Dagur - 04.01.2001, Blaðsíða 1

Dagur - 04.01.2001, Blaðsíða 1
\ Álver eystra sett aftur fyrir Norðurál? Taldar eru líkiir á að stækkun álvers Norð- uráls í Hvalfirði fái forgang fram yfir virkjunar- og álvers- framkvæmdir á Aust- urlaudi. Tvær rennslis- virkjanir í Þjórsá eru í undirbúningi. Margt bendir til þess að stækkun álvers Norðuráls í Hvalfirði upp í 290 þúsuncl tonn verði látin hafa forgang fram yfir virkjapa- og ál- versframkvæmdir á Austurlandi. Þctta hefur Dagur fengið staðfest í samtöium við þingmenn úr háð- um stjórnarflokkunum. Þeir segja málið viðkvæmt um þessar mund- ir. Til þess að hægt sé að stækka Norðurálsverksmiðjuna þarf að byggja tvær virkjanir í Þjórsá. Um er að ræða rennslisvirkjanir, önnur við Stóra-Núp í Gnúpveijahreppi en hin mun neðar eða við Urriðafoss í Villingaholtshreppi. Landsvirkjun er komin af stað með forathuganir varð- andi þessar virkjan- ir. Astæður þess að talið er að virkjan- irnar í Þjórsá og stækkun Norður- áls fái forgang eru nokkrar. I fyrs- ta lagi tekur mun styttri tíma að byggja rennslisvirkjanir í Þjórsá heldur en Kárahnjúkavirkjun. I öðru lagi eru Norðurálsmenn til- búnir að hefjast handa við stækk- unina um leið og leyfi til þess fæst og formlegu umhverfismati er lok- ið en það getur orðið í vor. 1 þriðja lagi er það talinn \álji Sjálfstæðisflokksins að stækkun Norðuráls komi á undan enda hcfur hrifning þeirra af vikjun á Austurlandi og byggingu álvers á Reyðarfirði verið í lágmarki. Af ýmsum ástæðum er talið erfitt fyr- ir Framsóknarflokkinn að standa gegn þessu og þá ekki síst vegna þess að Norsk Hydro er ekki eins og lipur gæðingur í taumi í álmál- inu á Reyðarfirði eins og oft hefur komið fram f fréttum. Sú hugmynd hefur raunar kom- ið fram að hægt verði að áfanga- skipta þessum tveimur fram- kvæmdum þannig að önnur þvrfti ekki að híða þar til hinni er að fullu lokið. Þetta er þó ekki talinn góður kostur. Ekki báðax í einu Það liggur ljóst fyrir að ekki verð- ur hægt að vinna við báðar virkj- anirnar samtímis. Stærð þeirra verkefna yrði okkur ofviða. Þetta staðfesti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra í samtali við Dag. Hún sagði miklar skýrslur vera til um virkjanir á Austurlandi en að nú væri verið að skoða virkjanirn- ar í Þjórsá og sömuleiðis væri ver- ið að skoða efnahagslegu áhrifin af þessu öllu saman. Að öðru leyti vildi hún ekki ræða málið á þessu stigi. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði að grunnathuganir á þessum tveimur rennslisvirkjunum hafi farið fram. Landsvirkjun hafi ver- ið að ræða við landeigendur og sveitarstjórnir. Þá hafi verið gerðar tiiraunaborholur í nágrenni við Arnes því það þarf að grafa göng sem vatnið fellur niður um úr liti- um inntakslónum. - Er þetta gert meö stækkun Norðurálsverksmiðjunnar í huga? „Því er til að svara að nú hvílir á okkur sú lagaskylda að eiga alltaf möguleika á að anna eftirspurn viðskiptavina okkar og til þess þurlum við að hafa vaðið fyrir neðan okkur. Það er ekkert nýtt að rennslisvirkjanir á þessum tveim- ur stöðum séu nefndar. Það hefur verið gert áður,“ sagði Þorsteinn. - S.DÓR Stórfækkim vhmuslysa Helmingi færri dauðaslys urðu vegna vinnu íslendinga í fyrra en árið á undan. Þrír létust við störf sín í fyrra og er byggingaiðnaður- inn hættulegastur. Veruleg fækkun varð á vinnu- slysum milli ára í Norðurlands- kjördæmi eystra. I fyrra voru til- kynnt 88 vinnuslys skv. upplýsing- um frá Vinnueftirlitinu á Akureyri en 133 slys urðu árið 1999. Helgi Haraldsson, 1 umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins, segist ánægður með útkomuna, errda sé lítið um alvarleg slys þrátt fyrir t.d. þenslu í byggíngaiðnaði. Ef horft er til seinustu ára hefur tilkynntum slysum fækkað síðan 1997 þegar þau náðu hámarkí í umdæminu og urðu ríflega 150. Flest slys urðu í járniðnaði en næst kemur fiskvinnsla. Meðal slysa í járniðnaði má nefna fall úr hæð og aðskotahluti í auga. Þar geta hlífðargleraugu bjargað miklu en í fiskvinnslunni má nefna slys við færibönd og einnig er töluvert um að fólk verði fyrir lyftara. - BÞ 75 ára söngafmæli Karlakór Reykjavikur er 75 ára um þessar mundir og var í gær haldið upp á áfangann - með söng að sjálfsögðu! - mynd: hari Afskipti lögreglu vegna þokuljósa enduðu með árás. Sá svart o& skaUaði löggu Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt 19 ára karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og greiðslu sakarkostnaðar fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var ákærður fyrir umferðarlagabrot og fyrir að hafa veist að lögreglu- manni, kýlt hnefahöggi og skallað hann ítrekað í andlitiö. Málsatvik eru þau að maðurinn ók með þokuljós á Akureyri í blóra við aðstæður og hafði lögreglan af- skipti af honum fvrir þær sakir. Hann var hvorki í bílbelti né með ökuskírteini og var honum sagt að fvrir það yrði hann kærður en að- eins áminntur vegna ljósanna. Síðar sá lögreglan aftur til mannsins og hélt hann þá áfram uppteknum hætti og notaði enn þokuljósin. I kjölfarið upphófst elt- ingarleikur en lögreglubifreiðinni var svo ekið í veg fyrir bifreið ákærða á Glerárgötu, skammt sunnan við gatnamót Hvannavalla. Skallaði hann tvisvar I lögregluskýrslu segir að ákærði hafi í fyrstu neitað að koma út úr hifreið sinni og hafi af þeim sökum veriö kallað til viðbótarlögreglulið. Akærði opnaði í framhaldi af því dyrnar og var þá tilkynnl að hann væri handtekinn. Maðurinn hótaði meiðingum og þegar lögreglumað- ur tók í öxl hans réðst hann á lög- reglumanninn með þeim afleiðing- um að þeir féllu báðir í snjóruðn- ing við akbrautina. Síðan skallaði maðurinn lögreglumanninn tvisvar ( höfuð og andlit. Gat valið Kærði krafðist sýknu og sagði lög- reglumanninn hafa „rifið í sig með látum". Þá hafi hann rciðst ofsa- lega og nánast fengið „black out“ vegna hughrifanna. Maðurinn viðurkenndi að rangt hefði verið að slá og skalla lögreglumanninn en tók fram að lögreglumaðurinn hefði getað komist frá þessu með góðu, hann hafi fengið að velja. - BÞ 1 3 y * \ \ ! Bless bursti Geislagötu 14 • Sími 462 1300 Nú á ég skilið að fá uppþvottavél Síml 530 2800

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.