Dagur - 25.11.2000, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 - 9
Drekka í sig
teiknimyndir
Síbreytilegt hvað vinsæl-
ast er. Krakkar drekka
sig teiknimyndir í dag.
Enn lifa Frank og Jói.
„Það cr margt í umhverfínu sem
stjórnar því hvaða bækur eru vin-
sælastar meðal barna og unglinga
á hverjum tíma," segir Þorbjörg
Karlsdóttir sem starfar á barna-
bókadeild Borgarbókasafnsins í
Trygg\'agötu í Reykjavík. „Þarna
getum við til dæmis tekið bæk-
urnar um Harry Potter sem
dæmi. Eg hef lesið kafla og kafla í
bókunum og virðist honum alltaf
takast að halda lífi sínu með ein-
hveijum göldrum, og kemst alltaf
þannig lengra og lengra. Yfirstígur
svona hverja hindrunina. Þetta er
rétt einsog í tölvuleikjum krakk-
anna, sem ganga út á að komast
af einu borði yfir á það næsta
með því að yfirstíga einhveijar
hindranir. Núna eru fleiri bækur
af þessum toga að koma út.“
Teiknimyndimar vinsælar
Ævintýrí Harry Potter eru rétt einsog tölvuleikir krakkanna, ganga út á að komast
afeinu borði yfir á það næsta með því að yfirstíga hindranir, segir Þorbjörg Karls-
dóttir í barnabókadeiid Borgarbókasafnsins f Tryggvagötu íReykjavík.
Líkt og kannanir og staðfestar töl-
ur úr skólunum segja þá er það
jafnframt mat Þorbjargar Karls-
dóttur að lestur barna sé mestur
á aldrinum átta til tólf ára. Eftir
það dragi talsvert úr honum, en í
efri bekkjum grunnskóla og þegar
kemur upp á framhaldsstigið fari
krakkar svo aftur að leita til safn-
anna til dæmis við heimildaleit
vegna ritgerðasmíða. „Teikni-
myndasögur eru vinsælastar hjá
unglingum, þau hreinlega drekka
þetta f sig og þá skiptir tungumál-
ið ekki öllu. Strákarnir eru að
vísu meira í teiluiimyndunum en
stelpurnar og á þessu sviði bók-
mcnntanna þekkja þeir alla
helstu strauma og stefnur, hvað-
an sem þeir nú einu sinni koma,“
segir Þorbjörg, sem kveðst að-
spurð engan kvíðboga bera gagn-
vart því þó börn leiti í teikni-
myndabækur, frekar en bækur
með massívum texta. Svona séu
straumar dagsins í dag, og tíðar-
andinn.
Silfurkrossinn
og Frank og Jói
„Það sem breytist nokkuð frá
einu ári til annars er hverskonar
bækur krakkar vilja lesa. Fyrir
tveimur árum voru nokkuð marg-
ir barnabókahöfundar til dæmis
nokkuð að skrifa um yfimáttúru-
lega hluti og mikilla vinsælda
naut þá til dæmis bókin Silfur-
krossinn eftir Illuga Jökulsson.
Þetta sama ár komu svo út nokkr-
ar bækur um hvali, en það var í
september þetta ár sem komið var
með hvalinn Keiko til Eyja,“ segir
Þorbjörg.
Bækur Iifa misjafnlega lengi.
Sumar þeirra bóka sem nánast
hvert barn í landinu drakk í sig á
sinni tíð eru nú nánast öllum
gleymdar en aðrar lifa lengur. Að-
spurð um þetta segir Þorbjörg að
enn lesi íslenskir krakkar ævin-
tyrabækur Enit Blyton, svo sem
Fimm á Fagurey - svo einhver
þeirra sé nefnd. Einnig bækurnar
um leynilögreglukonuna Nancy
sem Carolyn Keene skrifaði og
enn standa Frank og Jói sína plikt
í þeim frægu bókum sem Frank-
Iin Dixon skrifaði um þá.
Hver eru Adda og Árni?
Ástarbókmenntirnar
vinsælar sem og ís-
lendingasögurnar. En
Árni í Hraunkoti og
Adda hvergi nefnd.
Ung, tvö og bálskotin -
kunnum ekkert að passa
okkur. Þetta er bókin sem
Jóhanna Halldóra Kristjáns-
dóttir sem er nemandi í 9.
bekk Brekkuskóla á Akur-
eyri nefndi fyrst þegar Dag-
ur spurði hana um hvaða
bækur væru í mestu uppá-
haldi hjá henni. Bókin sú
eru leiðbeiningar til hins
unga æskufólks um hvernig
það eigi að bera sig að á
akri ástarinnar svo vega-
gerðin þar verði stórslysalaus.
Guðrún kveðst ekki vera
lestrarhestur einsog stundum
er um krakka sagt, en ver þó
alltaf nokkrum tímum í viku
hverri við að hlaða í bókum og
tímaritum á bókasafni skólans.
„Onnur bók sem ég er að lesa
er Bara við tvö. Hún fjallar um
strák sem er skotin í stelpu og
...." Þarf nokkuð að segja meira
hér. Hver þekkir ekki þanka-
gang á þessum nótum frá sfn-
Stefán Jóhann Jeppesen og Jóhanna Halldóra
Kristjánsdóttir, nemendur i Brekkuskóia stödd í
bókasafni skólans. „Bókin fjallar um strák sem
er skotinn í steipu." mynd: brink.
um æskuárum.
„Hver var það?“ segir Jó-
hanna Halklóra þegar hún er
spurð hvort hún þekki Árna í
Hraunkoti, þyrluflugmanninn
fræga sem Ármann Kr. Einars-
son skrifaði um í mörgum af
barnabókum sínum. Og sömu
svör fengum við þegar spurt var
um Öddu sem þau Jenna og
I Ireiðar Stcfánsson skrifuðu um
í Oddubókunum og einu sinni
var sagt að allir krakkar læsu.
Grettla er skemmtileg
„I skólanum höfum við í vetur
verið að lesa Gunnlaugssögu
Ormstungu og Grettissögu.
Fyrrnefnda sagan er leiðinleg,
en Grettla er skemmtileg.
I lún er spennandi, íslcnskan
er góð og einnig er gaman að
sjá hvað málið hefur breyst
mikið frá því sagan var skrifuð
og til dagsins í dag. Mér
finnst margfalt skemmtilegra
að lesa íslendingasögurnar
heldur en að sjá kvikmyndir
sem hafa verið gerðar eftir
sumum þeirra,“ segir Stefán
Jóhann Jeppesen, sem einnig
er nemi \ 9. beldt Brekku-
skóla. Hann kveðst lesa tals-
vert mikið af bókum.
Stefán Jóhann kveðst frekar
velja sér skáldsögur lyrir full-
orðna til aflestrar en hinar svo-
nefndu unglingabækur. Þar nefri-
ir hann meðal annars bókina
Einn í stríði eftir Evert Har-
mann og Síðasti móhíkaninn
eftir Cooper. Annars er spenna
og húrnor þar sem Stefán leitar
helst eftir þegar hann velur sér
bækur og er það í samræmi við
það sem bókasafnsfræðingar og
aðrir segja að æsku Iandsins fvsi
helst að fá þegar hún velur sér
bækur.
„Börnum á íslandi er frá biautu barnsbeini kennt að meta góðar bækur og
það skiiar sér að sjáifsögðu þegar þau fullorðnast, “ segir Hiidur Hermóðs-
dóttir hjá bókaforlaginu Söiku.
Unglingabækur
lent f öngstræti
Krakkar kröfuharðir les-
endur. Raunsæisbækur
fyrir nútfmakrakka
virka. Góðar bækur eru
tímalausar.
Hildur Hermóðsdóttir, annar
tveggja eigenda bókaforlagsins
Sölku, er meðal þeirra sem hvað
lengst hafa starfað að útgáfu
barnabóka hér á landi, var í rúm-
lega áratug ritstjóri barnabóka
Máls og menninga. Hún var
spurð að því hveijar væru að
hennar dómi helstu skýringarnar
á því að lestur barna drægist mik-
ið saman þegar á táningsaldurinn
kæmi, en ykist svo aftur þegar á
framhaldsskólaaldurinn kærni.
Leið á að lesa
um kynlíf og partý
„Ég ímynda mér að skýringarn-
ar á þessu séu meðal annars-
stórlega aukið framboð á af-
þreyingarefni sem flæðir yfir
krakka á þessu aldursskeiði,"
segir Hildur Hermóðsdóttir.
„Áreiðanlega eru líka færri
bækur sem höfða til þessa ald-
urshóps en annarra. Krakkar
lesa upp fyrir sig og á þessum
aldri ættu þeir að lesa hinar
svokölluðu unglingabækur.
Sannleikurinn er að undanfar-
inár hafa þær lent dálítið í öng-
stræti. Krakkar verða leiðir á
að lesa stöðugt um partí og
kynlíf, þeir eru kröfuharðari cn
svo og fá h'ka nóg af slíku í
kvikmyndum. Krakkar eru hins
vegar spenntir fyrir ævintýrum
og vísindaskáldsögum og fram-
boö á slíku hefur reyndar vaxið.“
Hildur segir ennfremur að á
þessum aldri séu börn afar mis-
munandi að þroska ... og eru
að fikra sig áfram út í veröldina
- þess vegna hafa þau sjálfsagt
minni eirð í sér til að kúra yfir
bókum. Þannig er það auðvitaö í
hraða nútímans. En sem betur
fer koma þau til baka og fara
aftur að lesa - bæði vegna þcss
að þau róast en ekki síst vegna
þess að niikið er unnið með bók-
menntir á öllum skólastigum.
Það er ómetanlegt. Börnum á
Islandi er frá blautu barnsbeini
kennt að meta góðar bækur og
það skilar sér að sjálfsögðu þeg-
ar þau fullorðnast."
Sögur af samfélagi
Hildur var spurð að því hvort rit-
höfundar sem skrifa fyrir börn
gerðu í nægilega ríkum mæli út á
það sem börn á íslandi lifa og
hrærast í nú um stundir. Þarf i'
bókum líðandi stundar ekki að
koma eitthvað inn á Pókymon-
mjmdir, hettupeysur, hlaupahjól
og rasssíðar buxur svo einhver
tákna úr samfélagi líðandi stund-
ar séu nefnd.
„Margir höfundar eru reyndar
að skrifa raunsæisbækur lýrir nú-
tímakrakka. Hins vegar er það svo
að bækur um tískubólur endast
yfirleitt illa, þær fara hreinlega úr
tísku um leið og fýrirbærin sem
þær fjalla um. Börn vilja heldur
lesa um það sem skiptir máli -
sögur sem segja þeim eitthvað
um mannleg samskipti, um for-
tíðina, um samfélagió í fortíð eða
nútíð. En umfram allt þurfa þau
skemmtilegar bækur á máli sem
þau skilja án þess að talað sé nið-
ur til þeirra."
Dálítill höfuðverkur.
En eru bókaforlögin í landinu
nægilega meðvituð um lítinn lest-
ur barna og hvaða ráð hafa þau
séð til að auka hann og þar með
auka sölu barnabóka. Og hcfur
verið gripið til einhverra slíkra
ráða? „Bókaforlög velta auðvitað
frrir sér hverjir lesa og hvernig er
mögulegt að koma til móts við þá.
En óneitanlega er 12 til 15 ára
aldurinn dálítill höfuðverkur. I ár
koma samt út ýmsar góðar bækur
sem höfða til þessa hóps og út-
gefendur treysta mest á jólamark-
aðinn eins og venjulega," segir
Hildur. Og hún bætir við:
„Ég er búin að starfa bráðum
13 ár við bókaútgáfu, aðallega við
barnabækur fram undir þetta.
Þegar ég byrjaði á níunda ára-
tugnum var mikil gróska í útgáfu
unglingabóka sem seldust eins og
heitar lummur. Þá var skrifaður
fjöldi bóka um nútímaunglinga,
margar eru gleymdar, jafnvel þótt
þær þættu góðar á sínum tíma en
einstaka hefur lifað af, t.d.
Gauragangur eftir Olaf Hauk,
bók sem orðin er nokkurskonar
klassík. Þetta er dæmi seiri sann-
ar að skemmtilegar og innihalds-
ríkar sögur sem tala til unglinga
eins og jafningja eru tímalausar í
þeim skilningi að þær höfða
stöðugt jafn mikið til lesenda
sinna þótt tíminn líði. Þetta á
auðvitað við um allar bækur."