Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 - 35 ERLENDAR FRÉTTIR Bóndi í þorpinu Beshjent í Tadzhíkístan ásamt fjölskyldu sinni, dóttur og barnabörnum. Á svæðinu sem þau búa hafa verið miklir þurrkar og uppskera lítil sem engin. Straumur flóttamanna frá Afganistan gerir ástandið enn verra og er hungursneyð yfirvofandi. Flóttameim og heróín- flæði írá Afganistan Fjöldi Afgana flýr land sitt eftir því sem Talibanar leggja meira af því undir sig Talibanar í Afganistan hafa um 90% landsins á sínu valdi, en óttast er að þeir muni brátt ná því landi sem eftir er undir sín yfirráð. Það svæði er í norður- hluta landsins og liggur að lándamærum Tadzhíkístan, sem er lítið land og heyrði áður til Sovétríkjunum. Þar búa um sex milljónir manna og lifir hehning- ur þeirra á hungurmörkum. Þurrkar hafa hrjáð landsmenn, sem ekki eru búnir að ná tökum á daglegu lííi og stjórnarfari eftir fimm ára borgarastyrjöld sem hófst með falli Sovétrfkjanna. I þessu litla og hrjáða landi er sægur flóttamanna frá Afganist- an og ef Talibanar helja sókn gegn þeim setn enn lifa á því svæði í Afganistan sem þeir hafa ekki enn náð undir sig, er búist við að ekki færri en 700 þúsund flóttamenn bætist við og horfa menn með skelfingu til þess ef svo fer. En flóttaménn eru víða á ferli í Mið-Asíu, og er það vanda- mál sem umheimurinn lætur sig litlu skipta, eða hefur möguleika á að greiða úr. I Afganistan eru mestu heróín- verksmiðjur í heimi og er fram- leitt þar hreinasta og eftir- sóttasta heróín í markaði. Eitrið er flutt úr Iandi og talsverðu magni af því er llutt um Tadzhík- ístan og til Rússlands og þaðan er því dreift til Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna, þar sem efna- hagurinn leyfir fíklunum að njóta svo verðmætrar afurðar. Talibananir hafa umtalsverðar tekjur af þessari framleiðslu og útflutningi. Þeim er því nokkur hagur af því, að halda flutninga- leiðinni gegnum Tadzhíkístan opinni og má leiða getum að því, að það sé ástæðan til að þeir láta vera að taka þau 10 af hundraði Afganistan undir sína stjórn. Þeir þurfa hlið til að koma eitur- framleiðslu sinni á heimsmark- aðinn. í Tadzhíkístan eru stórir söfn- uðir harðlínumúslima, sem ótt- ast er að taki höndum saman við Talibana ef að þeir sækja að landamærum ríkisins og freisti þess að koma á sams konar stjórnarfari og nú er í megihluta Afganistan. En svipað er uppi á teningnum í mörgum þeirra ríkja í Mið-Asíu, sem áður heyrðu Sovétríkjunum til. 25 þúsund rússneskir her- menn gæta landamæranna milli Afganistan og Tadzhíkístan. Samt fara um 70% af heims- framleiðslunni af heróíni þar í gegn. En Rússarnir eru ekki þarna til að klófesta eiturlyfja- smyglara, heldur til að koma í veg fyrir stórfelldan flótta- mannastraum og að halda Tali- bönum í skefjum innan landa- mæra Afganistan. En erfitt er að hamla á móti straumnum. I síðasta mánuði hernámu Talibanar bæinn Taloqan í norðurhluta Afganist- an og 70 þúsund manns flúðu norður yfir landamærin. Ef þeir taka einnig bæinn Faizabad, sem er eina borgin í Afganistan sem þeir hafa ekki þegar á valdi sínu, bætast 100 þúsund flóttamenn við. Og þeir flýja inná svæði þar sem íbúarnir eru sjálfir flcstir flóttamann og lifa á hungur- mörkum. Sameinuðu þjóðirnar veita 62 milljónum dollara í neyðarhjálp til að kaupa matvæli og koma þeim á áfangastað. Sú upphæð á að duga einni milljón manns næstu níu mánuði. Landið og íbúar þess eru nú mun ver staddir en þegar þeir tilheyrðu Sovétríkjunum. Samgöngur hafa að mestu lagst af og bændur eru fyrir löngu búnir að selja eða éta búfénaðinn. Atvinnuleysi er mikið og fátt til bjargar. Heilt ár ofbeldis JERUSALEM- ísraelskir hermenn skutu til bana tvo Palestínumenn f gær á „degi heiftar“ sem svo hefur verið kallaður. Þar með náði of- beldisaldan sér aftur á strik eftir örstutt hlé. Talsmenn hersins lýstu þeirri skoðun sinni í gær að þeir óttuðust að ofbeldi yrði viðvarandi og myndi vaxa í vetur og vel inn á nýtt ár. Arekstrar urðu bæði á Gazasvæðinu og á Vesturbakkan- um milli palestínsl<ra mótmælenda og hermanna sem beittu táragasi og gúmmíkúlum á mannljöldann. 1 sumum tilfellum notuöu hermenn þó raunveruleg skotfæri. Her- menn eru mjög taugaveikJaðir og varir um sig eftr sjálfsmorðsárásina á Gazasvæðinu á fimmtudaginn og nú tala ísraelskir herforingjar um að þeir sjái framundan hcilt ár ofbeldis og einn herforinginn orðaði það svo að „nú verðum við að búa okkur undir að órói og átök vari í allt að einu ári og það þýðir að skipulag og viðbúnaður hersins verö- ur í samræmi við það.“ Atökin á herteknu svæðunum halda áfram. Loforð um gas MOSKVA - Vojislav Kostunica.átti góðan fund með Vladimir Putin f Kreml í gær og gekk út með hlý orð í farteskinu og, það sem meira er, samning um að fá gas frá Rúss- landi, sem mun sldpta bágborinn efnahag Júgóslavíu mjög miklu máli. Pútín lofaði hinn nýja forseta Júgóslavíu í hástert fyrir að hafa komið í veg fyrir blóðbað í heima- landi sínu þegar Slobodan Milos- evic var steypt af stóli og sagði síð- an að innan tíðar myndu Rússar si'na í' verki hvers virði hin hefðbundnu nánu tengsl milli Moskvu og Belgrað væru - það kæmi í ljós þegar gasbirgðir færu að streyma til Júgóslavíu á ný miklu fyrr en mcnn hefðu þorað að vona. Rússar studdu stjórn Milosevics þegar lofárásir NATO stóðu yfir í fyrra vegna meðferðar Milosevics á albanska minniblutanum í Kosovo. Hins vegar gerðist það fyrr á þessu ári að stórfyritæki í orkugeiran- um, fyrirtæki sem þó lýtur stjórn ríkisins, skrúfaði fyrir gasstreymið lil Júgóslavíu vegna 400 milljón dollara skuldar sem aftur hefur vald- ið gríðarlegum crfiðleikum í landinu. Freistingin feHir munka BANGKOK , Tailandi - Fréttir af búddamunkum sem voru staðnir að verki þegar þeir læddust út úr klaustrum sínum að nóttu til í dular- gervi og sóttu næturh'fið, m.a. karaokebari og staði þar sem þcir gátu komist í náin kvnni við konur hafa bcint sjónum manna að þ\a' að á Thailandi séu trúarleg gildi á undanhaldi en þess í stað hafi freisting- in sigrað og mammon rutt sér til rúms. Nú síðast var ábóti í klaustri gripinn af rannsóknarblaðamönnum í dulargervi þar sem hann var að skemmta sér í veraldlegum vellystingum, m.a. að aka um á Bcnz og eyddi hann nóttinni í einkahúsi með tveimur konum. í blaðinu Nation daily í gær kemur fram í leiðara mikil hneykslun á þessu og er hún talin endurspegla víðtækar áhyggjur manna, en þar segir að allir sem sáu þennan sjónvarpsþátt hljóti að vera sem steini lostnir. Kostunica og Putin i Kreml i gær. ■ FRÁ DEGI LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 302. dagur ársins, 64 dagar eftir. Sólris kl. 8.59, sólarlag kl. 17.23. Þau fæddust 28. oktd- ber • 1814 Einar Andrésson skáld í Bólu. • 1818 Ivan Turgenev, rússneskur rithöf- undur. • 1903 Evelyn Waugh, enskur rithöfund- ur. • 1909 Francis Bacon, breskur listmálari. • 1929Joan Plowright, ensk leikkona. • 1947 Egill Eðvarðsson kvikmyndagerð- armaður. • 1964 Steinn Armann Magnússon leik- ari. TIL DAGS Þetta gerðist 28. októ- ber • 1780 lögðu Reynistaðabræður af stað úr Arnessýslu norður Kjöl við fimrnta mann og fórust þeir allir í Kjalhrauni. • 1848 var Dómkirkjan í Reykjavík vígð. • 1886 var Freisisstyttan í New York vígð, en hún var gjöf frá Frakklandi. Afmælisbam dagsins Bandaríski tölvurisinn Bill Gates hefur um árabil verið meðal allra ríkustu manna í heimi, ogjafnframt meðal þeir- ra umdeildustu. Einokunartilburðir fyr- irtækis hans, Microsoft, hafa a.m.k. far- ið mjög í taugarnar á öðrum í tölvu- bransanum. Fullu nafni heitir hann reyndar William Henry Gates þriðji, og er fæddur í Seattle þann 28. október árið 1955. Kappinn er því 45 ira í dag. Hann skrifaði fyrsta tölvuforritið sitt 13 ára gamall og var orðinn milljarðamær- ingur um þrítugt. Ég.er haldinn eins konar öfugum of- sóknarótta. Ég gruna fólk um að hafa gert samsæri um að gera mig hamingju- saman. J. D. Salinger Heilabrot Hann Þorvaldur yar að ræða við Gunnhildi systur sína og sagði: „Ég hitti hann P.é.tur gamla í fyrradag og hann sagðist vera orðinn 77 ára.“ Þá segir Gunnhildur: „Nú þá verður hann áttræður á næsta ári.“ Þá svarar Þorvaldur: „Já það er rétt hjá þér." Nú er spurt hvernig getur það staðist að Pétur hafi vcrið 77 ára f fyrradag en verði áttræður á næsta ári? Lausn á síðustu gátu: Framtíðin. Veffang dagsins Áhugamenn um ráogátur af ýmsu tagi, t.d. sannar sem skáldaðar glæpasögur og leynilögreglusögur, ættu að geta komist í sæntilega feitt á WAVw.mysteries.com Vísa dagsins Þegi jní, vindur! jní kunnir aldregi hófs á hvurs manns hag, langar ro nætur jjars þú inn leiðsvali þýtur í þakstráinn. Jónas Hallgrímsson 1967 Julia Roberts, bandarísk Ieikkona.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.