Dagur - 04.01.2001, Blaðsíða 14

Dagur - 04.01.2001, Blaðsíða 14
14- FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 Da^wir Túvemréttur Mennta- smiöjunnar á Akureyii Um þad bil fimmhundruð einstaklingar sækja námskeið hjá Menntasmiðjunni á Akureyri á hverju ári. Myndin er tekin á haustdögum af nemendum úr Menntasmiðju kvenna, en sá hópur útskrifaðist í desember síðastliðnum. Mikið og gott starfunnið í Menntsmiðjunni. Ekkert dregið úraðsókn nema síður sé. Óöryggi ríkirum tilveru- rétt íframtíðinni. Menntasmiðja kvenna var upphaílega sett á laggirnar árið 1994 að frumkvæði Valgerðar Bjarnadóttur fyrrverandi for- stöðufreyju Menntasmiðjunnar og byrj- aði þá sem tilraunaverkefni á vegum jafnréttis- og fræðslufulltrúaembættis Akurej'rarbæjar í samvinnu Akureyrar- bæjar og ríkisins. Verkefni starfseminn- ar og tilgangur var að koma til móts við slæmt atvinnuástand sem þá ríkti, sér- staklega meðal kvenna á svæðinu og átti verkefnið að verða svar við því. Verkefn- ið mæltist vel fyrir og streymdu konur á öllum aldri í Menntasmiðjuna sem hélt tvö sextán vikna námskeið yfir árið. Og jafnvel þótt dregið hafi úr atvinnu- Jeysi á síðustu árum, hefur ekkert dregið úr aðsókninni að Menntasmiðju kvenna, nema síður sé, þrátt fyrir allt góðærið. Enn þann dag í dag ílykkjast konur, og nú bTa karlar, á námskeið í Mennta- smiðjuna, sem byggir starfsemi sína á hugmyndafræði og reynslu frá lýðhá- skólum og kvennadagskólum á Norður- löndum. Meimtasmiðjan á Akiirevii Uppbygging á starfsemi Menntasmiðj- unnar hefur verið umfangsmeiri en nokkurn hafði órað fyrir í upphafi. Og í dag er Menntasmiðja kvenna ekki lengur einungis ætluð fyrir konur, enda hefur starfsemin fengið nýtt nafn, Menntasmiðjan á Akureyri. Mennta- smiðja kvenna er enn til, en er einung- is einn angi af annars mjög fjölbreyttu námskeiðahaldi sem ætlað er bæði konum og körlum undir hatti Mennta- smiðjunnar á Akureyri. Má þar nefna að undanfarin ár hefur Menntasmiðjan tekið að sér að skipuleggja og sjá um ýmis samningsbundin og starfstengd námskeið fyrir ófaglært fólk sem stétt- arfélög eins og til dæmis STAK, Eining- Iðja og Starfsmannafélag ríkisstofnana eru skuldbundin til að halda fyrir starfsmenn sína samkvæmt kjarasamn- ingum. Einnig er starfandi vinnuklúbb- ur fyrir fólk í atvinnuleit og er hann samstarfsverkefni Menntasmiðjunnar og Svæðismiðlunar Norðurlands eystra og er markmið hans að auka hæfni og öryggi þátttakenda í leit þeirra að starfi við hæfi. Pá eru haldin námskeið fyrir nýbúa, öryrkja, starfslokanám- skeið fyrir aldraða og fjölmörg önnur hagnýt námskeið svo sem eins og tölvu- og tungumálanámskeið. Samtals sækja yfir fimmhundruð einstaklingar námskeið sem haldin eru í Mennta- smiðjunni á ári hverju og fer þeim fjölgandi með hverju misseri sem og fjölbreytni námskeiða. Pað hefur því valdið verkefnisstjórum starfseminnar og fleirum verulegum áhyggjum, að hvort tveggja í senn, er húsnæði það sem Menntasmiðjan hefur haft á leigu fyrir starfsemina nú komið á söluskrá og föst fjárveiting frá bæjaryfirvöldum hefur verið lækkuð úr 6,5 milljónum króna í 4,5 milljónir eða um rúmlega 30 prósent. Á hraklióliiin Menntasmiðjan hefur í gegnum árin haft aðstöðu í leiguhúsnæði á þriðju og fjórðu hæð að Glerárgötu 28 sem í dag er í eigu KEA. Húseignin er nú komin á söluskrá og hefur fjórða hæð hússins þegar verið seld, en á þeirri hæð hafði Menntasmiðjan eina kennslustofu til umráða. Pað er því ljóst að þegar er farið að kreppa að í húsnæðismálum og óvíst hvort hægt verði að halda áfram þeirri starfsemi í óbreyttri mynd sem þegar hefur verið komið á fót í Menntasmiðjunni á Akureyri. Þar að auki hefur Akureyrarbær samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 dregið úr föstu fjárframlagi til Mennta- smiðjunnar um rúmlega 30 prósent, eins og áður hefur komið fram. Spurningin sem óneitanlega vaknar, er því hvort ekki sé eðlilegt að draga saman seglin á uppgangstímum og hvort Menntasmiðja kvenna sé ekki komin langt út fyrir sinn upphaflega starfsramma. Dagur leitaði svara við þessum og fleiri spurningum hjá verk- efnisfreyjum Menntasmiðjunnar. „Menntasmiðjan hefur allt frá upp- hafi búið við fjárhagslegt óöryggi og óvissu um framtíðina, en þrátt fyrir það unnið merkilegt frumkvöðla-, hug- sjóna- og uppbyggingarstarf, sem nú er fyrirmynd annarra bæði hérlendis og erlendis. Má í því sambandi nefna að nú þegar eru starfandi Menntasmiðjur bæði á Vestur- og Austurlandi að fyrir- mynd Menntasmiðju kvenna á Akur- eyri með góðum árangri. Menntasmiðjan hefur það markmið að sinna menntunarþörf f'ullorðinna með litla grunnmenntun. Gæði nám- skeiðanna grundvallast á samstarfi við fastan starfshóp kennara og ef þessi námskeið yrðu ílutt eitthvert annað, væri hætta á því að tengslin við þennan góða hóp myndu rofna og það kæmi niður á gæðum kennslunnar. Svo skipt- ir líka umhverfið hér, þar sem þetta óformlega nám fer fram og þar sem andrúmsloftið er óþvingað þátttakend- ur miklu máli, plús það að kennsluaö- ferðirnar og umgjörðin um nám l'ull- orðinna er allt annað en til dæmis fyrir fólk á framhaldsskólastigi eða þá sem eru í háskólanámi. Auk þess tekst okk- ur að samnýta kennarana á ólíkum námskeiðum og gerir það kostnaðinn mun minni en ef þeim væri dreyft út um borg og bý. Og þótt fólk útskrif'ist ekki með diplómaskjal liéðan, þá á það vissulega greiðari aðgang að vinnu- markaðinum, þar sem fyrirtæki og stofnanir eru í auknum mæli farin að taka tillit til þess undirbúnings sem fólk hefur fengið hér í Menntasmiðj- unni“, segja þær Snjólaug Jóhannes- dóttir, verkefnisfreyja samningsbund- inna námskeiða fyrir stéttarfélög og Þorbjörg Ásgeirsdóttir, verkefnisfreyja Menntasmiðju kvenna. Metin að verðleikiun Eftir allt það uppbyggingarstari' sem átt hefur sér stað í Menntasmiðjunni og þá stöðugu þróun sem þar fer fram, má spyrja hvers vegna bærinn vill setja hömlur á starfsemina með niðurskurði fjármagns til starfseminnar. Nefnd sem skipuð var af Akureyrarbæ og fékk það verkefni að koma með tillögur um mál- efni Menntasmiðjunnar, kynnti niður- stöður sínar á fundi með starfsfólki Menntasmiðjunnar á dögunum. Nefnd- in sem í sátu þrír fulltrúar frá Akur- eyrarbæ hafði það hlutverk að fara yfir rekstur Menntasmiðjunnar og var það skýrt tekið fram að úttektin á starf- seminni tengdist á engan hátt fjárhags- áætlun bæjarins og þeim niðurskurði á framlögum sem samþykkt hafði verið. Engu að síður hljóða tillögurnar upp á það að skera þurfi starfsemina niður og flytja hana í minna húsnæði, um leið og lagt er til að auka eigi við starf'- semina svo sem eins og við nýbúa- f'ræðsluna. En það kom hins vegar skýrt fram hjá nefndarmönnum á fund- inum sem haldinn var með starfsfólki Menntasmiðjunnar, að í Menntasmiðj- unni hefði verið unnið mikið og gott starf og að við nánari athugun nefnd- arinnar hafi ekkert fundist í starfsem- inni sem væri óþarft. Haft var samband við Þóru Ákadótt- ur, einn af nefndarmönnum og hún spurð út í skýrslu nefndarinnar. „Það var löngu orðið tímabært að endur- skoða starfsemi Menntasiniðjunnar og það er rétt að niðurskurður á fjárfram- lagi til Menntasmiðjunnar hafði engin áhrif á úttekt nefndarinnar. Þetta er spurningin um það hvort eigi að reka Menntasmiðjuna í því formi sem hún hefur verið rekin síðustu tvö árin eða svo. Stór hluti af þeirri starfsemi sem fer fram innan Menntasmiðjunnar er hvergi annars staðar í boði. En hvort starfsemin verður áfram í óbreyttri mynd, verður að koma í ljós og ef það verður niðurstaðan að engu þurfi að breyta, þá yrði því fjármagni sem búið var að skera niður bætt við aftur. Menntasmiðjan þarf hins vegar að heyra undir einhverja ákveðna nefnd bæjarins, sem f'er reglulega yfir starf- semina." Þóra sagði ennfremur að nefndin væri búin að skila skýrslunni til bæjarráðs, en engin ákvörðun hefði enn verið tekin um hana á þeim bæ. -w

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.