Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 6
7, n *. * c 30 - LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 ÞJÓDMÁL ___ XJ^uir ___________________________________________ Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netfong auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is Simar auglýsingadeildar: (reykjavIk)563-1615 Ámundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdáttir. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrd 551 6270 (REYKJAVlK) Sjálfstæði Færeyja í fyrsta lagi Viðræður Færeyinga og Dana um sjálfstæði eyjanna hafa siglt í strand vegna þeirrar harkalegu afstöðu sem einkennt hefur viðbrögð dönsku ríkisstjórnarinnar við fullveldisóskum Færey- inga. Danir hafa ekki aðeins hafnað að líta á Færeyinga sem sjálfstæða þjóð í þjóðréttarlegum skilningi, heldur einnig vísað á bug óskum um hæfilegan aðlögunartíma fyrir fjárhagslegan aðskilnað landanna. Danir hafa þannig frá upphafi fylgt stefnu sem hefur það að meginmarkmiði að hræða færeyska kjósend- ur frá öllum hugmyndum um sjálfstæði eyjanna. í öðru lagi Danskir skattborgarar greiða árlega um 1300 milljónir danskra króna til samfélagsþjónustu í Færeyjum. Landsstjórnin hefur sýnt fram á að með hæfilegum aðlögunartíma sé hægt að fella fjárstuðninginn niður án þess að það hafi neikvæð áhrif á efnahag og lífskjör Færeyinga, og jafnframt boðist til að end- urgreiða slíkan stuðning ef og þegar farið verði að vinna olíu á færeyska landgrunninu. Þessu hafnar danska stjórnin og kveðst muni fella allan fjárstuðning niður á fjórum árum ef Færeyingar haldi sjálfstæðiskröfu sinni til streitu, vitandi að slíkt yrði óviðunandi efnahagslegt áfall fyrir eyjarnar. í þriðja lagi Obilgjörn afstaða danskra stjórnvalda veldur vonbrigðum. Vegna langvarandi fullveldisbaráttu við Dani hafa Islendingar mikla samúð með eðlilegum sjálfstæðisóskum Færeyinga. Þeir sem lengst og mest börðust fyrir fullveldi íslands mættu ára- tugum saman skilningsleysi og þvermóðsku danskra stjórn- valda á nítjándu öldinni og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Þrátt fyrir þá reynslu kemur á óvart að við upphaf tuttugustu og fyrstu aldarinnar skuli dönsk ríkisstjórn setja sig í nákvæmlega sömu höfnunarstellingar gagnvart Færeyingum og forverar þeirra í ráðherrastólunum sýndu Islendingum á sínum tíma. Leitt er til þess að vita að í danska stjórnarráðinu ráði enn ferðinni sams konar þverhausar og fyrir heilli öld. Elías Snæland Jónsson Feit þjóð og fögur íslensk þjóð að er þyngjast. Það er niðurstaða fyiggja rannsókna sem framkvæmdar hafa verið á síðustu árum. Og þó kannski sé ekkert að marka eina rannsólvn, þá hlýtur að mega treysta niðurstöðum þriggja rannsókna. Islendingar eru sem sé þyngri en þeir voru hér áður fyrr á árunum og þvk- ir víst fæstum gott á þessum mjónu- og spírutímum, þegar allir eiga að vera svo rennileg- ir og penir. En það er þó huggun harmi gegn að aukin líkamsþyngd per lengdareiningu, hefur ckki haldist í hendur við aukið þunglyndi. Því í rann- sóknirnar leiddu það líka í ljós að heil sjötíu prósent Islendinga eru ánægð með þyngd sína. Og auðvitað er það jákvætt að menn hafa ekki lagst í þung- lyndi yfir þyngdar- aukningunni en um leið neikvætt Jiví ánægjan yfir eigin yfir- þungavigt kemur í veg fyrir að viðkomandi geri eitthvað í sínum málum til að grennast. Það eru sem sé tvær hliðar á þessari tví- böku eins og öðrum. Vambprýðis- meiui Eitt atriði sem vekur athygli í |>ungunarrannsóknunum er að konur hafa að meðaltali þyngst meira en karlar og er kynjamunurinn heil 1300 grömm, konum í hag eða óhag, eftir því hvernig á það er litið. Þetta kemur á óvart því margir hafa einmitt haft áhyggjur af horunaraukningu meðal íslenskra kvenna sem létu glepjast af stöðugri V grenndarkynningu lystarstol- inna fyrirmynda úr hópi fyrir- sæta og kvikmyndastjarna. Helstu fyrirmyndir karla úr glansheimuni kvikmvndanna eru afturánióti yfirleitt mið- aldra og vambprúðar hetjur á borð við Michael Douglas og John Travolta. Þannig að fyrir- l'ram hefði mátt ætla að konur væru að grennast heldur ríf- lega en karlar að þyngjast að sama skapi. En annað er sem sé komið á daginn. Hjassar og jussur Niðurstöður þessara fallþungarannsókna eru líkast til nokkuð áreiðanlegar. En |jó er ýmislegt þarna sem orkar tvímælis og Garri t.d. neitar að trúa, hvað sem tautar og raular. Þarna segir m.a. að offituvanda- mál íslenskra barna sé svipað og hjá jafn- öldrum þeirra í Bandaríkjunum. Og raunar hefur áður komið fram að um- framjjyngdarpróblem íslendinga almennt sé svipað og Bandaríkja- manna. Þessu neitar Garri að trúa. Eins og örugglega flestir sem eithvað hafa fylgst með banda- rísku sjónvarpi eða dvalið þar vestra. Allir sem eitthvað til þekkja hljóta að vita að hjassar og jussur á öllum aldri eru miklu algengari sjón í USA en á íslandi, hvaö svo sem ein- hverjar rannsóknir sýna. Það er rétt og Iöngu vitað að við erum Bandaríkjaniönnum fremri á flestum sviðum, en við eru ekki feitari en þeir. En þaö er þó huggun harmi gegn að aukin líkamsþyngd per lengdareiningu, hefur ekki hald- ist í hendur við aukið þunglyndi. í vikunni voru kynntar skipulags- tillögur, sem koma sitt út hvorri áttinni en að baki þeim liggja áþckkar hugmyndir. Um er að ræða aukinn húsakost stofnana, þar sem stækkunarmöguleikar voru sigldir í strand, en starfsem- in að sprengja húsnæðið utan af sér. Hér er um að ræða byggingar við Lækjarskóla í Hafnarfirði og spítalana við Hringhraut og í Fossvogi í Beykjavik. Bæjarstjórnin í Hafnarfirði stóð agndofa gagnvart því hvernig á að bæta skólastofum við Lækjar- skóla, þar sem lögboðin einsetn- ing þrengir mjög að skólastarfinu. Einsýnir menn, haldnir venjulegu víðáttubrjálæði þeirrar ættar- fylgju, að haginn taki við af hlað- inu og að næsti nágranni sé helst ekki í kallfæri, sáu ekki annan kosti vænni en að flytja annexíu Lækjarskóla á Hörðuvelli. Af mörgum og gildum ástæðum sætti ráðagerðin mikilli mót- spvrnu Halhliiðinga, voru nú all- Lausnir á tilbimum vanda ar ráðagerðir um cinsetningu komnar í harðastrand. Þá kemur minnihluti bæjar- stjórnar með einvalda og vel l’ull- nægandi skipulagshugmynd um hvernig leysa á vandamálið, sem aldrei var nema heimatilbúið. Við Lækjarskóla er nægt rými fyrir nýjar og hentugar byggingar. Lagðar hafa verið fram teikningar af hug- myndinni og er óþarfi að útskýra hana nánar. Þörf er á að auka hús- rými stærstu sjúkra- húsa landsins. Hug- myndir hafa verið uppi um að leggja niður nú- verandi spítala og reisa risabygg- ingu á yrti mörkum þéttbýlis Inn- nesja. Sænskir skipuleggendur voru fengnir til að líta á málið. Heima hjá Jieim er fyrir löngu búið að bannfæra ofurskipulagða svefnbæi og steindauð og niður- drepandi úthverfi úriillum tengsl- um við iðandi mannlíf. Svíarnir hafa nú lagt fram til- lögur um framtíðarhúsnæði sjúkrahúsanna í Fossvogi og við Hringbraut. Hið fyrsta sem þeir ráku augun í var, að þar er víð- áttumikið byggingasvæði við báða spítalana. I Fossvogin- um er mikið af óbyg- gðu landi og eitt af furðufyrirbærum frumbýlinga, skógrækt inni í miðri borg. Ahugafólk um gróður er enn ekki búið á átta sig á hver er munur á skógrækt og garðrækt. Hvað um það, en ljóst er að umhverfi Borgarspítalans býður upp á tak- markalitla stækkunarmöguleika, sé hugviti beitt til einhvers annars en að búa til tölvuleiki. Illskiljanleg úvild Húsasalat Landspítalans við Hringbraut er tilkomið með því að hrúga niður sem flestum við- byggingum við aðrar viðbyggingar á þröngu svæði. Spítálinn er mjög aöþrerigdur og veldur umferðin íbúum nærliggjandi gatna mikl- uni óþægindum. Sænsku skipu- leggjendurnir leika sér samt að Jiví, að margfalda húsakost Land- spítalans og reisa nýju bygging- arnar á núverandi Hringbrautar- stæði og í átt að herflugvcllinum í Miðbænuni. Þessar hugmyndir eru ekki nýj- ar, en þar sem alþingismenn með samgönguráðherra heiða- og fjal- lagatna í fararbroddi telja sér Jiað til pólitísks framdráttar að fjand- skapast við ímyndaða hagsmuni Reykjavíkur, þá verður hvorki komið við hagkvæmni né hlustað á nein skynsemisrök um skipulag Landspítalans. Nefndar skipulagshugmyndir í I lalnarfirði og Reykjavík eru ein- faldar og auðveldar í framkvæmd, aðeins ef víðáttuvitleysingjunum er haldið í skefjum. Minnihlutinn í Hafnar- firði kann ráð til að bjarga HörðuvöHum. spurtTa svarað Á að milda refsingar? (í nýrri skýrslu til dómmálaráð- herra kemur fram að afbrotamenn brjóta ekki frekar af sér og jafnvel síður þegar refsingar eru vægari miðað við ]>að sem verið hefur.) Lúðvík Bergvtnsson þingmaðitrSamJylkingar. “A íslandi hefur almennt verið fylgt stefnu um mun vægari refs- ingar en til dæm- is í Bandaríkjun- um. Þrátt fyrir það eru vísbend- ingar um að ítrekun brota ein- staklinga sem hafa sætt refsingu sé minni hér en þar. Af þessu má draga þá ályktun að menn eigi að fara varlega því fælingaráhrif harðra refsinga eru oft ofmetin." Ini. “Sem verjandi margra ungra al- brotamanna er ég ekki hlynntur hörðum refsing- um. Og það á að gefa strákum sem hafa verið í ein- hverri vitleysu tækifæri ef þeir snúa loks við blaðinu og sýna vilja til að bæta sig; fara í með- ferð, í skóla eða að vinna. El þeir hafa sýnt viljann í verki að þessu leyti er sorglegt ef dómar sem þeir fá eru óskilorðsbundnir, en blessunarlega hefur Jieim fækk- að í seinni tíð." Örn Clausen Inga Þöll Þórgnýsdóttir lögmaðurá Akureyri. “Mér finnst af þessu vera hægt að draga ályktan- ir um fangelsis- mál á Islandi, Jiví oft er haft á orði að innan þeirra sé allt vaðandi í fíkniefnum og klíkustarfsemi ]>ar sem afbrot eru skipulögð, en þar fari lítil betrun fram. Eg hef meiri áhyggjur af ósamræmi í refsilöggjöf og mismunandi rel'si- ramma sem dómarar eru bundn- ir af við ákvörðun refsinga. Refsirammi kynferðisbrota er alltof Iár ef miðað er við ramma fíkniefnabrota, sem stendur reyndar til að hækka.“ Rúna Jónsdóttir staifskoua Stígamóta. “Hvað varðar kynferðisbrota- mál vek athygli á því að innan við 10% kærðra mála leiða til dóms; flest eru þau felld niður vegna strangrar sönnunarbjTÖi. Þegar refsingar í kynferðisbrotamálum er bornar saman við refsingar í öðrum brotaflokkum eru þær undarlega lágar. Llins vegar er það í samræmi við fslenska sið- fræði að refsingar séu vægar, al- mennt trúum við íslendingar ekki á hefnd sem neitt úrræði. Því eru niðurstöðurnar í þessari nýju skýrslu rökréttar, en ég vek athygli á því að ítrekunartíðni i kynferðisbrotamálum er ha skv. sænskum rannsóknum og þvi er samfélagsþjónusta í þeim brota- flokki ekki góð lausn."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.