Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 1
Biskupinn á leið í
„veruleg vandræði66
Ekki kirkjaii sem á í
kreppu heldur embætti
biskups eða hauu sjálf-
ur að mati sóknar-
prestsins í Reykbolti.
Hann sakar biskupiun
um lögbrot.
Sr. Geir Waage, sóknarprestur í
Reykholti, gagnrýnir biskup Is-
lands, sr. Karl Sigurbjörnsson, eft-
ir uppþot sem varð á kirkjuþingi í
vikunni. Málið snerist einkum um
viðskipti biskups við sr. Gunnar
Björnsson, fyrrum sóknarprest í
Holti í Onundarfirði. Geir segir
afskaplega óheppilegt að kröfu
um svör við ákveðnum efnisatrið-
um hafí í engu verið sinnt.
„Eg spái því að ef hann heldur
þessu áfram þá komist hann í
veruleg vandræði. Hann verður að
eiga samtal við einhverja og það er
lágmarkskrafa að hann svari því
sem til hans er beint. Hann er í
ábyrgðarhlutverki
og það er ekki
einkamál á nokkurn
hátt hvernig hann
stendur að embætt-
isfærslum. Hann er
tilsjónarmaður
kirkjunnar allrar,"
segir Geir um at-
burðina á kirkju-
þingi.
Þagnarmúr?
Telur Geir semsagt
að opin skoðana-
skipti og gagnrýni
séu þættir sem eigi í
vök að verjast innan
kirkjunnar? „Auðv'itað og þessi
mál verða að vera uppi á borðinu.
Það má ekki vera neitt lcyndarmál
hvað gert hefur verið og menn
verða að vera viðbúnir því að taka
gagnrýninni."
Til að gera Ianga sögu stutta
Ijallar kirkjuþingsmálið sem Geir
vitnar til um ólíðandi vinnubrögð
að hans mati. Það
hófst með því að
doktor Gunnar
Kristjánsson kom
fram með gagnrýni
og ákveðnar fyrir-
spurnir um skýrslu
biskups og kirkju-
ráðs og síðar tók
Geir undir þá
gagnrýni. Niður-
staðan varð hins
vegar dagskrár-
breyting þar sem
fundurinn var
stöðvaður og mál-
ið svæft að hans
sögn.
Einstök auðmýkmg
Geir sakar biskup um lögbrot þeg-
ar sr. Gunnari Björnssyni í Holti
var vikið úr embætti áður en búið
var að úrskurða um þau málalok.
Hann ræddi einnig á þinginu
hvernig trúnaðarbréf Gunnars til
kollega komst í almenna umferð
og þá auðmýkingu sem presturinn
í Holti varð að ganga í gegnum
með því að þurfa að biðjast afsök-
unar með einstæðum hætti. Hún
hafi verið mannréttindabrot.
„Þctta er alveg eins og á dögum
Olafs Skúlasonar. Það mátti ekki
tala um hlutina þá heldur voru
notaðar dagskrártillögur til að
ljúka málum og taka málfrelsið af
mönnum," segir Geir.
A hinn bóginn er Geir ósam-
mála biskupi um eina frægustu yf-
irlýsingu kirkjuþings. „Kirkjan er
eldd í neinni kreppu. Það getur vel
verið að biskupsembættið sé að
einhverju Ieyti í kreppu, eða hann
sjálfur, ég ætla ekkert að tjá mig
um það. En ef við skoðum starf
kirkjunnar þá er þar gríðarlega
mikið að gerast, mikið starf og
glæsilegt."
Dagur náði ekki tali af biskupi í
gær vegna þessa máls. - BÞ
Sja úttekt bls. 32-33
Sr. Geir Waage: Eins og á
dögum Úlafs Skúlasonar.
Vilja 60%
hækkun
Skipstjórar, stýrimenn, brytar og
kokkar á kaupskipum hafa visað
kjaradeilu sinni til ríkissáttasemj-
ara. Sem dæmi um launakröfur
þessara hópa þá vilja stýrimenn að
grunnlaun þeirra hækki um 60%,
eða úr 100 þúsund krónum í 160
þúsund á mánuði.
Guðjón Pedersen framkvæmda-
stjóri Skipstjóra- og stýrimannafé-
lags íslands segir að viðbrög út-
gerða við kaupkröfum þeirra séu
neikvæð. Hann segir að nienn geri
þá kröfu að samningaviðræður
gangi hratt og vel fyrir sig. Ef ekk-
ert fer að skýrast í kjaradeilunni
mjög fljótlega sé viðbúið að menn
verði að grípa til aðgerða. Hins
vegar hefur engin ákvörðun verið
tekin um það ennþá. Þessi kjara-
deila snertir á annað hundrað skip-
stjórnarmenn. Þar af eru 98 á
kaupskipum, rúmlega 20 á feijum
og annað eins á varðskipum. Þeir
síðastnefndu hafa þó ekki verk-
fallsrétt. Fundað var í deilunni hjá
ríkisáttasemjara í gær en samning-
ar þessara hópa renna út um mán-
aðamótin. - GRH
Óformleg opnunarhátíð Tónabæjar í nýju húsnæði að Safamýri 28 fór fram í gær. „Hjarta" Tónabæjar var borið
frá Skaftahlíðinni yfir í Safamýri og í kjölfarið var haldið opnunarball.
Gulldrottningin Kristín Rós
AimaðguU
Kristmar
Kristín Rós Hákonardóttir vann í
gær sitt annað gull á ólympíu-
leikum fatlaðra í Sydney, þcgar
hún sigraði í úrslitum 100 m
baksundsins á nýju ólympíumeti,
1:26,31 mín. Þar með eru verð-
laun hennar á leikunum orðin
fjögur, því áður hafði hún unnið
gull í 100 m bringusundi og
brons í 200 m íjórsundi og 100
m skriðsundi. I öðru sæti sunds-
ins í gær varð norska stúlkan Eva
Renate Indrevold á 1:28,24
mín., tæpum tveimur sekúndum
á eftir Kristínu, og í þriðja sæti
bandaríska stúlkan Shannon
Bothelio á 1:30,60 mín. Núna í
morgunsárið tekur Kristín þátt í
úrslitum 50 m skriðsunds, en
þar á hún góða möguleika og á
annan besta skráða tíma kepp-
enda. Sjá nánari umfjöllun og
viðtal við Kristínu Rós á bls.28
Umdeildar
heræfíngar
Mjög skiptar
skoðanir eru á
því hvort fallast
eigi á beiðni
NATO um að
efna til heræf-
inga í Bláfjöllum næsta sumar.
Dagur spurði á Netinu um af-
stöðu fólks til þess hvort leyfa
ætti þessar heræfingar. Þátttaka
var mikil því nokkuð á fjórða
þúsund greiddu atkvæði. Meiri-
hlutinn, eða 57%, var fylgjandi
því að leyfa hcræfingarnar, en
43% voru því andvíg.
Nú er hægt að grciða atkvæði
um nýja spurningu Daga á Net-
inu. Hún hljóðar svo: Telur þú
að vægari refsingar skili sér í
færri glæpum? Slóðin er sem
fyrr: visir.is
Dgj^ttr
visir.is
Enginn imuiur á
SUSqgjafiiaðar
moimiun?
bls. 33
Gagnrýni
rektors rétt-
mæt.
bls. 29