Dagur - 17.01.2001, Síða 8

Dagur - 17.01.2001, Síða 8
8- MIDVIKUDAGU R 17. JANÚAR 2001 SMATT OG STORT UMSJÓN: BIRGIR GUÐMUNDSSON biggi@dagur.is Abraham Lincoln. „Elísabetu drottn- ingu ekki skemmt: Andrés prins á kynlífsbörum" Flestir héldu nú að hann væri prins á öllu Bretlandi! Það er kannski ekki að furða þó mömmu hans hafi ekki ver- ið skemmt. Fyrir- sögn úr DV í gær. Tilviljuu eöa hvað?!! Menn senda ýmsan fróðleik á milli á Netinu, fróðleik sem vissulega er misjafnlega merkilegur. Hér á eftir fer gott dæmi um þær vangaveltur sem fara manna á milli um hina ólíklegustu hluti, en það sem hér er til umíjöllunar er skemmtilegur samanburður á ýmsu sem varðar forset- ana Abraham Lincoln og John F. Kennedy, en þeir voru sem kunnugt er báðir myrtir: Abraham Lincoln var kosinn á þing 1846. John F. Kennedy var kosinn á þing 1946. Abraham Lincoln var kosinn forseti árið 1860. John F. Kennedy var kosinn for- seti árið 1960. Nöfnin Lincoln og Kennedy eru bæði mynduð af sjö stöfum. Báðir lögðu sérstaka áherslu á mannréttindi þegnanna. Eiginkonur beggja misstu barn þegar þær bjuggu í Hvítahúsinu. Báðir forsetarnir voru skotnir á föstudegi. Báðir forsetarnir voru skotnir í höf- uðið. Einkaritari Lincons hét Kennedy. Einkaritari Kennedys hét Lincoln. Báðir voru myrtir af Suðurríkja- manni. Þeir sem tóku við forsetaembættinu af þeim voru báðir Suðurríkjamenn og hétu báðir Johnson. Andrew Johnson, sem tók við af Lincoln, var fæddur árið 1808. Lyndon Johnson, sem tók við af Kennedy, var fæddur árið 1908. John Wilkes Booth, sem myrti Lincoln, var fæddur árið 1839. Lee Harvey Oswald, sem myrti Kennedy, var fæddur árið 1939. Báðir morðingjarnir voru þekktir af 3 nöfnum. Nöfn þeirra beggja eru gerð úr 1 5 stöfum. Lincoln var skotinn í Kennedy leikhúsinu. Kennedy var skotinn í bíl af Lincoln gerð. Booth hljóp frá leikhúsinu og var handtekinn í vöruhúsi. Oswald hljóp frá vöruhúsi og var handtekinn Meikhúsi. Bæði Booth og Oswald voru myrtir áður en mál þeirra voru rannsökuð fyr- ir dómi. Og hér kemur svo rúsínan í pylsuendanum... Viku áður en Lincoln var skotinn var hann í Monroe, Maryland. Viku áður en Kennedy var skotinn var hann með/í Marilyn Monroe. Hvíta húsið í Bandaríkiunum. ■ fína og fræga fólkið Ótrúlega haimngjusöm! Það er hvorki meira né minna er „frábært" að búa með Madonnu ef marka má yfirlýsingar eiginmanns hennar, kvikmyndaleikstjór- ans Guy Ritchie, en hann var í viðtali sem birtist í banda- rískum fjölmiðlum í gær. En hann bætti við í viðtalinu: „En frægðin getur verið erf- íð!“ Umrætt viðtal birtist í síð- degisblaðinu Mirror sem gef- ið er út í Los Angeles og þar kemur fram að Ritchie hyggst áfram vera raunsær venjuleg- ur Lundúnabúi þrátt fyrir alla athyglina sem fjölmiðlar veita honum og hinni heims- frægu eiginkonu hans. Ritchie og Madonna giftu sig eins og menn muna með pompi og pragt í skoskum kastala í Hálöndunum rétt fyrir jólin. „Ég mun áfram fara með frúna út á hverfis- krána og bjóða henni upp á drykk,'* er haft eftir Ritchie. Síðan lét hann hin fleygu orð falla: „Það er stórkostlegt að vera kvæntur Madonnu. Brúðkaupið okkar var stór- kostlegt og við eigum nú stór- kostlegar stundir saman og gætum einfaldlega ekki verið hamingjusamari." Ritchie og Madonna ásamt syni þeirra Rocco. Þau gætu ekki verið hamingjusamari segir Ritchie. -Ðíupir IÞROTTIR Birgir Leifur Hafþórsson „íþróttamaður Akraness" árið 2000. Birgir Leifur „íþróttamað- ur Akramess“ Birgir Leifur Hafþórsson, kylfing- ur úr Golfklúbbnum Leyni, var kjörinn „Iþróttamaður Akraness" árið 2000 og var kjörinu lýst á há- tíð sem haldin var á þrettándan- um í íþróttamiðstöðinni að Jað- arsbökkum. Að lokinni þréttánda- brennu var öllum bæjarbúum boðið til hátíðarinnar þar sem Helgi Daníelsson afhenti Birgi Leifi „Friðþjófsbikarinn", sem gefinn var til minningar um Frið- þjóf Helgason af systkinum hans og móður. Birgir Leifur, er vel að titilinum kominn en hann náði besta ár- angri íslensks kylfings frá upphafi á úrtökumóti evrópsku mótarað- arinnar í haust, auk þess sem hann varð klúbbmeistari Leynis á árinu. Birgir Leifur hlaut 84 stig í kjörinu, en í öðru sæti varð sund- konan Kolbrún Yr Kristjánsdóttir með 82 stig. Arangur Kolbrúnar á árinu var einnig mjög glæsilegur, en þar stendur uppúr þátttaka hennar á Olympíuleikunum í Sydney. Hún varð sexfaldur ís- landsmeistari á meistaramótinu í 25 m laug og varð þar með stiga- hæsta sundkona mótsins. A meistaramótinu í 50 m laug sigr- aði hún í fimm greinum, á aldurs- flokkameistaramótinu í fjórum greinum og á unglingameistara- mótinu i sex greinum. I þriðja sæti kjörsins varð Gunnlaugur Jónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu og hlaut hann 47 stig. Gunnlaugur, sem í vetur leikur með þýska liðinu FC Uerdingen, var í sumar fremstur meðal jafningja í liði bikarmeist- ara IA, sem Ienti í 5. sæti efstu deildar. AAkranesi eru starfandi fjórtán íþróttafélög og eignuðust Skaga- menn alls 56 Islandsmeistara á árinu sem alls unnu til 23ja ís- landsmeistaratitla í átta íþrótta- greinum, auk tveggja deildar- meistaratitla. Eftirtaldir ellefu íþróttamenn frá jafnmörgum félögum voru til- nefndir fyrir kjör „lþróttamanns Akraness": Birgir Leifur Hafþórsson, Golfklúbbnum Leyni Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Sundfélagi Akraness Gunnlaugur Jónsson, Knattspyrnufélagi Akraness Karitas Ósli Ólafsdóttir, Badmintonfélagi Akraness Lindberg Már Scott, Iþróttafélaginu Þjóti Ragnar Viktorsson, Karatefélagi Akraness Karen Líndal Marteinsdóttir, Hestamannafélaginu Dreyra Sveinbjöm Asgeirsson, Körfuknattleiksfélagi Akraness Salome María Ólafsdóttir, Fimleikafélagi Akraness Stefán Gísli Örlyggsson, Skotfélagi Akraness Hermann Þórisson, Boltafélaginu Bruna. Hópurinn sem tilnefndur var fyrir kjörið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.