Dagur - 04.01.2001, Blaðsíða 11

Dagur - 04.01.2001, Blaðsíða 11
10 - FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 FIMMTUD AGUR 4. JANÚAR 2001 - 11 FRÉTTASKÝRING GUÐMUNDUR RÚNAR HEIÐARSSON : Hí; * ; SKRIFAR Sameiginleg markmið og forsendur við gerð kj arasamninga. Ákveðin vakning. Kennarar og sveitarfé- lög í ameríska smiðju. Kaldhæðni örlaganna. Talsmenn grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga telja að ein helsta ástæða þess að samningar tókust á milli þeirra án átaka hefði verið sú samninga- tækni sem beitt var við gerð samningsins. Þessi samninga- tækni felur m.a. í sér að báðir að- ilar settu sér sameiginleg mark- mið sem síðan var unnið út frá í stað þess að fara strax í skotgraf- irnar að hefðbundnum íslenskum samningavenjum og fjölmiðla- strfði. Þótt þessi aðferðafræði kunni að þykja ný hér á landi telja bæði Halldór Björnsson starfandi for- seti ASI og Ari Edwald fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins að álíka tækni hefði verið beitt við gerð kjarasamninga Flóahandalagsins og atvinnurek- enda sl. vor. Báðir þessir samn- ingar eiga það sameiginlegt að hafa ekki verið vísað til ríkissátta- semjara og náðust án verkfallsá- taka. Þá segist Birgir Björn Sigur- jónsson formaður samninga- nefndar launanefndar sveitarfé- Iaga hafa kynnsl þessari tækni í námi sínu við Harvard háskólann í Bandaríkjunum. Sitthvað tækni og kjör Það er hins vegar svo annað mál hvað fólki finnst um þau kjör sem þessi samningatækni elurafsér. I það minnsta hefur mörgum fund- ist að sú kjarastefna sem mörkuð var í Flóasamningnum hafi ekki skilað miklu í buddu verkafólks. Þá er enn óséð hvaða kjarabætur eru að finna í samningi grunn- skólans við sveitarfélögin. Sá samningur er ekki að fullu undir- ritaður auk þess sem það á enn eftir að kynna hann fyrir kennur- um og sveitarstjórnum. Það verð- ur ekki gert fyrr en samningar hafa tekist við skólastjóra. Stefnt er að því að þeim samningum Ijúki fyrir vikulok. Kaldhæðni örlaganna Það er hins vegar kaldhæðni ör- laganna að helsti hugmyndasmið- urinn fyrir því að þessi samninga- tækni var kvnnt lyrir grunnskóla- kennurum sem og einnig Banda- lagi háskólamanna, BHM, var Elna Katrín Jónsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. I það minnsta hefur þessi saminga- tækni ekki verið sjáanleg í við- ræðum framhaldsskólakennara við ríkið og árangurinn kannski í samræmi við það. Allavega telur hún að yfirstandandi kjaravið- ræður framhaldsskólakennara við ríkið hafi gengið verr en nokkrar aðrar viðræður sem hún man eft- ir. Afskipti pólitíkusa Hún segir að helstu ástæðurnar fyrir því séu m.a. þær að samn- inganefnd ríkisins hefur orðið fyrir miklum og truflandi og sí- fellt utanaðkomandi áhrifum og þá aðallega frá stjórnmálamönn- um. Þá hefur gengið óvenju illa í viðræðunum að hafa ætíð að leið- arljósi hagsmuni framhaldsskól- ans og ncmenda. Elna segir að það sé vissulega undarleg tilfinn- ing að vera í þessari stöðu. Hins vegar kristallast þarna kannski að orð og afhafnir fara ekki alltaf saman. Upphafið að því að þessi samn- ingatækni var kynnt fyrir samn- inganefndum Kennarasambands Islands má rekja til þess að Elna Katrín fór á sínum tíma á nám- skeið hjá Endurmenntunarstofn- un Háskóla íslands sem fjallaði um leiðtogahlutverkið. I fram- haldi af því setti hún sig í sam- band við prófessorinn og fyrirles- arann á því námskeiði, Banda- ríkjamanninn Neil Katz og skipu- lagði með honum námskeiðið um samningatæknina „við skrifborðið sitt". Þá fengu aðildarfélög BHM námskeiðið lánað frá KI. Mjög krefjandi Guðrún Ebba Olafsdóttir for- maður Félags grunnskólakennara segir að hugmyndin að þessum vinnuhrögðum hefði komið hæði frá kennurum og Iaunanefnd sveitarfélaga. Hins vegar hefðu kcnnarar kynnst þessari tækni á tveggja daga námskeiði sl. sumar hjá Neil Katz. Þessi aðferð bygg- ist m.a. á því að koma sér saman um sameiginleg markmið kjara- samnings, kortleggja væntingar og þarfir hvors aðila fyrir sig og finna út hvar þær fara saman, finna lausnir og niðurstöður sem háðir geta verið sáttir við. Enda telur hún að báðir aðilar eigi að geta verið tiltölulega sáttir við það sem samið var um í samningi grunnskóla og launanefndar sveitarfélaga. Hún bendir þó á að þetta fyrir- komulag sé mjög krefjandi og út- heimtir mikla þolinmæði að ræða málin út frá lausnum en einblína ekki eingöngu á vandamálin. I upphafi viðræðnanna hefði t.d. komið í Ijós að báðir aðilar voru með fjögur sameiginleg markmið. Það var að Ijúka samningagerð fyrir áramót, gæta hagsmuna nemenda í hvívetna, laða að hæfa og metnaðarfulla starfsmenn og hækka grunnlaunin. Síðan skuld- bundu menn sig til að ræða þá óskalista sem háðir aðilar settu fram. Þá hefði það sett sinn svip á samningagerðina að innan samn- inganefndar launanefndar sveit- arfélaga var fólk sem þekkir til innan skólans og þarfa hans, önd- vert við það var við gerð fyrsta kjarasamnings kennara við sveit- arfélögin eftir yfirtöku þeirra á grunnskólanum. Síðast en ekki síst telur Guðrún Ebha að vinnu- hrögð fulltrúa sveitarfélaga hafi borið þess mcrki að þeir báru hag skólans og ncmenda fyrir brjósti með það í huga að gera góðan skóla enn betri og læra af reynsl- unni frá því þau tóku við grunn- skólanum árið 1996. Nýmæli Hún segir að hún hafi aldrei fyrr tekið þátt í álíka samningagerö. Af þeim sökum séu þetta nýmæli fyrir samninganefnd grunnskóla- kennara. Hún bendir þó á að menn hefðu áður reynt að byrja á svipuðum nótum í fyrri samning- um en það hefði ekki gengið upp fyrr cn nú. Hluti af því sé líka sál- fræðilegs eðlis, þ.e. að Iáta ekki hugmyndir gagnaðilans koma sér í uppnám og tapa ekki sýn á sam- eiginleg markmiö. Sem dæmi um vinnubrögðin nefnir Guðrún Ebba að samn- inganefndirnar hefðu aldrei þurft að funda næturlangt á þeim 16 fundum sem haldnir voru. Þegar lundað var á kvöldin á sfðari stig- uni samningalotunnar hefðu samningamenn kennara m.a. far- ið saman út að horða og komið lerskir til baka. Þá hcfðu skipu- lagsbreytingar á Kennarasam- handinu gert það að verkum að grunnskólakennarar voru í fyrsta skipti með sína samninganefnd sem fjallaði eingöngu um þeirra mál. 'Það er bréyting frá því sem áður var þegar samninganefnd Kí samdi £yrir alla félagsmenn KI en ekki aðeins fyrir grunnskólakenn- ara. Námskeið í Harvard Birgir Björn Sigurjónsson for- maður samninganefndar launa- nefndar sveitarfélaga segir að strax árið 1 999 hefði launanefnd- in veriö farið að hugsa á þessum nótum sanmingatækninnar. Síð- an hefði starf nefndarinnar gagn- vart grunnskólakennurum tekið mið af því. Astæðan fyrir þessari stefnu- mörkun launanefndarinnar má m.a. rekja til þess að nokkru áður hafði Birgir Björn verið á þriggja mánaða námskeiði í Harvard þar sem þessi samningatækni var kennd. Hann segir að þessi að- ferðafræði sé noklvuð góð þar sem stefnt er að því að finna þá lausn sem gefur báðum aðilum sem mestan ávinning. Þá hefði þetta smollið saman þegar f ljós kom að samninganefnd grunnskólakenn- ara hafði nýlokiö námskeiði hjá Neil Katz sem er með svipaða að- ferðafræði í samningum og kennd er við Harvard. Vegvísir Aðspurður hvort það hefði ekki vakið furðu meðal annarra nefnd- armanna í launanefnd sveitarfé- laga að fara þessa leið segir Birg- ir Björn að menn voru búnir að átta sig á því að það yrði að leita nýrra leiða til að ná árangri. Það hefði því verið mikil þörf og eftir- spurn fyrir það hjá sveitarstjórn- armönnum. Birgir Björn telur að svipað hefði verið uppi á teningn- um hjá kennurum. Hann bendir á að menn befðu verið húnir að prófa allar mögulegar leiðir þar sem engin þeirra hefði gefið af sér ncinn sérstakan árangur. Af þeim sökum hefðu menn viljað prófa eitthvað nýtt. Hann telur jafnframt að þessi samningatækni sé að sjálfsögðu vegvísir fyrir þá samninga sem Iaunanefndin á eftir að gera við stéttarfélög starfsmanna sveitar- félaga. í það minnsta sé reynslan af kennarasamningnum mjög verðmæt sem launanefndin ætlar sér að reyna að nýta sem mest og best. Airnar hugsunarháttur Birgir Björn bendir einnig á að þessi aðferðafræði við samninga- gerð sé að mörgu leyti mun erfið- ari og jafnvel tímafrekari leið en aðrar sem farnar hafa verið \dð samningagerð. Þar skiptir einna mestu máli að vanda vel alla heimavinnu í upphafi viðræðna frá heggja hendi. Sem dæmi nefnir hann að það sé erfitt að þurfa að velta mikið fyrir sér hverjir séu hagsmunir gagnaðilans, f\'rir hverju sé hann að berjast og hvernig hægt sé að taka tillit til hans og eigin sjónar- miða. Hann telur að mörgum þyki það heldur ftókið að þurfa að sctja sig í þessar og álíka stellingar. Hins vegar hefði það hjálpað mik- ið við samningsgerðina að byrja vinnuna á því að skoða sameigin- leg stefnumál fyrir grunnskólann til mjög langs tíma án þess að horfa nokkuð á þann kjarasamn- ing sem fyrir var. Birgir Björn bendir einnig á að grunnskólinn sé langstærsta og mikilvægasta stofnunin sem sveit- arfélögin reka og því hefðu sveit- arstjórnarmenn ekki viljaö „sluk- sa“ með þetta mál. Jafnframt sögðu kennarar að grunnskólinn væri þcirra vinnustaður og þvf mjög brýnt að vel sé að honum búið. Síðan hefðu menn unnið út frá þessum sameiginlegu hags- munum. Hins vegar hefðu menn alltaf vitað að skrefin í átt til nýs samnings mundu verða erfiðari eftir því sem nær drægi. Með það í huga hefði verið unnið að lausn þeirra með því að finna hesta sam- nefnara heggja aðila allt til enda. Allt miðaði þétta að því að skapa frið um grunnskólann. Ólesið námsefni Björk Vilhelmsdóttir formaður Bandalags háskólamanna, BHM segir að forustumenn allra aðild- arfélaga bandalagsins hefðu setið námskeið hjá Neil Katz sl. haust um þessa samningatækni. Hún segir að fólk hefði almennt verið mjög ánægt með þá kcnnslu. í framhaldi af því hefði BHM sent Gunnari Björnssyni formanni samninganefndar ríkisins allt námsefnið í von um að það gæli nýst nefndinni í hennar vinnu. „Við höfum ekki oröið vör við það cnnþá að hann hafi lesið það,“ segir Björk. Hún segir að það sé ekkert til fyrirstöðu af hállu aðild- arfélaga BHM að setjasl niður með samninganefnd ríkisins og fara í viðræður samkvæmt hug- myndafræði þessarar samninga- tækni. Hún segir að námskeiðið hefði þó haft þau áhrif að í samninga- viðræðum aðildarfélaga BHM við ríkið hafa menn verið að ræða þá sameiginlegu sýn sem þeir hafa á gerð næstu kjarasamninga. Hins vegar vantar enn á að það sé byrj- að á því strax í byrjun viðræðna. Formaður BHM segir að samn- ingagerð við aðildarfélögin gangi mjög seint fyrir sig. Að hennar mati virðist sem samninganefnd ríkisins hafi ekki umboð til að semja við félög BHM fyrr en búið sé að semja við framhaldsskóla- kennara. „Frunikvaðlar“ Halldór Björnsson starfandi for- maður ASI segir að við gerð Flóa- samningsins sl. vor hefðu menn beitt álíka tækni og sér virðist sem grunnskólakennarar og sveitarfé- lögin hafa gert. „Það þarf að ekki að spyrja að því hverjir eru frum- kvöðlarnir, enda mörkuðum við okkur svona stefnu," segir Hall- dór. í því sambandi bendir hann á að í þeim viðræðum hefðu menn verið orðnir sammála um stefnu sem síðan hefði orðið niðurstað- an. Það hefðu verið alveg ný vinnubrögð enda mjög skynsam- legt að vinna við gerð samninga á þennan hátt. Fyrir vikið tókst að gera nýjan samning án nokkurra átaka. Ný nálgun Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að sú samningatækni sem grunnskóla- kennarar og Iaunanefnd sveitarfé- laga notuðu sín í milli sé ekki al- veg ný af nálinni. Hann bendir á að í yfirstandandi samningalotu hafa Samtök atvinnulífsins reynt að halda til haga svonefndri „for- senduaðferð". Það er að ræða það svigrúm sem sé til samningagerð- ar og þær forsendur sem liggja til grundvallar. I þeirri vinnu sé kappkostað að ná almennri viður- kenningu beggja vegna borðsins á þeim staðreyndum sem verið sé að vinna með. Þarna sé um nýja nálg- un að ræða sem byggir á gagn- kvæmu trausti í stað hótana um valdbeitingu í formi verkfalls. Ákveðin vákning Þórir Einarsson ríkissáttasemjari segir að nálganir við gerð kjara- samninga séu oftast nær tvenns konar. Annars vegar svokallaðir „forsendusamningar" og hins veg- ar „togstreilusamningar". I fvrri nálguninni reyna menn að búa sér til sameiginlegar forsendur eða markmið eins og gert var í kjara- viðræðum Flóans við Samtök at- vinnulífsins. llins vegar fer minna fyrir því í svonefndum „togstreitu- samningum" þar sem menn hyrja nánast með átökum og látum. Ríkissáttasemjari segir að það sé margt sem bendir til þess að það sé ákveðin vakning fvrir gerð svo- nefndra forsendusamninga en áður var. I því sambandi bendir hann á að það sé m.a. hugmyndin að baki því að gera viðræðuáætl- anir. Leitun er að jafn hreinu kjöti og islenska fjallalambinu. Islenska kjötið gott „Sýklalyfjaleifar fundust ekki í sauðfé, hrossum, nautgripum og holdahænsnum. Aftur á móti reyndust 6,5% innsendra sýna úr svínum innihalda sýklalyfjaleifar árið 1994 og tæp 10% árið 1995. Sýklalyfjaleifar fundusl ekki í svínaafurðum hin árin sem rann- sóknin náði til,“ segir í helstu niðurstöðum sýklalyfjaleitar í sláturdýrum á íslandi, sem greint er frá í fylgiriti Lækna- blaðsins (40/2000). Efniviður rannsóknanna voru rúmlega 3.400 sýni sem tekin voru úr fimm dýrategundum í sláturhús- um víðs vegar um landið á árun- um 1991 til 1999 til athugunar á sýklalyfjaleifum. Við rannsókn- ina var beitt prófi sem byggir á næmi tveggja bakteríustofna f\'r- ir hinum ýmsu flokkum sýkla- lyfja. Niðurstöðurnar gefa til kynna að íslenskar búfjárafurðir séu al- mennt lausar við sýklalyfjameng- un og er það í samræmi við þá ímynd sem menn vilja gjarnan að íslenskar landbúnaðarafurðir hafi. Helst virðist þörf á aðgæslu í notkun sýklalyfja í svínabúskap. Með réttum leiðbeiningum um notkun og útskilnað lyfja má ein- nig koma í veg fyrir sýklalyfjaleif- ar í þessum afurðum," segir Signý Bjarnadóttir á Tilrauna- stöð HÍ í meinafræði á Keldum, sem framkvæmdi þessa rann- sókn ásamt fimm öðrum og skýr- ir frá niðurstöðunum á yfirstand- andi ráðstefnu um rannsóknir læknadeildar HÍ. - HEl Sautján mill- jóna sendiráð Staðsetning sendi- ráðsins í Mosambique byggist á því að þar er að ljnka byggingu sendiráðs fyrir Noreg og Danmörku við hlið sendiráðs Svíþjóðar Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að opna sendiráð í höf- uðborg Mosambique, Maputo, og verður Björn Dag- bjartsson, forstöðumað- ur Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands (ÞSSI), fyrsti sendiherr- ann þar. Þróunarsamvinnu- stofnun lslands er sjálf- stæð ríkisstofnun sem heyrir undir utanríkis- ráðunevtið. Hún var stofnuð með lögum árið 1981 og er ætlað að vinna að tvíhliða samstarfi is- lands við þróunarlönd. Ahersla er lögð á samvinnu við þau lönd þar sem lífskjörin eru lökust og er aðstoðin einkum veitt á þeim sviðum þar sem Islendingar húa vl’ir sérstakri þekkingu og reynslu. Starfsmenn ÞSSI í Afr- íku eru 23 í dag en ekki er gert ráð fyrir að þeirra starf muni heyra undir sendiráðið, en tilvist sendiráðsins mun styrkja hana verulega, ekki síst vegna þess að á fundi þar sem rædd eru þróun- armál er fulltrúi stofnunarinnar ekki hoðaður, heldur aðeins sendiherrar. Það hefur verið starfseminni allnokkur Akkile- asarhæll þar sem starfsmenn Þróunarstofnunarinnar hafa ekki frétt af efni slíkra samræm- ingarfunda fyrr en Iöngu síðar, cn það er Alþjóðabankinn sem heldur utan um þessa samræm- ingu í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. Staðfesting ríkisstjórn- ar Mosambique hefur ekki horist, en reiknað er með henni á næstu vikum. Sendiráðið mun einnig sinna Suður- Afríku, Namibíu og Malawi, og ef til vill fléiri ríkjum Afríku. Staðsetning sendi- ráðsins í Mosambique byggist á því að þar er að ljúka byggingu sendiráðs fyrir Noreg og Danmörku viö hlið sendiráðs Svíþjóðar sem aftur á móti leigir sendiráðum Finnlands og Kanada húsnæði, og var utan- ríkisráðherra boðið pláss í hygg- ingunni þegar hann var þar í heimsókn f\rir einu og hálfu ári. A fjárlögum ársins 2001 er gert ráð fyrir 17 milljónum króna til sendiráðs í Mosambique, sem er lítil upphæð borðið saman við 700 milljónir sem ætlaðar eru til nýs sendiráðs íTokvo íjapan. Sú upphæð mun ekki lækka tramlag til þróunarhjálpar til samræmis. Bent er á aö ferðalög sendiherra, sem í dag situr í Reykjavík, kosta töluverða tjármuni. - GG Björn Dagbjarts- son verður sendi- herra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.