á tunglinu eins og það að hœgt sé að komast yfir Atlantshafið á gufuskipi. Ríkisstjórinn í New York, Martin van Buren, skrifaði for- seta Bandaríkjanna 1829: Eins og yður er kunnugt, herra for- seti, þá eru járnbrautarvagnar dregnir á feikna hraða, allt að því fimmtán mílur á klukku- stund, af vélum sem setja bœði líf og limi farþeganna í hœttu. Almœttið hefur aldrei œtlast til þess að fólk ferðaðist á slíkum manndrápshraða. Stjörnu- fræðingurinn Scemon Newcomb skrifaði 1830: Að fljúga um loftið er eitt af því sem maðurinn verður aldrei fær um að gera. Á öldinni sem er að ljúka og á fyrri öldum má finna enda- laus ummæli lærðra manna af þessum toga. Eigi að síður á maðurinn eftir að fara til tunglsins og setja þar upp rannsóknarstofnun til þess að kanna heiminn betur. Það er engin ástæða til að ætla að hann muni láta staðar numið. . urúin ut i VIÐEY HORN HBM- SPEKINGSINS Frambj óðandi ánsjarma indaþnller; prógrammeruð vél í mannslíkama. Laus við allar syndsamlegar hvatir en hefur ekkert rými fyrir ímyndunarafl. Kannski ekkert verri uppskrift af forseta en ýmsar aðrar. Sennilega er bara betra fyrir öryggi heimsins að Bandarfkja- forseti sé ekki sífellt að fá hug- myndii-. En ef ég má segja skoðun mína sem kona þá finnst mér æskilegt að karl- menn sem eru mikið í sviðsljós- inu hafi vott af sex-appeal. endist betur til að hlusta á þá talandi trjábol þá var hann eins og ef svo er. sprottinn út úr vel heppnuðum vís- Og svo var Karl Th. Birgisson að Ríkissjónvarpið sýndi fyrir ekki ýkja löngu beint frá kappræð- um bandarísku foi-setafram- bjóðendanna. Ég entist í fjöru- tíu mínútna áhorf áður en ég dröslaðist vonsvikin í háttinn. Bush virtist ekki stíga í vitið og Gore var fullkomlega laus við demókratískan sjarma. Ég hafði svo sem ekki búist við neinu af Bush en hafði gert mér nokkrar vonir um Gore. En hann var svipbrigðalaus allan tímann og virtist merkilega sál- arlaus. Ef hann líktist ekki MENNINGAR VAKTIN Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar mest Maðux „Ég hafði svo sem ekki búist við neinu af Bush en hafði gert mér nokkrar vonir um Gore. En hann var svip- brigðalaus allan tímann og virtist merkilega sálarlaus." ræða um kosningaslag Nixons og Kennedys í skemmtilegum og fróðleg- um þætti sem var á dagskrá RUV um síðustu helgi. Eitthvað var hann að leitast við að rétta hlut Nixons og benti á að Kennedy hefði verið glaum- gosi og stuðst við óprúttnar aðferðir. Það tal allt hafði engin áhrif á mig enda hef óg þekkt nokkra sjarmerandi gutta sem hafa komist áfram í lífinu með því að leika eftir sérkennilegum leikreglum. En þeim fyrirgefst margt vegna sjarmans. Alveg eins og Kenn- edy. “Ö' *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.