Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 6
6 - MIÐVIKUDAGU R 11. OKTÓBER 2000 Tkypu- ÞJÓÐMÁL . .. Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: A ðstoöarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöluverö: Grænt númer: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTl 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 Netföng auglýsingddeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrd 551 6270 (reykjavík) Risavaxid verkeiiii í fyrsta lagi Forráðamenn Norsk Hydro hafa með heimsókn sinni til Is- lands undirstrikað að þeir hafa enn áhuga á Noral-verkefninu svonefnda, en gerðu um leið lýðum ljóst að þeir eru ekki í stakk búnir til að taka endanlega ákvörðun fyrr en öllum rann- sóknum og úttektum á áhrifum hugsanlegra framkvæmda verður lokið árið 2002. Með Islandsheimsókninni var þannig reynt að eyða þeirri óvissu sem skapast hafði vegna yfirlýsinga eins Hydro-stjórans í norsku blaðaviðtali. Það hefur tekist að því marki að nú er Ijóst að Norsk Hydro mun áfram taka full- an þátt í undirbúningi verkefnisins. í öðru lagi I nýrri skýrslu sem unnin var á vegum iðnaðarráðherra og birt fyrir helgina, kemur greinilega í ljós hvílík risaframkvæmd á ís- lenskan mælikvarða er hér í undirbúningi. A uppbyggingartím- anum munu framkvæmdirnar hafa slík áhrif að grípa verður til sérstakra mótvægisaðgerða á mörgum sviðum. Starfshópurinn leggur hins vegar áherslu á að áhrifin á landsvísu verði tíma- bundin enda er auðvitað að því stefnt að verksmiðjan skili auknum útflutningi og þjóðartekjum ef hún tekur til starfa, eins og þau „litlu“ álver sem nú þegar eru rekin hér á landi. í þriðjalagi Skýrsla starfshópsins gefur gott yfirlit yfir það risavaxna verk- efni sem bíður Austfirðinga sjálfra ef Noral-verkefnið verður að veruleika - ekki aðeins á framkvæmdatímanum heldur líka til lengri tíma litið. Þar þarf til dæmis gríðarlegt átak í hús- næðismálum (500 nýjar íbúðir), heilsugæslu, menntamálum og margvíslegri félagslegri þjóðustu, auk stórfellda umbóta í vegamálum. En skýrsla starfshópsins fjallar einungis um þessi úrlausnarefni í stórum dráttum. Þegar undirbúningur að ákvörðunartöku nálgast hljóta því að liggja fyrir opinberlega ít- arlegar áætlanir um hvernig raunhæft sé að mæta þeim miklu kröfum sem stórframkvæmdirnar munu gera til samfélagsins á Austurlandi. Elías Snæland Jónsson Pappírs Pési Sólveig Pétursdóttir hefur fundið upp ;í ýmsum nýjung- um í löggæslumálum og stað- ið fvrir alls kvns átökum til þess að auka áhrifamátt lög- gæslunnar í landinu. Þannig hefur hún t.d. náð að drýgja lögreglusveitir landsins með |iví að munstra vegagerðar- menn upp í hlutverk aðstoð- arlögregluþjóna - vegagerðar- mennirnir þurfa hvort sem er að vera á ferðinni og auðvitað upplagt að nýta þá til lög- gæslu í leiðinni. Margt fleira sniðugt hefur ráðherrann komið fram með og jafnan kynnt þessi áform sín með lúðra- þyt og söng og minnst 10 borðalögðum yfir- lögregluþjónum í heiðursfylkingu í bak- grunni. Hugmynda- flug ráðherra og ráð- deildarsemi hefur svo að sjálfsögðu smitað út frá sér. Pappírs-Pési er vaxinn úr grasi og varð lögga. í smiðju til Herdísar Sláandi staðfesting á áhrifum ráðherrans birtist síðan í blöðunum í gær þegar greint frá átaki fjögurra sýslumanns- embætta á suðvesturhorninu. Þar hafa menn augljóslega farið í smiðju til Herdísar Eg- ilsdóttur barnakennara, sem er alkunn fyrir hugmynda- auðgi og hagkvæmt föndur með mörgum kynslóðum harna í Isaksskóla. Eitt af þekktari verkum Herdfsar er sagan af Pappírs-Pésa, papp- írsdrengnum sem vaknaði til Iffsins og lék sér með hinum börnunum. Mörg börn hefur lengi fyst að vita hvað varð um Pappírs-Pésa. Og svarið kemur úr óvæntri átt - það kemur frá sýslumönnunum fjórum. Pappírs-Pési er orð- inn stór og hann ákvað að verða lögga. Nú hefur Pappírs-Pési semsé verið kynntur til sögunnar sem nýjasta átakið í umferðarmál- um landsins, hann ætlar að standa vörð við Reykjanes- brautina nótt sem nýtan dag - án þess að krefjast nokkurrar borgunar. Pappírs-Pési skilar þvíjafnvel enn meiri sparnaði en vegagerðarmennirnir, og er þá mikið sagt! Tímamót í ríkis- rekstri Garra þykir einsýnt að hér sé nú brotið blað í ríkisrekstri á ís- landi og lausnin er fundin á mörgum erf- iðum og viðvarandi vandamálum. Mann- ekla á sjúkra- og um- önnunarstofnunum gæti þannig verið úr sögunni, menn setja bara pappírshjúkkur í vaktherbergin og pappírssjúkraliða á elliheimil- in. Nú verður heldur ekki lengur erfitt að fá iðnaðar- menn í þenslunni, pappírs- smiðir og pappírspíparar Ieysa málið. Síðast en ekki síst get- ur dómsmálaráðherra nú loksins fengið lögregluþjóna til að standa krafkyrrir heið- ursvörð næst jiegar kynna þarf eitthvert átakið. Og ef sjálfur ráðherrann er upptek- inn í öðru einmitt þegar kynn- ingin þarf að fara fram, þá er auðvitað ekkert því til fyrir- stöðu að hún notist þá við pappírsráðherra - og Garri leyfir sér að efast um að nokk- ur gerði athugasemd við það. Pappírsráðherra lítur hvort sem er vel út á mynd í blöðunt og sjónvarpi og það er jú aðal- atriðið, ekki satt? -GARRI V „Það gerist ekkert með slagorð- um“, segir Pétur alþingismaður Blöndal, þegar hann kveinkar sér undan athugasemdum vegna þeirra uminæla sinna, að óregla sé orsök flestra vandamála aldr- aðs fólks. I Dagi bendir hann réttilega á að óregla sé ekki endi- lega áfengissýki, heldur óráðsía á fleiri sviðum, svo sem í fjármál- um og nefnir þar til ofíjárfesting- ar og uppáskriftir, sem fela í sér ábyrgðir á skuldum annarra. En þingmaðurinn hefur al- rangt fyrir sér í einu efni. í dag gerist allt tneð slagorðum, sem drepa niðui alla vitræna um- ræðu. Upphrópanir hans eigin flokksmanna um góðærið sem þjóðin á að baða sig í er vægasl sagt umdeilanleg staðreynd. Það er bullandi góðæri hjá þeint sem sclja kvóta og þeim sem toru snemma á ferðinni í keðjubréfa- faraldrinum sem kallasl hluta- bréfamarkaður og hjá fjármála- fyrirækjum sem tútna út og eru Verði þeim að góðu búin að sprengja af sér innlenda markaðinn og flutt til útlanda. Tölvu- og fjarskiptavæðingin skilar sínum miklum gróða á meðan hún stendur yfir. Og góð- ærið er ekki lakast hjá þeim sem annast slagorðasmíðina og æsa upp óregluna hjá ungum ekki síður en gömlum og heiibrigð- um fremur en öryrkjum. Auglýsingafarganið er sjálfstæður gróðavegur, og sívaxandi. Fómarlömbin svívirt Það er rétt eins og að Pétur Blöndal hafi eklti hugmynd um hvernig fjármálastofnanir auglvsa og blekkja fólk til að taka ián til óþarfaeyðslu. Um þá svívirðu sem banka- og peningastofnanir beita fólk með kröfum um uppáskrift- ir óviðkomandi aðila til að veita óráðsíufólki lán er farið létt með í athugasemdum þingmannsins. Hálaunaðir og ábyrgðarlausir bankastjórar setja reglur um að þeir geti gengið að eigum óskyl- dra aðila ef þeirra eiginn við- skiptavinir standa ekki í skilum. Það er ekki síst gamalt fólk sem á um sárt að binda vegna þessar- ar óskammfeilni bankastofnana. Samtímis þessu stunda banka- menn innherjaviðsldpti og setja sig í forgangs- hópa þegar þeir kaupa ríkisstofnanir fyrir slikk. Væntanlega kallar al- þingismaðurinn svona framfcrði ekki óreglu. Það eru fórnarlömbin sem skuldinni er skellt á. ...þeir sem betur mega Pétur Blöndal er góður stærðfræðingur og snjall fjármálamaður. Umsvif hans sýna að hann er afrcksmaður á þcim vettvangi. Nokkrir tölvunördar eru búni ■ sv'ipuðum hæfileikum. En það gelur slíku fólki varla Ieyfi til að fella niðr- andi dóma um fólk sem amlað hefur ofan af fyrir sér og sínum í sveita síns andlitis og hefur aldrei lært á sigurverk nútíma fjármálahyggju. Vel mega Pétur Blöndal og vel menntaðar góðæriskynslóðir hans leiða hugann að því, á hvaða grunni þeir byggja auð sinn og góðu kjör. Það er of aug- ljóst til að sjálfhverfir gróða- pungar og erfingjar tæknivædds þjóðfélags kæri sig um að sjá það eða skilja. Þær kynslóðir sem núna eyða og spcnna og hcimta menntun og hagkvæmt fjármálaumverfi og bjarta framtíð fyrir sig og sína eru svo ekkert nema samhalds- semin og nískan þegar kemur að því að skammta öldruðum og ör- yrkjum lífskjörin og telja þa hv'ern pening eins og maurapúk- ar. Verði þeim að góðu. Fjármálasnill- ingurinn Pétur Blöndal. Eru tilWgur sjávarút- vegsráðuneytis um brottkast afla fullnægjandi ? Sævar Guimarsson, fomuiöur Sjómammsa mba nds ísla nds: „Það er ný aðgerð hjá ráðuneytinu að hafa veiðieftir- litsmann um borð og ég fagna henni því ég vil að sannleikurinn komi í ljós í þessu máli og menn séu ekki bornir sökum um að henda fiski ef þeir gera það ekki. Eg er hins vegar mjög ósáttur við að hægt sé að færa 2% afla milli tegunda í stað 5% áður. Við höf- um séð útgerðarmenn spila á þetta í kvótabraskinu svo ég vil að þessi heimild verði afnumin alveg." Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja „Þessar tillögur geta nálgast það að koma koma í veg fyrir brottkast afla, en eru ekki fullnægjandi. Það er alltaf hægt að fara í kringum þetta ef menn vilja, ef ásetning- urinn er sá. En með því að heim- ila ekki nema 2% tilflutning milli tegunda mun heildaraflinn minnka og hjálpar alls ekki til við brottkastmálið. Ólafur Marteinsson, framkvsemdastjóri Þomwðs ramma-Sæ- bergs á Siglufitði „Eg álít að þetta séu ekki endan- legar tillögur en gott sem fyrsta skref. En ég er hins vegar ósam- mála því að sam- hliða því séu heimildir manna til tegundatil- færslu þrengdar. Eg held að það sé misráðið, það minnkar sveigj- anleika kerfisins, og það er ein- nig rangt hjá sjávarútvegsráð- herra að tala um misnotkun því heimildin hefur verið til staðar og menn hafa nýtt hana. Heim- ildin í dag er eðlilegur sveigjan- leiki en verður of lítill með 2%.“ Jóhann Arsælsson, þingmaðurSamfylkingar og nefndar- maðurísjávanítvegsnefndAlþingis „Þessar hug- myndir ráðherra ráða litlu um brottkastið. Mið- að við það um- fang sem talið er að brottkast nái yfir velti ég því fyrir mér þvílíkan her af mönn- um sjávarútvegsráðherra ællar að hafa um borð í fiskiskipum, jafnvel vikum saman. Ég hef ver- ið þeirrar skoðunar að við ættum að hætta að refsa fyrir brottkast- ið með þeim hætti að leyfa mönnum að korna með fiskinn að landi. Það hafa verið til refsi- ákvæði í lögum um umgengni ! um auðlindir sjávar, en þeim | hefur aldrei verið beitt. Þess.um lögum verður ekkert frekar I beitt."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.