Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 9
MIDVIKUDAGUR 11. OKTÚBER 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR L Úr síðasta teik FH-inga sem var gegn Gróttu/KR í Kaplakrika. I kvöld klukkan 20:15 mætast Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH í einni af tveimur árlegum innanbæjarorrustum liðanna í Nissandeikl karla í handknatt- leik og verður örugglega hart barist, í nýrri íþróttamiðstöð Hauka að Asvöllum. Þetta er fyrsti leikur liðanna á þessum nýja vígvelli og öruggt að Hauk- arnir ætla sér ekkert annað en sætan sigur til að skrá í fyrsta sögukafla þessarar glæsilcgu byggingar, sem tekin var í notk- un á haustdögum. Haukarnir sem unnu Islandsmeistaratitil- inn á síðustu leiktíð eftir 47 ára biðtíma, hafa byrjað leiktímabil- ið með miklum stæl og eru nú með fullt hús stiga í toppsætinu ásamt Frömurum, eftir örugga sigra á Breiðablik, Val og Stjörn- unni. En það telur lftið í ná- grannaslagnum við FFI-inga þar sem leikmenn beggja liða gleyma oft ráði og rænu í ótrúlegum spennuleikjum, þar sem allt er lagt í sölurnar. Miðað við framgöngu FH-inga í síðasta leik, þar sem þeir unnu átta marka sigur á Gróttu/KR, 29- 21, í Kaplakrika má ætla að þeir mæti í góðum gír á Ásvellina og hugsi sér gott til glóðarinnar. Annað var til dæmis ekki að heyra á Bergsveini Bergsveinssyni, sem eftir síðasta leik lýsti því yfir í við- tali að hann hlakkaði mjög til þessa leiks og svo mun einnig vera með aðra liðsmenn FH-inga, sem eiga Haukunum grátt að gjalda frá því á síðustu leiktíð, en þá unnu Haukarnir sinn heima- leik í íþróttahúsinu við Strand- götu með þriggja marka mun 23- 20 eftir að hafa gert 20-20 jafn- tefli við nágranna sína í Kaplakrika, þar sem FH-ingurinn Guðmundur Petersen jafnaði leikinn fyrir Hauka á lokasekúnd- unum með glæsilegu sjálfsmarki. Guðmundur fær því örugglega góðar móttökur hjá stuðnings- mönnum Hauka og hefur því heyrst hvíslað að hann verði sér- staklega heiðraður fyrir leikinn. Innbyrðis viðureignir þessara erkifjenda á handknattleiksvell- inum eiga sér Ianga sögu og í þeirri fyrstu sem fram fór fyrir luktum dyrum í íþróttahúsi Barnaskóla Hafnarfjarðar fyrir um það bil sextfu árum, varð að flauta leikinn af vegna slagsmála áður en Ieiktíminn var úti. Höfðu þá þegar verið gerðar til- raunir með að kæla menn niður í búningsklefum og síðan reynt að halda leiknum áfram, en án árangurs. Um stöðuna í leikn- um, þegar hann var flautaður af, hafa menn aldrei verið sammála og verða víst aldrei. GafLaraslagur íslandsmeistarar Hauka í handknatt- leik karla taka í kvöld á móti erkifjendum sínum og nágrönnum úr FH í nýjn íþrótta- húsi sínu ad ÁsvöU- um í fyrsta leik fjórdu umferðar NissandeHd- arinnar. MétíMtii 21-árs liöiö tapaði stórt Islenska 21-árs landsliðið í knattspyrnu tapaði í gær fyrir því norður- írska á Kapalkrikavelli í Hafnarfirði og urðu lokatölur leiksins 2-5. Ir- arnir komust í 0-5 áður en íslensku strákarnir náðu að svara fýrir sig og skoraði Garys Hamiltons fyrsta markið strax á 7. mínútu, en samt gegn gangi leiksins, því á upphafsmínútunum hafði íslenska liðið sótt að marki íranna og fengið ein þrjú mjög góð færi. Sean Friars skor- aði annað mark Iranna á 12. mínútu og kom það líkt og það fyrsta eftir fyrirgjöf af kantinum og klaufaskap í íslensku vörninni. Þar með var allur máttur úr íslcnska liðinu og bættu Irarnir við þriðja mark- inu fyrir leikhlé, en það geri Maurice Harkin á 32. mínútu. Á 62. mínútu skoraði Harkin svo sitt annað mark eftir að hafa unn- ið boltann af íslcnsku vörninni og það fimmta skoraði Grant McCann með góðu skoti úr vítateignum þegar um stundarljórðung- ur var til leiksloka. Aðeins lifnaði yfir íslensku strákunum eftir síðasta markið og tókst þeim Veigari Páli Gunnarssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni að minnka muninn á 83. og 90. mínútu. Fjórtán ára Þróttari til reynslu hjá Liverpool Hjálmar Þórarinsson, fjórtán ára gamall Þróttari, mun út október- mánuð verða til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. Hjálmar, sem ekki er ennþá kominn á unglingalandsliðsaldurinn þyk- ir mjög efnilegur og á vefsíðunni „Teamtalk" segir að hann hafi skor- að 50 mörk með unglingaliði Þróttar. Þar er einnig haft eftir einum unglingaþjálfara Liverpool að Hjálmar sé einn efnilegast framherji sem hann hafi nokkru sinni séð. Nítjáu HM-leikir í kvöld Auk landsleiks Islands og Norður-Irlands sem fram fer á Laugardals- velli í kvöld kl. 19:30 fara fram átján aðrir leikir í undankeppni HM- 2002. Þar ber hæst leik HoIIendinga gegn Portúgölum og einnig leik Finna gegn Englendingum í Helsinki, þar sem Englendingar hafa knattspyrnuheiður sinn að verja. HM-leikir kvöldsius Finnland - England Rússland - Lúxemborg Slóvenía - Sviss Irland - Eistland Holland - Portúgal Danmörk - Búlgaría Malta - Tékkland Slóvakía - Svíþjóð Azerbaijan - Tyrldand Moldavía - Makedónía Pólland - Wales Noregur - Ukraína Hv.-Rússland - Armenía Króatía - Skotland Israel - Bosnía Austurríki - Spánn Litháen - Ungverjaland Italía - Georgía Eyjastelpnabíðiir erfltt verkefni Þýska lidið Buxtehude ásamt lukkudýrinu sínu, sem er komið nokkuð langt frá heimkynnum sínum. Kvennalið ÍBV er komið áfram í aðra umferð Evrópukeppni félagsHða eftir að hafa slegið út húlgars- ka Hðið Pirin í tveim- nr leikjum sem háðir fóru fram í Vest- maunaeyjum um helg- ina. Eyjaliðsins híður erfitt verkefni í næstu umferð þar sem það mætir þýska Hðinu Buxtehude. Eyjastelpurnar gerðu það heldur betur gott um helgina, þegar þær tryggðu sér réttinn til að leika í annarri umferð Evrópukeppni félagsliða (EHF-bikarnum), eftir að hafa slegið út búlgarska Iiðið Pirin frá Blagoevgrad. Báðir Ieik- ir liðanna fóru fram í Vest- mannaeyjum og voru vægast sagt köflóttir, þar sem IBV vann þann fyrri með átta marka mun, 27- 19, en tapaði þeim seinni með fimm marka mun, 19-24. IBV vann því samanlagt, 46-43 og kemst áfram í aðra umferð keppninnar með þrjú mörk sam- anlagt í plús. Komust í 5-0 Eyjastelpurnar byrjuðu fyrri leik- inn, sem var heimaleikur búlgar- ska liðsins, með miklum látum og höfðu komist í 5-0 áður en gestunum tókst að svara fyrir sig. Til þess þurftu gestirnir átta sóknir, en eftir að hafa áttað sig á hlutunum náðu þær að minn- ka muninn í 10-8. Eyjastúlkur áttu síðan tvö síðustu mörkin á hálfleiknum og var staðan því 12-8 fyrir ÍBV í leikhléi. í seinni hálfleik jók Eyjaliðið forystuna jafnt og þétt og þegar upp var staðið var munurinn orðinn átta mörk og lokastaðan 27-19. Best- an leik IBV áttu þær Ingibjörg Yr Jóhannsdóttir og Amela Hagic sem báðar skoruðu 6 mörk og einnig stóð Vigdfs Sigurðardóttir vel fyrir sínu í markinu. Hjá Pir- in stóð markvörðurinn Parlova sig best og varði alls 16 skot. Allt gekk á afturfótimum Eyjaliðið virtist til alis Iíklegt í upp- hafi seinni leiksins á sunnudegin- um og hafði fljótlega náð 3-1 for- ystu. En þá kom slæmur Ieikkafli þar sem allt gekk á afturfótunum og á meðan gekk búlgarska liðið á lagið. Segja má að liðin hafi haft hlutverkaskipi frá því í fyrri leikn- um og nú gekk allt upp hjá gestun- um en ekkert hjá Eyjaliðinu. Enda voru búlgörsku stelpurnar fljótar að ná forystunni og á leikkafla um miðjan hálfleikinn klúðruðu Eyja- stelpumar átta sóknum í röð á meðan þær búlgörsku röðuðu inn mörkum og höfðu þær náð Ijög- urra marka forskoti í leikhléi, 10- 14. Þær skoruðu síðan fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleiknum og upp frá því var aðeins spuming hve sigurinn yrði stór. Á tímabili stefndi í að þær næðu að vinna upp muninn og var staðan orðin 12-20. Þá vaknaði Eyjaliðið loks- ins til lífsins og á lokamínútunum tókst þeim að minnka muninn í fimm mörk, sem dugði til að kom- ast áfram í aðra umferð keppninn- ar. Eins og í fyrri leiknum var Amela Hagic best og markahæst hjá IBV með 6 mörk og eins stóð Vigdís sig með ágætum. Landsliðkonur í öllum stöðum 1 annri umferð keppninnar mætir Eyjaliðið hinu geysiöfluga liði BSV-Buxtehude frá samnefndum bæ á bökkum Saxelfar (Elbe) í nágrenni Hamborgar. Þýska liðið varð í 4. sæti þýsku úrvalsdeildar- innar á síðasta leiktímabili og vann sér þar með réttinn til að leika í EHF-bikarnum. Liðið sat yfir í fyrstu umferðinni ásamt sterkustu liðunum í keppninni og kemur beint inn í aðra umferð- ina. Með liðinu spila einar fjórar þýskar landsliðskonur, auk þess sem flestir leikmenn þess eiga að baki leiki með unglingalandslið- um og B-landsliðum Þýskalands. Þrír erlendir leikmenn leika með liðinu og meðal þeirra er besti leikmaður þess, pólska landsliðs- konan Aleksandra Pawelska, sem á að baki 111 landsleiki fyrir Pól- land og hefur í þeim skorað 518 mörk. Hún er markhæsti leik- maður liðsins á yfirstandandi keppnistímabili, en eftir fimm umferðir er liðið með fullt hús stiga í toppsæti deildarinnar. Einnig spilar úkraínska unglinga- landsliðskonan Natascha Bodenchuk, sem á að baki 37 unglingalandsleiki, með liðinu og er hún þriðji mesti markaskorari liðsins. Þriðji erlendi leikmaður- inn er norska stúlkan Lena And- ersen, sem á að baki 12 landsleiki með A-liði Noregs, en hún hefur ekkert leikið með Iiðinu í upphafi tímabilsins. Af þýsku landsliðs- konunum er Melanie Schliecker þekktust, en hún á að baki 59 A- landsleiki og er nú næstmarka- hæsti leikmaður liðsins á yfir- standandi Ieiktímabili. BSV-Buxtehude hefur verið í fremstu röð kvennaboltans í Þýskalandi sfðan Iiðið vann sig fyrst upp í efstu deild árið 1989 og vann til dæmis þýska bikarinn árið 1990 og varð Evrópubikar- meistari árið 1994. Liðinu hefur gengið vel á yfirstandandi keppn- istímabili, leikið fimm leiki og unnið þá alla og er á mikilli upp- leið undir stjórn pólska þjálfarans Leszek Krowicki, sem áður þjálf- aði hjá þreföldum Þýsklands- meisturum Walle Bremen. Leikirnir í annari umferðinni fara fram á tímabilinu 6. til 14. janúar n.k.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.