Dagur - 11.10.2000, Side 7

Dagur - 11.10.2000, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 - 7 Dogur- ÞJÓÐMÁL L. Á Ruglað með aldraða „Á nú að selja ofan af öldruðum þaklð tll viðbótar við þá forsmán sem ellilifeyririnn er! Þetta hneyksli er nú í uppsiglingu í miðri blaðagrein. Og skal játað að þetta er einmitt tillagan. Að aldraðir eignamenn losi um hluta ævisparnaðarins sem bundinn er I fasteign til að aukaráðstöf- unartekjur sínar. Hvað er rangt við að þessi „lífeyrissjóður“ sé notaður þegar hinn dugar ekki?“ „Aldraðir og öryrkjar" er lífseigur merkimiði í stjór- málaumræðunni sem ætti að taka úr umferð. Við erum alltaf að heyra eitt- hvað um kjör „aldraðra og öryrkja" eins og væru þeir ein efnahagsheild. Það er klára della. Jafnvel þótt báðir hópar eigi rétt til greiðslna frá Trygginga- stofnun eru þeir ekki jafn- ir fvrir guði og mönnum. „Aldraðir“ Mjög margir aldraðir Islendingar eru efn- að fólk. Flestir eru í sæmilegum álnum. Lítill hluti aldraðra á undir högg að sækja í efnalegu tilliti. Þessu er öfugt farið með öryrkja. Meðal þeirra má reikna með að stór hluti sé lítt efnum búinn og eigi veru- lega undir högg að sækja. Þessir tveir hóp- ar sem alltaf er verið að spyrða saman í kröfupólitík eru ólíkir. Krafan um almenna hækkun öllum til handa sem til aldraðra og öryrkjar teljast mun gagnast þeim síst sem erfiðast eiga. Og þjóna mörgum sem ekkert hafa með auknar bætur að gera. Að segja þetta eru pólitfsk helgispjöll, en tími er kominn til að tala út. Til þess eru dálkahöfundar að setja höfuðið á högg- stokkinn. Eignafólk Almennt talað hafa aldraðir lagt fyrir til æviáranna með tvennum hætti: Með því að greiða í lífeyrissjóð, og með því að festa sér húsnæði sem margir eiga að stórum hluta skuldlaust eða svo gott sem. Eru þá ekki taldar aðrar eignir sem geta verið um- talsverðar. Nú er staðan sú að vegna þess hve lífeyr- issjóðir þessa fólks urðu seint fullvaxta bera þeir ekki greiðslur sem nægja til sæmilegrar framfærslu. Flestir fá samt einhverja greiðslu, en sjóðakerfið er ekki nógu þroskað til að allir sem í því eru fái mannsæmandi ráðstöfunarfé. Þangað til að sjóðirnir verða orðnir nógu digrir til að standa undir sæmilegri framfærslu verður ríkið að hlaupa undir bagga og greiða mis- mun. Um þennan mismun er nú deilt, svo maður einfaldi myndina án þess að af- skræma. Meðaltekjur aldraðra úr al- mennu Iífeyrissjóðunum munu vera í kringum 35 þúsund krónur á mánuði. Það er klárlega ekki nóg. Krafan er að rík- ið hækki framlög í samræmi við það hvern- ig laun hafa almennt hækkað í samfélag- inu. Enginn minnist á „hinn Iífeyrissjóðinn“. Fasteignina sem fólkið býr í. Hneyksli í uppsiglingu Á nú að selja ofan af öldruðum þakið til viðbótar við þá forsmán sem ellilífeyririnn er! Þetta hneyksli er nú í uppsiglingu í miðri blaðagrein. Og skal játað að þetta er einmitt tillagan. Að aldraðir eignamenn losi um hluta ævisparnaðarins sem bund- inn er í fasteign til að auka ráðstöfunar- tekjur sínar. Hvað er rangt við að þessi „h'feyrissjóður" sé notaður þegar hinn dug- ar ekki? Aukiii verðmætl, auknar byrðar Vegna þenslunnar á fasteignamarkaði hef- ur þessi hluti „lífeyrissjóðsins“ ávaxtast með miklum glæsibrag síðustu tvö ár. Aldraðir eignamenn hafa því notið góðær- isins í því formi. En það hefnir sín á viss- an hátt með hækkun fasteignamats. Það þýðir hærri skatta og hærri fasteignagjöld. I stórfróðlegri grein eftir Asgeir Jóhannes- son í riti eldri borgara, Listin að lifa, rekur hann áhrif þessa. ALLAR hækkanir á greiðslum til eldri borgara á þessu ári, hvort sent um er að ræða lífeyrisgreiðslur eða bætur frá Tryggingastofnun, hafa horfið í eignaskatta og fasteignagjöld hjá umtalsverðum hópi að ætla má. Með því að ævisparnaðurinn eykst að verðmæti LÆKKA ráðstöfunartekjur þessa fólks! Til að þessi hópur haldi ráðstöfunartekjum frá fyrra ári þarf ekki aðeins að hækka greiðslur sem nemur verðbólgu, heldur líka sem nemur álögum á aukin verðmæti sama hóps. Eftir því sem fólkið verður rík- ara þarf það hærri bætur! Leyfist manni að spyrja: Er það hlutverk tryggingakerfisins að bæta fólki álögur á eignir sem bólgna út í góðæri? Búksorgir Búksorgir margra eldri borgara eru lágar ráðstöfunartekjur, en eignir sem ekki er hægt að losa því „allir þurfa jú þak yfir höf- uðið“. Virða ber það tilfinningalega rót sem fylgir því á gamals aldri að minnka við sig húsnæði og fá sér ódýrara til að rýmka fjárhag og lækka álögur. Virða ber þörfina fyrir öryggi undir eigin þaki. En milliveg- ur er til. Hann er sá að fólk semji við lána- stofnanir um EIGNALÍFEYRI sem veitir húseigendum möguleika til að auka ráð- stöfunarfé sitt án þess að ganga óhóflega á höfuðstólinn í fasteigninni. Og skerðir ekki öryggi undir þakinu. Þetta er fast- eignalán án vaxta og afborgana þar til eig- endaskipti verða á íbúðinni. Lífeyrir sem tekinn er út í þessu formi skerðir EKKI aðrar bótagreiðslur, af honum er ekki greiddur tekjuskattur og hann lækkar eignaskatt. Þessi lífeyrir stóreykur því ráð- stöfunarfé viðkomandi, krónu fvrir krónu. Þetta er hagkvæmara en það kerfi sem tíðkast, þar sem skerðing á skerðingu ofan gctur skorið auknar tekjur niður um allt að 70%. Sanngjarnar kröfur? Eru það sanngjarnar kröfur eignamanna sem eiga kost á svona kjörum að krefjast aukinna bóta? Og vísa til þess hóps „aldr- aðra og öry'rkja" sem eru sannanlega mjög illa settir? I raun eru eignamenn í hópi aldraðra að segja: Við viljum að ríkið trvggi okkur framfærslu svo við getum setið á þeim hluta lífeyrissjóðsins sem er fasteign okk- ar og gefið hana börnunum okkar skuld- lausa við útförina. Og hvaða fólk skyldi „börnin" nú vera? Hinir fátæku og smáu? Ekki aldeilis. Það er fólkið sem nú er á óræðum sextugsaldri og er ríkasta kynslóð núlifandi Islendinga! Svona er nú komið fyrir Þorpinu hans Jóns úr Vör. Eignir Samkvæmt tölum frá 1998 áttu um 96% hjóna.í Rreykjavík á aldrinum 65-79 ára fasteign. Það sama átti við um 75% ein- staklinga. Eignir hjóna voru að meðaltali 16-17 milljónir, og einstaklinga tæpar 10 milljónir. Ætla má að stór hluti þessa hafa falist í fasteign, sem síðan hefur hækkað um rúm 20%. Þetta eru meðaltöl. Þau endurspegla ekki kjör einstakra ellilífeyris- þega. Þau segja hins vegar að stór hluti aldraðara sitji á varasjóði sem ætla megi að mælist allt frá nokkrum milljónum og upp í einn eða tvo milljónatugi. Er þá ekki tal- að um hina forrríku. Raimverulega sanngjamar kröfur Það eru í raun og sann réttmætar kröfur að sá LITLl hópur aldraðra og sá umtals- verði hluti öryrkja sem eiga verulega bágt fái stóraukna aðstoð. Strípaðar bæturnar, sem tiltölulega fáir íslendingar verða að skrimta á, eru útskúfun úr samfélaginu. Aðskilnaðarstefna sem er bæði siðlaus og hættuleg. Hér ber að undirstrika að ekki er um stóran hóp að ræða, og ekki mvndi kosta mjög mikið að bæta kjör hans um- talsvert. Til á ná því fram myndi hjálpa ef þeir eignamenn í Þorpinu sem geta losað mikið fé til eigin neyslu létu hinum fáu eftir þá mola sem ráðamönnum þóknast að velta niður til þeirra. UMBUÐA- LAUST Stefán Jón Hafstein skrifar Ávcxti og græmneti í skólana BRYNHILDUR BRIEM lektor viö Kennarahá- skóla íslands og full- trúi í Manneldisráði, skrifar Ávaxta- og grænmetisneysla skólabarna er lítil samkvæmt nið- urstöðum síðustu neyslukönn- unnar Manneldisráðs. Könnunin, sem gerð var á árunum 1992- 1993, gaf til kynna að meðal- neysla barna og unglinga væri að- eins um 35 grömm á dag af græn- meti og 73 g af ávöxtum. Þetta samsvarar um einum þriðja úr gulrót og hálfri appelsínu á dag. Hér er um mun minna magn að ræða, en æskilegt getur talist. Skóladagurinn hefur lengst á undanförnum árum og sum börn eru allt að níu tímum á dag í skól- anum eða á vegum skólans. Það er því eðlilegt að stór hluti af’ ávaxta- og grænmetisneyslunni fari fram á þessum tíma. Því er mikilvægt að skólarnir íhugi hvernig þeir geti stuðlað að auk- inni ávaxta- og grænmetisneyslu nemendanna. Þar kemur margt til greina og þarf þá bæði að huga að framboðinu og fræðslunni. Ávextrr og grænmeti í áskrift Nágrannar okkar Danir og Norð- menn hafa tekið upp á því að gefa börnum í grunnskólum tækifæri til að kaupa ávexti og grænmeti í áskrift líkt og gert hefur verið með skólamjólkina í mörgum skólurn hér á landi. Norðmenn riðu á vað- ið og byrjuðu með þessa nýbreytni árið 1997. Þessu var strax vel tek- ið og fyrsta árið tók um þriðjung- ur skólanna í Osló þátt í verkefn- inu. Síðan hafa fleiri skólar um landið allt bæst í hópinn og stefnt er að því að allir grunnskólar í Noregi bjóði upp á áskrift á næsta skólaári. Það hefur komið í ljós aö þetta er mun auðveldara og krefst minni vinnu af starfsfólki en búist hafði vcrið við. Sums staðar eru ávextirnir og grænmetiö kevrt út um leið og skólamjólkin. A árinu 1999 voru 45 skólar í Osló með í verkefninu og að með- altali voru 40% af nemendunum áskrifendur af ávöxtum og græn- meti í skólanum. Til að auka enn frekar þátttökuna voru sex skólar valdir úr og börnunum gefnir ávextir og grænmeti í fimm vikur. Það er norska manneldisráðið og upplýsingaskrifstofa fyrir ávexti og grænmcti, sem standa saman að þessu verkefni. Nú ætla Danir einnig að fara að selja ávcxti og grænmeti í áskrift í skólunum. Um miðjan september fór verkefnið af stað í einum skóla í Fredrikssund. Þar gefst börnun- um kostur á að fá ávexti og græn- meti í frímínútunum kl 10, og ganga þær nú undir nafninu „ávaxta-frímínúturnar". Verkefnið er á tilraunastigi fram að jólum en síðan á að meta árangur og ákveða með framhaldið. Að tilrauninni standa matvælaráðuneytið, dans- ka krabbameinsfélagið og aðilar sem selja ávexti og grænmeti. Hér á landi væri æskilegt að reyna að koma upp svona áskrifta- kerfi. Þarna gætu margir aðilar unnið saman eins og Manneldis- ráð, Krabbameinsfélagið, græn- metisbændur og innflytjendur á ávöxtum og grænmeti. I áskrift- inni væri til dæmis hægt að bjóða upp á banana, epli og gulrætur. A þeim árstíma sem mandarínur fást gætu þær svo bæst í hópinn. Skólamáltlðir I mörgum skólum gefst nemend- um kostur á að kaupa máltíð í há- deginu. Tilvalið er að nota mikið af grænmeti við matseldina og bjóða einnig upp á það hrátt með matnum. Ávextirnir gætu svo ver- ið sem eftirmatur. Hvað ungur nemur gamall temur. Ef börn vcnjast því í uppvcxtinum að grænmeti sé haft með öllum mat, má ætla að grænmetisneysla verði hluti af lífsstíl þeirra. Fræðsla Ekki má gera lítið úr mikilvægi þess að fræða börn og unglinga um hollustugildi ávaxta og græn- metis. Oll umfjöllun um þennan fæðuflokk er af hinu góða. Slík fræðsla fer meðal annars fram í heimilisfræðitímum, en hægt er að tengja hana nánast hverju ein- asta fagi. Þannig rnætti í stærð- fræðidæmum reikna út fjölda ávaxta, í tungumálum þýða heiti þeirra og svo framvegis. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Þótt skólinn hafi verið hér til urn- ræðu, má ekki gleyma ábyrgð heimilanna. Ekki þurfa ávextir og grænmeti síður að vera á boðstól- um heima lý'rir en í skólunum. Foreldrar kvarta oft undan verð- lagi á þessum vörum og telja sig ekki hafa efni á að kaupa þá inn til heimilisins. Vissulega er það rétt að oft er grænmeti dýrt. Verð- lagið sveiflast nokkuö og mikil- vægt er að fylgjast vel með og kaupa þær tegundir, sem eru ódýrastar þá stundina. Foreldrar mcga ekki gleyma því, að ef þeir ala börn sín upp við ríflega ávaxta- og grænmetisneyslu, eru þeir að stuðla að góðri heilsu barnanna alla ævi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.