Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 5
r > * > »- I I <3 r FRÉTTIR LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 20 00 - 29 Vatnsendáblokk- unum frestað Svona mun svæðið líta út samkvæmt breytingartillögum meirihluta skipu- lagsnefndar Kópavogsbæjar. Betur sjá augu en augu, er niðurstaða Gunnars Birgissonar. Tillit tekið til gagn- rýni. Meirihluti skipulagsnefndar Kópavogsbæjar hefur Iagt til að gerðar verði ýmsar breytingar á aðalskipulagi Vatnsendasvæðis- ins þar sem áformað er að reisa 5 þúsund manna byggð. I tillög- unni er m.a. Iagt til að frestað verði skipulagi vegna þriggja fjöl- býlishúsa á vestasta hluta svæð- isins, eða sem nemur 61 íbúð. Einnig á að endurskoða hæð húsa. I tillögunni er ennfremur gert ráð fyrir að fella úr fyrirhugaða Ieikskólalóð á Vatnsendabletti. í staðinn verði gert ráð fyrir leik- skólanum á svæði fyrir ofan Vatnsendaveg. Felld er út fyrir- huguð íbúðarlóð við vatnið sunnan Gilsbakka og einnig er fellt út opið svæði við Kríunes. Gert er ráð fyrir að það verði óbyggt eins og er í gildandi aðal- skipulagi. Þá leggur meirihluti skipulagsnefndar til að tekin verði upp umhverfisvöktun á vatnsvæði og lífríki Elliðavatns. Ætlunin er einnig að stækka íbúðareit að Vatnsendabletti 23. Lagt er til að afgreiðslu deiliskipulagsins á þessu svæði sem nefnt hefur „Milli vatns og vegar" þar til ofangreind breyt- ing á aðalskipulagi Kópavogs 1992-20012 hefur hlotið stað- festingu umhverfisráðherra. Þessar tillögur meirihluta skipu- lagulagsnefndar eiga síðan eftir að koma til umfjöllunar í bæjar- ráði og bæjarstjórn. Gunnar Birgisson formaður bæjarráðs neitaði því á blaða- mannafundi í gær að þessar áformuðu breytingar séu vegna þeirrar pólitísku andstöðu sem meirihluti bæjarstjórnar hefur orðið fyrir í Vatnsendamálinu víðs vegar af frá höfuðborgar- svæðinu. Hann segir að meiri- hlutinn hafi hins vegar hlustað á þær framkomnar athugasemdir og skoðað málið í framhaldi af því. „Betur sjá augu en auga,“ segir hann. Þórður Friðjónsson. Lægsta gengi ísexár Gengi íslensku krónunnar féll um 0,5% í gær og hefur ekki vcr- ið lægra í sex ár. Ymsar ástæður cru fyrir þessu en Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, telur þróunina ekki endi- lega til marks um að hagkerfið sé að veikjast. Nokkrir þættir valda þessari þróun og ekki síst minni afla- heimildir. Afleiðingarnar geta orðið hærri verðbólga en spáð hefur verið en á hinn bóginn má gera ráð fyrir að viðskiptahalli minnki við þessa þróun. Sér- fræðingar í fjármálum telja ólík- legt að krónan falli miklu meira en orðið er. Fáir hafa viljað kaupa krónuna undanfarið en eftir mikla lækkun fyrir hádegi í gær styrktist hún óvænt aftur og telja sérfræðingar það jákvæð teikn. Þmgmenn taka imdir með rektor Það virðist skipta máli hver segir hlut- ina, ekki síður en hvað er sagt. l lin harða gagnrýni Þorsteins Gunnarssonar, rektors Háskól- ans á Akureyri, á byggðastefnu stjórnvalda, sem kom fram í ræðu hans á þingi BSRB, hefur að vonum vakið athygli. Dagur bar þessa hörðu gagnrýni undir þrjá alþingismenn og tóku þeir allir undir með Þorsteini. „Eg er algerlega sammála hon- um í þessum efnum enda er þetta svipaður málflutningur og ég hafði uppi í ræðu minni á árs- fundi Byggðastofnunar í sumar. Menn hafa rekiö hér byggða- stefnu sem hefur tekist vel á höf- uðborgarsvæðinu. Þar hafa menn lagt mikið af mörkum og uppskorið eftir því. Það hefur því miður verið að hluta á kostnað landsbyggðarinnar, því hún hefur fengið minna,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður og formaður stjórnar Byggðastofn- unar. „Menn eru að byrja að snúa Þorsteinn Gunnarsson: Skoðana- bræður í þingheimi. þessu við en það tekur sinn tíma. Stærsta málið sem gert hefur verið í þessum efnum nýlega er tillagan um að lækka fasteigna- skatta á landsbyggðinni," segir Kristinn. Þuríður Backman alþingis- maður er einnig sammála Þor- steini en segir: „Varðandi frckari llutning ríkisstofnana út á land hefði ég viljað að í upphafi hefðu stjórnvöld sett upp einhvers kon- ar leikreglur um að þegar búið er að taka ákvörðun um að flytja stofnun út á landi, þá viti allir að hverju þeir ganga. Bæði hvað varöar starfsmenn og ráðningar. Þannig mætti koni í veg fyrir þessi átök sem eiga sér stað í hvert einasta sinn sem flytja á stofnun út á land,“ segir Þuríður Backman. Menn leggja við hlustir „Það er sitthvað til í því sem rekt- orinn er að segja og reynslan er auðvitað ólygnust í þeim efnum. Eitt eru orð og yfirlýsingar en verkin annað. Menn hafa ekki farið eftir byggðaáætlunum og því sem gera átti. Sömuleiðis hafa þessar sértæku aðgerðir sem gripið hefur verið til ekki skilað tilætluðum árangri. Þorsteinn er maður sem þekkir þetta mæta vel, verandi yfir þeirri stofnun sem hvað helst hefur náð að and- æfa í þessum málum. Norður- landið er orðið raunverulegt mót- vægi við höfuðborgarsvæðið hvað háskólastigið varðar. Því hlýtur maður að leggja við hlustir þegar maður á borð við hann talar,“ segir Guðmundur Arni Stefáns- son alþingismaður. -S.DÓR Bamabætur hækka Geir H. Haarde Ijármálráð- herra og Halldór Asgrímsson ut- anríkisráðherra boðuðu frétta- menn á sinn fund í gær og tii- kynntu að náðst hefði samkomu- lag innan ríkisstjórnarinnar um hækkun barnabóta. Markmið breytinganna er að draga úr hinni óvinsælu tekjutengingu barnabótakerfísins. Annars vegar verða ótekjutengdar barnabætur að hluta til teknar upp á nýjan leik og hins vegar er verulega dregið úr skerðingu vegna tekna. Þá er og eignaskerðing barna- bóta felld niður. Bótafjárhæðir hækka í takt við launahækkanir á árunum 2001 til 2003. Þessar breytingar koma til framkvæmda á næst þremur árum. Þær verða komnar til fullrar framkvæmdar kosningaárið 2003. S-DÓR Erfiðleíkar hjá Stáltaki Viðskipti með hlutabréf í Stáltaki, sem varð lil við sameiningu Slipp- stöðvarinnar og Stálsmiðjunnar, voru stöðvuð á Verðbréfaþingi ls- lands í gær. Allt eins er búist við því að lögð verði fram greiðslustöðv- unarbeiðni á mánudag samkvæmt heimildum Dags. Síðustu mánuði hefur gengið mjög illa að fá reikninga greidda hjá fyrirtækinu, svo þessi ákvörðun kom þeim viðskiptavinum fjTÍrtækis- ins sem Dagur ræddi við ekki á óvart. Fyrir sameininguna gekk rekst- ur Slippstöðvarinnar betur en Stálsmiðjunnar og margir hluthafa fyr- ir norðan álitu sameininguna glapræði. Leitað hefur verið leiða til þess að selja landið undir starfsemi stöðvarinnar í Reykjavík, og flyt- ja hana en án árangurs. -GC, Tvöfalt hraustari en Norömenn Norðmenn veikjast oftar en aðrir Norðurlandabúar ef rnarka má veik- indafjarvistir frá vinnu, sem eru hvergi meiri en í Noregi, bæði hjá konum og körlum, samkvæmt Norrænu tölfræðiárbókinni. Svíar virðast raunar lítið hressari. En Danir og Islendingar eru helmingi minna frá vinnu en Skandinavarnir. -HEI „Fyrirviimum“ aldraðra fer fjölgaudi 1 Noregi, Islandi og Grænlandi mun fjöidi „fyrirvinna", þ.e. fólks á vinnuniarkaði íjölga hlutfallslega meira en cllilífeyrisþegum á kom- andi árum, samkvæmt netútgáfu norska Aftenposten, sem gluggað hefur í tölur nýútkominnar bókar um norræna statistik. Að mati blaðsins benda tölurnar til að Norðurlöndin eigi að vera nokkuð vel undir það búin að takast á við fyrirsjáanlega fjölgun ellilífeyrisþega. Þannig sé atvinnuleysi nú minna en það hafí verið um áraraðir í öll- um þessum löndum, auk þess sem „fyrirvinnum" fari hreinlega hlut- fallslega fjölgandi í sumum þeirra. -HEI Krefjast hærri dagviimulaima Enginn félagsmaður á að vera með lægri dagvinnu- laun á mánuði en 1 12 þúsund krónur í grunnlaun, segir í kjaramálaályktun þings BSRB sem lýkur í dag. Þar segir að nú séu aðildarfélög sambandsins að búa sig undir kjaraviðræður - og eigi að móta sameigin- lega launastefnu verði sem flestir fulltrúar launa- fólks og atvinnurekenda að koma að því. Dagvinnu- laun eigi að geta dugað fólki til framfærslu, og tryg- gja verði að kaupmáttur sem samið sé um sé tryggður með vísitölu eða með öðrum öruggum hætti. Þá er krafíst leiðréttingar á kynja- bundnu launamisrétti og þeim neikvæðu afleiðingum sem það hafi á umönnunarstarfstéttir og skjólstæðinga þeirra. -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.