Dagur - 17.01.2001, Page 7
MIÐVIKUDAGUlt 17. JANÚAR 2001 - 7
Thypr.
ÞJÓÐMÁL
Hið pólitíska baksvið
hæstaréttardómsins
Varla dettur nokkrum
manni í hug að halda að
dómur Hæstaréttar í ör-
yrkjamálinu þýði afnám
tekjutengingar í velferð-
arkerfinu. Fyrir slíku
kunna að vera mörg
„málefnaleg" rök, eins og
segir í dómsorðunr.
Tekjutengíng á rétt á
sér og getur alveg átt \dð
um öryrkja eins og
aðra.En ef reynt er að
skafa utan af rökunum í
öryrkjamálinu eins og
þau hlasa við ólögfróðum leikmanni úti í
bæ segir Hæstiréttur einfaldlega þetta:
Það getur enginn verið uppréttur maður
á Islandi með 18.000 krónur til eigin
ráðstöfunar á mánuði, og skiptir þá engu
hvað maki hefur í tekjur. 18.000 krónur
var sú upphæð sem ríkið skammtaði fyrir
dóm þegar tekið var tillit til tekna maka
að fullu. Hæstiréttur segir ekki hve mikið
þarf til að fiillnægja mannréttindasjónar-
miðum, svo ríkisstjórin ætlar að hækka
töluna upp í 43.000 krónur. Þá tölu finn-
ur nefnd lögfræðinga. Hvers vegna er
ekki miðað við 51.000 þúsund? Það er
talan sem stendur eftir þegar búið er að
skerða lífeyri einstaklings sjálfkrafa um
þriðjung þegar hann stofnar til sambúð-
ar. Þetta er spurning sem enginn svarar
Iögfræðilega. Svarið er glerhörð pólitík -
og ekki stjórnarskrárbrot að mati ráð-
herranna. Hvers vegna ekki 40.000? Eða
bara það sem er hreinlegast: 51.000?
UMBÚÐA-
LAUST
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Ingibjörg og Davíð: Hvers vegna er ekki saminn sæmdarfriður við öryrkja úr því að málum
þeirra var klúðrað alla leid til Hæstaréttar? Þannig spyr greinarhöfundur.
málsins lágmarks virðingu. En baksvið
málsins má ekki gleymast. Þótt dómur-
inn sæti miklum tíðindum frá lögfræði-
legu sjónarhorni, og þótt hann skipti inn-
an við 10% öryrkja miklu um afkomu, þá
er hin almenna pólitíska stefna aö baki
mikilvæg. Ovart, auðvitað óvart, hafa
ráðherrarnir sjálfir bent á hana á handa-
hlaupi sínu um sprengjusvæði almenn-
ingsálitsins. Það er stefnan gagnvart
þeim sem minnst mega sín.
Eigiö óréttlæti
Nú liggur þeim Iífið við að sanna að
dómur Hæstaréttar hafi í raun gagnast
fæstum öryrkjum og síst þeim sem mest
þurfa á að halda. „Almenningur hefur
ekki áttað sig á þessu! Óréttlátt!" Ingi-
björg Pálmadóttir og allir niöurúr kveða
það stef. Sem er reyndar efnislega rétt,
þótt það sé frálcitt í því pólitíska sam-
hengi sem skoða verður málið í. „Orétt-
lætið" segir minnst um dóminn, en
mest um þá sem með málefnið fara.
Hverjir eru þeir sem þurfa mest á að
halda og hvers vegna? Það er fólkið
sem á allt sitt undir pólitískum vilja
þeirra sem með landsstjórn fara. Eng-
an hæstáréttardóm hefði átt að þurfa
til að minna á þann hóp, scm í raun er
efnahagslega og félagslega útskúfaður á
Islandi. Það eru þeir öryrkjar sem allra
minnst bera úr býtum. Fólk sem
stjórnarandstaða, fjölmiðlar, prestar,
Rauði krossinn, félagsráðgjafar og
hjálparstofnanir hafa sínkt og heilagt
reynt að minna á. Um þann hóp hefur
staðið slagur scm ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar og Halldórs Asgrímssonar
tók af fullri hörku. Þarf að minna á
kosningabaráttuna síðast? Og eftir-
köstin? Gagnvart þeim sem minnst
mega sín hefur ríkisstjórnin haft mjög
skýra og einarða stefnu: minna er
betra.
Hvers vegna ekki sæmdarfrið?
Hvers lenti ríkisstjórnin ekki á happa-
tölunni 5 1.000 krónur, sem cr auöskýrð
og rökleg samkvæmt núverandi bóta-
kerfi, heldur nýjum fátæktarmörkum
við 43.000? Hvers vegna samdi stjórnin
ekki sæmdarfrið við öryrkja? Það er
varið með ráðdeild. Það má ekki gleyma
þcim „sem fengu ekkert samkvæmt
dóminum". Þetta eru þau ráðdeildarrök
sem ríkisstjórn gæluverkefna og um-
frameyðslu boðar. Núna, allt í einu
núna, birtist ráðherrum óréttlætið í
kjörum þess fólks hún sjálf skammtar.
Hvers vegna? Vegna þess að hátekjuör-
yrkjar hækka úr 18.000 krónum. Iiin-
hvers staðar verður að vera afgangur
svo réttlætið nái fram að ganga.
Vondur málstaður,
vond málsmeðferð
Ríkisstjórnin hafði löngu fyrir þennan
dóm svo vondan málstað gagnvart öryrkj-
um að hún mátti alls ekki við því klúðri
sem málsmeðferð hennar er. H ún hefði
betur gengið í það strax að hreinsa fyrir
sínum dyrum og koma ærlega fram. Til
dæmis með því að sýna sigurvegurum
STJÓRNMÁL Á NETINU
Atlaga að prentfrelsinu
„Auk þess að gefa út ísafold hafði Björn yfir að ráða öflugustu prent-
smiðju landsins, ísafoldarprentsmiðju og fjölda prentara í vinnu."
Einar Sveinbjörnsson, aðstoðar-
maður umhverfisráðherra, rifjar
upp á vefsíðu ungra framsókn-
armanna, Maddömunni, atlögu
að frelsi fjölmiðla á fyrstu árum
heimastjórnarinnar:
„Með stjórnarskránni sem
Kristján IX afhenti Islendingum
árið 1874 var kveðið á urn ýmis
borgaraleg réttindi s.s. prent-
frelsi. Þessi ákvæði eru enn
þann dag í dag í fullu gildi og
fáum dettur annað í hug en að
tjáningarfrelsi sé virt í hvívetna.
Arið 1904 var þó gerð harkaleg
atlaga að prentfrelsinu og
tengdist hún hatrömmum póli-
tískum deilum hérlendis. ísland
hafði fengið heimastjórn og
skipaði Danakonungur Hannes
Hafstein heimastjórnarmann
fyrsta íslenska ráðherrann. And-
stæðingar Heimastjórnarflokks-
ins, svonefndir Valtýingar, undu
því illa að þeirra maður Valtýr
Guðmundsson skyldi ekki hafa
oröið fyrsti ráðherrann. Þrátt
fyrir framfarahug heimastjórn-
armanna voru þeir tengdari
hefðum erribættismannakerfis
landshöfðingjans, en Valtýingar.
Að sjálfsögðu var það eitt af
fyrstu verkum Hannesar Haf-
steins að skipa í cmbætti hins
nýja stjórnarráðs. Eins og vænta
mátti röðuðu heimastjórnar-
mcnn sér í hin nýju embætti.
Á þessum árum var lsafold
helsta blað landsins. Ritstjóri
þess var Björn Jónsson sem síð-
ar átti eftir að verða ráðherra.
Isafold hamaðist á Hannesi
Hafstein og Heimastjórnar-
flokknum, þar sem .embætta-
veitingar voru sérstaklegá gagn-
rýndar. Auk þess að gefa út Isa-
fold hafði Björn yfir að ráða öfl-
ugustu prentsmiðju landsins,
ísafoldarprentsmiðju og fjölda
prentara í vinnu. 1 kjölfar óvæg-
innar gagnrýni Isafoldar á ráð-
herra Heimastjórnarflokksins,
tóku nokkrir prentarar sig til og
stofnuðu prentsmiðjufélagið
Gutenberg sumarið 1904.
Prentararnir sjálfir voru félitlir,
en virtust fá óvenjulega mikla
fyrirgreiðslu í Landsbankanum.
Ný prentsmiðja var byggð á
svæðinu á milli Skólastrætis og
Þingholtsstrætis og þcgar hún
tók til starfa í ársbyrjun 1905
bjó hún yfir meiri ög fullkomn-
ari prentsmiðjukosti en áður
hafði sést hér á landi. Sjö prent-
arar sögðu upp störfum hjá ísa-
fold og færðu sig yfir til Guten-
berg. Slík blóðtaka var of mikil
fyrir Björn og stefndi í þrot hjá
honum og að útgáfu lsafoldar
yrði sjálfliætt. En Sveini syni
hans (stðar fýrsta forseta lýð-
veldisins) tókst með útsjónar-
semi að útvega þrjá prentara á
síðustu stundu frá Danmörku
og Isafold gat því áfram haldið
að berja á stjórnvöldum.
Bankastjóri Landsbankans var
á þessum árum Tryggvi Gunn-
arsson og tilheyrði hann flokki
heimastjórnarmanna. En ekki
nóg með það að hann hafi verið
í innsta kjarna Heimastjórnar-
flokksins heldur var hann móð-
urbróðir Hannesar. Þeir tveir
voru taklir standa á bak við
Gutenberg-tilræðið sem svo var
kallað, en það er ein svæsnasta
tilraun sem stjórnvöld hafa
reynt til þess að bæla niður
prentfrelsi. Með stofnun
Gutenberg var öll opinber
prentun flutt þangað frá Isafold
og þ.m.t. Alþingistíðindi. A
sama tíma var þrengt að Isafold
með því að opinberar auglýsing-
ar voru færðar frá Isafold til
Þjóðólfs, en það blað studdi
Hannes og I leimastjórnarflokk
hans.
Þessi saga úr fortíðinni kenn-
ir mönnum að ekki nægir aö
kveða á um tjáningarfrelsi í
stjórnarskrá. Lýðræðislega
kjörnir valdhafar verða að virða
ákvæðin ekki bara í orði, heldur
líka á borði. Tilraunir stjórn-
valda víða um heim til þess að
þrengja að „óþægilegum" rödd-
um eða miðlum hafa alltaf við-
gengist og því miður eigum við
Islendingar a.m.k. citt dæmi
þessa efnis."