Dagur - 24.10.2000, Side 6

Dagur - 24.10.2000, Side 6
6 - ÞRIDJUDAGUR 24. OKTÚBER 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: A ðstoðarritstjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netföng auglýsingadeildar: Simar auglýsingadeildar: Sfmbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNÚÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is (REYKJAVÍK)563-161 5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Aldarfj órðimgi síðar í fyrsta lagi Það var mikill hugur í íslenskum konum á kvennafrídeginum fyrir tuttugu og fimm árum. Þátttakan var svo almenn að at- hygli vakti víða um heim. Afbragðsvel tókst að vekja athygli á því hversu mikið skorti á að konur og karlar sætu við sama borð í samfélaginu, og skipti þá engu máli hvort litið var til atvinnu- lífs, stjórnmála eða heimila. Konur sem unnu utan heimilis þurftu í langflestum tilvikum einnig að sinna heimilishaldi og barnauppeldi. A vinnumarkaði báru konur minna úr býtum en karlar fyrir sambærileg störf, þótt launajafnrétti væri fest í landslög. Og konur voru að mestu áhrifalausar í ríkisstjórn og á Alþingi. Almenn krafa kvenna um breytingar á öllum þessum sviðum leiddi til kvennafrídagsins fræga. í öðru lagi Tuttugu og fimm árum síðar er ekki aðeins verið að fagna merkum degi í sögu jafnréttisbaráttunnar. Það er líka spurt um árangur. Og sem betur fer má sjá hann á mörgum sviðum þjóð- lífsins. Algjör bylting hefur þannig orðið á stjórnmálaþátttöku kvenna. Konur eru nú fjölmennar á Alþingi og í ríkisstjórn, og eins í sveitarstjórnum. Sama má segja um menntunina. Konur eru nú fleiri en karlar í flestum deildum Háskóla Islands. Þetta eru merk dæmi um mikilvæga áfangasigra og breytt hugarfar. í þriðja lagi Hins vegar er ljóst að á ýmsum sviðum er enn langt í land að jafnrétti ríki milli karla og kvenna. Konur eru enn mun fjöl- mennari í láglaunastörfum en karlar. Enn er gengið fram hjá hæfum konum við veitingu mikilvægra embætta. Karlmenn sinna enn alltof lítið heimilisstörfum og uppeldi barnanna. Og þótt konur séu orðnar áberandi í þjóðmálabaráttunni er auðvit- að enn langt í frá að þær ráði þar til jafns við karlmennina. Það er vissulega ríkulegt tilefni til að fagna þeim árangri sem náðst hefur frá því konur tóku sé frí frá störfum 24. október árið 1975, en ekki síður brýnt að nota afmælisdaginn til að hvetja til nýrrar sóknar fyrir jafnrétti kynjanna. Elias Snæland Jónsson I Jesú nafni Þá eru jólin að koma. Ikea er farið að auglýsa jólin og Garri sá ekki betur en að jiað hafi verið mynd af jólaútsillingu í búðarglugga á forsíðu Dags á dögunum. Það er ánægjulegt að sjá hversu vakandi kaup- menn eru og eftirvæntingar- fullir eftir því að fagna fæð- ingu frelsarans enda erfitt að sjá fyrir sér betri aðferð tii að fagna komu Jesúbarnsins en að stunda sem mesta verslun. Þvf meiri verslun og því meira af peningum sem skipta um hendur, því meiri fögnuður og hátíð tii heiðurs Jesúbarninu. Þess vegna gefur það auga leið að ef kaup- menn ná að teygja á jólaversluninni þannig að hún standi yfir í þrjá mánuði, október, nóv- ember og desember - já og jafnvel eitthvað fram í janúar, þá eru þeir að styrkja og efla kristni- hald í landinu til mikilla muna. Sérstaklega jjykir Garra vænt um að sjá hversu vel kaupmenn ætla að taka við sér í ár vegna þess að nú er þjóðin einmitt að fagna þúsund ára afmæli kristnitök- StóraiiMn verslim Stóraukin verslun íjesú naf’ni um jólin gæti því orðið rúsfn- an í kristnihátíðar pysluend- anum. Eitthvað sem tekið yrði eftir - stórafrek drottni til dýrðar á þessum tímamótum. Það væri t.d. ekki amalegt ef Islcndingar næðu að slá fyrri met í veltu í jólaversluninni svona í tilefni kristnitökuaf- mælisins. Þess vegna hríslað- ist kristilegur sæluhrollur um Garra þegar hann las það hér í blaðinu að biskupsstofa ætl- Versiun í Jesú nafni. aði að stofna til samkeppni í kristilegri markaðssetninu og hafa um jiað samvinnu við Samtök auglýsingastofa, verslunina, Húsfélag Kringl- unnar og Þróunarfélag mið- horgarinnar. Tilgangurinn er að stuðla að sem kristilegastri kynningu á jólavarningi og sjálfur biskupinn ætlaði síðan að afhenda sigurvegaranum verðlaun rétt fyrir sjálfa jóla- hátíðina. Helgimyndir Þetta eru auðvitað frábær tíð- indi, þvt ekki einungis verður nú verslað í Jesú nafni heldur verður varningn- um stillt upp í búðar- gluggana í Jesú nafni. Þá mun reyna á út- sjónasemi og hug- myndaflug kaupmanna sem eflaust munu nú setja upp helgimyndir þar sem plast-Jesúar liggja í plast-jötum og plast - Maríur, Jósefar og vitr- ingar verða eflaust líka í veigamiklum hlutverkum. Garra sýnist þó einboðið að nú verði hinir fersku straum- ar úr dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu nýttir til hátíða- haldanna og pappírs-Jesúum komið upp til skreytingar í og við verslanir til viðhótar við helgimyndirnar í sjálfum gluggunum. Sveitarstjórnir gætu t.d. haft þetta í huga jiegar gegnið er frá götu- skreytingum og jólaljósum. Þannig væru pappírs-Jesúar vegfarendum til stöðgugrar áminningar um nálægð jól- anna og nauðsyn þess að skreppa f næstu búð og versla eitthvað. Jólin nálgast og Garri finnur á öllu að í ár verða þau venju fremur gleði- leg. GARRl JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Kristileg markaðssetning Það hefur á stundum andað nokkuð köldu milli höndlara og boðbera kristni á jörðu allt frá því frelsarinn rak krambúðar- og lausasölumenn út úr musterinu með harðri hendi um árið og ruddi um sölubásum og varningi sem frægt varð. Þetta upphlaup í musterinu hefur raunar orðið til þess að í margra augum er eitt- hvað ókristilegt við verslunar- mennsku hvers konar. Og búðar- lokur af bestu gerð, grandvarir sómamenn í hvívetna, hafa mátt þola köpuryrði og dólgshátt úr herbúðum jafnt kristinna sem kommúnista um árabil. Þessi andskotaháttur kristninnar í garð frjálsra viðskiptahátta leiddi til þess að lengi var aðeins Gyð- ingum talið sæmandi að stunda viðskipti og lánastarfsemi, eða a.m.k. létu kristnir bisnessmenn gjarnan Gyðinga fronta fýrir sig, tíl að styggja ekki heilaga kirkju. og sópuðu svo að sjálfsögðu gróðanum í eigin vasa. Krókmakarar Islenskir verslunar- menn hafa ekld síður verið illa þokkaðir af kristnum löndum sínum en kollegar þeirra utanlands. Þannig voru danskir kaupmenn álitnir sérstakir óþokkar öldum saman og ku hafa mergsogið blá- fátæka þurfamenn fram úr hófi. Kaupfélögin fengu ekki síður bágt í hattinn þegar þau komu til skjalanna, sérstak- lega á seinni árum og má minna á kvikmyndina Oðal feðranna því til staðfestingar. Og heildsalarnir hafa ekki verið guði og góðu fólki verulega þóknanlegir til þessa. Og nú eru það verslunarrisarnir sem öll spjót standa á og þykja öðrum bröskurum verri. Ástandið í Jjcssum málum er jafnan verst þegar jól nálgast ár hvert, þvf þá er nán- ast gefið út skotleyfi á höndlara og þeir hvarvetna ásakaðir um að spilla jólum og heimilisfriði með taumlausum auglýs- ingaherferðum og skefjalausum áróðri í krókmökunaskyni. Og nú líður ein- mitt að jólum. Manunon blívur En nú er loksins komið annað hljóð í kirkjustrokkinn en áður. Nú ætlar hlessuð þjóðkirkjan að taka höndum santan við Samtök verslunarinnar og hella sér út í auglýsingabransann. en með óbeinum hætti þó. Eiskupsstofa hefur sem sé af eigin frumkvæði ákveðið að beita sér fýrir kristi- legri kynningu á jólavarningi. Og í framhaldinu ætlar kirkjan að veita verðlaun fyrir kristilega markaðssetningu og þær auglýs- ingar sem eru f bestum sam- hljómi við boðskap jólanna. Kirkjan hefur sent sé loksins áttað sig á |iví að gamli Mamm- on er kominn til að vera og er afl þeirra hluta sem gera skal og að kirkjan verður eins og aörir að markaðssetja sig og sinn boðskap í markaðsjijóðfélaginu. Biskup og félagar hafa uppgötvað að neyslukapphlaupið verður ekki stöðvað, en jiað má hugsanlega hægja ögn á keppendum með því að auka kristilegan þankagang í hinni óumflýjanlegu markaðs- setningu jólanna. Þess vegna er opnuð þessi rifa á inusterinu fyr- ir höndlara. Thtyvr Er kæruleysi veidi- manna of einkennandi þátturí kegðun ogvið- korfum í íslenskri skotveiði? Ingimar Eydal fomiadurbjörginmrsveitariwtarSúUm áAkureyri „Það eru alltaf ein- hverjir örfáir einstaklingar sem eru að skemma heildar- myndina og setja svartan blett á fleiri. Eg þekki nokkra veiðimenn sem eru hinir mestu sómamenn og fara varlega, eru verulega ábyrg- ir. Það þarf að taka hart á þess- um kærulausu mönnum og það eina sem þeir skilja er að svipta þá byssuleyfinu. Það er gríðarleg ábyrgð að fá að umgangast skot- vopn.“ Ólafur Friðriksson blaóamaðurog veiðimaður „Það lýsir ekki kæru- leysi þótt þú festir jepp- ann þinn og komist ekki til byggöa hjálparlaust. En Jieir sem festu sig um helgina hefðu verið betur komn- ir með NMT-síma, jiað er hægt að fá þá leigða. En það að beina hlaðinni byssu að öðrum er al- varlegri þáttur, hvort sem við- komandi verður fyrir skoti eða ekki. Það er ekki hægt að skrifa það á neitt annað en kæruieysi viðkomandi, þú beinir aldrei hlaðinni byssu að manni, heldur upp í loftið eða niður í jörðina." Oddur Helgi HaHdórsson blikksmiður „Það koma nú flestir heim aftur, er það ekki? Þetta er eldd kæruleysi heldur van- mat á að- stæðum og ofmat á eigin getu. Það á ekki að láta menn borga þann kostnað sem verður til ef leita þarf að mönnum, J>að er skylda Jijóðfélagsins að finna þessa kappa og koma þeim heim aftur.“ Sigurður Helgason upplýsingafulltníi Umfeidanáðs „Þetta er að einhverju Ieyti spcgil- mynd af þessu al- menna aga- Ieysi í þjóð- félaginu. En nú eru marg- ir komnir með betri búnað eins staðsetn- ingartæki og gerfihnattasíma svo vandamálið er ekkj eins stórt og áður. En það er alltaf ástæða til þess að vera á verði.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.