Dagur - 17.01.2001, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 - S
FRETTIR
L A
Aðalsakbomingar
j áta kókaínkaup
Egill R. Guðjohnsen og Geir H. Ericsson í dómssal ásamt lögmönnum. Liðlega 6 milljónir króna komu til þeirra
frá Sverri Þór Gunnarssyni. „Við erum bara að þvo... þetta er mjög flott og einfalt“ sagði Egill í símasamtali
við Sverri.
Aðalsakbomingar
hafna peningaþvætti
en játa á sig kókaín-
kaup og neyslu. Geir
grunaði Egil um að fé-
fletta sig. Einn kók-
neyslufélaginn kallað-
ur „Hoover“. Lögmað-
urinn hvatti „sóma-
kæra tannlækninn“
ítrekað til að fara til
lögreglunnar.
Egill R. Guðjohnsen tannlæknir
neitaði því við aðalmeðferð pen-
ingaþvættismálsins í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær að hann
væri sekur um peningaþvætti og
jafnframt dró hann framburð
sinn fyrir lögreglu og dómi til
baka og sagðist ekki hafa keypt
allt að 1 50 grömm af kókaíni af
Sverri Þór Gunnarssyni - heldur
aðeins um 27 grömm. Gegn því
stendur að Sverrir Þór hefur
þegar verið dæmdur fyrir að selja
Agli allt að 150 grömm. Egill
sagði í gær að honum hefði gef-
ist tækifæri til að fara gaumgæfi-
lega yfir neyslu sfna og að fyrri
magntölur væru „einhver rugl-
ingur" og hann hafi ekki verið að
hugsa rökrétt. Sameigandi Egils
að kjötvinnslufyrirtækinu Rimax,
Geir H. Ericsson viðurkenndi
kaup á 5 grömmum af kókaíni af
Sverri en sagðist saklaus af pen-
ingaþvættisákæru.
Reyndar kom fram á hljóðupp-
tökum símtala að félagarnir Egili
og Geir hafi orðið sundurorða
um peningalega hlið reksturs
Rimax við kaup Sverris á 30%
hlut í fyrirtækinu og að Geir hafi
grunað Egil um græsku. Sagði
hann við Egil í símtali að ef hann
kæmist að því að Egill væri að fé-
fletta sig mælti hann fara með
Faðirvorið áður en þeir hittust
næst.
Dóppeningar á tannlækna-
stofunni
Egill er ákærður fyrir að hafa á
tannlæknastofu sinni mótttekið
yfir fjórar milljónir króna í reiðu-
fé frá Sverri, sem hann vissi að
var ávinningur fíknjefnabrota.
Egill geymdi peningana í banka-
hólfi þar til Sverrir var úrskurð-
aður í gæsluvarðhald. Lögmað-
urinn Sigurður Guðmundsson er
ákærður fyrir að hafa gert mála-
myndakaupsamning um kaup
Sverris á Rimax fyrir sömu upp-
hæð og fyrir að hafa tekið vörsl-
ur peninganna með því að varð-
veita lykil bankahólfsins.
Egill og Geir eru og ákærði fyr-
ir að hafa tekið við tveimur millj-
ónum króna af Sverri fyrir 30%
hlut í Rimax, en þeir vissu að var
ávinningur af sölu fíkniefna.
Geir er ákærður fyrir að hafa
tekið við kæliskáp, uppþvottavél,
litasjónvarpi, myndbandstæki og
sjónvarpsskáp frá Sverri, sem
töldust ávinningur af sölu fíkni-
efna. Egill er ákærður fyrir að
hafa keypt um 150 grömm af
kókaíni af Sverri og Geir fyrir að
hafa keypt um 5 grömm af kóka-
íni af Sverri.
Neytanda líkt viö Hoover
ryksngu
Við aðalmeðferð var framburður
Egils allur annar en í vfirheyrsl-
um og fyrir dómi vegna gæslu-
varðhaldsúrskurðar. Sem fyrr
segir eru kókaínkaupin nú kom-
in úr 150 í 27 grömm og segir að
nokkurn hluta af því hal’i fengið
neyslufélagi hans Sigurður
Olafsson - sem Egill og Sverrir
kölluðu á einni símaupptökunni
„Hoover" og áttu þá væntanlega
við hversu rösklega sá maður
saug kókafn upp í nefið. Að-
spurður sagðist Egill hafa byrjað
að neyta kókaíns þar sem hann
færi yfirleitt í „hlack-out" við
áfengisdrykkju og hefði hann
heyrt að kókaín væri mótverk-
andi gegn því.
Akæran miðast við að bæði
Egill og Geir hafi vitað að þeir
peningar sem Sverrir lagði í fyr-
irtækið - í reiðufé - væru fengnir
ólöglega, þ.e. með fíkniefnasölu.
J einu símtala Egils og Sverris
sagði Egill um frágang fjármála:
„Við erum bara að þvo... þetta er
mjög flott og einfalt". Fyrir dómi
sagði Egill að þetta hafi ekki ver-
ið eins og það hljómaði, enda
hefði viðkomandi ráðstöfun
aldrei farið fram. Hins vegar
meðtók Egill annars vegar tvær
milljónir króna frá Sverri fyrir
30% hlut í Rimax og síðar 4,15
milljónir, sem átti að vera fyrir
allan hlut Egils í fyrirtækinu,
eða, samkvæmt öðrum lýsingum,
peningar til kaupa á pökkunar-
vél. Því reiðufé kom Egill fyrir í
bankahólfi. Sagðist Egill ekki
hafa talið féð illa til komið - þá
hefði hann ekki selt honum -
heldur til komið vegna lögmætra
fasteignaviðskipta.
ímynd sómakærs tannlæknis
Þegar Sverrir var síðar handtek-
inn vegna stóra fíkniefnamálsins
svokallaða (Samskipamálsins)
leitaði hann til lögmannsins Sig-
urðar um ráð. Fyrir dómi bar Eg-
ill að niðurstaðan hefði verið að
bíða og sjá til. Egill bað lög-
manninn um að setja á blað inni-
hald munnlegs samnings milli
Egils og Sverris, sem hafi verið
gert, en Egill neitaði því að lög-
maðurinn hefði ráðlagt honum
að Iáta samninginn finnast
heima hjá sér ef til húsleitar
kæmi. Áður en EgiII fór af fund-
inurn með lögmanninum aflienti
hann Sigurði lykillinn að banka-
hólfinu og bað hann að geyma
hann, því til staðfestingar að
fundurinn hafi átt sér stað, enda
hafi alltaf staðið til að fara til
lögreglunnar og skila þessum
peningum, en það dregist.
Santninginn hafi Egill hugsað
sem sönnun fyrir því að hann
hafi ekki átt peningana, heldur
Sverrir og var textinn saminn eft-
ir forskrift hans - gerð hans hafi
verið vitleysa og ímyndun, sem
sýndi þá örvilnan sem hann var
kominn í.
Egill viðurkenndi að hafa sagt
lögmanninum ranglega frá mála-
vöxtum í samræðum þeirra og
ekki hugsað skýrt. Lögmaðurinn
Sigurður bar að hann hafi oft
áður unnið fyrir Egil og ekki vit-
að annað en að hann væri
„sómakær tannlæknir" og alls
ekki dottið í hug að hann væri
kókaínneytandi. Egill hefði
greint sér frá því að hann hefði
selt manni að nafni Sverri hlut
sinn í fyrirtækinu, en síðan hefði
kaupandinn verið hnepptur í
gæsluvarðhald. Sigurður kvaðst
þá hafa varað Egil við því að
hann gæti saklaus lent í gæslu-
varðhaldi og ítrekað hvatt hann
til að fara til lögreglunnar að
gera grein lyrir viðskiptum hans
við Sverri, annað væri óskynsam-
legt. 1 lok þessa fundar hefði Eg-
ill afhent sér lykla að bankahólf-
inu, sem hann hefði sett í um-
slag og læst í peningaskáp og
geymt í ljósi yfirlýsinga Egils um
að hann færi til lögreglunnar -
ekki hefði hvarflað að sér að
hann yrði bendlaður við málið
við það að geyma Iykilinn.
MiHjónir króna í
fhitningum
Skýrslutaka fór einnig fram yfir
Sverri Þór Gunnarssyni í síðdeg-
is í gær, en í þessu máli er hann
„bara“ vitni þótt hann væri færð-
ur fyrir dómara í lögreglufvlgd -
enda hans þætti í málinu lokið
fyrir undirrétti. Aðahneðferð
málsins heldur áfram í dag. Þá
hefur aðalmeðferð í máli manns
farið fram sem ákærður er fyrir
að hafa tekið við unt 120.000
hollenskum gyllinum frá öðrum
manni og flutt f\'rir liann til
Amsterdam ogþar aflient Rúnari
vcgna fíkniefnakaupa, vitandi að
um ávinning af fíkniefnasölu
væri að ræða.
1 málapakkanum er annar
maður ákærður lyrir að hafa tek-
ið við og geymt fyrir Sverri 5
milljónir króna og enn annar
fyrir að hafa tekið við 12 milljón-
um króna frá Sverri og skipt
þessum peningum fyrir Sverri í
erlenda mynt. Þá eru nokkrir
aðrir einstaklingar ákærðir fl'rír
móttöku fíkniefnafjármuna.
Fylgistap
stjornar
Eins og kom fram í skoðana-
könnun í DV í gær eru ríkis-
stjórnarflokkarnir komnir í
minni hluta á Alþingi. Fram-
sóknarflokkurinn er kominn nið-
ur í 9,7% fylgi, Sjálfstæðisflokk-
urinn niður í 37,4%, Samíýlking-
in fer upp í 27,0% og VG í
24,1%. Frjálslyndiflokkurinn
mælist með 1,4%.
Upplýsingavandi
Halldór Asgríms-
son, formaður
Framsóknarflokks-
ins segir að þegar
könnun er tekin
sem gengur út á
öryrkjadóm Hæsta-
réttar og milli 80 og 90% fram-
sóknarmanna eru andvíg með-
ferð ríkisstjórnarinnar á málinu,
þá hljóti það að hafa mikil áhrif.
„Við þurfum að bregðast við
með þeim hætti að koma réttum
upplýsingum til þjóðarinnar og
við erum að því,“ sagði Halldór
Asgrímsson.
Almennmgur aö vakna
Margrét Frímanns-
dóttir, varaformað-
ur Samfyikingar-
innar, segir að það
sé án nokkurs vafa
viðbrögð ríkis-
stjórnarinnar við
dómi Hæstaréttar í öryrkjamál-
inu sem mestu ræður um útreið
stjórnarflokkanna og uppsveiflu
stjórnarandstöðunnar.
„Að þessu sinni hefur ríkis-
stjórnin ekki getað falið raun-
verulega stefnu sína eins og
henni hefur oft áður tekist. Eg
held að almenningur sé að vakna
til vitundar um það hverjir það
eru sem halda á málum fyrir þá
sem minnst mega sín í þessu
þjóðfélagi, sem og fjölskyldur í
millitekjuhópi. Eg hef hins veg-
ar ekki trú á því að framsókn
verði svona neðarlega lengi,“
sagði Margrét Frímannsdóttir.
Ekki náðist í Ossur Skarphéðins-
son formann flokksins í gær.
Þetta mun leiðréttast
„Eg er sannfærður
um að ástæða
þessa fylgistaps
stjórnarflokkanna
sé þetta svo nefnda
öryrkjamál. Eg
held líka að sú um-
ræða eigi eftir að fara frarn scm
þarf til að fólk átti sig á því hvað
þar er að gerast," segir Kristján
Pálsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Hann segir að sú staðreynd að
ekkert heyrðist frá ríkisstjórninni
í marga sólarhringa eftir að
Hæstiréttur kvað upp sinn dóm,
hafi orðið til þess að upplýsingar
sem almenningur fékk hafi verið
of einhliða.
Aðvörun
Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður
VG segist taka
skoðanakönnun-
um með yarúð og
stjórnarflokkarnir
hljóti að taka
henni sem aðvörun.
„An nokkurs vafa er þessi
skoðanakönnun undir áhrifum af
klúðri ríkisstjórnarinnar og for-
kastanlcgri framgöngu hennar í
öryrkjamálinu. Það er athyglis-
vert að nú eru það báðir stjórnar-
flokkarnir sem tapa og loksins
virðist óvinsæl framganga ríkis-
stjórnarinnar vera farin að hitna
á þeim báðum en ekki bara öðr-
um þeirra eins og verið hefur,“
segir Steingrímur. - S.DÓR