Dagur - 04.01.2001, Blaðsíða 17

Dagur - 04.01.2001, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGVR I . JANÚAR 200 1 - 17 Ðagur. ERLENDAR FRÉTTIR Valdataflið að hefjast í bandaríska þingfnu Nýkjörnir þingmenn fyrir framan þinghúsið í Washington. Þessi hópur hef- ur ekki setið á þingi áður. Repúbllkanar hafa nauinaii meirihluta í fulltrúadeildmni og í öldungadeildinui eru flokkamir jafnir að höfðatölu. Varaforset- ar ráða úrslitum þar Þingið í Washington kom saman í gær og situr þar nú fjöldi nýrra þingmanna sem kosnir voru í kosningunum 7. nóvember s.l. Fréttaskýrendur vestra telja að þetta geti oröið sögulegt þing- haid þótt ekki sé húist við að það komi miklu í verk eða geti af- greitt mikilsverð lagafrumvörp. Hillary Rodham Clinton markar spor í bandaríska þing- sögu, þar sem hún er lyrsta for- setafrúin sem sver eið sem kjör- inn fulltrúi, en hún er sest í öld- ungadeildina, sem annar af senatorum New Ýork fylkis. Þótt þingmenn stóru flokk- anna hafi haft góð orð um að hafa samvinnu um góð málefni efast menn vestra um að svo verði eftirþær heiftúðlegu deilur og átök sem fylgdu í kjölfar for- setakosninganna. I fyrsta sinn síðan árið 1881 eru þingmenn demókrata og republikana jafnmargir í öld- ungadeildinni 50 úr hvorum flokki. Og republikánar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni fjórða þingið í röð. En mjótt er á mununum 221 á móti 211. Það sem eftir er vikunnar munu þingmenn kjósa formenn mikilvægustu nefnda og aðra áhrifamenn þingdeildanna. Rú- ast má við að fljótlega verið farið að ræða tillögur um endurbætta kosningaskipan eftir öll vanda- málin sem upp komu í for- setaskosningum og þau vondu eftirmál sem þá urðu. Agreiningsefni milli flokkanna eru mörg og mönnum er enn heitt í hamsi eftir vafasöm úrslit forsetakosninganna. Mun fljót- lega reyna á hvort Bush tekst að sameina þjóðina eins og hann lofar eða hvort hann sundrar henni. Þingnefndir rnunu brátt hefja yfirheyrslur yfir ráðherrum og nokkrum æðstu embættis- mönnum sem Bush útnefnir því mikil umskipti verða í stjórn ríkisins viö forseta- og stjórnar- skiptin 20. janúar. Þrátt IVrir fögur orð ráða- manna beggja flokkanna um að þeir muni vinna að heilindum að þjóöarheill og ekki standa í vegi fyrir góðum málefnum er valda- taflið þegar hafið. Demokratar telja að þar sem sætin í öldunga- deildinni skiptast jafnt milli llokkanna ætti að vera jafnræði rnilli þeirra í nefndum. Repu- blikanar segja aftur á móti, að eölilegt sé að þeir eigi einum fulltrúa lleiri í hverri nefnd, þar sem Dick Cheney, verðandi varaforseti verður forseti deild- arinnar og þegar atkvæði skipt- ast jafnt hefur hann atkvæðisrétt þótl hann sé ekki kjörinn þing- maður, og þar með hafa repúblikanar yfirhöndina. En svo vill til að demókratar munu ráða meirihluta öldunga- deildarinnar í 17 daga, því A1 Gore er enn varaforseti og þar með skipar hann forsæti deildar- innar. Hann lætur ekki af því starfi fý'rr en Chenev tekur við sem varalorseti laugardaginn 20. janúar. Ekki er búist við að nein lög verði afgreidd á þessu undar- lega tímabili. Tékkneskt siónvarp í herkví PRAG - Enn hafa tékkneskir stjórnmála- menn ekki fundið lausn á deilunni við sjónvarpsfréttamenn tékkneska sjón- varpsins, sem haldið hafa haldið stofnun- inni á sínu valdi um tveggja vikna skeið. Sjónvarpsfréttamennirnir hafa neitað að sætta sig við að nýr sjónvarpsstjóri hafi verið ráðinn pólitískri ráðningu. Starfs- mennirnir hafa neitað að viðúrkenna ráðningu nýja sjónvarpsstjórans, Jiri Hodac, og segja að koma hans inn á stofnunina ógni ritstjórnarlegu sjálfstæði Nýj sjónvarpsstjórinn Jiri þeirra. Þeir hafa því tekið yfir bæði HodaCi sem sjónvarpsfrétta- myndver og skrifstofur og neitað að gefa menn vjjjg ekkj sætw sjg vjð þær eftir. Alþjóðasamband bláðamanna ----------------- hefur nú lýst vfír stuðningi \ið uppreisn- arfréttamennina og tekið undir áhyggjur þeirra af frjálsri fjölmiðlun í landinu. Sprengjuregn frá Líbanon BEIRUT - I gær féllu sprengjur nálægt landamærastöðvum Israela við Líbanon en sprengjunum var skotið frá Líbanon. Enginn mannskaði varð af þeim, en þær féllu nálægt hinu umdeilda svæði við Shebaa Farms. Israelskar hersveitir endurguldu þessa árás með stórkotaliðs skothríð, en talsmaður hersins segir að litið sé á sprengjuárásina sem mjög alvarlegt tilfelli. Ekld var í gær alveg ljóst hver það var sem skaut sprengjunum frá Líbanon en líbanski innanríkisráðherrann sagði að öryggissveitir hafi fundið yfirgefna sprengjuvörpu með 50 tómum skothylkjum sem enginn \ issi hver hafi verið með. ÞúsáLdarhvelfiiigin variii LONDON - Hinn franski yfír- maður Þúsaldarhvelfingarinnar í London varði hvatvíslega bvgging- una og starfsemina þar í sjón- varpsviðtali í gær. Hann sagði að hann og starfsfólk hans hafi unn- ið mikið starf og leyst erfitt verk- efni sem hafi leitt til þess að Bret- ar ættu nú ferðamannastað á Búið er að loka Þúsaidarhveifingunni. heimsmælikvarða. Þúsaldarhvelfingin, sent lokaði nú um áramótin, eftir að hafa verið í heilt ár í sviðsljósi heimspressunnar og eftir að hafa farið rækilega fram úr öllum fjárhagsáætlunum sem um hana voru gerðar, laðaði einugis til sín á síðasta ári unt 6 milljónir gesta, en það var einungis um helmingur þess sem búist 'hafði verið við. Pierre Yves Gerbeau framkvæmdastjóri Hvelfingarinnar sagði að endanleg tala gesta hafi verið 6,5 milljónir og að Bretar gætu verið stoltir af því að hafa fengið svo marga til að skoða einn og sama staðinn! Með yfirlýsingum sýnurn hefur framkvæmdastjór- inn hneykslað mjög bresku pressuna sem segir hann ekki í neinum tengslum við veruleikann hvað ]tá að hann beri skvnbragð á þá gríðarlegu Ijármuni sem búið sé að kasta í þetta ævintýri. Mitterand á ekki aur PARIS - Jean-Christophe Mitterrand, sonur fýrrum forseta Frakldands, Fransoise Mitterand mun þurfa að sitja áfram í fangelsi vegna ákæru um að eiga aðild að vopnasmygli. Þetta var tiIkynnt í gær og ástæðan iýrir áframhaldandi fangavist Mitterand yngra var sögð sú að hann ætti ekki peninga til að leggja fram sem tryggingu. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 4. DAGUR ÁRSINS. 361 EFTIR. SÓLRIS KL. 10:02 OG SÓLARLAG KL. 15:49. Þau fæddust 4. janúar • 1908 Valdimar Lárusson á Kirkjubæjar- klaustri. • 1923 Sigurður Baldursson hæstaréttar- lögmaður. • 1930 Davíð Sch. Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri. • 1938 Rafn F. Johnson, forstjóri. Þetta gerðist 4. janúar • 1917. Ríkisstjórn Jóns Magnússonar tók við völdum, en þetta var lýrsta ísle’nska ráðuneytið. Aðrir ráðherrar voru Sigurð- ur Jónsson og Björn Kristjánsson. • 1989. Stórbruni varð að Réttarhálsi 2 í Reýkjavík þar sem Gúmmívinnustofan og flciri fyrirtæki voru til húsa. Tjón nam hundruðum millj. kr. og varð hið mesta í bruna á Islandi Iram til þess tíma. Afmælisbam dagsins Gunnar Þórðarson tónlistarmaður er fæddur á þessum degi árið 1945, á Hólmavík. Ungur fluttist hann hins vegar til Kefíavíkur og ólst þar upp. Gunnar bvrjaði snenuna í tónlist og var meðal annars í keflvísku bítlahljöm- sveitinni, Hljómum. Hann hefur raunar komið við afskaplega víða í tónlistinni og á síðari árum hefur hann ekki síst starfað að lagasmíðum og útsetningum. Vísa dagsins Ég virði hans skalla að vonum en vorkenni þvílíka nckt. Að standa uppi í hárinu á honum það held ég sé ómögulegt. (Isleifur Gi'shison, Sauðárkróki.) Veffang dagsins Fjölmörg sveitarfélög landsins hafa komið sér upp heimasíðum, þar sem fræðast má um stjórnsýslu þeirra, mannlíf og móral. Aðgengi er að öllum þcssum síðum í gegn- um vef Sambands íslenskra sveitarfélaga og slóðin sú er www.samband.is N.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.