Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 8
32 - l.AUGARDAGUR 2 8. OKTÓBER 2 00 0 LAUGARDAGUR 2 8. OKTÓBER 2000 - 33 FRÉTTASKÝRING FRÉTTIR Hugmyndin fær dapra einkuim BJORN ÞORLAKSSON SKRIFAR A.m.k. tveir prestar hafa tjáð sig opinber- lega gegn ákvörðun Biskupsstofu að ganga til samstarfs með kaupmönnum fyrir jólin. Nýr farvegur til að kynna hið raun- verulega innihald jól- anna að mati verkefn- isstjóra. Frumkvæði biskups að samstarfi með Samtökum verslunarinnar og fleirí aðilum vegna l'ramsetn- ingar á jólavarningi liggur undir ámæli. Eins og Dagur greindi frá fyrir skömmu befur biskup Is- lands, Karl Sigurbjörnsson, ákveðið að verðlauna þær auglýs- ingar, kynningarefni eða glugga- útstillingar sem eru í bestum samhljómi við boðskap jólanna og mun verðlaunaafhendingin fara fram rétt fyrir jólin. Þessi hug- mynd vekur litla ánægju hjá prestum og skrifar þannig sr. Svavar A. Jónsson grein í Dag í gær undir f)TÍrsögninni „Kristileg kynning á smjörlíki". Svavar kemst að þeirri niðurstöðu að ■ auglýsingar nútímans taki sífellt á sig trúarlegri blæ og enn erfiðara verði að greina kjarnann frá hisminu þegar svona samstarf er annars vegar. Hann á sér greini- lega fleiri skoðanabræður innan prestastéttarinnar. Ný leið Bernharður Guðmundsson, verk- efnisstjóri hjá Biskupsstofu, er hins vegar bjartsýnn á að fram- takið mcð markaðsöflunum muni skila árangri. „Kirkjan er á hverj- um tíma alltaf að reyna að finna leiðir fyrir boðskap sinn og hér sjáum við farveg sem ekki hefur verið farin áður til að koma boð- skapnum á framfæri. Auglýsinga- stofurnar eru áhrifamikill miðill og ef þær fara að velta fyrir sér boðskap jólanna og hinum trúar- legu atriðum sem að dagskránni snýr, þá er það leið til að koma trúnni í sem flesta fleti daglegs lífs.“ Bernharður segir megintilgang- inn með þessu að vekja fólk til umhugsunar um hið raunveru- lega innihald jólanna og hann er greinilega á allt annarri skoðun og Svavar um hvaða leiðir séu heppilegastar til þess. „Við erum ekki að tala um kristilegar auglýs- , ingar heldur eitthvað sem hvetur fólk til umhugsunar. Ekki endi- lega myndir af jötunni og fjárhús- ! unum heldur hvað raunverulega gerist á jólum, hvernig kærleikur ' guðs birtist til mannkyns. Margir I telja að upphaf jólagjafa hafi ein- , mitt verið gleðin við að þiggja [ Krist. Það hafi orðið til þess að ! fólkið hafi farið að gefa hvort I öðru gjafir til að samgleðjast. Við 1 sjáum náttúrlega núna þær víddir | sem þetta er komið út í. Stef jól- . anna hefur alls ckki heyrst mjög mikið í jólaauglýsingum undan- farið.“ - Nei, hefur þessu tvennu ekki frekar verið stillt upp sem and- stæðum? „Jú, og það er það sem við erum að tala um, að stefið heyrist og fólk sé vakið upp til umhugsunar. Við viljum endilega að auglýsing- ar eða útstillingar verði vandaðar og fólkið hugsi um hvers vegna við kaupum jólagjafir og hvað jól- in fela í sér.“ Snúið í jámvörunni Samstarfið með kaupmönnunum er liður í atburðum hátíðarhalda þúsund ára afmælis kristnitöku á Islandi. Bernharður segir að aðil- ar líkt og Samtök miðborgarinnar, Samtök verslunarinnar, Húsfélag Kringlunnar og auglýsingastofur hafi öll sýnt þessu mikinn áhuga og enn sem komið er, hafi Bisk- upsstofa aðeins fengið jákvæð viðbrögð. Reyndar séu aðstæður verslana til að bregðast við ákall- inu dálítið mismunandi. Tekur hann járnvöruverslun sem dæmi í þeim efnum. Ilafiiin yfir skrumið Sr. Geir Waage er hins vegar ekki jákvæður og hann furðar sig á þessari ákvörðun. „Ég varð hissa þegar ég heyrði af þessu málí því þetta er nú dálítið úr annarri átt en kirkjan hefur boðað til þessa, þ.e.a.s. að reyna að hafa hóf á hé- gómaskapnum sem tengist jólun- um,“ segir Geir. Hann telur að auglýsingamennskan sé hættuleg að því leyti að hún deyfi vitund manna fyrir því sem sem skipti máli, hinum eiginlegu nauðþurft- um lfkama og sálar. „Boðskapur kirkjunnar er í grundvallaratrið- um algjörlega andstæður öllu því skrumi sem búið er að hlaða í kringum jólin, neysluna, auglýs- ingarnar og það allt saman. Ég er þó ekki að gera lítið úr varningn- um, kaupum hans og sölu. Það er viðfangsefni mannsins en kristin- dómurinn þarf ekki ímynd. Hann er það sem hann er og þarf ekki skrum. Hann þarf ekki að hengja sig á veröldina með þessum hætti." Meira sífur Spurður um leiðir til að sporna gegn „mammonsdýrkun“ jólanna eins og neysluæðið hefur verið kallað, segir Geir að hann sjái enga leið til þess aðra en þá að prestar „haldi „sífrinu áfram á hófsaman hátt“. Honum er ekki kunnugt um að samráð hafi verið haft við prestastéttina þegar ákveðið var að ganga til sam- starfsins með kaupmannastétt- inni. „Það kæmi mér mjög á óvart ef einhverjir klerkar hefðu stutt við þetta, mér virðist sem bisk- upinn hafi ekki víða ráðunauta sem stendur, a.m.k. ekki hjá prestum. Maður verður oft mjög hissa þegar maður heyrir af frum- kvæðunum hans.“ Biskup á leið í vandræði - Ber að túlka þessi ummæli sem svo að Geir telji að biskupinn njóti minni stuðnings en áður meðal prestastéttarinnar? „Ekki endilega í sjálfu sér, ég ætla ekki að gerast dómari í því. Hins vegar er afskaplega óheppi- legt þegar hlutir eru afgreiddir með þeim hætti sem gert var á kirkjuþinginu nýverið. Þar var beðið um svör gegn ákveðnum efnisatriðum en þau komu aldrei þótt þeirra væri krafist. Maður- inn lét bara valda sig með afli at- kvæða eða einhverjum öðrum viðlíka hætti. Það gengur ekki. Ég spái því að ef hann heldur þessu áfram þá komist hann í veruleg vandræði. Hann verður að eiga samtal við einhverja og það er lágmarkskrafa að hann svari því sem til hans er beint. Hann er í ábyrgðarhlutverki og það er ekki einkamál á nokkrun hátt hvernig hann stendur að embættisfærsl- um. Hann er tilsjónarmaður kirkjunnar allrar og það er vanda- samt verk vissulega en mikið undir því komið hvernig hann vinnur. Hann verður að svara.“ - Telur Geir sem sagt að opin skoðanaskipti og gagnrýni séu þættir sem eigi í vök að verjast innan kirkjunnar? „Auðvitað og þessi mál verða að vera uppi á borðinu. Það má ekki vera neitt leyndarmál hvað gert Sr. Geir Waage: Varö hissa þegar hann heyröi afmálinu. hefur verið og menn verða að vera viðbúnir því að taka gagnrýn- inni.“ Ólíðandi vinnubrögð Þótt það sé önnur saga fjallar kirkjuþingsmálið sem Geir vitnar til fyrst og fremst um ólíðandi vinnubrögð að hans mati. Það hófst með því að doktor Gunnar Kristjánsson kom fram með gagn- rýni og ákveðnar fyrirspurnir um skýrslu biskups og kirkjuráðs og kallaði eftir svörum. Geir tók undir eina spurninguna og benti á bókun frá 17. apríl sl. í gerðum kirkjuráðsins þar sem segir að biskupinn hafi tilkynnt kirkjuráði að hann hefði þcgar gefið fyrir- mæli um að greiða Iögfræðikostn- að málshefjenda í Holtsmálinu, þ.e.a.s. hvellinn í kringum sr. Gunnar Björnsson. „Mér þótti þetta furðuleg bókun og hún staðfesti að biskup íslands, eða Bernharður Guömundsson: Bjartsýnn á árangur. biskup vor eins og ég orðaði það, hefði verið í ráðum með málshefj- endum frá upphafi. Auðvitað sagði ég þetta til að biðja um við- brögð og skýringar en þær komu náttúrulega ekki fram nema frá einum kirkjuráðsmanni." Lögbrot biskups Síðar kom fram, að sögn Geirs, að nefndarmenn í allsherjarnefnd tókust á um texta og ef’tir breyt- ingar á orðalagi var því lýst að ekki mætti ræða embættisfærslur biskups. „Ég fór því upp og ítrek- aði þær spurningar sem dr. Gunnar Kristjánsson hafði gert við fyrri umræðu og sagði að það hefði verið framið Iögbrot og ég stend við það en menn gerðu lít- ið úr því af því að lögbrotið væri að baki.“ Éögbrot biskups felst að mati Geirs m.a. í færslu sr. Gunnars úr embætti áður en búið var að úr- Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup: Fær harða gagnrýni úr prestastétt. skurða um hana. Hann ræddi ein- nig hvernig trúnaðarbréf sr. Gunn- ars komst í almenna umferð og þá auðmýkingu sem presturinn í Holti var látinn ganga í gegnum með því að þurfa að biðjast afsök- unar með einstæðum hætti. Bisk- up hafi gert honum að bera afsök- unarbeiðnina undir sig sjálfan og fyrst þegar honum þótti hún nógu góð skyldi hún birt. „Ég taldi að þessi með- ferð á prestinum væri einsdæmi, hún væri mannrétt- indabrot því að enginn maður gæti fundið dæmi nokk- urs staðar hér á landi í seinni tíð fyrir því að maður hefði þurft að ganga í gegnum slíka auðmýkingu. Þá fór allt af stað. Þeir keyrðu fram afgreiðslu með dag- skrártillögu sem stöðvaði umræð- una en ég notaði að sjálfsögðu til- efnið til að neyta réttar míns og mótmæla því að enn eina ferðina væri málfrelsið tekið af mönnum. Þetta er alveg eins og á dögum Olafs Skúlsonar. Það mátti ekki tala um hlutina heldur voru notað- ar dagskrártillögur til að ljúka mál- um og taka málfrelsið af mönn- um.“ Þvmgaðir já-bræður? Hvernig stendur á því ef ástand- ið er jafn svart og Geir telur, að hann á sér ekki fleiri opinbera skoðanabræður? Hann segir það ekki skrýtið. Menn verði að stilla sér upp með eða móti biskupi og það liggji í augum uppi hvort sé þægilegra. „Ég vil samt ekki að þetta sé sett upp sem einhver illin- di eða andstaða við persónu bisk- upsins, sú er ekki raunin. Það er hins vegar vinnulagiö sem er óþolandi og þessi afgreiðlu- máti gengur ekki miklu lengur." - En svo vikið sé aftur að meg- inefninu, þú telur ekki að hin kristilega markaðsherferð muni hjálpa kirkjunni úr þeirri kreppu sem biskup seg- ir.... Vantar rökin „Kirkjan er ekki í neinni kreppu. Það getur vel verið að biskupsemb- ættið sé að einhverju leyti í krep- pu, eða hann sjálfur, ég ætla ekk- ert að tjá mig um það. Ef við skoð- um starf kirkjunnar þá er gríðar- lega mikið að gerast, mikið starf og glæsilegt." Geir segir að biskup verði að rökstyðja hvað hann eigi við þegar hann talar um kreppu kirkjunnar, hann hafi aldrei heyrt nein rök fyr- ir því. Dagur náði hins vegar ekki tali af Karli Sigurbjörnssyni í gær. „Auglýsmgastofurnar eru áhrifamiMll mið- ill og ef þær fara að velta fyrir sér boðskap jólanua og hinum trú- arlegu atriðum sem að dagskránni snýr, þá er það leið til að koma trúnni í sem flesta fleti daglegs lífs.“ Landbúnaðarmál eru meðal þeirra málaflokka þar sem mikill samhljómur er með skoðunum Ungra Jafnaðar- manna og SUS. Samhljómur 1 stefnu imgliða Ungliðar Sjálfstæðis- flokksins og Samfylk- ingarinnar sammála í ýmsum mikilvægum málallokkum. Þetta kemur fram í ályktun- imi af ungliðaþingum nýverið. Ungliðar Sjálfstæðisflokksins héldu nýlega málefnaþing á Ak- ureryi og ályktuðu um eitt og annað. Ungir jafnaðarmenn, sem er ungliðadeild Samfylking- arinnar, hélt fyrsta landsþing sitt um síðustu helgi og ályktaði líka um mörg mál. Það scm vekur at- hygli í sambandi við ályktanir þessara ungliðahreyfinga, sem menn hafa haldið að væru á öndvcrðum meiði, er hve líkar ýmsar ályktanirnar um mikilvæg mál eru. Éítum fyrst á ályktun um varn- armálin. Aðildin að NATO Ungir sjálfstæðismenn segja: „Samband ungra sjálfstæðis- manna styður aðild lslands að NATO og varnarsamstarf við Bandaríki Norður-Ameríku, sem ungir sjálfstæðismenn telja grundvöll varna og öryggis þjóð- arinnar..." og síðan: Ungir sjálf- stæðismenn telja nauðsynlegt að loka ekld fyrir inngöngu fleiri þjóða f NATO að því tilskyldu að þau uppfylli skilyrði bandalagsins um lýðræði og mannréttindi." Ungir jafnaðarmenn segja unt sama mál: „Með auknu samstarfi við ríki utan Norður-Atlantshafsbanda- lagsins og inntöku nýrra ríkja leitast NATO við að eyða blokka- skiptingu í álfunni þar sem fyrr- um andstæðingar á tímum kalda stríðsins elduðu margoft grátt silfur saman. Ungir jafnaðar- menn telja að framlag Islendinga í átt til áframhaldandi lýðræðis- þróunar í Austur-Evrópu sé best trvggt með aðild okkar að NATO.“ Landbúnaðarmál Ungir sjálfstæðismenn segja um landbúnaðarmálin: „Ungir sjálfstæðismenn vilja sjá styrkjalausan íslenskan land- búnað á næstu árum. Al’nema ber höft og stuðning við inn- lenda framleiðslu í landbúnaði. Ofurtollar og vernd bitna á venjulegu fólki sem er að kaupa f matinn fyrir fjölskyldu sfna. Fólki sem hefur lítið á milli handanna og verður að greiða ofurverð fyrir grænmeti, kjöt og álegg vegna sérhagsmuna bænda.“ Ungir jafnaðarmenn segja: „Ungir jafnaðarmenn vilja af- nema ofurtolla og höft á inn- flutning á landbúnaðarvörum. Neytendur og í raun bændur gjalda fyrir afturhaldssama stefnu í landbúnaðarmálum. Ungir jafnaðarmenn vilja minna á að bændur cru líka neytendur." RiMsútvarpið Ungir sjálfstæðismenn eru harð- ari í afstöðu sinni til RUV en ungir jafnaðarmenn en samt er samhljómur þar líka. Ungir sjálfstæðismenn segja: „Samband ungra sjálfstæðis- manna telur að opinber útvarps- og sjónvarpsrekstur cigi ekki rétt á sér og leggur því til að Ríkisút- varpinu vcrði breytt í hlutafélag og það selt. Mikil gerjun hcfur átt sér stað á íslenskum Ijósvaka- markaði undanfarin misseri og metnaðarfullar stöðvar sprottið upp. Við núverandi aðstæður búa einkareknar sjónvarpsstöðv- ar við ójafna samkeppni sem leiðir af umsvifum RUV7 á aug- lýsingamarkaði og skylduá- skrift." Ungir jafnaðarmenn segja um sama mál: „Ungir jafnaðarmenn vilja að ríkið leggi niður Rás 2. Ríkis- valdið á ekki að halda úti afjirey- ingarútvarpsstöð. Ungir jalnað- armenn vilja hins vegar halda Ríkisútvarpinu og Ríkissjónvarp- inu áfram í eigu þjóðarinnar. Ungir jafnaðarmenn telja Rás 1 og Sjónvarpið gegni ákveðnu menningar- og öryggishlutverki. Rás 1 og Sjónvarpið á þó að rækta fræðslu- og fréttahlutverk sitt af meiri metnaði en hingað til hefur verið gert. Hins vegar vilja Ungir jafnaðarmenn fella niður afnotagjöld og fjármagna þessa starfsemi af fjárlögum. Sömuleiðis telja Ungir jafnaðar- menn það óeðlilegt að rikisfyrir- tæki sem þessi séu í samkeppni við einkaaðila um auglýsinga- tekjur og kostun framleiðslu." -S.DÓR FjárlagabaUett Listdansarar sveifl- uðu sér langt út fyrir fj árlagara niniann í fyrra. íslenskur listdans virðist hafa „dansað" hlutfallslega lengra út f’yrir fjárlagarammann í fyrra heldur en llestar aðrar stofnanir. Éistdansskólinn hafði rúmlega 12 milljóna fjárheimild en út- koman varð rösklega 38 milljón- ir, eða 215% umfram heimildir, samkvæmt skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Og íslenski dans- flokkurinn, sem haf’ði 43ja millj- ón króna fjárheimildir eyddi hins vegar tæpum 60 milljónum, eða 39% umfrarn heimildir. Saman- lögð útgjöld þessara tveggja list- dansstofnana voru því um 98 milljónir, eða tæplega 43 millj- arðar (78%) framúr fjárlaga- heimildum. Fj árlagaramminn götóttur Fjárlagaramminn var misjafn- lega haldgóður þegar litið er á útgjöld ýmissa annarra lista og menningarstofnana. Þannig var Myndlista- og handíðaskólinn frekur til fjárins og útkoman varð tæpar 123 milljónir, sem var 56 milljónum (77%) umf’ram fjárheimildir. Arftakinn, Éista- háskóli Islands hélt sig hins veg- ar við sín 69 milljóna mörk. Éeiklistarskólinn, sem nú er cin- nig kominn undir Éistaháskól- ann, fór rúmlega 9 milljónir (31%) umfram 31 milljóna króna fjárheimild í f’yrra. En Tónlistarskólinn í Reykjavík fékk bara sínar rúmu 14 fjárlagamillj- ónir. Hjá Kvikmyndasjóði var útkoman 171 milljón (11% um- fram heimild). En nær 13 millj- óna útgjöld Menningarsjóðs voru 106% umfram heimild. Listasafnið með afgang Éistasafn Islands átti hins vegar nær 21 milljón í afgang af sínum 84 milljóna heimildum. Éiður- inn: Éistasjóðir, var gerður upp með 44 milljóna afgangi af 215 milljóna heimildum. Stórveldin Þjóðleildiús og Sin- fónía voru bæði rekin með tapi. Hjá Þjóðleikhúsi vantaði 60 milljónir upp á að 366 ntilljóna ríkisframlag nægði og Sinfóní- una vantaði 29 til viðhótar 155 milljóna rikisframlagi. -HEI k-rflú ‘ÚIWMiúiT, rhliH iriK I • í i ■-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.