Dagur - 24.10.2000, Side 1
83 og 84. árgangur - 202. tölublað
Nektardansstaðir á íslandi eru eins
margir og í Kaupmannahöfn.
MátiunDani
í nektardansi
Starfsfólki danskra hjálpar-
stöðva fyrir vændiskonur þótti
hreint ótrúlegt „að hægt væri að
reka 8 nektarstaði á höfuðborg-
arsvæðinu, 1 í Keflavík og 3 á
Akureyri þar sem burðarásinn í
starfseminni væri „einkadans-
inn“, sem væri óþekktur í Dan-
mörku. En 13 nektarstaðir
væru í Kaupmannahöfn, sem
ekki hefðu leyft sér að bjóða upp
á slfka þjónustu," segir Rúna
Jónsdóttir í Stígamótafréttum,
sem er nýkomin úr hringferð um
Skandinavíu þar sem hún kynnti
sér ýmislegt sem að gagni mætti
koma í starfi Stígamóta og
heimsótti m.a. tvo staði sem
berjast gegn vændi: Pro-setrið
og Hreiðrið.
„Þegar fjöldi þeirra erlendu
kvenna sem seldar eru íslensk-
um og dönskum körlum er bor-
inn saman, kemur í ljós hversu
stór útgerðin er á íslandi.
Minnt skal á að við erum að
hera okkur saman við Dan-
mörku, sem hingað til hefur ver-
ið talið klámlengnasta land
Norðurlandanna," segir Rúna.
Danskir viðmælendur hennar
hafi áætlað að árlega komi um
500 konur frá Austur-Evrópu til
Danmerkur í gegn um alþjóð-
lega skipulagða starfsemi og
dveljist þar í stuttan tíma við
ýmis konar kynlífsþjónustu.
Fleiri „úrsúlur“ hér
Samkvæmt upplýsingum Karls
Steinars Valssonar hjá lögregl-
unni í Reykjavík er varlega áætl-
að að 70 erlendar stúlkur hafi sl.
ár starfað á hverjum tíma á
nektardansstöðum í Reykjavík.
Landvistarleyfi þeirra hafi að-
eins verið til eins mánaðar og
því hljóti stúlkurnar að hafa ver-
ið a.m.k. 840 yfir árið í Reykja-
vík einni. „Danir hvöttu okkur
eindregið til að spyrna við fótum
og stöðva þessa starfsemi áður
en hún festist enn frekar í
sessi,“ segir Rúna. - HEI
Verð ílausasölu 150 kr.
25 árfrá
kveiuiafdi
í dag 25. októbcr eru liöin 25 ár
frá því að kvennafrídagurinn var
haldinn á Islandi undir kjörorð-
inu „Áfram stelpur". Atburður
þessi vakti heimsathygli á sínum
tíma og er ýmislegt gcrt í dag til
að minnast afmælisins. I Degi í
dag er m.a. rætt konur sem tóku
þátt og undirbjuggu kvennafrí-
daginn og ýmsar uppákomur
verða vítt um landið. Upp á af-
mæli kvennafrídagsins ber nú
hcimsganga kvenna gegn örbirgð
og ofbeldi. Heldur hún frá
l llemmtorgi (klukkan 17.30 í
dag) niður Laugaveg og á Ing-
ólfstorg, þar sem haldinn verður
stuttur útifundur. Samkvæmt
Stígamótafréttum er gangan
þátlur í alþjóðlegu átaki, fjölda
samtaka í I 57 þjóðlöndum, og í
því skyni að knýja fram breyting-
ar. Hérlendis hafa a.m.k. 23
samtök og stéttarfélög ákveðið
að standa að þessum aðgerðum.
Sja bls. 16 - HEl
Ekki stefmunarkandi
ákvörðim fyrir fram-
tíðina þótt umhverfis-
ráðherra hafi heimil-
að kviaeldi í Mjóafirði
án þess að krefjast
umhverfismats.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra hafnar þeirri gagnrýni Orra
Vigfússonar, formanns Verndar-
sjóðs villtra laxastofna, að stefnu-
breyting hafi orðið hjá ráðherra í
mengunarmálum í sjó. Orri hef-
ur gagnrýnt ráðherra fyrir að
staðfesta ákvörðun skipulags-
stjóra um að fyrirhugað laxeldi í
sjókvíum í Mjóafirði, þurfi ekki
að fara í umhverfismat.
„Það er alrangt að einhver
stcfnubreyting hafi orðið hér. Við
fórum vandlega yfir þctta mál og
það eru fleiri en við og skipulags-
stjóri sem höfum haft um þetta
að segja. Hollustuvernd ríkisins
gaf út starfsleyfið og er sömu
skoðunar, þ.e.a.s. að þetta þurfi
ekki að fara í um-
hverfismat. Stað-
setningin vegur
mjög þungt þegar
umhverfisáhrif
eru metin,“ segir
Siv Friðleifsdótt-
ir.
Lítil hætta
Gagnrýnin hefur
m.a. beinst að
mengunarmálum
og hættu á
blöndun stofna
en Siv segir að
endurnýjun vatns
sé mikil í Mjóa-
firði vegna þun-
gra strauma. Því
sé ekki talið að um veruleg óaft-
urkræf umhverfisáhrif verði að
ræða, enda komi til mótvægisað-
gerðir og eftirlit. „Umdeildasti
þátturinn samkvæmt kærunum
sem bárust okkur hefur verið
hugsanleg erfðablöndun en við
teljum þá hættu
litla. Leyfi fyrir
norskum laxi er
hins vegar á
hendi veiðimála-
stjóra og það er
einnig í gildi
reglugerð á veg-
um landbúnað-
arráðuneytisins
um þessi mál.
Við höfurn stað-
fest úrskurð
skipulagsstjóra
en í framhaldinu
þarf Hollustu-
vernd að gefa út
starfsleyfi og
gera kröfur til
bestu fáanlegrar
tækni og tækja. Síðan er það í
höndum veiðimálastjóra að meta
umsóknir um þennan norska
lax,“ segir Siv og bendir með því
Siv Fridleifsdóttir: Alrangt að
nokkur stefnubreyting hafi orðið.
á að ferli málsins sé langt í frá
lokið.
Hvert mál skoðað
Skiptar skoðanir eru um veður-
farsáhrif á laxeldi í sjókvíum og
hefur verið bent á að ein ramm-
gerðasta kví landsins, sjálfur
Keikóbústaðurinn, hafi látið
undan veðri og vindum. Hættan
á að eldislax sleppi hlýtur því að
vera fyrir hendi en Siv vísar aftur
til sérstöðu svæðisins og bendir á
að eldið eigi sér stað inni í firðin-
um. Skilja má af orðum hennar
að ákvörðunin sé ekki stefnu-
mótandi fyrir framtíð laxeldis al-
mennt við strendur Islands. „Við
skoðum hvert mál út frá stað-
setningu."
Orri hefur bent á að þörunga-
blómi hafi tekið til sín megnið af
súrefninu í Iaxakvíum á Aust-
fjörðum í fyrri tilraunum. Hvað
þetta varðar vísar Siv aftur til
hinna miklu strauma í Mjóafirði,
þ.e.a.s. hreinsunar vatnsins. - BÞ
Nemendur Menntaskólans á Akureyri ráku höfuðin inn og út um gluggann á Möðruvöllum í gær og brostu fram-
an í lífið og Dag. Blikur eru þó á lofti hvað varðar vetrarstarfið. Kennaraverkfall gæti sett strik i námsreikninginn
innan skamms. Sjá umfjöllun bls. 12-13. mynd: brink
~ Kæhskapur
• RG 2255 ^
• Kælir 183 Itr.
• Frystir 63 Itr.
Sjálfvirk afþýðing í kæli
• Orkunýtni C
Mál hxbxd: 152x55x60
KMLDM
A
39.900
stgr.
I jinDesiT
Það voru hinir blóðheitu ítalir
sem hönnuðu Indesit kæliskápana enda veitir
þeim oft ekki af því að kæla sig aðeins niður.
En Indesit er ekki fyrir alla, nei, nei blessaður
vertu. Indesit er bara fyrir þá sem vilja töff hluti
í eldhúsið og kjósa að borga sem minnst fyrir þá.
B R Æ Ð U R N I R
OKMSSON
Lágmúla 8 • Slmi 530 2800
www.ormsson.is
Mjóifjörður er
ekki fordæmi