Dagur - 25.11.2000, Qupperneq 7
IWmt
LAUGARDAGUR 25. NÚVEMBER 2000 - 7
Mér finnst umræðan taka alltof
mikið mið af því að þátttakend-
ur tala fyrir eða eiga ákveðinna
hagsmuna að gæta. Það er
auðvitað ágætt að hagsmuna-
aðilar láti í sér heyra en það er
fráleitt að þeir fái að ráða nið-
urstöðunni, eins og þeir hafa
gert.“
- Segðn mér í stuttu máli
hvaða fyrirkomulag í sjávarút-
vegi þú telur geta gagnast þjóð-
inni best.
„Eg hef verið talsmaður þess
að allur afli sem veiddur er á
Islandsmiðum væri boðinn upp
á fiskmörkuðum. Með því
vinnst ýmislegt, til dæmis eru
menn þá húnir að afgreiða
þessa endalausu deilu við sjó-
menn um fiskverð. Verðið
ræðst þá á markaði og sjómenn
myndu sætta sig mjög vel við
það. Þetta myndi síðan gera
það að verkum að fiskvinnslan
þyrfti ekki að eiga kvóta og skip
heldur ætti hún aðgang að afla
til verkunar á fiskmörkuðum.
Útgerðin myndi þá væntanlega
ganga betur því tekjur hennar
yrðu eitthvað hærri, og þær
kannanir sem hafa verið gerðar
benda til þess að þarna muni
einhverjum milljörðum á ári.
Þetta leiddi einnig til þess að
menn stæðu jafnir að vígi, en
nú er mjög mikil mismunun
milli þeirra sem eru með fisk-
vinnslu og þurfa að kaupa afla
sinn af öðrum og hinna sem eru
með fiskvinnslu og eiga líka út-
gerð og geta þá verslað við sjálfa
sig.
Mér hefur orðið starsýnt á til-
skipun Evrópusambandsins um
orkugeirann sem við eigum að
vinna eftir árið 2002, en þar er
tilskilið að greint sé á milli
þeirra sem framleiða orkuna,
þeirra sem flytja hana og þeirra
sem dreifa henni. Þetta er allt
annað skipulag en í sjávarútveg-
inum en þar hafa sterkir hags-
munaaðilar fengið að ráða því
að sá sem á kvóta er með putt-
ana í öllu ferlinu, allt frá kvóta-
úthlutun þar til afurðirnar eru
seldar á erlendum markaði.
Mönnum virðist finnast í lagi
að gefa orkufyrirtækjunum fyrir-
mæli um að þau verði að hluta
sig upp í einingar sem verði að
eiga víðskipti hver við aðra eftir
markaðslögmálum, en slíkt þykir
ekki koma til greina í sjávarút-
veginum. Þetta er dæmi um það
hvernig hagsmunaaðilar fá að
ráða niðurstöðunni þó hún sé í
blóra við það sem þykir eðlilegt í
öðrum atvinnugreinum. Þetta er
líka vond byggðastefna því það
er fráleitt ef fiskvinnslan þarf
allsstaðar að byggja á því að eiga
skip og kvóta. Eg vil líka fara yfir
þá aðferð sem Samfylkingin hef-
ur Iagt til að verði viðhöfð við
úthlutun veiðiheimilda, að þær
verði boðnar upp svo hæfustu
aðilar á hverjum tíma sjái um
útgerðina í landinu og nálægðin
við miðin fái að njóta sín. Fram
að þessu hafa menn að stærst-
um hluta fengið veiðiheimildirn-
ar vegna reynslu á tilteknu tíma-
bili og hafa svo getað selt þá
reynslu, keypt sér reynslu ann-
arra eða leigt til sín tímabundið.
Niðurstaða mín er sú að það sé
langeðlilegast að útgerðin bjóði í
veiðiheimildirnar. Þannig verður
meiri sátt uin það hverjir fá að
veiða og með þessum hætti
fcngi þjóðin eölilegan arð af
auðlind sinni, eins og sjálfsagt
er. Ef fiskveiðistefnan á að vera
skilvirk eins og nauðsynlegt er
íyrir alvöru atvinnugrein þurfa
menn að sætta sig við að hugs-
unarháttur gamla veiðimanna-
samfélagsins á ekki lengur við.
Hluti af hinum nýja verulcika er
að krafan um að menn borgi fyr-
ir aðgang að sameiginlegri auð-
lind. Það komast ekki allir að,
miklu færri en vilja því auðlind-
in er takmörkuð og því eðlilegt
að þeir sem fá að nýta hana
greiði fyrir það.“
- Nú eru mjög margir sem
botna ekkert í umræðunni um
sjávarútveginn, eru þetta svona
flókin mál?
„Mér finnst umræðan um
sjávarútveginn stundum gerð
alltof flókin. Menn eru ekki að
tala um meginatriðin heldur
flækja umræðuna í útfærslum
og tæknilegum smáatriðum sem
gerir það að verkum að fólk skil-
ur oft og einatt ekki hvað verið
er að tala um. Þegar stjórnmála-
menn eru með óskýran mál-
flutning er það oft tilfinning
mín að það sé vegna þess að þeir
skilji ekki sjálfir það sem þeir
eru að segja eða vilji ekki að aðr-
ir skilji um hvað þeir eru að tala.
En af því ég er að tala um
grundvallaratriöi þá finnst mér að
í tillögu auðlindanefndar að
stjórnarskrárákvæði sé því
hreyft sem mestu skiptir,
það er að eignarhald þjóð-
arinnar á auðlindinni sé
tryggt, að auðlindina megi
ekki selja varanlega, ein-
staklingar eða lögaðilar
geti fengið að nýta hana
tímabundið og þá gegn
gjaldi."
Á sama tíma og verkefni sem
blasa við, og eru jafnvel lög-
bundin, eru fjársvelt þvkjast ráð-
herrar vera í ægilegum barningi
við að flytja störf út á land, en
árangurinn af því er auðvitað
enginn eins og kunnugt er
Það virðist svo oft vanta pen-
inga þegar gera á eitthvað úti á
landi. En það er oft ótrúlegt
hversu litlar fjárhæðir geta skipt
miklu. Tækifærin eru miirg og
nóg er til af einstaklingum og fé-
lögum sem gætu gert stóra hluti.
Þess vegna er mikil synd að
möguleikarnir skuli ekki nýttir
og það segir meira en mörg orð
um byggðastefnu ríkisstjórnar-
innar.
Vandi landsbyggðarinnar er
ekki síst ímyndarvandi. Ef taka
ætti mark á því hvernig talað er
væri eðlilegt að álykta að land-
byggðin væri nánast óbyggileg.
Við sem eigum heima þar og
þekkjum til vitum hinsvegar að
um allt land er gróskumikið
mannlíf og menning sem er
Vandi
landsbyggðarinnar
Vikjum aðeins að
byggðamálum, er það
ekki töpuð barátta að
ætla sér að sporna við
fólksflótta til Reykjavik-
ur?
„Byggðamál eru ekki
eiginlegur málaflokkur
heldur spurning um við-
horf þar sem virðing fyrir
fólki og rétti þess til inni-
haldsríks lífs er í önd-
vegi. Mín stefna hefur
jafnan verið sú að ræða
um möguleikana og það
sem hægt er að gera í
stað þess að hamra á því
sem miður hefur farið,
það hafa nefnilega verið
nógir um það á undan-
förnum árum. Mér hefur
Iíka alltaf fundist vitlaust
að nota Reykjavík sem
viðmið í samanburði í
stað þess að lyfta kostum
landsbyggðarinnar og
sérstöðu sem er jú
ástæða þess að ég og
fleiri kjósa að búa þar.
Ég sé næga möguleika
en fólk þarf að fá hvatn-
ingu, aðstöðu og fjár-
muni til að koma hug-
myndum í framkvæmd.
Stjórnvöld draga lapp-
irnar ótrúlega mikiö, til
dæmis gagnvart Akureyri
sem ég bý í næsta ná-
grenni við. Akureyri er
staður sem stjórnvöld
ættu að örva uppbygginu
á ef þau á annað borð
hafa áhuga á að efla eitt-
hvert annað svæði en
suðvesturhornið, því þar
eru svo margir möguleik-
ar. En í stað þess að ýta
rösklega undir vaxta-
möguleikana sem þar
eru í skóla- og menning-
armálum er tímanum og
orkunni eytt í endalaust
’ þref um smáaura. Það
segir mér meira en
margt annað um viðhorf-
ið í menntamálaráðu-
neytinu.
Stjórnvöld nýta alls
ekki þá möguleika sem
liggja í menningarmálun-
um til atvinnusköpunar.
„Skólastefna Sjálfstæðis-
flokksins hefur algjörlega
brugðist. Við erum ekki bara
með kennara í verkfalli og for-
eldra og nemendur í uppnámi
heldur er atvinnulífið líka í
vanda vegna þessa. Ef vilji
hefði verið fyrir hendi, og
skilningur á mikilvægi mennt-
unar, hefði verið gengið
skipulega að því að endurnýja
skólakerfið en þá bregðast
menn við með því að setja
hlutfallslega minni peninga til
menntamála“
mikilvægt að viöhalda til að
halda í þann fjölbreytileika sem
gerir ísland byggilegra. Vællinn
fer óstjórnlega í taugarnar á
mér. Mér finnst hann niðurlægj-
andi og til þess eins fallinn að
rýra sjálfsmynd fólks og draga úr
því kjarkinn. Það er nóg fyrir
flesta að takast á við veruleikann
þó mcnn þurfi ekki líka að berj-
ast við þennan niðurdrepandi
máinutning."
Breytt valdahlutföll
- Nú er kennaradeila í linút enn
eitt árið. Hvernig hefðir þií sem
gamall kennari viljað leysa mál-
ið?
„Það er alltaf erfitt fyrir
stjórnarandstæðing að eiga að
Ieysa mál sem stjórnvöld eru
búin að setja í hnút. Ég hefði í
fyrsta lagi aldrei látið málið
fara í þennan vitleysislega far-
veg. Skólakerfið hefur vcrið
fjársvelt. Þar var allt komið á
suðupunkt fyrir nokkru síðan.
Hér er minna hlutfalli af lands-
framleiðslu varið til skólamála
en í þeim löndum sem við eig-
um í samkeppni við og minna
en fyrir tíu árum síðan. Þeim
sem þessu ráða á þó að vera
ljóst að menntun verður það
sem helst kemur að haldi í lífs-
baráttu einstaklinga og þjóðar
á nýrri öld.
Atvinnulífiö líður orðið fyrir
það fjársvelti sem framhalds-
skólinn hefur verið í. Samtök
atvinnulffsins segja að það
vanti orðið fólk með sérskóla-
menntun, en framhaldsskólinn
hefur nú tekið við öllum sér-
skólunum. Þeir segja að fólki
sem einungis hefur grunn-
skólamenntun og ef til vill
styttri námskeið fjölgi, svo og
fólki með háskólamenntun en
fólkið með framhaldsskóla-
menntunina vanti. Þetta sé
hluti af skýringunni á því að sú
„Málefnalegar áherslur okkar eru mannúðlegar, nútimalegar og líklegar til að tryggja góð lífskjör allra
þjóðfélagshópa. Hinir flokkarnir leggja hinsvegar allt kapp á að viðhalda óbreyttu ástandi."
aukning á framleiðni í atvinnu-
lífinu sem varð fram tii 1998 er
nú horfin. Þetta segir okkur að
skólastefna Sjálfstæðisflokksins
hefur algjörlega brugðist. Við
erum ekki bara með kennara í
verkfalli og foreldra og nem-
endur í uppnámi heldur er at-
vinnulífið líka í vanda vegna
þessa. Ef vilji hefði verið fyrir
hendi, og skilningur á mikil-
vægi menntunar, hefði verið
gengið skipulega að því að end-
urnýja skólakerfið en þá bregð-
ast menn við með því að setja
hlutfallslega minni pcninga til
menntamála.
Við í Samfylkingunni erum
sannfærð um að menntun muni
ráða úrslitum á nýrri öld, ekki
bara fyrir einstaklingana heldur
fyrir samfélagið allt og höfum
lýst því yfir að menntun verði
forgangsmál þegar Samfylkingin
fær hér forystu í landmálunum"
- Össur Skarphéðinsson hefur
lýst því yfir að Samjylkingin sé-
höfuðandstæðingur Sjálfstæðis-
flokksins. Hver er í reynd mun-
urinn á Sjálfstæðisfiokknum og
Samfylkingunn i ?
„Þar er sá grundvallarmunur
að Samfylkingin stendur fyrir al-
mannahagsmuni en Sjálfstæðis-
flokkurinn fyrir sérhagsmuni.
Þetta kristallast á ýmsum svið-
um, ég nefni sjávarútveginn sem
dæmi og hvernig Sjálfstæðis-
flokkurinn leggur lamandi hönd
á samkeppni á ýmsum sviðum f
þágu ákveðinna fyrirtækja. Við
viljum meiri samkeppni í at-
vinnulífinu en þeir. Og á meðan
sjálfstæðismenn daðra við einka-
væðingu mennta-og heilbrigðis-
kerfisins tölum við samfylking-
arraenn um rétt fólksins til
þjónustu í heilbrigðiskerfinu og
að öryggisnetið sé traust. Við
viljum jöfn tækifæri, að fólki sé
ekki mismunað eftir efnahag og
teljum menntakerfið niikilvægan
lið í því að jafna aðstöðu
og tryggja þátttöku fólks.
Afstaða þessara flokka
til utanríkismála er
einnig ólík. Hjá Sjálf-
stæðisflokknum ber sí-
fellt meira á tilhneig-
ingu til einangrunar og
þjóðernishyggju. Sam-
fylldngin hefur hinsveg-
ar það sjálfstraust fyrir
hönd þjóðarinnar sem
þarf til að eiga samstarf
við aðrar þjóðir á jafn-
réttisgrundvelli. Okkur
finnst löngu tímabært
að breyta valdahlutföll-
um í íslenskum stjórn-
málum þar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur
deilt og drottnað alltof
lengi. Til þess var Sam-
fylkingin líka stofnuð.
Málefnalegar áherslur
okkar eru mannúðlegar,
nútímalegar og líklegar
til að tryggjá góð Jífskjör
allra þjóðfélagshópa.
Hinir flokkarnir leggja
hinsvegar allt kapp á að
viðhalda óbreyttu
ástandi, sem þýðir að
Sjálfstæðisflokkurinn
getur í krafti stöðu sinn-
ar deilt hér og drottnað
áfram. Og það merkilega
er að viðhald þessa
ástands Mrðist el-tki
minna áhugmál Vinstri-
grænna en Sjálfstæðis-
flokksins sjálfs. Þetta er
sú staða sem Samfvlk-
ingin var stofnuð til að
breyta og viö munum
ekki linna Iátunum lyrr
en okkur hefur tekist
það. Það er orðið nauð-
synlegt fyrir fslenskt
samfélag að valdahlut-
föllum verði breytt.“