Dagur - 04.01.2001, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 2 0 0 1 - 1S
Framhald á framhj áhaldi
Afhálfu leikara og leikstjóra er greinilega vandað til verks. Bæði eru þau Tinna og Sigurður
afbragðs góðir leikarar og sýna það svo sannarlega í þessari sýningu.
Á sama tíma
síðar eftir
Bernard Slade
í þýðingu
Tinnu Gunn-
laugsdóttur.
Leikfélag fs-
lands sýnir í
Loftkastalan-
um.
Leikstjóri:
Hallur Helga-
son.
Leikarar: Sigurður Sigurjóns-
son og Tinna Gunnlaugsdótt-
ir.
Leikmynda- og búningahönn-
uður: Hlín Gunnarsdóttir.
Sennilega eru þeir varla margir
hér á landi sem ekki kannast við
efni leikritsins Á sama tíma að
ári. Jafnvel þeir i'áu sem ekki
hafa séð það á sviði, þrátt fyrir
tvær uppfærslur sem hafa báðar
náð gífurlegum vinsældum, hafa
vart komist hjá því að heyra
minnst á þau Georg og Dóru í
fjölmiðlum og í kunningjahópi og
vita því nokkurn veginn um hvað
málið snýst. Og vafalaust eru
býsna margir nokkuð spenntir
að sjá framhaldið á hinni óvenju-
legu framhjáhaldssögu þeirra,
þótt hugsanlega finnist álíka
mörgum að verið sé að bera í
bakkafullan lækinn.
Á sama tíma síðar er nokkuð
dæmigert framhaldsverk, sem þó
eru algengari í kvikmyndahúsum
en leikhúsum. Haldið er áfram
með sama form og gekk svo vel
upp í fyrra verkinu. Þau Georg
og Dóra hittast sem fyrr einu
sinni á ári á sama hótelherberg-
inu, en nú er fylgst með þeim
eldast og glíma við ný vandamál.
Fyrst og fremst gamanleikrit
Grínið byggist á því að á einu ári
hefur jafnan ýmislegt gerst í lífi
þeirra beggja, þannig að þau eru
sífellt að koma hvort öðru á
óvart. Umskiptin á Georg eru
reyndar á köflum einum of mikil
til þess að vera trúverðug, en allt
þjónar það þeim tilgangi að
skemmta áhorfendum og er svo
sem allt í lagi með það.
Þetta óvenjulega samskipta-
form, að eiga ástarfund einu
sinni á ári, býður svo sannarlega
upp á tækifæri til þess að stúd-
era mannleg samsldpti og ástina
ekki síst. Sú staðreynd að um
framhjáhald er að ræða vekur
meðal annars upp spurningar
um lygina, bæði í ástinni og í líf-
inu almennt. Til að mynda kem-
ur þarna upp sú forvitnilega
spurning hvort lygin geti hugs-
anlega verið nauðsynleg í ein-
hverjum tilvikum til þess að við-
halda ákveðnum neistum. IJöf-
undur notfærir sér vissulega
þessa möguleika og gefur áhorf-
endum tækifæri tU þess að velta
upp spurningum af þessu tagi.
Hins vegar er leikritið vitaskuld
fyrst og fremst gamanleikur,
þannig að þótt dýpri tónum
bregði fyrir þá er aldrei unnið
neitt úr þeim að ráði.
Vandað til verks
Dramatíkin í verkinu er líka
ósköp hversdagsleg, þótt vissu-
lega beri margt til tíðinda sem
ekki er ástæða til að ljóstra upp
hér. Enda er þarna verið að
fjalla um býsna hversdagslegt
fólk, þótf það sé statt í svolítið
óvenjulegum aðstaíðum. Þessi
hversdagsleiki er hins vegar eitt
af því sem gefur þessu verki
gildi þrátt fyrir allt, því þarna
er verið að segja frá fólki sem
flestir ættu að geta séð býsna
mikið af sjálfum sér í.
Ég naut þess hugsanlega að
liafa ekki séð fyrra leikritið. Ég
losnaði því við að vera sífellt
með samanburð og þurfti ekki
heldur að láta mér leiðast end-
urtekningar, sem vafalaust eru
þó nokkrar. Þetta seinna leikrit
stendur hins vegar varla undir
sér sem sjálfstætt leikrit, til
þess er bakgrunnur fyrra leik-
ritsins of mikilvægur í þvf sem
fram vindur.
Af hálfu leikara og leikstjóra
er greiniiega vandað til verks.
Bæði eru þau Tinna og Sigur-
ður afbragðs góðir leikarar og
sýna það svo sannarlega í þess-
ari sýningu. Enda þekkja þau
orðið persónurnar býsna vel frá
fyrra leikritinu. Sigurður hefur
óneitanlega úr meiru að moða
og fer létt með að sýna spaugi-
legu hliðarnar á Georg, sem
bæði er að tapa heyrn og á
erfitt með að horfast í augu við
aldurinn og nálægð dauðans.
Hlutverk Dóru er ekki eins lit-
ríkt, virðist vera meira eins og
til mótvægis við Georg í leikrit-
inu, en Tinna nær engu að síð-
ur að gera því býsna áhrifarík
skil á köflum.
LEIKLIST
Guðsteinn
Bjarnason
skrifar
GuMskamenning
Nútimamaðurinn ver sig fyrir fjölmiðlum, sivaxandi uppiýsingafiæði, með þvi
að koma sér upp eins konar gullfiskaminni þar sem allt kemur og fer nánast á
Ijóshraða
Venjuleg hugs-
un er auðveld
og oft skemmti-
leg. Það eru all-
ir með á nótun-
um. Erfið hugs-
un er fremur fá-
gæt, þar eru
ekki jafnmargir
með á nótunum.
Til að vernda
léttleikann af-
greiða menn oft
hina erfiðustu
hugusn með því að kalla hana
leiðinlegustu predikun heimsins
og þykjast góðir. Þessi afstaða
kemur í veg fyrir að menn verði
að leggja á sig það erfiði að öðl-
ast nýjan skilning. Nútímamað-
urinn ver sig fyrir Ijölmiðlum,
sívaxandi upplýsingaflæði, með
því að koma sér upp eins konar
gullfiskaminni þar sem allt
kemur og fer nánast á ljós-
hraða. Menn sjá og heyra ein-
hver reiðinnar býsn á hverjum
degi en fátt og jafnvel ekkert
situr eftir þegar upp er staðið.
Ein afleiðingin gæti orðið sú að
menn vilji síður axla ábyrgð
langtímasjónarmiða.
Sjá lieiininn á ólíkan hátt
Mannshugurinn býr sér til sína
eigin klukku og hún gengur á
mismunandi hraða, getur jafn-
vel nánast staðið alveg kyrr að
því að sumum finnst. Það er
þó aldrei í raun. Kyrrstaða er
fyrirbæri sem hvergi er að
flnna hvorki í hinum ytri né
innri heimi. En vegna þess að
hver maður hefur sína eigin
andlegu klukku sjá menn
heiminn á ólíkan hátt og mæla
tíma á mismunandi kvarða.
Hvaða maður sættir sig til
lengdar við að skynja tilver-
una eins og gullfiskur? Maður-
inn vill skilja samhengi. Mað-
urinn vill hafa yfirsýn yfir
hlutina. Maðurinn vill hafa
langtíma minni. Maðurinn vill
axla langtímaábyrgð.
Vélin og goðsögnin
Þetta eru tveir pólar sem hafa
árið 2000 verið að leita að
eins konar jafnvægi í mínum
heimshluta þar sem vélin og
goðsögnin takast á, þar til að
lokum bæði vélin og goðsögnin
eiga farsæla samleið inn í
þriðja árþúsundið sem þarf
vafalítið á báðum að halda.
Með langtímasjónarmiðum á
ég við aldir fremur en ár og
áratugi, jafnvel miklu lengri
tíma. Skammtímasjónarmið fá
framtíðina til að skreppa sam-
an. Það eru langtímasjónar-
miðin sem byggja upp framtíð-
ina. Langtímasjónarmið er
ekki nauðsynlega ein lína. Þar
gætir árstíðanna, veturs, sum-
ars vors og hausts. Slíkar árs-
tíðir stöðva ekki langtímasjón-
armið fremur en ár og aldir.
Langtímasjónarmið eru besta
mótvægið við gullfiskamenn-
ingu markaðstorganna þar
sem allt er gleymt þá gleypt er.
Geturn mikið gert
fyrir hina óbornu
Hjölfróðir menn hafa gert því
skóna að aðeins hundrað
billjónir manna hafi lifað á
þessari jörð frá upphafi. Það
veit enginn hvað margir menn
eiga eftir að lifa á þessari jörð.
Við vitum það eitt að þetta
verða allt okkar afkomendur,
okkar sem nú lifum. Okkur
varðar um framtíð þeirra, við
berum ábyrgð á henni, þess
vegna erum við reiðubúin að
axla langtímaábyrgð. Þannig
ætti þetta að minnsta kosti að
vera. Hvernig í ósköpunum
geta menn hegðað sér eins og
þeir væru síðasta kynslóðin á
jörðinni og varðaði ekkert um
það sem á eftir kemur?
Við getum lítið gert fyrir
hina dauðu, við getum mikið
gert fyrir hina óbornu. Við
komumst ekki hjá að gera
þeim annað hvort gott eða illt.
Við getum staðið með framtíð-
inni. Við gætum líka orðið
Pandóruskjóða fyrir framtíð-
ina. Það vill svo til að í tveggja
ármilljóna sögu mannkynsins
erum við fyrsta kynslóðin sem
hefur breytt lofthjúp jarðarinn-
ar og við erum síðasta kynslóð-
in sem þarf ekki að taka afleið-
ingunum. Mín kynslóð breytti
heiminum meira en hún gerði
sér nokkra grein fyrir. Það er
enginn vafi á því að þriðja ár-
þúsundið fær erfitt verkefni að
ráða bót á gullilskasjónarmið-
um fortíðarinnar.
HORN HEIM-
SPEKINGSINS