Dagur - 25.11.2000, Síða 14

Dagur - 25.11.2000, Síða 14
U - LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Þjálfun í vatni Kona ein, vel á tí- ræðisaldri sem aldrei á ævinni hafði komið í sund- laug og átti orðið mjög erfitt með allar hreyfingar sökum mikillar slitgigtar. Hún gengur nú upprétt í vatninu, nokkuð sem hún hefur ekki upplifað í mörg ár, gerir æfingar og slakar á. Meðferð í vatni á sér langa sögu. Heimild- ir herma að vatn hafi verið notað í lækn- ingaskyni og til hressingar frá því löngu fyr- ir Krist. Grikkir og Rómveijar tengdu vatns- meðferð við líkamlega og sálræna heilsu og notuðu laugar í tengslum við íþróttir. Frá því á 17. öld hafa laugar verið notaðar til meðferðar t.d. á gigt og hjarta- og lungna- vandamálum (1). I dag eru Iaugar notaðar af fjölda fólks í ýmiskonar tilgangi s.s. til af- reksþjálfunar í íþróttum, almennings- íþrótta, endurhæfingar eða bara til að auka líkamlega, andlega eða félagslega vellíðan. Vatn minnkar verki Vatnið hefur marga eiginleika sem gerir það eftirsóknarvert til notkunar t.d. í endurhæf- ingu. I vatni vegur líkaminn aðeins u.þ.b. 1/6 af þyngd sinni á þurru landi svo að álag á líkamann er verulega minnkað þegar í vatnið er komið. Það er uppdrif vatnsins sem veitir líkamanum þennan mikla stuðn- ing. Þéttni vatnsins veldur því einnig að lík- aminn verður stöðugri, fólk finnur stuðning af vatninu t.d. þegar það stendur í lauginni. Þó getur verið erfitt að standa kyrr í sömu sporum í djúpu vatni þar sem uppdrifskraft- ur vatnsins verður þá sterkari en stöðug- Ieikaáhrifin. Æfingar í vatni taka oftast al- hliða á líkamann og auðvelt er að auka erf- iðleika æfinganna smátt og smátt. Flestir fljóta auðveldlega í baklegu í vatninu ef þeir fylla lungun af lofti, enda er loft eðlisléttara en vatn og leitar því upp á við í vatninu. Vatnið hefur verkjaminnkandi áhrif á lík- amann og veldur slökun í vöðvum. Því sæk- ir margt fólk sem er með stoðkerfisvanda- mál í það að komast í hlýjar sundlaugar og heita potta. Ahrifin af hreyfingu í heitu vatni eru margþætt. Aðeins við hitann og hreyfing- arnar í vatninu hækkar líkamshitinn, blóðflæði eykst og hitastigið í vöðvunum hækkar. Hækkað hitastig Ieiðir svo af sér aukin efnaskipti sem eru forsenda fyrir bættu ástandi vöðva og liða. Hita- stig milli 34°-38°C veldur slökun í vöðv- um og minnkar sársauka. Fyrir þá sem upp- lifa sársauka við hreyfingar á þurru landi er vatnsþjálfunin því ákjósanleg. Þar sem lík- aminn er mikið léttari í vatninu og blóð- flæðið betra til vöðvanna sökum hitans er álagið á liðina og vöðvana minna. Því er auðveldara að hreyfa fullan hreyfiferil liðar- ins og viðhalda þannig liðleikanum. Hægt er að leyfa sér að ganga, hoppa og hlaupa í vatninu án þess að fá á sig högg eða hnykki eins og gerist á þurru landi. Vatnið hentar því langflestum, ungum sem öldnum, sem vilja styrkja kroppinn, auka þol sitt, liðleika, jafnvægi og samhæfingu. Jafnvægi, styrkur og liðleiki Vatnsþjálfun er góð viðbót í þjálfun t.d. fyr- ir eldri einstaklinga sem geta ekki tekið þátt í æfingum á þurru landi vegna jafnvægis- skerðingar eða annarrar hreyfiskerðingar. Eldra fólk er eðlilega margt komið með slit í liði, eymsl í liðaumbúnað og samhæfing hreyfinga er farin að minnka. I vatninu er álagið á liðina og liðaumbúnað margfalt minna og stuðningurinn frá vatninu er mik- ill. Þrátt fyrir þetta reynir mikið á jafnvægi í vatninu en því er oft ábótavant hjá eldra fólki og afar mikilvægt að þjálfa það upp. Það verður að lærast að halda jafnvægi í vatninu, styðja sig ekki við en finna stuðn- inginn frá vatninu. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif vatnsþjálfunar á jafn- vægi, styrk og liðleika hjá eldri einstakling- um (3). Af svipuðum ástæðum er þetta góður kostur fyrir aðra hópa s.s. gigtarsjúklinga, eftir Iiðskiptiaðgerðir, og ófrískar konur með grindargliðnunareinkenni. Uppdrif vatnsins gefur fólki kost á að framkvæma ýmsar æfingar og hreyfingar sem það gæti ekki gert á þurru landi. Æfingar geta verið léttar sé uppdrif vatnsins notað sem aðstoð við æfingar. Uppdrif og þéttni vatnsins er einnig hægt að nýta sem mótstöðu í styrktar- æfingum og hægt að gera æfingar töluvert erfiðar. Gott fýrír ófrískar konur Við sem störfum við endurhæfingarlaugina á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks höfum fengið að upplifa með skjólstæðingum okk- ar mikla vellíðan og aukna hreyfigetu í vatn- inu. Þeir gera upphitunaræfingar, styrktar- og liðleikaæfingar og enda svo á góðri slök- un í lokin, annað hvort í sundlauginni eða heita pottinum. Margir einstaklingar hafa nýtt sér þessa þjónustu síðan endurhæfing- arlaugin var opnuð um sl. áramót. Sérstak- Iega er okkur þó minnistæð kona vel á tí- ræðisaldri sem aldrei á ævinni hafði komið í sundlaug og á orðið mjög erfitt með allar hreyfingar sökum mikillar slitgigtar. Hún gengur upprétt í vatninu, nokkuð sem hún hefur ekki upplifað í mörg ár, gerir æfingar og slakar að lokum á í vatninu. Auk fólks með einkenni frá stoðkerfinu (s.s. gigtar- fólks), fatlaðra og aldraðra, hafa ófrískar konur með einkenni grindargliðnunar ein- nig sótt töluvert í laugina. Enda geta þær oft hreyft sig þar sársaukalítið, þjálfað auma vöðva, Iiðkað Iiði, synt og svo slakað á eftir. Þær tala um það að um leið og þær koma ofan í vatnið finna þær að þær geta gengið án sársauka. Sú þjálfun og slökun sem þær fá í vatninu minnkar verki þeirra ffam á daginn og gerir þennan tfma í lífi þeirra mun auðveldari. Ein sagðist helst vilja vera þarna þangað til barnið væri fætt. Vatnsþjálfun er ekki töfralausn sem kem- ur í staðinn íyrir allt annað, en bún er mjög góð viðbót við aðra þjálfun og oft nauðsyn- leg sem fyrsta skrefið í frekari endurhæf- ingu. Höfundar eru sjiíkraþjúlfarar við Heil- brigðisstofnun Sauðárkróhs Heimildaskrá: 1. Anstey K H og Roskell C: Hydrotherapy: Detrimental or beneficial to the respirato- ry system? Physiotherapy 2000:86 (1): 5- 13. 2. lris Grönfeldt: Vatnsleikfimi (tilraunaút- gáfa). Borgamesi 1989 3. Lord S, MitcheU D og Williams P: Effect of xvater exercise on balance and related factors in older people. Australian joumal of Physiotherapy 1993: 39(3):217-222. 4. Rtioti R G: Overview og Non-Swimming Aquatic Research. J Back Musculoskel Rehabil. 1994: 4(4):315-318. Vinurinn graði KYNLIF Ragnheiður Eiríksdóttir skrifar Kynreynsla kven- na stendur mér ansi nærri, auð- vítað vegna þess að ég er kona með einhverja reynslu af kynlífi. Þó svo að karlar hafi þar komið við sögu hef ég ekki upplifað það að ____________ vera karlmaður í kynlífi og þykir mér það miður. Ekki það að ég kunni þvf illa að vera kona, það er yndislegt og ég fæ ekki leið á því. Samt sem áður væri nú gaman að hafa tippi f tuttuguogfjóra tíma, bara svona til að prófa. Eg mundi pissa standandi, ég kæmist inn í búningsklefa karla í Vesturbæjar- lauginni, ég mundi að sjálfsögðu rúnka mér a.m.k. einu sinni og svo mundi ég reyna að fá að sofa hjá konu! Vitaskuld með smokk þó svo að tippið væri bara einnola. Tæknihömlur Þetta er því miður ekki hægt eins og sakir standa og því fagna ég því að eiga karlkyns vini með liðugt málbein og víðtæka reynslu í karl- legum málum, kynferðislegum sem og ókynferðislegum. Þetta auðgar innsæi mitt sannarlega og ég lofa því hátíðlega að lesendur mínir munu njóta góðs af. Einn í vanda Um daginn hitti ég vin minn sem er dæmigerður þrítugur skrifstofu- maður og gengur með bindi dag- lega. Hann vinnur eins og hross og ef hann er ekki f símanum eða tölvunni þá er hann bæði í síman- um og tölvunni í einu. Maður skyldi halda að svona náungi hefði lítinn tíma til að hugsa um eða stunda kynlíf en öðru nær,hann er hreinlega að springa úr kynorku. I sturtunni á morgnana fer iðulega fram fyrsta fróun dagsins, eftir sturtuna tékkar hann alltaf á hvort kærastan sé tilkippiieg, ef svo er bætist einn skammtur við fyrir morgunverðinn, í vinnunni sækja á hann blautlegar hugsanir og oft lætur hann sig dreyma um að eiga heitt stefiiumót heima í hádeginu, á kvöldin fróar hann sér alltaf og sinnir líLa sinni góðu konu ef þan- nig ber undir. Konan góða er heil- mikil kvnvera og alls ekld hægt að segja að hún sé lítið fyrir kynlíf. Vinur minn segir að samt rang- hvolfi hún stundum augunum og segi á andvaqrinu: „Djöfull ertu alltaf graður! Færðu aldrei leið á þessu?“. Og hún er Ijarri þvf að vera íyrsta konan í hans lífi sem gerir athugasemd af þessum toga. Vegna þessa er vinur minn svo- lítið áhyggjufullur og hræddur um að hann sé með sama sjúkdóm og Michael Doglas og David Duchovny; kynlífsfíkn! Jóga Eftir djúpt spjall um málið, sem ég mun annars ekki fara nánar út í af tillitssemi við aðstandendur við- komandi, komumst við sameigin- lega að eftirfarandi niðurstöðu. Vinur minn er ekki kynlífsfi'kill. Hins vegar er líklegt að með kyn- Iífinu sé hann að uppfylla alls kon- ar þarfir hjá sér og losa um spen- nu sem hann safnar í hinu daglega gsm- og tölvupóstsamstri. Kyn- lífið er meðalið við- stressi og tjáningarmáti alls tilfinningaskalans. Kynlíf er leið hans til að tjá reiði, gleði, áhyggjur og ótta ásamt því aug- ljósa, ást og væntum- þykju. Þó svo að hann ráði vel við sínar að- stæður og uppfylli sínar skyldur hvort sem er gagnvart vinnunni eða fjölskyldunni, er líf hans hlaðið streitu sem hefur hingað til aðeins verið losuð út með mik- ,11, ástundun kynlífs. Ekki það að slæmt sé að hafa kynorkuna í lagi, en það getur verið dálítið óhollt að kynlífið sé eina Ieiðin til úrvinnslu streitu og tilfinninga. Hann ætlar þess vegna að skrá sig á jóganám- skeið eftir helgi og fá þannig nýjan farveg fyrir streituna. Varðandi all- ar tilfinningarnar þá kemur jógað Varðandi allar tilfinningarnar þá kemur jógað von- andi til með að hjálpa, en það verður sannarlega gaman að fylgjast með því hvernig vini mínum á eftir að vegna vonandi til með að hjálpa, en það verður sannarlega garnan að fylgj- ast með því hvernig vini mínum á eftir að vegna. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkmnarfræðingur *ÍW-|LW liynlifspistUl@liotmail.com

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.