Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 12
12- MIBVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 FRÉTTASKÝRING Forystiiskj álfti á GIJÐMUMHJK RUNAR HEIÐARS SON Ji d. Barátta verkafólks fyrir bætum kjörum mun væntanlega breytast nokkuö þegar það hefur sameinast í einum stórum samtökum - Starfsgrer, Starfsgreinasamband íslands stofnað. Þrjú landssambönd samein- uð. Forystuskjálfti. Miklar væntingar. Stefnt að því að lækka skatta. Það verður án efa mikið um að vera á Hótel Sögu á morgun og á föstudag þegar nýtt samband verður stofnað með sameiningu Verkamannasambands Islands, Þjónustusambandsins og Lands- sambands iðnverkafólks. I tillög- um að nafni hins nýja sambands er Iagt til að það verði látið beita Starfsgreinasamband Islands. Það verður fjölmennasta lands- samband innan ASÍ með hátt í 40 þúsund félagsmenn þar sem um 60% félagsmanna eru konur. Höfuðstöðvar sambandsins verða að Skipholti 50 í Reykjavík þar sem áður fyrr voru skrifstofur Iðju. Þótt hátt á þriðja hundrað manns eigi seturétt á stofnfund- inum er óvíst hve margir muni skila sér á fundinn. Eitt helsta mál fundarins verður að kjósa í framkvæmdastjórn, formann og varaformann. Það er kannski til marks um bjartsýni vinnuhópsins sem unnið hefur að því að koma sambandinu á fót að hann gefur lítið fyrir alla hjátrú, með því að láta stjórnarkjör fara fram föstu- daginn 13. n.k. Veltur á forustunni Þótt samcining þessara þriggja landssambanda sé búin að vera gamall draumur margra innan verkalýðshreyfingarinnar eru menn þó sammála um að fram- haldið velti mikið á því hvernig til tekst með kjör á forystu hins nýja sambands. Samkvæmt drögum að lögum sambandsins á formaður- inn að vera félagslega pólitískur og talsmaður þess. Þá á að ráða sérstakan framkvæmdastjóra sem á að stýra hinum daglega rekstri sambandsins. Ekki er útilokað að sú staða verði auglýst til umsókn- ar innan skamms ef ekki tekst að finna innanbúðarmann til starf- ans. Það mun því mæða mikið á 7 manna kjörstjórninni en Sigurður Bessason formaður Eflingar hef- ur fengið það hlutverk að stýra henni. Hingað til bafa nær allir forystumenn aðildarfélaga hins nýja sambands verið tilnefndir sem hugsanlegt formannsefni og viðbúið að margur maðurinn hyggi gott til glóðarinnar í þeim efnum. Það kæmi því ekkert á óvart þótt niðurstaðan í því máli muni ráðast í hálfmyrkvuöu og jafnvel reykmettuðu herbergi á Hótel Sögu þar sem brúnaþungir menn í kjörstjórn munu takast á um það hver sé vænlegastur til að stýra þessu nýja sambandi. í þeim efnum horfa menn mikið til þess að þar veljist einstaklingur sem sé boðberi nýrra tíma og sátta innan hreyfingarinnar en sé ekki litaður af fortíðinni sem hefur einkennst af miklum illindum og átökum manna á milli. I þeim efnum hef- ur borið hæst ágreiningurinn á milli landsbyggðar og höfuðborg- arsvæðisins vegna þeirrar ákvörð- unar Flóabandalagsins að semja sér í síðustu kjarasamningum svo ekki sé minnst á starfslokasamn- inginn sem gerður var við Björn Grétar Sveinsson sl. vor. Sá starfslokasamningur hafði það m.a. í för með sér að Sigurður Ingvarsson fyrrverandi forseti Al- þýðusambands Austurlands sagði af sér, auk þess sem Hervar Gunnarsson hefur setið undir mikilli gagnrýni frá félögum sín- um á Akranesi. Þá hef’ur verka- lýðsforustan einnig verið gagn- rýnd fyrir að hugsa aðeins um eigin völd og upphefð en minna um hagsmuni félagsmanna sinna. Jafnframt hefur borið á þeirri gagnrýni að með nýja samband- inu sé aðeins verið að búa til nýtt og fjárfrekt bákn í stað þess að huga betur að aðildarfélögunum. Ekki er þó búist við að þessar raddir verði háværar á stofnfund- inum. Fortlð og hefðtr að baki Karitas Pálsdóttir hjá Verkalýðs- félaginu Baldri á Isafirði og fyrr- verandi formaður fiskvinnslu- deildar VMSI hefur langa reynslu af starfinu innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Hún segir að með stofnun Starfsgreinasambandsins stefni menn að því að fara í nýjan farveg með starfsemina þar sem ekki verði haldið í gamlar hefðir. Hún segir að það skipti höfuð- máli til framtíðar að verkafólk verði samstíga um að velja sér forystumann sem sé breið sátt um og sem ekki eigi sér fortíð í gömlum málum. Hún segist þó gera sér grein fyrir því að það sé erfitt að fá einhvern einstakling til að takast á við jafn krcfjandi starf sem ekki hefur neina reynslu að baki. Það sé hins veg- ar lífspursmál fyrir verkalýðs- hreyfinguna að slíkur einstakling- Það kæmi því ekkert á óvart þótt niðurstað- an í formannsmálinu muni ráðast í hálf- myrkvuðu og jafnvel reykmettuðu herbergi á Hótel Sögu þar sem hrúnaþungir rnenn í kjörstjóm munu takast á um það hver sé vænlegastur til að stýra þessu nýja sam- handi. ur veljist til formennsku. I því sambandi bendir hún á að það sé til margt af hæfu fólki í hreyfing- unni sem hægt sé að leita til. Hún telur að núverandi forystu- menn séu ekki starfi sínu vaxnir ef þeir vilja ekki veita sinni þekk- ingu til einhvers nýs einstaklings. Það sé eitthvað að ef menn hafa vaxið frá því að vera forystumenn í hreyfingu Iaunafólks. Síðast en ekki síst telur hún að það verði engin breið samstaða um að velja einhvern af þeim forystumönnum sem nefndir hafa verið til sög- unnar í fjölmiðlum sem hugsan- Iegt formannsefni. Hún segir að ef ráðinn verður framkvæmda- stjóri til að stýra hinum daglega rekstri eins og stefnt sé að þá mundi væntanlegur formaður hafa tíma og tækifæri til að bygg- ja sig upp til að verða forystumað- ur þessa nýja afls. Hann þarf ein- nig að geta unnið með öðru fólki og verið maður sátta en um leið harður horn í taka. Flún segist hins vegar ekki geta nefnt nein nöfn sem koma til greina í því sambandi. Ahersla á heildina Hún segir að við val á formanni verði fýTst og síðast að hugsa um heildarhagsmuni hreyfingarinnar. Athygli vekur að hún telur að væntanlegur formaður verði að koma af höfuðborgarsvæðinu. Það sé mjög mikilvægt fyrir nýja landssambandið að sambýli þess við höfuðborgarsvæðið verði ávallt sem best. Það sé Iykilatrið- ið að það svæði verði sátt við for- ystumanninn og að hann sé í góð- um og miklum tengslum við það og einnig landsbyggðina. í því sambandi bendir hún á að það skipti höfuðmáli lyrir landsbyggð- ina að nýja sambandið verði kröftugt en ekki síst að um það verði eining. Hún segir að verka- fólk hafi ekkert með enn eitt sam- bandið að gera þar sem allt logar í illdeilum og óeiningu. Persónu- lega telur hún því að landsbyggð- in eigi ekki að setja formennsk- una f nýja sambandinu á oddinn. í þeim efnum verða menn hins vegar að horfa til þess að á höfuð- borgarsvæðinu sé mestur fjöldinn og þá um leið sterkasta aflið. Hún segir að verkafólk bindi miklar vonir við nýja sambandið og í því verði að finna það afl sem al- mennt verkafólk þarf á að halda í baráttu þess fyrir betri kjörum. Hún segir að það versta sem gæti hent verkafólk sé að sambandið mundi breytast í einhvern skrípa- leik vegna einleiks einhverra valdagráðugra punga. Fólk sé búið að fá nóg af slíkum hrá- skinnsleik í hreyfingunni. Stefnt að lægri sköttum Hið nýja Starfsgreinasamband mun skipast í fimm starfsgreina- svið samkvæmt þeim tillögum sem lagðar verða fý'rir stofnfund- inn. Hugsunin á bak við það er að allir hópar finni sér einhvers stað- ar stað í sambandinu öndvert við þá deildaskiptingu sem var hjá VMSÍ þar sem stórir hópar voru ekki í neinni deild. Þessi fimm svið eru matvælasvið, svið flutn- inga, bygginga og mannvirkja- gerðar, iðnaðarsvið, þjónustusvið og svið starfsmanna ríkis og sveit- arfélaga. Jafnframt er hugmyndin að hverju sviði verði stjórnað af fulltrúaráði. Þá er gert ráð fyrir að skattar aðildarfélaga til sam- bandsins verði lækl<.aðir úr 8,7% af tekjum félaganna í 7,6% og samhliða verði reynt að draga úr öllum kostnaði. Reiknað er með að þessir skattar geti gefið um 35 milljónir króna á ári til reksturs sambandsins. Ennfremur er hug- myndin að eftir stofnfundinn muni nýja stjórnin taka ákvörðun um það hvaða hlutverki skrifstofa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.