Dagur - 24.10.2000, Side 2

Dagur - 24.10.2000, Side 2
2- l’RIÐJUD AGV K 24. OKTÓB ER 2000 Xfe^MT' FRÉTTIR Siðferð- isbrestur Smygl er lögbrot og það era emkeimileg skilaboð að formaður S j ómannafélags Reykjavíkur telji áfeiigisiimílutiiiug farmanna ekki al- varlegan að mati tollara. Ummæli Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, í útvarpsfréttum í gær hafa vakið hörð viðbrögð. Jónas, sem sjálfur var opinber- Iega bendlaður við smyglmál sl. sumar, sagði að forysta sjó- mannasambandsins liti áfengis- smygl farmanna ekki alvarlegum augum. Það hefði viðgengist lengi en allt öðru máli gegndi um fíkniefnasmygl. Sigvaldi Friðgeirsson er stað- gengill tollstjórans í Reykjavík og hann segir að það mætti ætla að sjómannasam- bandið væri að senda einhver andkannaleg skilaboð til samfélagsins. „Allt smygl er alvarlegt mál og það skiptir ekki máli hverju er verið að smygla. Smygl er refsi- vert athæfi. Aðili sem er í forsvari fyrir hreyfingu get- ur ekki sagt sínum mönn- um að það sé allt í lagi að gera sumt en ekki hitt af því að eitt brot sé ekki alvarlegt miðað við annað. Lögbrot er lögbrot þótt refsingin geti verið mismikil," segir Sig- valdi. Fjórfalt meira tóbakssmygl Samkvæmt tölum frá tollstjóra- embættinu í Reykjavík um haldlagningu áfengis og tó- baks, hefur ólöglegur innflutningur aukist tölu- vert. Árið 1995 var lagt hald á 56.000 þús- und vind- linga árið 1995 en 196.000 árið 1999 eða næstum fjór- falt magn á fjórum árum. Svipað magn fannst af smygluðum bjór í fyrra miðað við árið 1995 eða 4.733 lítrar á móti 4.131 árið 1995. Hins vegar hef- ur orðið tvöföldun á upptæku magni ef miðað er við annað áfengi en bjór. Árið 1995 fund- ust 893 lítrar af sterkara áfengi en 1610 lítrar í fyrra. Stundum hefur verið áætlað að aðeins 1-10% af srnygli séu gerð upptæk en Sigvaldi segir erfitt að túlka þessar tölur. „Strandlengjan er löng og auðvit- að er erfitt að eiga við skipulagða starfsemi eins og þegar förmum er kastað útbyrðis og litlir bátar látnir hirða það síðar við baujur í einhverjum eyðifjörðum hingað og þangað. Það er kannski okkar helsta vandamál.“ Tveir skipverjar á skipum Eim- skips eru nú í haldi, grunaðir um aðild að umfangsmiklu fíkni- efnasmygli og er lögregla að rannsaka mál skipverja á einu skipa Samskipa. Stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fíkniefnasmygli með íslenskum kaupskipum og krefst þess að félagsmenn haldi vöku sinni í þeim efnum og vinni með lögreglu og tollgæslu. Ef marka má orð Jónasar Garð- arssonar er eitthvað minni áhugi á samstarfi með lögreglu og toll- gæslu þegar áfengisinnflutning- ur er annars vegar. - BÞ Ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar var harð- lega gagnrýnd á aðalfundi Ör- yrkjabandalags íslands (ÖBÍ) ins voru stjórn- völd sökuð um sökuð um sið- „alvarlegan sið- ferðisbrest. ferðisbrest" og „efnahagslega skammsýni" vegna aðgerða sinna og aðgerðarleysis í málefnum öryrkja. ÖBI gerir þá kröfu til Alþingis að það gangist við ábyrgð sinni gagnvart öryrkjum eins og öðrum landsmönnum, enda alkunna að almannatryggingar séu hér um- talsvert lakari en víðast hvar í V- Evrópu og almennt lakari nú en fyrir áratug. Til að „aflétta þeirri fjárhagslegu neyð sem öryrkjar búa við“ ber að mati ÖBI brýna nauðsyn að grípa til aðgerða á borð við verulega hækkun trygg- ingabóta, að draga verulega úr tekjutengingu bóta, að hækka skattleysismörk, að skila öryrkj- um til baka niðurgreiðslum vegna lyfjakaupa, símnotkunar og bifreiðakaupa og eins er gerð krafa um að ítarlegra upplýsinga verði aflað um þann sparnað sem hlytist af eflingu almannatrygg- inga. Ekki náðist í fjármálaráð- herra í gær um kröfur ÖBI. - FÞG Jónas á hálum ís í smyglumræðu Hörð viðbrögð gegn ummælum Jónasar Garðarssonar. Ein setnrng og Island sat nja ÞegarSameinu þjóðirnar fordæmu valdbeitingu ísra- elska hersins i garð Palístínumanna var hafnað að for- dæma ofbeldi beggja aðila. Þess vegna sat ísland hjá við afgreiðslu tillögunnar Það vakti athygli margra að ísland skyldi sitja hjá á þingi Sameinuðu þjóðanna þegar ályktun, sem for- dæmir framkomu Israels- hers í garð íbúa Palestínu, var samþykkt sl. föstudags- kvöld. Tillöguna sam- þykktu 92 þjóðir, 6 voru á móti, þar á meðal Banda- ríkin og Israel en 46 þjóðir sátu hjá og var Island f þeim hópi. Það vekur líka athygli að fulltrúar landa Evrópusambandsins voru ekki samstiga því um það bil helmingur þeirra sam- þykkti tillöguna en hinn helmingurinn sat hjá. Að sögn Hjálmars W. Hannessonar, ráðuneytis- stjóra í utanríkisráðuneyt- inu, var ástæða þess að Island sat hjá sú að lagt var til að bæta inn í ályktunina fordæmingu á of- beldi beggja aðila en þó alveg sérstaklega væri fordæmd yfir- þyrmandi valdbeiting ísraelska hersins. Setninguna um að for- dæma ofbeldi beggja gátu þeir sem fluttu tillöguna ekki sam- þykkt. Vegna þess að setningin var ekki tekin inn sátu 46 þjóðir hjá við afgreiðslu ályktunarinnar. Arabarikin á móti Arabaríkin höfnuðu því al- gerlega að þessi eina setn- ing yrði tekin inn í ályktun- ina og var mikið deilt um málið á þingi SÞ og tugir af ræðum fluttar vegna þessa. Það var líka tímapressa á þeim þjóðum sem vildu samþykkja ályktunina vegna þess að leiðtoga- fundurinn, sem haldinn var í Egyptalandi, var rétt að hefjast. Þau ríki Evrópusam- bandsins sem voru sam- þykk ályktuninni voru Frakkland, Austurríki, Belgía, Finnland, Grikk- land, Lúxembúrg, Portúgal og Spánn. Þau lönd ESB sem sátu hjá voru Bretland, Danmörk, Holland, Italía, Svíþjóð og Þýskaland. - s.DÓR Brynt ad vera vel á verði Stjórn alþjóðlegra bifreiðatrygg- inga á Islandi (ABÍ) kom til fundar f gær vegna ástandsins sem skapast hefur á trygginga- markaði eftir viðskipti Lloyd's og FIB-tryggingar. Stjórnin vill beina því til tryggingaþega að þeir bifreiðaeigendur, sem nú eru með gildar vátryggingar hjá LloydYs / FÍB-tryggingu séu vá- tryggðir út umsaminn vátrygg- ingatíma en ekki sé að óbreyttu hægt að endurnýja þær eða stof- na til nýrra ökutækjatrygginga hjá þeim aðilum. Þetta eigi menn að hafa í huga við endurnýjun trygginga og kaup og sölu bif- reiða. Þá vill stjórnin benda á að hlutaðeigandi sé frjálst að velja sér það bifreiðatryggingafélag hér á Iandi, sem þeir sjálfir kunna að kjósa. Afar brýnt sé að viðskiptavinir Lloyd's / FIB- tryggingar hugi að þessum mál- um þegar í stað og sjái til þess að vátryggingaskyldu sé fullnægt Iögum samkvæmt. „Það þarf ekki að hafa um það mörg orð, að hafi hifreiðaeigend- ur ekki lögboðnar vátryggingar í gildi, getur slíkt auðveldlega rið- ið fjárhag þeirra að fullu, enda geta einstaka bótakröfur numið milljónum króna,“ segir Sigmar Ármannsson hjá ABI. Nokkrir tugir stunda vændi „Til Stígamóta hafur á undanförnum árum leitað fólk sem vegna erf- iðra afleiðinga kynferðisofbeldis hefur leiðst út í eiturlyfjaneyslu og síðar vændi. Þessi hópur er ekki skráður sérstaklega, en við vitum að um er að ræða nokkra tugi einstaklinga. Eins og í öðru starfi Stíga- móta er fyrst og fremst um konur að ræða, en nokkrir karlar hafa líka leitað sér hjálpar vegna svipaðrar reynslu," segir Rúna Jónsdóttir í Stígamótafréttum. Þar sem þær Stígamótakonur hafi lcngi langað að bjóða upp á sjálfshjálparhópa fý'rir þessa aðila sagðist hún hafa heim- sótt tvo staði í Danmörku þar sem vændiskonum bjóðist stuðning- ur og unnið sé gegn vændi. „Mcð í för voru tvær fræðikonur frá „Rannsóknum og greiningu" sem vinna að úttekt á vændi á íslandi fyrir dómsmálaráðherra." - hei 762 milijónir í gróða hjá Össuri I óendurskoðuðu 9 mánaða árshluta- uPPSöri Össurar hf. er hagnaður fyr- ir afskriftir 610 milljónir og í endur- skoðaðri áætlun er nú gert ráð fyrir 762 milljóna króna hagnaði fyrir af- skriftir fyrir árið í heild. Heildarvelta samstæðunnar á tímabilinu janúar til september er 2.827 milljónir eða um 170% hærri en á sama tíma í fyrra. Helstu ástæð- ur veltuaukningarinnar eru: Rekstr- arniðurstaða Flex-Foot gætir í rekstri félagsins frá 1. apríl. Sala á nýjum vörum, sem settar voru á markað á tímabilinu, hefur gengið vel auk þess sem sölukerfi félagsins í Bandaríkj- unum hefur náð fullum afköstum. Afslættir voru lækkaðir til dreifiaðila I. júlí sem hækkar sölutekjur fyrirtækisins auk þess sem Bandaríkja- dollar hefur hækkað á tímabilinu. 15 máiiaða fangelsi fyrir kynferðisafbrot Karimaður liefur í Héraðsdómi Norðurlands vestra verið dæmdur í 1 5 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum stúlkum. Brotin stóðu yfír í langan tíma að mati dómsins og höfðu mikil áhrif á stúlkurnar. Maðurinn hefur leitað aðstoðar hjá presti og sálfræð- ingi. Honum cr jafnframt gert að greiða stúlkunum 700.000 kr. í bætur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.