Dagur - 24.10.2000, Page 12
12 - ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000
FRÉTTASKÝRING
Xkgftr
„Kentiir öðnim
Verkfall blasir við í
framhaldsskóliun eftir
hálfan mánuð. Kröfur
kennara þýða helm-
ings hækkun á launa-
kostnaði riMsins.
Erfitt og flókið. Ótrú-
verðugheit.
Það virðist flest benda til þess að
verkfall skelli á í franihaldsskól-
um landsins eftir hálfan mánuð,
eða 7. nóvcmber n.k. Hvort það
sé tilviljun eða ekki þá er þessi
dagur einna þekktastur í nútíma-
sögunni sem rússneski byltingar-
dagurinn, auk þess sem Banda-
ríkjamenn kjósa sér nýjan forseta
á þessum sama degi í ár. I það
minnsta ber enn mjög mikið á
milli ríkisins og framhaldsskóla-
kennara og svo helur verið frá því
viðræður hófust. Þá hefur það
styrkt baráttu kennara til muna
að yfirgnæfandi meirihluti þeirra
samþykkti verkfallsboðunina í
allsherjaratkvæðagreiðslu. Þátt-
takan var yfir 90% og tæplega
82% samþykktu verkfall. Elna
Katrín Jónsdóttir formaður Fé-
lags framhaldsskólakennara segir
að kjarabarátta þeirra með áher-
slu á launaleiðréttingu komi
stéttarfélögum og viðsemjendum
þeirra á almenna markaðnum
nánast ekkert við.
Ef til verkfalls kemur ætti það
ekki að koma neinum á óvart að
það mundi standa yfir í nokkrar
vikur sé miðað við lengd fyrri
verkfalla framhaldsskólakennara
eins og t.d. 1989 og 1995.
Launakrafa kennara um launa-
Ieiðréttingu á dagvinnulaunum til
jafns við aðra hópa innan BiVlH
er sögð fela í sér um 34% Iauna-
hækkun strax og aðrar Iaunakröf-
ur uppá 15% hækkun árlega á
tveggja ára samningstíma. A sama
tíma vill ríkið ræða breytingar á
vinnutíma kennara og auka vægi
dagvinnulauna á kostnað yfir-
vinnu. Kennarar hafa verið lítt
hrifnir af þessum hugmyndum
ríkisins og telja að fyrir því vaki
að reyna að auka kennsluskyldu
þeirra. Það sé öndvert við þróun
kennarastarfsins á hinum Norð-
urlöndunum.
Kastast í kekki
Komi til verkfalls mun kennsla
falla niður í öllum ríkisreknu
framhaldsskólum landsins sem í
eru um 15-20 þúsund nemend-
ur. Að öllum líkindum mun það
einnig verða til þess að brottfall
nemenda muni eitthvað aukast
frá því sem það er alla jafna ár
hvert. Þessi kjaradeila kennara og
ríkisins hefur valdið mörgum
áhyggjum og m.a. landssamtök-
unum Heimili og skóli, auk þess
sem töluverðs kvíða er farið að
gæta meðal margra nemenda og
foreldra þeirra. Til marks um
hvað þessi deila er viðkvæm þá
hefur þegar kastast í kekki á milli
Jónínu Bjartmarz þingmanns
Framsóknarflokksins sem jafn-
framt cr formaður Heimilis og
skóla og formanns Félags fram-
haldsskólakennara sem telur Jón-
ínu ekki vera trúverðuga í mál-
flutningi sínum. Því vísar Jónína
á bug. Þótt skólastjórnendur séu
ekki enn farnir að skipuleggja
skólastarfið með tilliti til yfirvof-
andi verkfalls ætla þeir að hittast
á fundi n.k. mánudag í Hafnar-
firði til að ræða stöðuna.
Þá er viðbúið að sú eindrægni
sem ríkir í röðum framhalds-
skólakennara muni stappa stálinu
f aðra hópa opinberra starfs-
manna en samningar margra
þeirra losna um mánaðamótin.
Framhaldsskólanemar ætla ekki
heldur að liggja á liði sínu og hafa
m.a. boðað að þeir muni verða
með aðgerðir á götum úti til
stuðnings kennurum ef til verk-
falls kemur og það dregst eitthvað
á langinn. Síðast en ekki síst
horfa stéttarfélög og atvinnurek-
endur á almenna markaðnum
vökulum augum á allar hreyfing-
ar í samningamálum ríkisins við
kennara og aðra opinbera starfs-
menn vegna launarammans sem
samið var um sl. vetur með
stuðningi ríkisins. Raskast for-
sendur þeirra samninga með
verðlagsbreytingum eða launa-
hækkunum er launaliður þeirra
brostinn. Fyrir vikið yrði að semja
uppá nýtt.
Staða þessara mála var meðal
þess sem rætt var á fyrsta fram-
kvæmdastjórnarfundi Starfs-
greinasambands íslands í síðustu
viku. Halldór Björnsson formað-
ur sambandsins segir að menn
verði að sjá betur í spilin hjá
kennurum og öðrum áður en
hægt verður að tjá sig mikið um
hvaða áhrif það kann að hafa á
forsendur samninga á almenna
markaðnum. Hins vegar munu
menn fylgjast grannt með fram-
vindu mála.
Stif fundahöld
Mikil fundahöld eru fyrirhuguð á
milli saminganefnda framhalds-
skólakennara og ríkisins í Karp-
húsinu þessa vikuna, enda mun
ríkissáttasemjari reyna allt hvað
hann getur til að þoka deiluaðil-
um nær hvor öðrum við samn-
ingaborðið. Þórir Einarsson ríkis-
sáttasemjari segir að erfitt sé að
leggja mat á stöðuna þar sem
þarna sé um flókið og viðamikið
mál að ræða sem tengist m.a.
hugsanlegri kerfisbreytingu á
launafyrirkomulagi kennara til
viðbótar kröfum um launahækk-
un. Hann segir að viðræðurnar
séu ekki enn komnar á það stig að
menn séu farnir að kasta á milli
sín gagntilboðum. Það sé því við-
búið að framundan sé löng leið
áður en samningar takast. I sinni
vinnu þarl’ ríkissáttasemjari að
vinna með tvcimur nefndum
kennara við samningaborðið gegn
ríkinu. Stjórnendur framhalds-
skóla, þ.e. svonefndir millistjórn-
endur eru með sína viðræðu-
nefnd og svo kennarar með aðra.
Ríkissáttasemjari segir að þessi
verkaskipting sé m.a. vegna þess
að áherslumunur sé á störfum
þessara tveggja hópa þótt kröf-
urnar séu þær sömu og þeir séu
innan sama stéttarfélagsins.
Nemendur Menntaskólans á Akureyri skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við kröfur kennara á Ai
Tvöföldun á launakostnaði
Gunnar Björnsson formaður
samninganefndar ríkisins segir að
útlitið sé ekki bjart í kjaraviðræð-
um þeirra við framhaldsskóla-
kennara. Hann segir að ef gengið
verði að ítrekustu kröfum kenn-
ara mundi það tvöfalda árlegan
launakostnað ríkisins vegna
framhaldsskólakennara, eða úr 4
milljörðum króna í 8 milljarða
króna. Þetta sé þó gróft reiknað.
Gunnar bendir einnig á að ríkið
sé búið að skuldbinda sig til að
fylgja sambærilegri launastefnu
'og um var samið á vinnumark-
aðnum sl. vor.
Hann segir að samninganefnd
ríkisins sé ennfremur tilbúin til
að ræða breytingar á launasam-
setningu kennara með því færa
stærri hluta launanna yfir í dag-
vinnu á kostnað yfirvinnu og gera
vinnutíma kennara mun sveigjan-
Iegri en verið hefur. Hluti af því
sé að losa um þá miðstýringu sem
verið hefur á skilgreiningu starfa
í kjarasamningum og hvað hver
verkþáttur tekur langan tíma. Þá
er einnig vilji hjá rfkinu að fá
fram breytingu á kennsluafslætt-
inum. Gunnar viðurkennir þó að
það geti orðið erfitt. Þá sé eðlilegt
að öll prófavinna verði hluti af
dagvinnu í stað yfirvinnu, enda sé
sú vinna hluti af reglulegri vinnu
kennarans. Þá séu allir þættir í
vinnuskyldu kennara byggðir á
mati. Gunnar segir að bak við
þetta mat séu misjafnlega áreið-
anlegar mælingar. 1 sumum til-
vikum séu þær raunhæfar og í
öðrum ekki.
Ríkið hafnar og hafnar
Elna Katrín Jónsdóttir formaður
Félags framhaldsskólakennara
segir að staðan í samningamálun-
um hafi einkennst af því að ríkið
hefur keppst við að hafna fram-
komnum Iaunakröfum kennara.
Hún segir að kennarar hafi einnig
verið í viðræðum við ríkið um
Iaunakerfismál og m.a. hefur ver-
ið lögð talsverð vinna í það í
tengslum við nýja aðalnámskrá.
Það sé hins vegar með öllu óljóst
hvað úr því muni koma. Elna seg-
ir að ef ríkið sé að ræða um að
koma ekki til móts við launakröf-
ur þeirra, þá þýði lítið að ræða
um nýtt launakerfi. Hún segir að
þetta sé allt háð því að það fari
citthvað að rofa til í afstöðu ríkis-
ins og hvað það sé sem það ætlar
að bjóða kennurum. Það sé því
orðið töluvert brýnt að fá það
fram hjá ríkinu hvaða hugmyndir
það hefur um gerð nýs kjara-
samnings við kennara og hver sé
stefna þess.
í viðræðum um nýtt launakerfi
hafa kennarar lagt áherslu á að
breyta framsetningu á kaflanum
um launaröðum þannig að það
líktist meira sambærilegum köfl-
um í samningum annarra há-
skólamanna hjá ríkinu. Elna
Katrín áréttar þó að þar með sé
ekki verið að tala um vinnustaða-
samninga, heldur endurskilgrein-
ingu á störfum með tilliti til
menntunar, starfstengdra þátta,
ábyrgðar og reynslu. Þá hefur
kennurum reynst erfitt að fá fram
hjá samninganefnd ríkisins hvað
sé átt við með því að reyna að
auka vægi dagvinnulauna á
kostnað yfirvinnu. Formaður
framhaldskólakennara bendir á
að þorri allrar yfirvinnu sem unn-
in sé í skólanum séu kenndar yf-
irvinnustundir. Það sé því erfitt
að sjá hvernig þessi tilfærsla geti
átt sér stað nema því aðeins að
ríkið stefni að því hækka kennslu-
skyldu kennara í dagvinnu. Hún
telur að með þessum hugmynd-
um sínum sé ríkið ennfremur að
reyna að ná til baka afsláttum
kennara í kennsluskyldu. í því
sambandi bendir hún á að aðal-
námskrá framhaldsskóla hefur
leitt til enn meiri vinnu kennara.
Afslátturinn ekki falnr
Hún áréttar það sjónarmið kenn-
ara að kennsluafslátturinn sé
ekki falur. Enda væri það mjög
undarlegt ef menn léðu máls á
því í Ijósi þeirrar þróunar sem átt
hefur sér stað meðal starfsystkina
þeirra á öðrum Norðurlöndum
sem jafnframt séu með hærri
Iaun. Kennsluskylda kennara sem
er að byrja kennslu f framhalds-
skólum er um 24 tímar á viku.
Með afslættinum sé algeng
kennsluskylda í 100% starfi um
22 tímar í viku hverri. Formaður
framhaldsskólakennara segir að
miðað við margt annað sem
kennarinn þarf að sinna í sinni
vinnu séu 22 tímar í vikulegri
kennslu alveg yfrið nóg. Af þeim
sökum hafna kennarar því að
auka þessa kennsluskyldu.
I kröfum kennara er farið fram
á að byrjunarlaun hækki með
launaleiðréttingu úr 109 þúsund-
um í' 149 þúsund og í lok hugsan-
legs 2 ára samningstíma yrðu þau
komin í 190 þúsund á mánuði.
Meðaklagvinnulaun kennara
mundu þá hækka með þessari
leiðréttingu úr 135 þúsund krón-
um í 180 þúsund og sfðan uppí
240 þúsund á mánuði í lok samn-
ingstímans. Upphafskrafan er að
kennarar fái rúmlega 34% leið-
réttingu á dagvinnulaunum sín-
um miðað við þá Iaunaþróun sem
átt hefur sér stað hjá öðrum há-
skólamenntuðum hópum hjá rík-
inu. Þá er miðað við stöðuna eins
og hún var í mars í ár. Viðbúið er
að sú krafa geti orðið eitthvað
hærri sé miðað við þróunina eins
og hún var orðin í sl. mánuði, en
verið er að gera úttekt á þeirri