Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 7
Xk^ur
LAV GARDAGU R 28. OKTÓBER 2000 - 31
RITSTJÓRNARSPJALL
Sú umræða sem verið hefur um málefni nýrra íslendinga að undanförnu hefur verið uppbyggileg og skemmtileg.
Stephan G. fóstr-
an og foðurlandið
BIRGIR
GUDMUNDS
SON
SKRIFAR
„í útvarpinu heyrði ég Iag“, söng
Bjöggi og HLH flokkurinn við
miklar vinsældir hér um árið.
Mig langar til að taka undir þetta
með örlitlu fráviki þó og segja: I
útvarpinu heyrði ég ljóð. Ljóðið
var svona (fyrri tvö erindin):
Ég á orðið einhvem veginn
ekkert föðurland,
þó að fastar hafi um hjartað
hnýst það ræktarband,
tninn sem tengdan huga hefur
hauðri, mig sem ól,
þar sem æskubrautir birti
björtust vonarsól.
Fóstran gekk mér aldrei alveg
í þess móðurstað.
Það var eitthvað, á sem skorti -
ekki veit ég hvað -
og þvt hef ég arfi hennar
aldrei vera sagst.
Þó hefur einhver óviðkynning
okkar milli lagst.
(Stephan G. Stephansson,
1891, Andvökur)
Útlegðin
Það var næstum eins og að hitta
óvænt gamlan vin eða kunningja
eftir margra ára viðskilnað þegar
ég heyrði þetta ljóð Stephans G.
Stephanssonar, Útlegðina, lesið
í útvarpsþætti um síðustu helgi.
Eg hef satt að segja varla lesið
Stephan mikið síðustu 10 -15
árin eða svo, en var þó um skeið
nánast forfallinn. Stephan átti
sér tvö eða þrjú föðurlönd -
svona eftir skilgreiningu. Island
þar sem hann ólst upp og bjó til
tvítugs og cins og við vitum báru
hugur hans og hjarta æ þess
heimalands mót. Og svo Norður
- Ameríka, eða Bandaríkin og
Kanada, þar sem hann bjó til
dauðadags. „Útlegðin" er eitt af
fjölmörgum kvæðum Stephans
þar sem hann tjáir með sterkum
hætti þá tilfinningu að finnast
hann í raun ekki alveg tilheyra
neinu sinna móðurlanda, að
hann sé með einhverjum hætti
alls staðar gestur - hann er bú-
inn að vera svo lengi frá æsku-
brautanna björtustu vonarsól, en
samt hefur fóstran sem tók við
honum ekki algerlega gengið
honum í móðurstað. Munaðar-
leysingjatilfinningin er snilldar-
lega fram sett eins og Stephani
var einum lagið - og lætur engan
ósnortinn.
Nýtt landnám
Fastlega má gera ráð fyrir að
þúsundum Vestur - Islendinga
hafi Iiðið eitthvað svipað og
Stephani og eflaust skiptu þeir
milljónum landnemarnir í Norð-
ur Ameríku frá öllum heims-
hornum sem ólu svipaðar tilfinn-
ingar í brjósti á öndverðri 19.
öldinni. Bandaríkin og Kanada
voru(eru) landnemasamfélög,
sem þróuðust vissulega á nokkuð
ólíkan hátt en þurftu tíma til að
þjálfast upp í fóstruhlutverkinu.
En þó landnáminu sé lokið í
bókstaflegri merkingu, þá hefur
það þó haldið áfram í formi
flutninga á fólki sem finnur sér
nýjan samastað í nýju landi. Hið
nýja landnám er nú komið á
hnattrænan mælikvarða og hefur
aldrei verið eins mikið og fjöl-
breytt og einmitt nú. Astæður
flutninga geta verið ótalmargar;
menn neyðast til að flýja heim-
kynni sín, menn flosna upp
vegna slakra lífskjara, menn leita
að nýjum tækifærum, menn
verða ástfangnir þvert yfir heim-
inn og svo mætti lengi telja. I
þesu tilliti er hinn ofnotaði og
nokkið þvældi frasi um heims-
þorpið áberandi raunverulegur.
Og þetta er ekki eitthvað tfma-
bundið ástand sem er tilkomið af
stríði hér, uppskerubresti þar eða
efnahagskreppu einhvers staðar
annars staðar. Fjölþjóðleg út-
gáfa af tilfinningaríkum Kletta-
fjallabóndanum er trúlega al-
gengari en maður hyggur og
ábyggilega mun algengari í dag
en hún var þegar hann orti sjálf-
ur um útlegðina.
Jákvæð mnræða
Eðlilega munum við íslendingar
ekki fara varhluta af þessari þró-
un og höfum ekki farið varhluta
af henni. Sem betur fer. Síðustu
vikur hefur einmitt verið talsverð
umræða um gildi fjölmenningar-
legs samfélags, þar sem athygli
hefur verið vakin á fjölbreytileika
þjóða og menningarheima eru til
staðar hér á Islandi. Málshefj-
endur í umræðunni hafa gert sér
far um að stilla málum upp með
jákvæðum og skemmtilegum for-
merkjum þar sem athyglin er
dregin að því hvernig hinir nýju
Islendingar geta auðgað líf okkar
hinna - gömlu lslendinganna.
Þess utan hefur verið að koma
betur fram að nýir Islendingar
hafa beinlínis verið að gera okk-
ur öllum gríðarlegan efnahags-
legan greiða með því að koma
hingað og vinna - svo ekki sé tal-
að um þann hvalreka sem er-
lendir tónlistarmenn hafa verið
fyrir menningarlífið, sérstaklega
á landsbyggðinni.
En lífið er auðvitað ekki alltaf
dans og spil og vegna þess að
menn þekkja reynslu annarra
þjóða þá krauma undir áleitnar
spurningar og ótti við fordóma
og hatur. Og vissulega hljóta að
fylgja aukinni fjölbreytni og
flóknari samskiptum ýmsir erfið-
leikar sem vinna þarf úr. Og sem
betur fer hafa menn li'ka verið að
benda á slíkt, að brýnt sé að
huga að þeim málum sem allra
fyrst þannig að við fljótum ekki
sofandi að feigðarósi - til þess
eins að vakna upp við að orðinn
sé til mikill vandi.
Þorf á stefnu
Málefni nýrra Islendinga eru
vitaskuld margþætt og jafnvel
snúin á stundum. Hins vegar
sýnir árangursrík stefna stjórn-
valda varðandi flóttamenn, að ef
brugðist er við af festu og rausn-
arskap, þá verða vandamálin
ekki til. Tækifærið er íyrir hendi
varðandi málefni annarra nýrra
Islendinga. Spurningin er ein-
ungis að grípa það og hafa áhrif
á þróunina í staðinn fyrir að
lenda í eltingaleik við hana. I
Degi í gær var t.d. mjög áhuga-
verð frétt um fjölda barna í
Reykjavík sem hafa íslensku sem
annað tungumál. A tveimur
árum fjölgaði þessum börnum
um meira en 200% og eru þau
orðin hátt í sex hundruð. Þetta
kallar vitaskuld á verulega sér-
kennslu og úrræði sem ekki má
spara, þó óneitanlega sé nokkur
tilhneiging til þess meira að
segja fyrir önnur börn en nýja ís-
lendinga. Fleiri lítil dæmi af
þessu tagi mætti nefna, en þau
eiga það þó sameiginlegt að vera
gríðarlega stór og mikilvæg varð-
andi framtíðarþróunina. Geta
beinlínis ráðið úrslitum um
hvort íslenskt samfélag nær að
verða sú fóstra, sem gengur nýju
Islendingunum í móðurstað að
svo mildu leyti sem hægt er.
Það sem ekki má
Sú umræða sem nú hefur vakn-
að undir merkjum fjölmenning-
arlegs samfélags á eflaust eftir að
halda áfram og er það vel meðan
hún er undir sínum skemmtilegu
og uppbyggilegu formerkjum.
Flokkarnir hljóta líka í auknum
mæli að gefa þessum málum
gaum sem sérstökum málaflokki,
en óneitanlega vekur það
nokkurn ugg að hér er í jú verið
að tala um ákveðna tegund af
samfélagslegi þjónustu, sem
óhjákvæmilega mun kosta eitt-
hvert framlag af opinberu fé. En
þegar hugmyndafræðin býður
gjaldkerum þess opinbera að
skammta naumt er alltaf hætta á
að menn láti ný verkefni sitja á
hakanum. Það hins vegar er svo
aftur líklegt til að magna upp þá
óviðkynningu sem getur svo auð-
veldlega lagst á milli nýju íslend-
inganna og fóstru þeirra. Það
einfaldlega má ekki gerast.