Dagur - 25.11.2000, Side 23
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 - 23
SKAKMOLAR
UMSJÓN:
HALLDÓR B.
HALLDÓRSSON
T.R. efst!
Æsispennandi keppni er í
fyrstu deild íslandsmóts skák-
félaga þegar fyrri hlutanum er
lokið en seinni hlutinn fer
fram í vor. Það er Taflfélag
Reykjavíkur sem leiðir með 24
vinninga af 32 en Taflfélagið
Hellir kemur þar skammt á
eftir með 22/. Skákfélag Ak-
ureyrar er þó alls ékki langt
undan með 21 vinning. Það
verður þó að teljast líklegast
að Hellir fari með sigur af
hólmi í fsTstu deildinni því að
félagið á mun auðvaldari and-
stæðinga eftir. Það má segja
að þær tvær viðureignir sem
ráða úrslitum í seinni hlutan-
um séu viðureignir Hellis og
T.R.-b annars vegar og T.R.-a
og S.Á. hins vegar. I annari
deild stefnir allt í sigur Skák-
félags Grandrokks en félagið
hefur komist upp um deild á
hverju einasta ári frá stofnun
þess. Grandrokk hefur fjög-
urra vinninga forskot á næstu
sveit en T.R.-c Taflfélag Bol-
ungavíkur og Skákfélag Akur-
eyrar koma næstar í einum
hnapp.
Þess ber þó að geta að að-
eins eitt félag skiptir um deild.
Keppnin í þriðju deild er mjög
jöfn en þar er þó Taflfélag
Vestmannaeyja efst með 16
vinninga en næstar koma
S.A.-c, Taflfélag Reykjanes-
bæjar og Taflfélag Dalvíkur.
Það verður þó að teljast líklegt
að úrslit deildarinnar hafi ráð-
ist þegar S.A-c missti unna
viðureign niður í jafntefli á
mjög klaufalegan hátt gegn
Taflfélagi Vestmannaevja. I
fjórðu deild er T.R.-e langefst
í b-riðli með 22 vinninga af 24
mögulegum. A-riðilinn er hins
vegar mun meira spennandi
en þar eru það Grandrokk-c
með 18/í og S.A.-d 16/ sem
að berjast á toppnum.
Leiðindaatvik
Tvö leiðinleg atvik settu svip
sinn á deildakeppnina að
þessu sinni. 1 fyrstu umferð
fyrstu deildar mættust a og b
sveitir félaganna eins og venja
er (þ.e.a.s. þau sem eru í
sömu deild). 1 fyrstu deild
kepptu T.R.-a við b-sveit sína.
Athygli vakti að T.R-b var mun
veikari í þessari umferð en
hinum og ekki geta þeir borið
það fyrir sig að menn hafi ekki
geta komist því að nýkrýndur
skákmeistari félagsins sem að
tefldi á fyrsta borði mætti á
staðinn en fékk ekki að tefla!
Það er að mínu mati Ijóst að
eitthvað verður að gera til að
koma í veg fýrir svona lagaö
en þó er ljóst að elcki bætir
þetta orðstír félagsins. Þess
má svo geta að T.R.-a sigraði í
viðureigninni 7/. Seinna at
vikið átti sér svo stað í fjórðu
deild. í upphafi móts spurði
liðsmaður S.A. skákstjóra
hvort að tvær efstu sveitir
hvors riðils kæniust ekki upp
en fékk ekkert svar. í miðju
móti var það svo tilkynnt að
aðeins efsta sveitin kæmist
upp. Siík vinnubrögð eru til
skammar og áö sjálfsögðu
það að liggja fyrir .áður en mót
hefst hvert fyrirkomulag þess
FINA OG FRÆGA FQLKIÐ
Er Madonna trúlofuð?
Það virðist vera ótímabært að senda
Madonnu brúðkaupsgjafir, þrátt fyrir miklar
sögur umað hún og Guy Ritchie væru í þann
veginn að fara að gifta sig. Heimurinn var
ekki búinn að smjatta á þessari nýju trúlofun-
arfrétt nema í tvo daga þegar sérstök tilkynn-
ing var send út frá poppdrottningunni um að
hún væri bara ekkert að fara að gifta sig, ekki
í bráð í það minnsta! Það var sérlegur tals-
maður Madonnu, Liz Rosenberg sem sagði
opinberlega frá þessu í gær. Þar sagði tals-
maðurinn hreint út að Madonna væri ekki
trúlofuð. Þar með er hún í raun að bera til
baka ummæli sín frá því fyrr í vikunni þegar
bún sagði að Madonna og Guy væru trúlof-
uð. Greinilegt er að Rosenberg hefur í milli-
tíðinni talað um málið við Madonnu og
breytt yfirlýsingu sinni í kjöfarið.
Raunar lýsti Madonna því svo sjálf yfir í
viðtali við The Sun í gær að Guy væri búinn
að biðja hana um að giftast sér, og hún hefði
sagt já. Hins vegar væri ekkert ákveðið um
bvenær brúðkaupið myndi verða. Nú velta
menn því fyrir sér hvað sé hér í gangi, annars
vegar keppist talsmaður Madonnu við að af-
neita því að stjarnan sé trúlofuð og svo kem-
ur Madonna sjálf hins vegar og lýsir því yfir
að hún sé trúlofuð. Fjölmiðlamenn hafa
spurt hvort hér sé e.t.v. á ferðinni enn eitt
kynningarbragðið hjá Madonnu? Svo er ekki
segir talsmaðurinn í viðtali á MTV og heldur
því fram að ummæli Madonnu hafi verið tek-
in úr samhengi - hún sé ekki trúlofuð, ekki
einu sinni „leynilega"!!!!
Madonna og Guy Richie
BARIUAHORIUIÐ
Tveir eru eins
I fljótu bragði virðast allir þessir vfkingar vera
eins en svo er ekki. Aðeins tveir þeirra eru al-
veg eins. Getur þú fundið hvaða tveir það
eru?
Ólíkar í fimm atriðun
Þótt svo kunni að vjrðast f- fyrstu þá eru þessar
myndir ekkí eins. Þær cru ólíkar í að minnsta kosti
fimm litlum atriðum. Hvaða atriði eru þettá? Gpp-
Iagt væri síðan að lita myndirnar á eftir.
Brandarar
A eIliheimilinu:„Af hverju ertu farinn að vefja sí- „Ágæti sálfræðingur! Þú verður að hjálpa mér.
garetturnar þínar sjálfur?" Ég hef það á tilfinningunni að ég sé ísskápur."
„Læknirinn sagði að ég þyrfti á hreyfíngu að „Já, það skal ég gera. En byrjaðu nú samt á
hakla.“ því að loka munninum. l jósið skín 'sv.o í'augun.á
H HHr mér.“*-**
Vatnsberinn
Ekki útiloka þinn
innri mann. Það
eru flestir búnir að
fá leið á þeim ytri.
Fiskarnir
Það ríkir góðæri
hjá þér um helg-
ina. En það
staldrar stutt við.
Hrúturinn
Hafðu auga
með snúnings-
hraðamælinum.
Þú ert eins og
skopparakringla
þessa dagana.
Nautið
Stofnaðu flugfé-
lag til að leysa
samgönguvanda-
málin við eigin
skýjaborgir.
Tvíburarnir
Þetta eru vissu-
lega erfiðir tímar,
en Lorelei syngur
þig í svefn á
hverju kvöldi.
Krabbinn
Það eru ham-
ingjutímar í
vændum ef þú
aðeins spiiar rétt
úr því sem þú
hefur. Þrjú grönd
eru í burðarliðn-
um.
Ljónið
Bann við lausa-
göngu hrossa er
eina ráðið. Fastur
hestur verður
samt aidrei besti
hestur.
Meyjan
Þá átt stjörnuleik
um helgina, en
það fer nokkuð
leynt því áhorf-
endur vantar.
Vogin
Samband flóð-
hests og
naggríss blessast
ekki nema
ákveðnum
grundárvailarregl-
um sé fylgt og
annar verði ofan
á í sambandinu.
Sporðdrekinn
Þrjú tonn af sandi
duga skammt
þegar hálkan í
einkalífinu er slík
að hvurgi er
stætt.
Bogamaðurinn
Landmælingar ís-
: lands hafa komist
að þeirri niður-
stöðu að þú sért
heldur lítill kall. En
það má reikna
með nokkrum
skekkjumörkum.
Steingeitin
: Skippí kengúra
verður á vegi þín-
um afturgengin.
Hún er verri ;
hrossjeggur en
Viduka.