Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 - S FRÉTTIR Geðslúkdómar kosta 20 millj arða Göngufólk á leid á samkomu í tilefni af alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum sem haldinn var I Ráðhúsinu I gær. „Við erum að hefja átak sem ekki einungis beinist að því að verjast geðsjúkdómum heldur kannski miklu frekar að efla geðheil- brigði,“ sagði Sigurður Guð- mundsson landlæknir á blaða- mannafundi þar sem kynnt var samstarfsverkefni Geðhjálpar, Landlæknisembættisins og geðsviðs Landspítalans: „Geð- rækt“, í gær, 10. október sem er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagur- inn. Landlæknir segir ekki síður mikilvægt að við eflum andlega heilbrigði okkar en líkamlega. F.kki klassísk íslensk bóla.... Og ástæðan virðist ærin. „Af tíu sjúkdómum scm Alþjóða heil- brigðisstofnunin telur verða hel- stu váðfangsefni heilbrigðisþjón- ustunnar á næstu áratugum eru fimm geðsjúkdómar. Þar ber þunglyndi hæst,“ sagði land- læknir. „Þetta á ekki heldur að verða svona klassísk íslensk bóla þar sem við sendum rakettu upp í loftið og bíðum eftir að prikið komi til jarðar og síðan er það búið. Þetta á að standa í 3 ár - við teljum að ekki sé hægt að bú- ast við árangri á skemmri tíma,“ sagði landlæknir. Um 50.000 íslendingar geð- truflaðir Hannes Pétursson prófessor og sviðsstjóri geðlækningasvið Landspítalans ságði sérstaklega mikilvægt að huga að bæði geð- ræktinni sem slíkri og einnig geðvernd á vinnustað. Og geð- vernd á vinnustað væri raunar þema dagsins. Hannes segir ljóst að vægi geðsjúkdóma og geðrænnna kvilla muni fara mjög vaxandi á næstu árum og áratugum. Auk þess að valda einstaklingum og aðstandend- um þeirra miklum þjáningum og erfiðleikum, þá valdi þeir Iíka mikilli samfélagslegri byrði. Sænskar rannsóknir sýni að þunglyndi kosti þjóðfélagið um 3% af þjóðarframleiðslu. Það samsvarar um 20 milljörðum króna á ári á Islandi. Hér er til dæmis 1/4 allra örorkulífeyris- þega geðfatlaðir, eða yfir 2 þús- und manns. En alls er talið að um 50.000 Islendingar þjáist af einhvers konar geðtruflunum á hverjum tíma. Athygli vekur að þrátt fyrir stóraukna lyfjanotkun á síðustu árum, einkum þung- lyndislyfja, hefur innlögnum á geðdeildir og sjálfsvígum samt ekki fækkað. Batnandi heiniur? „Geðheilsa er háð umhverfis- þáttum, líkt og almenn heilsa. Húsnæði og atvinna skipta máli sem og áhættuatriði á borð við áfengi og fíkniefni. Sérstakt áhyggjuefni er vaxandi fjöldi ótímabærra dauðfalla ungs fólks í Evrópu, oft vegna álags, von- leysis, hjálparleysis og þunglynd- is“, er haft eftir doktor Wolfgang Rutz í gögnum Geðhjálpar. Meðal fjölmargra markmiða Geðræktar eru: Að draga úr for- dómum. Auka þekkingu almenn- ings um eðli geðraskana. Auka tilfinningu manna og skilning samfélagsins fyrir geðheilsu, eigin og annarra. Fækka veik- indadögum af völdum geðrænna kvilla. Fækka innlögnum á geð- deildir. Stuðla að skynsamlegri notkun geðlyfja. Fækka sjálfsvíg- um. -HEl Málefni innanlandsflugs voru rædd á þingi í gær. Flugiðí kreppu Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræð- ur utan dagskrár í gær vegna þess að verið er að leggja niður áætlunarflug til margra minni staða á landinu auk þess sem ákveðið hefur verið að hætta áætlunarflugi til Sigluíjarðar og Húsavíkur. Kristján gagnrýndi mjög hið nýja flugleiðsögugjald sem hann kallaði nýjan landsbyggðarskatt og hcfði það í för með sér að flugfargjöld innanlands stór- hækkuðu. Hann sagði að flugfé- lögin væru að hætta flugi til ým- issa staða út á landi vegna þess hve stefnumótun samgöngu- ráðuneytisins og undirbúningur útboðs á flugi sem á að njóta styrkja, hefur tekið langan tíma. Hann sagði að staðan í innan- landsfluginu væri að færast til upphafstíma þess. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra benti á að innanlands- flugið hefði um langan tíma ver- ið í mikilli kreppu. Hann benti á að samgöngumynstur í landinu hefði gjörbreyst á undanförnum árum. I því sambandi benti hann á þá staðreynd að vegakerfið hefði stórbatnað. -S.DÓR Sameiningarhug- myndiimihafiiad Bæjaxráð Akureyrar mim fjalla urn stöðu málsins á fimmtudag, en lhndur verður hoð- aður í samstarfs- nefndnmi þegar svör allra sveitarfélagaima hafa borist. Svo virðist sem beiðni bæjar- stjórans á Akureyri, Kristjáns Júlíussonar, til eyfirskra sveitar- félaga um að taka upp viðræður um sameiningu allra sveitarfé- laganna við Eyjafjörð í eitt sveit- arfélag, hafi víða verið hafnað svo hugmyndin virðist ekki ná fram að ganga á þessu stigi. Fundur verður boðaður í sam- starfsnefndinni af Akureyrarbæ þegar svör allra sveitarfélaganna hafa borist, en í nefndinni eru fulltrúar allra sveitarfélaganna. Mörg sveitarfélaganna hafa mik- Kristján Þór Júlíusson: Þetta er ný staða ið samstarf, s.s. á sviði skóla- þjónustu, barnaverndarmála, í brunavörnum, sorpmálum og um aðgang að dvalarheimilum aldraðra, og þau mál hljóti að koma til endurskoðunar í ljósi þessarar niðurstöðu að mati margra sveitarstjórnarmanna. Hrísey, Arnarneshreppur, Hálshreppur og Siglufjörður hafa tekið jákvætt í viðræður um sameiningu og einnig Dalvíkur- byggð, en þó með þeim fyrirvara að allar aðrar sveitarstjórnir geri það, svo svar þeirra er í raun orð- ið neikvætt nú. Bæjarráð Olafs- fjarðar fjallar um erindið í dag, en iíkur eru taldar á að erindinu verði hafnað. I Grímsey hefur ekki verið fjallað um erindið og óvíst hvenær fundur verður haldinn að sögn Þorláks Sig- urðssonar, oddvita. Glæsibæjarhreppur, Skriðu- hreppur og Oxnadalshreppur sameinast um næstu áramót, og hafa því tekið neikvætt í erindið og sama má segja um öll önnur sveitarfélög á svæðinu. Við- brögðin hafa verið neikvæð þó svo að ástæður einstakra sveitar- félag séu ólíkar. Bæjarráð Akureyrar mun fjalla um stöðu málsins á morgun fimmtudag. Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóri, segir þessa stöðu málsins nýja og það þurfi að taka afstöðu til framhaids málsins í í ljósi þess. -GG Skipverjar imdir lágmarki Sjómannafélag Reykjavíkur telur sig hafa fyrir því öruggar heim- ildir að útgerðarfyrirtækið Atl- antsskip greiði skipverjum um borð í flutningaskipinu Wilke, kaup og kjör sem eru langt undir samningsbundnum lágmarks- kjörum á íslenskum \dnnumark- aði. Samkvæmt upplýsingum frá Sjómannafélaginu ber Atlants- skipum að greiða skipverjum 4aun samkvæmt gildandi kjara- samningum enda hafi það verið staðfest með dómi í hæstarétti. Sjómannafélagið lýsir jafnframt furðu sinni á því að utanríkis- ráðuneytið skuli ganga frá milli- ríkjasamningi til hagsbóta fyrir íslensk fyrirtæld án þess að upp- fylla íslensk lög um lágmarksrétt- indi launafólks. Kaupsamningiii' staöfestur Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs samþykkti í gær kaupsamning bæjarins við landeigendur á Vatnsenda vegna fyrirhugaðra íbúðabygginga á svæð- inu. Flosi Eiríksson fulltrúi minnihluta vildi láta bíða með samþykkt kaup- samningsins og láta fara fram mat á stöðunni enda hafi mótmælendum og íbúum á svæðinu verið lofað að tillit yrði tekið til þeirra í skipulagsmeðferð málsins. Það sé því órökrétt - ætli menn að heiðra fyrirheit sín - að sam- þykkja kaupsamninginn áður en skipu- lagsmeðferð sé lokið. Þessum rökum hefur meirihlutinn vísað á bug. Magnús Gauti til VSÓ VSO Ráðgjöf á Akureyri hefur ráðið Magnús Gauta Gautason £ stöðu framkvæmdastjóra í stað Magnúsar Magnússonar sem sagði starfi sínu lausu í júlí sl. Magnús Gauti starfaði áður sem framkvæmda- stjóri Snæfells hf og þar áður sem kaupfélagsstjóri KEA. Ólafur hættir hjá Laudssímauum Olafur Þ. Stephensen hefur verið ráðinn forstöðumaður stefnumót- unar- og samskiptasviðs hjá Samtökum atvinnulifsins. Hann kemur til starfa hjá samtökunum um miðjan nóvember og er um að ræða nýtt starf hjá SA. Ólafur er 32 ára og hefur undanfarin tvö ár verið forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssíma íslands. Eugiu áfrýjuu enuþá Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort Bláhvammsmálinu svokall- aða verður áfrýjað samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara í gær. Tæpar sex vikur eru enn eftir af áfrýjunarfresti eftir að Þórður Bragi Jónsson frá Bláhvammi var í Héraðsdómi Norðurlands eystra sýkn- aður af ákæru um manndráp en fundinn sekúr um manndráp af gáleysi. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari sagði fyrir skömmu í Degi að ríkissak- sóknari myndi væntanlega sjálfur taka ákvörðun um framhaldið. -BÞ Frá bæjarstjórnarfundinum I gær var mætt áhugafólk um „Sveit i borg“ auk bæjarfull- trúa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.